Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 23

Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 23 NEYTENDUR EldaskálinnBrautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com Laugavegi 54, sími 552 5201 Kjólar stærðir 36-46 i - Útsala DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki, skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar. Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð frá miðbænum. A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg, sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15 FLYÐRUGRANDI Falleg 2ja herbergja 65,1 fm íbúð á jarð- hæð með sérgarði og hellulagðri verönd til suðurs. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, svefnherbergi, vinnukrókur, eldhús, bað- herbergi, forstofa og geymsla. Laus strax. Verð 13,9 millj. sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Spurning: Lesendi blaðsins, sem gjarnan kaupir sér salat í hádeginu á salatbarnum í Hagkaupum í Skeifunni, hafði samband og sagðist hafa orðið undrandi þegar verð á salatinu hafði hækkað á einni nóttu um 24–32%. Verð á litlu boxi var 299 kr. er nú 369 kr., hefur hækkað um 24%, og verð á stóru boxi var 379 kr. en er nú 499 kr. og hefur hækkað um 32%. Svar: Sylvía Walthers, staðgeng- ill verslunarstjóra í Hagkaupum, Skeifunni, varð fyrir svörum: „Úrvalið á salatbarnum breyttist mjög mikið og er þetta aukna vöru- úrval ástæða hækkunarinnar. Bætt var við fjölmörgum vöruflokkum. Nú eru þrjár kjöttegundir í boði, kjúklingur, skinka og pepperoni. Fjórar tegundir eru af káli en var aðeins ein áður. Þær eru veislu- salat, spínat, blandað salat auk ice- bergssalats. Í boði eru bæði karrí- hrísgrjón og indversk hrísgrjón, þrjár nýjar tegundir af pasta, þist- ilhjörtu, melónur, blandaðar ólívur og ný tegund af hummus svo eitt- hvað sé nefnt. Þá eru fjórar teg- undir af salatsósum í boði og fylgja nú með fyrir þá sem vilja, en áður þurfti að kaupa þær sérstaklega. Það sama á við um ýmiss konar olíur til að setja út á salat,“ sagði Sylvía. Hvers vegna lækkar ekki verð á bandarískum kiljum? Spurning: Lesandi, sem hefur keypt nýjar bandarískar kiljur í hverjum mánuði í mörg ár, spyr hver sé skýringin á því að bókabúð- ir lækki ekki verðið þó svo að gengi dollara hafi fallið mikið. Lesandinn kom með kiljur sem voru verð- merktar og keyptar á mismunandi tíma. Í lok árs 2001 stóð dollarinn í 110 krónum og það ár hafði viðkom- andi keypt sjö dollara bók á 1.395 krónur en nú árið 2005, þegar doll- arinn stendur í 61 krónu, þá kaupir hann átta dollara kilju á sama verði, eða á 1.395 krónur. Svar: Óttar Proppé, vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum Ey- mundsson og Máli og menningu, var inntur eftir því hvers vegna verð á bandarískum kiljum hefði ekki lækkað í samræmi við lágt gengi dollarsins. „Staðreyndin er sú að þær bækur sem eru nýkomnar eru á eitthvað lægra verði, því að við verðleggjum út frá gengi doll- arsins hverju sinni. En þetta er lítill markaður hér á landi og vöruúr- valið í verslunum okkar hreyfist frekar hægt þannig að við erum með bækur í búðinni sem voru kannski keyptar inn þegar gengið á dollarnum var hærra, og bækurnar eru verðlagðar þegar þær eru keyptar inn og þær eru ekki endurverðlagðar í millitíð- inni því að þetta eru oft aðeins nokkur eintök af hverri bók í hillu. Þetta þýðir að fólk verður ekki eins mikið vart við sveiflur í verði, sem væri vissu- lega æskilegt. Önnur ástæða fyrir því, að lækk- unin hefur verið minni en fólk hefur átt von á, er sú að þeg- ar dollarinn var í há- marki þá héldum við að okkur höndum í verðlagn- ingu, því við veðjuðum á að hann færi fljótlega niður aftur.“ Þegar Óttar var spurður að því í hverju verðmunurinn fælist á bandarískri kilju sem núna kostaði 1.395 krónur í bókabúð hjá honum, en fengist á 8 dollara í USA, sem samsvarar um 500 krónum, sagði hann að vissulega væri sú verðlagn- ing í hærri kantinum. „Af þessum 1.395 krónum þá er vaskurinn 14% sem er um 200 krónur, síðan kemur inn í þetta flutningskostnaður og álagningin skiptist nokkurn veginn að jöfnu í heildsöluálagningu og smásöluálagningu. Heildsöluálagn- ingin dekkar innflutninginn og að einhverju marki lagerhald sem er erfiðara hjá okkur hér vegna smæð- ar markaðarins. Kostnaðurinn við lagerhaldið er því tiltölulega hár miðað við það sem gengur og gerist. Okkar tilfinning er að hjá okkur séu bækur á um það bil tvöföldu verði miðað við verð í útgáfulandi og okk- ur hefur sýnst að á meginlandi Evr- ópu sé þetta svipað, reyndar svolítið lægra, en það munar ekki miklu. Við sjáum til dæmis mjög svipað verð hjá okkur og í Danmörku, en þar munar helst vaskinum.“ Óttar var spurður að því hvort þeir gætu skilað þeim kiljum sem ekki seldust með því að rífa forsíðuna af, rétt eins og tíðkast með blöð. „Það kem- ur fyrir en er ekki regla. Og það er vissulega hluti af hárri verðlagn- ingu bóka að hluta af þeim þarf að afskrifa eða selja á útsölu.“  SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Verðhækkun á salatbar Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/RAX Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.