Morgunblaðið - 24.02.2005, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
T
alsmenn samtaka
grunnskólakennara
hyggjast nú verja
láglaunastefnuna af
miklu offorsi, enginn
má skerast úr leik. Að minnsta
kosti fæ ég ekki séð að hægt sé
að túlka viðbrögð þeirra vegna
væntanlegra samninga við kenn-
ara í Ísaksskóla á annan hátt.
Engu virðist skipta þótt kenn-
ararnir við skólann einkarekna
bendi á að þeir muni hækka í
launum en að vísu mismunandi
mikið. Kennaraforystan ætlar að
berjast til síðasta blóðdropa fyrir
rétti sínum til að ráðskast með
kjör félagsmanna í miðstýrðum
samningum með gamla laginu.
Lægsti samnefnarinn er þar á
bæ alltaf hin eina, sanna við-
miðun, enginn má reyna að
skara fram
úr. Það er
nefnilega svo
ljótt og stríðir
gegn lögmál-
inu um að
dýrlegt jafn-
rétti ríki í eymd allra.
Kjörin eru ekki málið heldur
völdin yfir félagsmönnum.
Kannski er forustan líka smeyk
við að almennir félagsmenn hagi
sér ekki eins og jarmandi sauða-
hjörð og fari að velta því fyrir
sér, ef tilraunin í Ísaksskóla
gengur vel, hvort eitthvað sé
bogið við stefnuna sem fylgt hef-
ur verið síðustu áratugi. Hvort
það geti lagað kjörin og kennsl-
una að skólarnir verði einka-
reknir og samið um kaup og kjör
í hverri stofnun.
Einu sinni í árdaga þurfti
launafólk að berjast hatramm-
lega fyrir réttinum til að semja
saman um kaup og kjör við óvin-
veitta atvinnurekendur. Hinir
síðarnefndu vildu ekki samtök
vegna þess að þá myndi leik-
urinn jafnast. Launþegi mátti sín
lítils gagnvart peningavaldinu ef
hann stóð einn.
En það er langt síðan sam-
félagið var svo harkalegt. Og við
skyldum líka halda að einhverju
máli skipti að viðsemjandi kenn-
ara er enginn annar en skatt-
greiðandinn sjálfur sem kýs sér
fulltrúa sem aftur skipa fulltrúa
til að annast samningagerðina.
Kennarar eru skattgreiðendur
og eru því í ákveðnum skilningi
að semja við sjálfa sig. Rauðir
fánar og gömul slagorð verða
vægast sagt ankannaleg þegar
menn berjast gegn sjálfum sér.
Kennararnir 10 í Ísaksskóla
verða vafalaust brotnir á bak
aftur, svo mikið er í húfi fyrir
stéttarfélögin. Ráðamenn kenn-
arafélagsins telja og sennilega
með réttu að fái hinir óbreyttu
svona mikið frjálsræði verði
sjálfur valdagrundvöllur foryst-
unnar í hættu. Þeir muni missa
réttinn til að lama þjóðfélagið
með reglulegu millibili, fái ekki
lengur að sýna þannig mátt sinn
og megin.
Hvað er það sem Ísaks-
skólafólkið er að ræða um, er
þetta eitthvað sem hefur eins og
dottið af himnum ofan? Svo
sannarlega ekki. Hugmyndin að
baki samningum þeirra var og er
nefnd vinnustaðasamningur og
hefur öðru hverju verið rædd en
aldrei náð tryggri fótfestu hér á
landi. Þá er að vísu yfirleitt
gengið lengra og átt við að allir
starfsmenn sama fyrirtækis/
stofnunar semji um ákveðinn
lágmarkstaxta. Síðan er hægt að
hafa ákvæði um að hver ein-
stakur geri samning við fyr-
irtækið um hærra kaup, t.d. með
tilliti til ábyrgðar eða mennt-
unar.
Þetta merkir að sjálfsögðu að
eftir sem áður verður launamun-
ur innan fyrirtækja eins og nú
tíðkast. Kosturinn er hins vegar
sá að hægt er að miða kröfur við
aðstæður á hverjum stað. Hver
er skynsemin í því að fyrirtæki
sem verður fyrir óvæntum áföll-
um megi undir engum kring-
umstæðum spyrja starfsmenn
hvort þeir séu reiðubúnir að
taka á sig tímabundnar launa-
lækkanir og koma þannig í veg
fyrir hrun? Og jafnframt semja
um betri kjör en gerist í sam-
bærilegum fyrirtækjum ef rekst-
urinn gengur framar vonum?
En þetta er ekki sjálfsagt fyr-
ir þá sem eru fastir í gömlum
slagorðum stéttabaráttunnar um
að sá sem kaupi vinnuna sé allt-
af „óvinurinn“. Aldrei megi líta
svo á að hann og launþegarnir
geti átt einhverja sameiginlega
hagsmuni. Það séu stéttsvik og
betra að allir standi uppi at-
vinnulausir en að taka tillit til
aðstæðna í hverju fyrirtæki og
rifa seglin. Þetta afturhaldssjón-
armið margra stéttarfélaga veld-
ur því að æ fleiri launþegar neita
að vera í beisli og velja þá leið
að gera sinn eigin samning við
vinnuveitandann.
Það sem mörgum óar við er sú
lausn að hver einstakur kennari
semji við skólastjóra um eigin
kjör. Stjórnandinn fær því tæki-
færi til að umbuna þeim sem
hann eða hún vill umfram allt að
vinni áfram við stofnunina. Verð-
leikar munu ráða en ekki starfs-
aldur sem nú er ein helsta við-
miðun þegar raðað er í launa-
flokka.
En er ekki réttlátt að fólk sem
hefur tollað í starfi áratugum
saman fái hærra kaup en græn-
jaxlarnir? spyrja menn.
Nú vandast málið. Hvernig á
miðaldra maður að þora að
leggja til atlögu við þessa grunn-
múruðu réttlætiskenningu – eiga
á hættu að sigra og verða síðan
lækkaður í launum til að hægt sé
að hygla ungum og hæfari
vinnufélaga? Er ekki nóg um
meðvitundarlausa æskudýrkun í
auglýsingum? Þetta er erfitt,
bragðið er beiskt. En það breyt-
ir engu um að reglubundnar
starfsaldurshækkanir eru, þegar
grannt er skoðað, ekki endilega
réttlátari en til dæmis hækkanir
í samræmi við breytingar á vaxt-
arlagi eða háralit.
Varla dettur nokkrum í hug að
hrukkur, grá hár eða ístra séu
trygging fyrir betra vinnu-
framlagi þó að uppsöfnuð þekk-
ing og reynsla séu sannarlega
mikils virði. Ekki getur launþeg-
inn dæmt sjálfur um það, hætt
er við að dómurinn litist af eig-
inhagsmunum. Heppilegast er að
stjórnandi meti það hvort sú
reynsla og þekking nýtist vel.
Síðan getum við hin reynt að
telja honum hughvarf eða bölvað
í hljóði.
Gráhært
réttlæti
Ráðamenn kennarafélagsins telja og
sennilega með réttu að fái hinir óbreyttu
svona mikið frjálsræði verði sjálfur
valdagrundvöllur forystunnar í hættu.
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
kjon@mbl.is
SÚ UMRÆÐA, sem farið hefur
fram um málefni Þjóðarbókhlöð-
unnar á síðum þessa dagblaðs und-
anfarið, þar sem komið hefur fram
hógvær og rökstudd gagnrýni á yf-
irstjórn Lands-
bókasafns Íslands –
Háskólabókasafns, hef-
ur þegar haft jákvæð
áhrif þótt í litlu sé. Þó
að enn hafi ekki verið
stungið nema á fáum
kýlum hefur umfjöllun í
þessum fjölmiðli orðið
til þess, að for-
ráðamenn safnsins eru
nú varari um sig, um
sinn, en áður var, a.m.k.
í gerðum en að vísu
ekki í orðum. Þeir hafa
reyndar lengi verið
undir „smásjánni“, en aldrei eins og
nú þegar fjöldi mætra manna fylgist
með málefnum safnsins af nákvæmni.
Hagur og efling þessarar opinberu
stofnunar varðar sannarlega allan al-
menning sem og háskólasamfélagið í
landinu.
Fjármálastjórn safnsins virðist nú
vera sem í molum, eins og stórkost-
legur og hraðvaxandi fjárhagshalli
stofnunarinnar síðustu misserin ber
skýran vott um, og vitanlega verður
hann ekki bættur með uppsögnum
mætra starfsmanna, sem mjög hafa
verið í umræðunni. Er þá ekki úr vegi
að minna á, að forstöðumenn og
stjórnir opinberra stofnana bera
ábyrgð á því að fjárhagsráðstafanir
þeirra séu í samræmi við heimildir.
Geta veruleg frávik frá
heimiluðum rekstr-
arútgjöldum, hvort
heldur sem þau stafa af
getuleysi eða verða af
ráðnum hug, varðað
hlutaðeigandi stjórn-
endur viðurlögum ef
áminningar koma fyrir
ekki, sbr. m.a. 49. gr.
laga nr. 88/1997 um
fjárreiður ríkisins. Með
fjármálum stofnunar-
innar er nú fylgst mjög
náið af hálfu þar til
bærra ríkisstjórnvalda
– og er aldrei að vita nema einhverra
tíðinda sé að vænta úr þeirri átt, án
þess að neitt verði fullyrt í þeim efn-
um.
Af hálfu yfirstjórnar safnsins hafa
verið höfð uppi nokkur andmæli gegn
þeirri gagnrýni, sem fram hefur kom-
ið, en þó tekið á fáu, sem vonlegt er
sökum þess að þar hefur verið komið
við ýmis kaun, sem reynt hefur verið
að dylja. Sá fulltrúi yfirstjórnarinnar,
sem verið hefur til andsvara, hefur
t.d. gefið mjög villandi upplýsingar
um uppsagnir starfsmanna safnsins
hin síðustu misserin, svo að furðu
gegnir. Einnig hefur hann, svo dæmi
sé tekið, fjallað um málefni hand-
ritadeildar safnsins (er hann vildi
leggja niður ekki alls fyrir löngu,
„sællar“ minningar, og hefur tæpast
faglega þekkingu til að rita um) og
sveigt að minningu og starfsheiðri
merkra og þjóðkunnra fræðimanna,
sem á liðnum árum og áratugum hafa
starfað að útgáfu vandaðra skráa um
handritaeign safnsins, svo sem sýnt
er fram á með verðugum hætti í at-
hyglisverðri og djarflegri grein eins
hinna kunnustu starfsmanna safnsins
í Morgunblaðinu 10. febrúar sl.
Mjög margir starfsmenn stofn-
unarinnar óttast um sinn hag ef þeir
dirfist að viðra skoðanir sínar á mál-
efnum safnsins opinberlega, svo sem
Heggur sá, er hlífa skyldi
Páll Sigurðsson fjallar
um Landsbókasafn –
Háskólabókasafn ’Á það skal þó minnt, aðstjórn safnsins kann,
eftir atvikum, að bera
sömu ábyrgð á því, sem
miður fer, og fastráðnir
yfirstjórnendur þess.‘
Páll Sigurðsson
ÁHYGGJUR af slökum rekstri,
flótta verslana og döpru mannlífi við
Laugaveg hefur tröllriðið opinberri
umræðu undanfarin ár. Þær hafa nú
vikið fyrir frásögnum af bjartsýnum
kaupmönnum, fjárfestingum og
áhugasömum almenningi sem vill
miðborginni vel. Fjölmargt veldur
þessum ánægjulega viðsnúningi. Án
efa á þróunaráætlun miðborgarinnar
þar hlut að máli. Af henni er sprottin
andlitslyfting Austurvallar, breiðar
gangstéttar Bankastrætis og hið
nýja andlit Skólavörðustígs. Borg-
aryfirvöld hafa einnig gert Lauga-
veginum, elstu verslunargötu lands-
ins, til góða og einkaaðilar hafa fylgt í
kjölfarið með margvíslegu framtaki.
Verslunum fjölgar nú í fyrsta sinn í
áratug. Byggt hefur verið í skörð
þannig að vel hefur til tekist á Lauga-
vegi 22 b og 40. Viðgerðir eru hafnar
á gömlum og reisulegum húsum
þannig að prýði er að.
Til varnar miðborginni
Þróunaráætlun var unnin í sam-
vinnu Miðborgarsamtakanna og
Reykjavíkurborgar. Ástæðan var sú
að í miðborginni voru ýmis vandamál
sem komu í veg fyrir að hún gæti
staðið undir nafni og þróast með
æskilegum hætti. Þau sem við blöstu
voru: fækkun verslana, einkum í
Kvosinni, óheft fjölgun veitingahúsa
og vínveitingastaða, ónógt framboð
af heppilegu verslunarrými, ónógt
framboð af heppilegu skrifstofurými,
skortur á fjárfestingu, skortur á
skýrri framtíðarsýn, skortur á bíla-
stæðum, lítil uppbygging íbúðar-
húsnæðis og aukin samkeppni frá
Kringlu og síðar Smáralind. Mikil
vinna var lögð í þarfagreiningu m.a.
með fundum og viðtölum við fulltrúa
viðskiptalífsins, fulltrúa íbúa, fast-
eignasala, kaupmenn, fulltrúa banka,
fulltrúa húsverndarfólks og ferða-
þjónustu svo fáir séu taldir. Ráðnir
voru erlendir ráðgjafar með víðtæka
reynslu af árangursríkri endurreisn
miðborgarsvæða.
Heildarskipulag Laugavegar
Eitt mikilvægasta verkefni þróun-
aráætlunar var þó tvímælalaust gerð
deiliskipulags fyrir Laugaveginn.
Samkvæmt eldra skipulagi frá 1927
má segja að öll hús við Laugaveg hafi
mátt víkja. Engar skýrar kvaðir voru
heldur um útlit þess sem koma ætti í
staðinn. Hið nýja skipulag fól hins
vegar í sér heildstæða sýn á ásýnd og
yfirbragð Laugavegar sem versl-
unargötu þar sem sjónarmið upp-
byggingar og varðveislu haldast í
hendur. Á hverjum reit var samráð
við hagsmunaaðila og íbúa á frum-
stigi auk hinnar hefð-
bundnu kynningar og
auglýsingaferils. Loks
voru drög að deiliskipu-
lagi á nær öllum reitum
við Laugaveg rýnd af
sérstökum hópi til að
tryggja samræmi og að
markmið um metn-
aðarfulla uppbyggingu í
sátt við umhverfið. Alls
voru þetta 19 reitir.
Sameiginlegur
metnaður
Það er um þessar 19
áætlanir sem umræða
hefur risið síðustu daga.
Þau hafa flest verið í
fullu gildi síðustu tvö
þrjú ár. Borgaryfirvöld
gáfu meðal annars út
upplýsingabækling til
að kynna Laugavegs-
skipulagið og haustið
2003 var haldin mið-
borgarsýning á sem
vakti verulega athygli.
Allar deiliskipulags-
tillögurnar byggðust
m.a. á húsakönnunum þar sem skráð
er saga hvers einasta húss. Raunar
má efast um að vandað hafi verið
jafnrækilega til skipulags á nokkru
byggðu svæði á Íslandi enda stendur
fátt Reykvíkingum eins nærri hjarta
og gamli bærinn. Þennan sama hug
ber borgarstjórn til miðborgarinnar.
Það var sameiginlegur metnaður fyr-
ir miðborginni sem gat af sér þessa
umfangsmiklu vinnu í þágu miðborg-
armála.
Tímabær umræða
Umræða undanfarinna daga er
kærkomin og tímabær. Í mínum
huga endurspeglar hún þó einnig að
borgaryfirvöldum hafi að einhverju
leyti mistekist að kynna niðurstöðu
samráðsins og þróunaráætlunar og
skipulags hvað sem sýningum og
kynningarbæklingum líður. Alla um-
ræðu er mikilvægt að byggja á stað-
reyndum. Skipulagið kveður á um
hvar megi byggja frekar upp og hvar
ekki. Þau gömlu hús við Laugaveg
sem fest eru í sessi með nýju skipu-
lagi eru þó vitanlega langtum fleiri
en þau sem mega víkja. Ef til niður-
rifs kemur þarf að sækja um það sér-
staklega og þá á grundvelli hug-
mynda um hvað eigi að koma í
staðinn. Þær geta falið í sér viðbygg-
ingar við eldri hús,
flutning innan reita eða
á nýjar lóðir eða nýjar
byggingar. Og ekki er
síður mikilvægt að á
miðborgarsvæðinu
gilda frá árinu 2000
strangir skilmálar um
útlit, svipmót nýbygg-
inga og raunar allt nið-
ur í frágang hurða og
glugga.
Áhyggjur af útliti
Í umræðunni hefur
ýmist verið litið fram
hjá þessum skilmálum
eða áhyggjum lýst af
því að þeir haldi ekki.
Þetta á bæði við um
stuðningsmenn og
gagnrýnendur Lauga-
vegsskipulagsins.
Þetta eru fullkomlega
eðlilegar áhyggjur
enda geymir sagan því
miður dæmi um allt of
fyrirferðarmikil og
jafnvel ljót hús á lyk-
ilreitum. Ljóst er að í
nýbyggingum í gamla bænum mun
reyna jafnt á snilli og hógværð arki-
tekta, virðingu fyrir svipmóti og
sögu. Jafnframt mun reyna á metnað
og festu skipulagsráðs Reykjavík-
urborgar við að fylgja ofangreindum
skilmálum eftir. Tryggja þarf að upp-
bygging við Laugaveg verði til bóta.
Til stuðnings í því verkefni verður
stofnaður hópur fagfólks og fulltrúa
íbúa sem veita mun umsögn um allar
nýbyggingar við Laugaveg. Jafn-
framt verði metið hvort ástæða er til
að setja frekari skilmála og jafnvel
láta vinna leiðbeinandi teikningar um
útlit á völdum reitum. Eflaust verður
alltaf hægt að deila um útlit húsa.
Með þessu móti verður skipulagsráð
þó betur í stakk búið að tryggja upp-
byggingu sem fer vel í umhverfi sínu
og forða Laugavegi frá metn-
aðarleysi eða slysalegu útliti nýbygg-
inga.
Uppbygging í sátt við
sérkenni Laugavegar
Dagur B. Eggertsson
fjallar um Laugaveginn
’Eitt mikilvæg-asta verkefni
þróunaráætl-
unar var þó tví-
mælalaust gerð
deiliskipulags
fyrir Laugaveg-
inn.‘
Dagur B. Eggertsson
Höfundur er formaður skipulagsráðs.