Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TALSMENN íslensku bygginga- vörukeðjanna, BYKO og Húsa- smiðjunnar, segjast ekki óttast samkeppni frá þýska risanum Bau- haus en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær áformar Bauhaus að opna stórverslun með byggingavörur hér á landi vorið 2006. Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri BYKO segist í samtali við Morgunblaðið ekki óttast innkomu Bauhaus á markað hér á landi. „Við tökum allri þeirri samkeppni sem að höndum ber og treystum okkur vel í það en könnumst hins vegar ekki við þessi lágu verð Bauhaus,“ segir Jón Helgi og held- ur áfram: „Við höfum skoðað Bauhaus, sérstaklega í Danmörku, og verð þeirra, þjónusta og vöruúrval eru þannig að ég tel að við höfum ekk- ert að óttast. Við höfum alltaf átt í samkeppni og innkoma Bauhaus á markaðinn breytir engu þar um, við erum hvergi bangin,“ segir Jón Helgi. Fagna allri samkeppni Stjórnendur Húsasmiðjunnar hafa heyrt af þessum áformum Bauhaus fyrir þó nokkru, að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar, stjórnarformanns Húsasmiðjunn- ar, sem segist fagna allri sam- keppni. „Húsasmiðjan hefur starfað á samkeppnismarkaði í fjölda ára og við óttumst það ekki þótt nýr aðili komi inn á þann markað,“ segir Skarphéðinn Berg. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakana segist fagna því að nýr aðili komi inn á bygg- ingavörumarkaðinn hérlendis. „Þessi markaður hefur stjórnast af tveimur stórum risum, þannig að fákeppni hefur einkennt þessa grein. Ég fagna því að þetta fyr- irtæki komi hingað og geng út frá að það muni auka samkeppni á þessum markaði, neytendum til góðs,“ segir Jóhannes. Óttast ekki sam- keppni Bauhaus „Neytendum til góðs,“ segir formaður Neyt- endasamtakanna                                               ÞRÍR gráhegrar hafa gert sig heimakomna í Mývatnssveit síðustu daga í alveg einstakri veðurblíðu. Þeir standa á sínum löngu leggjum á ísnum framundan Reykjahlíð og eru mjög varir um sig. Færa sig fjær ef einhver gengur niður á vatnsbakkann. Gráhegri er fágæt sjón við Mývatn en þó sást þar einn fugl fyrir tveimur árum. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Gráhegrar í Mývatnssveit BJÖRG Bjarnadóttir, formaður Fé- lags leikskólakennara, furðar sig á því af hverju bæjaryfirvöld í Garða- bæ höfnuðu öllum umsækjendum um starf leikskólafulltrúa, sem auglýst var í janúar. Hún segir þetta vekja furðu í ljósi þess að flestir umsækj- endurnir hafi verið með framhalds- menntun í stjórnun og/eða sér- kennslu og a.m.k. þrír hafi verið með masterspróf. 13 sóttu um stöðuna og 11 uppfylltu menntunarskilyrði. Gunnar Einarsson, forstöðumaður Fræðslu- og menningarsviðs Garða- bæjar, segir að ákvörðunin um að hafna umsækjendum feli ekki í sér að lagt hafi verið almennt mat á hæfi umsækjendanna til að gegna starfinu. Hann kveðst vera sannfærður um að margir þeirra hafi verið hæfir til þess að gegna starfinu. „Hins vegar þegar litið er til þeirra áhersluatriða sem bæjaryfirvöld telja mikilvægast við þetta starf þá var það niðurstaðan að hafna öllum umsækjendum.“ Gunnar bendir á að bæjaryfirvöld vilji skoða vel hvert menntunar- og þjónustuhlutverk leikskólanna eigi að vera í framtíðinni auk þess sem þau vilji skoða mismunandi skólastefnur og rekstrarform. Bæjaryfirvöld hafi því leitað til Önnu Magneu Hreins- dóttur, sem er leikskólastjóri tveggja einkarekinna leikskóla í Garðabæ og Kópavogi. Hún hafi þótt hæfust til þess að liðsinna bæjaryfirvöldum við framtíðaruppbyggingu leikskólamála í Garðabæ. Gunnar segir að þó að margt gott hafi verið gert í leikskóla- málum í Garðabæ vilji bæjaryfirvöld framþróun á öllum sviðum skólamála. Björg segir vinnubrögð bæjaryf- irvalda í Garðabæ gagnrýniverð. Hún segist hafa heyrt í nokkrum umsækj- endanna og þeir hafi tjáð henni að þeir botni ekkert í þessari ákvörðun og sumir telji þetta vera móðgun við umsækjendur. „Ég vonast bara til að þessir einstaklingar krefjist rök- stuðnings,“ segir Björg að lokum. Öllum umsækjend- um um stöðu leik- skólafulltrúa hafnað ENGIN formleg ákvörðun hefur verið tekin um deiliskipulag svæðisins Linda IV í Kópavogi, en þar mun verslun Bauhaus rísa verði áætlanir fyr- irtækisins að veruleika. Á skipulagsfundi hinn 1. febrúar síðastliðinn var tillaga lóðarhafa tekin fyrir og samkvæmt fundargerð samþykkti skipu- lagsnefnd Kópavogs „að fela bæjarskipulagi að vinna tillögu að deiliskipu- lagi á grundvelli framlagðra gagna“. Engin ákvörðun tekin ÍSLENDINGUR datt í lukkupott- inn í gær en hann hlaut bónusvinn- inginn í Víkingalottóútdrætti gær- kvöldsins, þ.e. fimm réttar tölur auk bónustölu. Vinningurinn fór óskiptur en hann hljóðaði upp á rúmar 22 milljónir kr. Aðalvinningurinn, rúmar 46 milljónir kr., fór einnig óskiptur og að þessu sinni féll hann í skaut heppins Svía. Enginn hafði gefið sig fram við Íslenska getspá í gær- kvöldi en vinningsmiðinn var seld- ur í söluturninum Ný-Ung í Kefla- vík. Vann rúmar 22 milljónir ÁLVERÐ hefur enn hækkað síðustu dagana og var í gær 1.970 Bandaríkjadalir fyrir tonnið stað- greitt á málmmarkaðnum í Lundúnum. Þriggja mánaða verðið var litlu lægra eða 1.957 dalir fyrir tonnið. Verðið hefur hækkað jafnt og þétt í vikunni en það var í rúmum 1.920 dölum í byrjun hennar. Það er nú orðið um það bil jafnhátt og þegar það fór hæst í árslok 2004 þegar það fór í um 1.970 dali tonnið um skamma hríð. Verðið á áli hefur stöðugt hækkað síðustu miss- eri, enda er spáð að eftirspurn eftir áli aukist um 4% í ár. Meðalverðið á síðasta ári var um 1.700 dal- ir fyrir tonnið og hafði ekki verið hærra í níu ár. Álverð hækkar enn     !!"# $% !!&              

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.