Morgunblaðið - 09.02.2005, Side 2

Morgunblaðið - 09.02.2005, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FARMURINN FÆRÐIST Skipverjar sem komust lífs af þeg- ar Jökulfellinu hvolfdi hafa sagt áhöfn danska varðskipsins Vædderen að orsökin fyrir því að Jökulfellinu hvolfdi hafi verið að farmurinn hafi færst skyndilega í lest skipsins. Jök- ulfellið var að flytja um 2.000 tonn af stáli frá Lettlandi til Reyðarfjarðar þegar því hvolfdi á innan við fimm mínútum, að sögn skipverja. Allur Síminn seldur Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra sagði að grunnnet Símans verði ekki skilið frá fyrirtækinu þegar það verður selt, heldur verði það selt í einu lagi, í erindi sínu á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í gær. Hann sagði umræðuna um aðskilnað grunn- netsins hafa komið upp í fyrra sölu- ferli Símans fyrir þremur árum, og væri því ekki ný af nálinni. Borgaralegur sigur Ríkisstjórn dönsku borgaraflokk- anna hrósaði sigri í kosningunum í gær og ljóst, að Anders Fogh Rasmussen verður áfram forsætis- ráðherra. Jafnaðarmenn biðu sáran ósigur, aðrar kosningarnar í röð, og Mogens Lykketoft, leiðtogi þeirra, boðaði í gær afsögn sína sem formað- ur. Venstre, flokkur Rasmussens, tapaði að vísu fjórum mönnum en á móti kom, að Íhaldsflokkurinn bætti við sig þremur og Danski þjóð- arflokkurinn tveimur. Hefur stjórnin því 95 menn á bak við sig af 179 alls. Mesti sigurvegari kosninganna var þó Radikale Venstre en hann fékk nú 16 þingmenn í stað níu áður. Nýjar vonir Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, lýstu í gær yfir, að ófriðnum, sem kostað hefur um 4.700 manns lífið, væri lokið. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 26/29 Úr verinu 14 Dagbók 32/34 Viðskipti 15/16 Myndasögur 32 Erlent 16/17 Velvakandi 33 Minn staður 18 Kirkjustarf 34 Suðurnes 19 Listir 35/37 Höfuðborgin 20 Fólk 38/41 Akureyri 20 Af listum 40 Daglegt líf 21 Bíó 38/41 Forystugrein 22 Ljósvakamiðlar 42 Viðhorf 24 Veður 43 Umræðan 24/25 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #       $         %&' ( )***                        STÓR þáttur í starfi björgunar- sveitarmanna er að sækja námskeið og stunda æfingar sem gera þá bet- ur í stakk búna til að mæta þeim verkefnum sem að höndum ber. Á dögunum var haldið á Húsavík námskeið í snjóflóðaleit sem fé- lagar í nokkrum þingeyskum björg- unarsveitum sóttu auk þess sem leitarhundur frá Dalvík bættist í hópinn. Æfð var m.a. leit að mönnum í snjóflóði sem búið hafði verið til í Gónhólnum norðan Húsavíkur. Þar var notast við stengur og snjóflóða- ýli auk þess sem hundurinn kom að leitinni. Leiðbeinendur á námskeið- inu komu frá Landsbjörg. Guðbergur Ægisson, félagi í Björgunarsveitinni Garðari á Húsa- vík, sagði námskeiðið hafa tekist vel. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Leitað í snjóflóði á æfingunni á Húsavík. Æfðu snjóflóðaleit Húsavík. Morgunblaðið. ATLI Dam, fyrrverandi lögmaður Færeyja, lést á mánudag. Hann var 72 ára að aldri. Atli Dam var um ára- tugaskeið áhrifamesti stjórnmálamaður Fær- eyja. Hann var lögmað- ur í 17 ár, fyrst frá 1970 til 1980, þá aftur frá 1985 til 1989 og loks frá 1991 til 1993. Í jan- úarmánuði það ár lét hann af störfum af heilsufarsástæðum og tók Marita heitin Pet- ersen þá við embætti lögmanns í Færeyjum, fyrst kvenna. Á þessum árum þótti Atli Dam bera höfuð og herðar yfir flesta stjórnmálamenn í Fær- eyjum. Hann þótt slyngur samninga- maður en jafnframt lipur í samstarfi, að því er fram kom í færeyska dag- blaðinu Sosialurin í gær. Árið 1992 samdi hann við Poul Schlüter, þáverandi forsætisráð- herra Danmerkur, um að Færeying- ar tækju við stjórn mála og þar með öllum réttindum á færeyska land- grunninu. Það samkomulag reyndist Færey- ingum gríðarlega mikilvægt með til- liti til stjórnunar fiskveiða og nýting- ar hugsanlegra olíuauðlinda. Var Schlüter enda sakaður um það í Dan- mörku að hafa fært Færeyingum olíuauð á silfurfati. Þá kom Atli að mörgum fiskveiðisamningum við ná- grannaþjóðir Færey- inga. Atli Dam var lengi formaður Javnaðar- flokksins (Jafnaðar- mannaflokksins) í Fær- eyjum. Hann átti ekki langt að sækja stjórn- málahæfileikana því faðir hans, Peter Mohr Dam, var lengi leiðtogi jafnaðarmanna í Fær- eyjum og lögmaður. Sinn glæstasta sigur vann Atli Dam trúlega í kosningunum 1990. Þá bauð hann sig fram í Þórshöfn en ekki Suð- urey eins og hann hafði jafnan áður gert. Jafnaðarmenn unnu þá sinn stærsta sigur í rúma þrjá áratugi í þingkosningum í Fær- eyjum. Atli Dam var um skeið fulltrúi Færeyinga á þingi Dana. Hann tap- aði sæti sínu þar haustið 1994 en skömmu áður hafði honum einnig mistekist að vinna þingsæti í Fær- eyjum. Atli Dam var menntaður verkfræð- ingur. Auk stjórnmálastarfa var hann um árabil forstjóri Realins, lána- stofnunar færeyska sjávarútvegsins. Því starfi sinnti hann til dauðadags. Atli Dam fyrrv. lög- maður Færeyja látinn Atli Dam HRAFNKELL V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir það ekki málefni stofnunarinn- ar hvað Íslenska sjónvarpsfélagið/ Skjár einn og 365 – ljósvakamiðlar, kunna að semja um sín á milli og/eða segja upp samkvæmt samningi. Um sé að ræða frjálsan samning milli tveggja markaðsaðila og Póst- og fjarskiptastofnun hafi hvorki komið að gerð hans né fylgt honum eftir. 365 – ljósvakamiðlar hafa sagt upp samningi við Íslenska sjónvarps- félagið um aðstöðu til útsendingar á Skjá einum, á svokölluðu örbylgju- dreifikerfi frá og með 30. september nk. „Hins vegar er það þannig, varð- andi tíðniúthlutanir til handa báðum þessum aðilum, að þeir eru báðir með úthlutun á tíðni til að varpa út sjónvarpi frá Öskjuhlíð sem fer síðan í allflókið endurvarpakerfi sem er í eigu 365 – ljósvakamiðla. Umræðan snýst um það, með hvaða hætti Skjár einn hefur aðgang að því endur- varpakerfi og í öðru lagi kann að vera einhver spurning um búnað sem er í eigu 365 sem Skjár einn hef- ur haft aðgang að samkvæmt þess- um samningi,“ segir Hrafnkell. Það hvort fyrirtækið hafi brotið einhver réttindi samkvæmt fjar- skiptalögum verði skoðað. „Mínir menn eru núna að skoða þennan samning og þessar tíðni- heimildir sem þessi félög hafa.“ Fundur er áformaður með aðilum í næstu viku. Tæknilega mögulegt að skipta fyrir samningslok Að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Skjás eins, er tæknilega mögulegt að skipta yfir í stafræna dreifingu áður en samning- urinn við 365 – ljósvakamiðla rennur út. Nokkrir möguleikar séu opnir í þeim efnum, þ.á m. að Skjár einn sendi út í gegnum Digital Ísland sem heyrir undir 365 – ljósvakamiðla. Íslenska sjónvarpsfélagið telji hins vegar að einhliða uppsögn 365 á samningi félaganna brjóti í bága við leyfisveitingar Póst- og fjarskipta- stofnunar til stafrænna útsendinga, eins og fram hefur komið. Póst- og fjarskiptastofnun Kanna hugsan- leg brot á fjar- skiptalögum ÚTVARPSRÉTTARNEFND hitti fulltrúa Íslenska sjón- varpsfélagsins á fundi sínum í gær, þar með talinn lögmann félagsins og sjónvarpsstjóra, til að ræða nýlega niðurstöðu nefndarinnar þess efnis að út- sendingar Skjás eins á knatt- spyrnuleikjum með lýsingu á ensku samræmist ekki ákvæði útvarpslaga. Að sögn Benedikts Bogason- ar, formanns nefndarinnar, var farið yfir útvarpslögin og gerð grein fyrir bókun nefndarinn- ar. Hann útilokar ekki að málið verði skoðað síðar með einum eða öðrum hætti, en ekki var boðaður annar fundur með fulltrúum Íslenska sjónvarps- félagsins eða samin sameigin- leg ályktun í fundarlok. Bókun út- varpsrétt- arnefndar rædd við Skjá einn ALMENNINGI verður boðinn að- gangur að hluta bráðavárkerfis Veð- urstofu Íslands sem formlega verður opnað á Netinu á föstudag. Heima- síða verður í tvennu lagi. Annars vegar ætlað vísindamönnum, al- mannavarnarnefndum og slíkum að- ilum. Hins vegar verður heimasíða opin almenningi með ákveðnum upp- lýsingum og aðgangi til að koma upplýsingum á framfæri. Að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings felst bráða- várkerfið í hröðum viðbrögðum við náttúruvá, einkum jarðskjálftum og eldgosum. Kerfið hefur verið í þróun undanfarið með það að markmiði að geta varað við áhrifum af völdum jarðskjálfta og eldgosa. „Þetta kerfi er hugsað bæði til þess að nýta allar mælingar og upplýsingar sem við höfum til að spá fyrir um slíka við- burði,“ segir Ragnar. Kerfið er þó engan veginn fullmótað, en er þegar farið að gera gagn. Í kerfinu eru notaðar allar hand- bærar jarðeðlisfræðilegar mælingar til að lýsa aðsteðjandi hættu eða spá fyrir um atburðina. Einnig eru eldri upplýsingar sem niðurstöður af fyrri rannsóknum á þeim sérstöku svæð- um þar sem búist er við jarðskjálfta eða eldgosi á. Eru þar líka tiltækar lýsingar á fyrri atburðum sem orðið hafa á svipuðum slóðum sem hægt er að læra af. „Oft þurfum við að hafa slíka hluti tiltæka með miklum hraða því það þarf að vega og meta upplýsing- arnar á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar. Hann segir mikilvægt að ná góðu sambandi við vísindamenn strax í upphafi hvers atburðar og fá þá til að taka þátt í að meta þá vá sem um er að ræða hverju sinni. „Það er líka mikilvægt að fá upp- lýsingar frá almenningi sem oft tek- ur eftir ýmsu í náttúrunni sem getur skipt miklu máli. Í kerfinu er hugsað fyrir því að geta tekið við slíkum upplýsingum. Sá upplýsingamiðill sem við notum einkum er Netið og því má segja að vísindamenn sem koma að þessu hafa aðgang að sömu upplýsingum og starfsmenn Veð- urstofunnar. Þeir hafa líka aðgang að sömu úrvinnsluaðferðum, hvar sem þeir eru staddir. Þannig nýtum við kerfið sem samskiptaferil milli vísindamanna og almannavarnar- kerfis og sem samskiptamiðil til al- mennings og stjórnvalda.“ Nýtt bráðavárkerfi opnað sér- fræðingum og almenningi á föstudag Auðveldar hröð viðbrögð við vá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.