Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 18

Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Afhentu undirskriftalista | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur verið afhentur und- irskriftalisti með nöfnum rúmlega 400 Eskfirðinga sem mótmæla lokun bæjar- skrifstofa Fjarðarbyggðar á Eskifirði. Það voru þeir Friðrik Þorvaldsson, Hákon Sóf- usson og Guðmundur Auðbjörnsson sem afhentu Smára Geirssyni forseta bæj- arstjórnar Fjarðabyggðar mótmælin. Á fundi bæjarráðs 2. febrúar sl. var farið yf- ir skipulag skrifstofuhalds hjá Fjarða- byggð og samþykkt að starfsmenn á Eski- firði hafi vinnuaðstöðu sína framvegis í verslunarmiðstöðinni Molanum sem nú er að rísa á Reyðarfirði.    Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir AUSTURLAND HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Miðbærinn | Stórvirkar vinnuvélar hafa grafið djúp- an skurð í gegnum Hljómskálagarðinn, en þar er verið að grafa fyrir frárennsli fyrir regnvatn á nýrri Hringbraut, og liggur skurðurinn að Skothúsvegi þar sem frárennslið tengist niðurfallskerfi. „Áður var þarna dælubrunnur sem er aflagður, og nú er þetta gert með sjálfrennsli. En þá þurfti að fara í gegnum Hljómskálagarðinn til þess að ná þessu sjálfrennsli af Hringbrautinni, því þá þarf að hafa halla á lögninni frá Hringbraut niður að Skot- húsvegi,“ segir Höskuldur Tryggvason, deildarstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Höskuldur segir að valin hafi verið leið sér- staklega með það í huga að raska sem minnstu af markverðum gróðri sem þarna er, og gengið verði vel frá öllu að framkvæmdum loknum. Tíu tré voru tekin upp með rótum og verða gróðursett aftur. Reiknað er með að jarðvinnu í garðinum ljúki um miðjan mars, en þökulögn og gróðursetning gæti dregist fram í apríl. Morgunblaðið/Ómar Grafið í garðinum Grafa þurfti skurð í gegnum Hljómskálagarðinn til að koma lögnum vegna nýrrar Hringbrautar fyrir, og var valin leið í gegnum garðinn til að takmarka skaðann. Grafið í gegnum Hljómskálagarðinn Egilsstaðir | Rauði kross Íslands stendur fyrir námskeiði fyrir að- standendur geðfatlaðra og áhuga- menn um geðheilbrigðismál á Aust- urlandi 25. og 26. febrúar nk. Starf með geðfötluðum er eitt af áhersluverkefnum Rauða krossins. Þarfakönnun á síðasta ári leiddi í ljós áhuga á námskeiði sem ætlað er aðstandendum fólks með geð- raskanir og öðru áhugafólki um málefnið. Meðal fyrirlesara á námskeiðinu eru séra Birgir Ásgeirsson, Guð- björg Sveinsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur, Salbjörg Bjarna- dóttir geðhjúkrunarfræðingur, Arndís Ósk Jónsdóttir frá Geðhjálp og Margrét Ómarsdóttir, foreldri einstaklings með geðraskanir. Námskeiðið hefst kl. 18 föstudag- inn 25. febrúar og því lýkur kl. 16 á laugardeginum. Námskeiðið fer fram í húsi Rauða krossins að Mið- ási 1–5 á Egilsstöðum og er þátttak- endum að kostnaðarlausu.    Námskeið fyrir aðstandendur geðfatlaðra Tengivirkishús | Starfsmenn Keflavík- urverktaka eru byrjaðir á grunni vænt- anlegs tengivirkishúss Kárahnjúkavirkj- unar í Fljótsdal, við op strengjaganganna inn að spennasalnum í Valþjófsstaðarfjalli. Tengivirkishúsið rís á vegum nýja orku- dreifingarfyrirtækisins Landsnets og það- an verður raforkan flutt til kaupandans, Fjarðaáls, við Reyðarfjörð. Sömuleiðis verður virkjunin tengd byggðalínu.Tengi- virkishúsið verður önnur tveggja sýnilegra bygginga Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal, hin er hlaðhúsið sem Fosskraft JV reisir við munna aðkomuganganna. Vel viðrar til byggingarvinnu í Fljótsdal um þessar mundir og raunar er fátt sem minnir á há- vetur þar um slóðir. Snjólaust er á láglendi og varla hægt að tala um snjó til fjalla held- ur. Landsvirkjun og Keflavíkurverktakar undirrituðu framkvæmdasamninginn í september 2004. Þar er kveðið á um að verktakafyrirtækið byggi tengivirkishúsið ásamt strengjastokki á milli gangamunna og húss og annist jarðvinnu vegna lagn- ingar strengs frá tengivirkinu undir Jök- ulsá í Fljótsdal að tengistað við byggðalínu. Verkinu skal ljúka að fullu fyrir júlílok 2006. Frá þessu greinir á vefnum kara- hnjukar.is. Reyðarfjörður | „Við leggjum afar mikið upp úr öryggismálum hér og þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Anna Margrét Kornelíus- dóttir, öryggisfulltrúi á byggingar- svæði álvers Fjarðaáls Alcoa á Reyðarfirði. „Hversu vel þetta gengur sýnir sig til dæmis í því að frá því að ég hóf hér störf 15. september sl. hafa engin fjarveruslys orðið á svæðinu. Það eru þó engin vettlingatök í gangi því hér eru á milli 5 og 6 tonn af jarðvegi flutt á hverri einustu vakt. Menn eru duglegir að minna hver annan á að vera með hjálm- ana, hlífðargleraugun og annan ör- yggisbúnað.“ Anna Margrét segir íslenska starfsmenn á svæðinu hafa verið nokkuð neikvæða í byrjun og þeim þótt fulllangt gengið í öryggiskröf- um. „Svona er þetta hér og það er ekki spurning að okkar öryggis- kröfur eru fordæmisgefandi fyrir önnur verktakafyrirtæki hér á landi. Við höfum verið með nokkra einstaklinga við störf hér, sem hafa hætt og stofnað eigin fyrirtæki og þeir láta sömu öryggisreglur gilda hjá sér. Þetta er því besta mál.“ Breitt undir vinnuvélar Anna tekur sem dæmi um ör- yggiskröfur að breiddur sé dúkur undir þær vinnuvélar sem standa kyrrar í meira en tvo sólarhringa, menn moki strax upp ef spilliefni fari í jörð og setji í þar til gerðan spilliefnagám og að í hverju tæki sé spilliefnabúnaður til nota ef eitt- hvað kemur upp á. „Það sem mönnum þótti fáránlegast til að byrja með var að þeir máttu ekki hoppa ofan af tækjunum, en það er náttúrlega bara lógískt, menn eiga ekki að þurfa að fótbrjóta sig.“ Starfsmenn fá munnlega áminn- ingu fyrir öryggisbrot í fyrsta sinn, skriflega áminningu í annað skipti og öryggisfulltrúi eða verkstjóri ræðir við viðkomandi og við þriðja brot er mönnum vísað úr vinnu. „Það fara allir á öryggisnámskeið þegar þeir mæta á svæðið og það er mjög skýrt að ef þú vilt ekki vinna eftir þessum reglum geturðu bara unnið annars staðar.“ Anna segir lítið um áminningar og eng- inn hafi verið rekinn frá því að hún hóf störf. Þetta er í fyrsta sinn sem Anna sinnir starfi öryggisfulltrúa, en hún er langt komin í verkfræði- námi. Fjarveruslys fátíð hjá Bechtel Fjöldi fjarveruslysa (slys á vinnustað sem hefur þær afleiðing- ar að starfsmaður tapar vinnudegi) hjá Bechtel, ef miðað er við 200 þúsund vinnustundir er 0,13, eða 1 af hverjum 769 starfsmönnum. Hjá Alcoa slasast 1 af hverjum 1.429 starfsmönnum (0,07) sé miðað við sömu forsendur, en íslenskt lands- meðaltal er 0,91, eða 1 af hverjum 110 starfsmönnum. Í mannvirkja- gerð hérlendis slasast 1 af hverjum 68 starfsmönnum og er hlutfallið 1,47. Upplýsingarnar eru fengnar frá Alcoa, Bechtel og Inpro. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Engar tilslakanir Verkfræðineminn Anna Margrét Kornelíusdóttir er öryggisvörður á álverssvæðinu og lætur vel af því starfi. Öryggiskröfurnar fordæmisgefandi Forstjóri Fjarðaáls á útkikki Hér er kirfilega merkt á hurðinni að engar tröppur séu utan dyra. Fuglaljóð | Fimm og sex ára nemendur leikskólans Bjarkatúns á Djúpavogi hafa verið að setja saman ljóð um fugla. Svo dæmi sé tekið um ljóðagerðina í Bjarkatúni orti hún Sabrína Ljóð um fuglinn minn: Fuglinn minn á heima við sjó / Hann syngur fallega söngva um vorið / Mér finnst vænt um hann / og mér finnst hann fallegur og skemmtilegur / Af því að hann er fuglinn minn. Þá yrkir Kamilla Marín ljóð með sama heiti: Fuglinn minn á heima í hreiðri / Hann syngur fal- lega um ungana sína / Hann er vinur minn / Mér finnst vænt um hann. Það er ekki laust við að kominn sé vorhugur í börnin á Djúpavogi, ef marka má þessi ljóðaskrif sem birt eru á vefnum djupivogur.is. Reykjavík | Um- hverfisráð hefur samþykkt reglur um kattahald í borginni, þar sem m.a. er lögð sú skylda á herðar kattaeigenda að gelda alla högna sem eru sex mán- aða og eldri og fá að ganga lausir. Markmiðið með þessari samþykkt um kattahald, sem og annarri sam- þykkt um gæludýrahald almennt, er að ná sátt um gæludýrahald í borg- inni, að því er fram kemur í bókun fulltrúa meirihluta R-lista í um- hverfisráði. Sjálfstæðismenn í ráðinu mótmæla kattasamþykktinni, sem þeir segja að gangi of langt. Auk þess að þurfa að gelda högna sem ganga lausir er eigendum gert skylt að örmerkja ketti eldri en fjög- urra mánaða og skrá nafn og kenni- tölu eiganda hjá Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur og láta kettina bera hálsól með upplýs- ingum um eiganda. Einnig er þess krafist að kettir fari í ormahreinsun árlega. Sérstaklega er fjallað um kattahald í fjölbýlishúsum í regl- unum og það bannað ef það sann- arlega veldur eða viðheldur sjúk- dómum hjá íbúum. Starfsmenn Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkur er sam- kvæmt samþykktinni heimilt að fanga í búr ketti sem eru ómerktir, þegar kvartað er undan köttum og sé köttur innandyra hjá nágranna í leyfisleysi. Eru þá kettirnir geymdir í eina viku frá handsömun, en sé þeirra ekki vitjað að þeim tíma lokn- um eru þeir seldir eða svæfðir. Hyggist eigandi sækja kött sem hef- ur verið fangaður ber honum að greiða gjöld vegna handsömunar, fóðurs, vistunar og örmerkingar. Reglur um kattahald samþykktar Miðbærinn | Tillögu meirihlutans í skipulagsráði Reykjavíkur um að stofnaður verði rýnihópur, sem fjalla muni um útlit nýbygginga, viðbygginga og breytinga á húsum við Laugaveginn, var frestað á fundi ráðsins í gær að beiðni minnihlutans sem vildi tíma til að kynna sér tillöguna. Í tillögunni er lagt til að fimm manna hópur gefi ráðinu umsögn um einstök uppbyggingaráform við Laugaveginn, m.a. með tilliti til þess hvernig tillögurnar falla að byggðinni við götuna. Fulltrúar í hópnum verða tilnefndir af arki- tektadeild Listaháskóla Íslands, byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur, hverfisráðs miðborg- arinnar, skipulagsfulltrúa og bygg- ingarfulltrúa. Gert er ráð fyrir því að hópurinn starfi í þrjú ár og að þeim tíma liðnum verði lagt mat á störf hópsins og fyrirkomulag. „Ég held að það séu mjög fáir sem eru þeirrar skoðunar að það megi engu breyta við Laugaveg- inn, en ég held að það séu mjög margir þeirrar skoðunar að það þurfi að fara mjög varlega og bera virðingu fyrir umhverfinu þarna og tryggja að það verði staðið vel að þeirri uppbyggingu sem verður,“ segir Dagur B. Eggertsson, for- maður skipulagsráðs. Vantraust skiljanlegt Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að markmiðið með deili- skipulagi Laugavegarins sé að efla hann, en um leið að varðveita sér- kenni hans. Því sé talið eðlilegt að slíkur rýnihópur sé stofnaður til að vera skipulagsráði til stuðnings við mat á útliti bygginga. Þannig megi tryggja að uppbygging næstu ára falli vel að umhverfi sínu. Dagur segist vonast til þess að rýnihópurinn verði til þess að koma til móts við gagnrýnisraddir og ná sátt um uppbygginguna við Laugaveginn. Hann segir skiljan- legt að menn vantreysti borgaryf- irvöldum til að meta hvernig bygg- ingar falla að nánasta umhverfi, enda auðvelt að finna dæmi úr sög- unni um byggingar sem geri það ekki. „Ég neita því ekki að það er verið að reyna að mæta þessum röddum vegna þess að við viljum standa vel að þessu, skipulagið byggist á væntumþykju og metn- aði fyrir hönd miðborgarinnar,“ segir Dagur. Vilja rýnihóp fyrir Laugaveginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.