Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 33
MINNINGAR
✝ Jón Eiríkssonfæddist á Þrasa-
stöðum í Fljótum 30.
apríl 1937. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans – háskóla-
sjúkrahúss í Kópa-
vogi 15. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Eiríkur Guðmunds-
son, f. 28. júní 1908, d.
9. maí 1980, og Herdís
Ólöf Jónsdóttir, f. 11.
ágúst 1912, d. 1. sept-
ember 1996. Systkini
Jóns eru: 1) Sigurlína, f. 1932, maki
Þorvaldur Gísli Óskarsson, f. 1933,
2) Friðrik, f. 1934, maki Halla
Kristrún Jakobsdóttir, f. 1931, 3)
Leifur, f. 1939, maki Alda Jóns-
dóttir, f. 1942, 4) Gylfi, f. 1945,
maki Stefanía Kristín Jónsdóttir, f.
1947, 5) Jóhanna Sigríður, f. 1946,
maki Páll Helgason, f. 1941, 6)
Bergur, f. 1949, d. 16. maí 2004, 7)
Guðný, f. 1951, maki Svavar Jóns-
son, f. 1950, 8) Ása, f. 1954 og 9)
Kristín, f. 1955, maki Bragi Bene-
diktsson, f. 1949.
Hinn 17. ágúst 1968 kvæntist
Jón Inger Marie Arnholtz, f. 10.
maí 1944. Foreldrar hennar eru
Axel Arnholtz, f. 20. apríl 1899, d.
24. júní 1968, og Elín Jóhannes-
dóttir Arnholtz, f. 16. október
1912.
Synir Jóns og Ing-
erar eru: 1) Axel, f.
10. febrúar 1969,
maki Inga Dóra
Hrólfsdóttir, f. 28.
maí 1968. Dætur
þeirra eru Arna Guð-
laug, f. 9. febrúar
2002 og Agnes Inger,
f. 17. ágúst 2003.
Dætur hans og fyrr-
verandi sambýlis-
konu, Önnu Maríu
Birgisdóttur, f. 19.
september 1967, eru
Elín Ösp, f. 31. maí
1992, og Guðbjörg Inga, f. 17. októ-
ber 1997. 2) Hilmar, f. 25. febrúar
1975, sambýliskona María Helga
Hróarsdóttir, f. 26. júní 1981.
Sonur Jóns frá fyrra sambandi:
3) Gísli Sigurjón, f. 9. júlí 1958.
Sonur hans Bjarni Þór, f. 18. apríl
1980, sambýliskona Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 6. apríl 1982.
Jón var húsasmíðameistari.
Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði
frá Iðnskólanum á Siglufirði 1958
og hlaut meistararéttindi 1961.
Hann starfaði við iðn sína á ýmsum
stöðum, aðallega sem verktaki og
byggði hann fjölda mannvirkja.
Frá árinu 1988 vann hann við smíð-
ar og viðhald hjá LSH í Kópavogi.
Útför Jóns fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elsku pabbi.
Í dag er u.þ.b. mánuður frá því að
þú greindist með krabbamein. En að
þú skyldir fara svona fljótt datt eng-
um í hug. Þú sem hefur alltaf verið
svo hraustur og sterkur. Þú varst
góður, hjálpsamur og skemmtilegur
pabbi.
Þegar ég hugsa til þín með söknuði
koma Fljótin upp í huga mér, þessi
stórkostlega grösuga og fallega sveit
sem þú varst svo hrifinn af. Þú varst
talinn ævintýramaður þegar þú fórst
að hugsa um að byggja sumarhús þar
og töluðu menn um Tunguævintýrið.
Í júlí 1978 hófst svo ævintýrið með
byggingu sumarbústaðar í landi
Tungu í Fljótum. Þetta var bara byrj-
unin, síðan hafa verið byggð tvö önn-
ur hús. Í Tungu leið þér alltaf vel við
veiðar og berjatínslu sem þú stund-
aðir af kappi og gaman var að vera
með þér niður við vatn eða úti á báti.
Þessa síðustu daga þína sem ég
naut mikið við að aðstoða þig, töluð-
um við heilmikið saman og alltaf end-
uðum við fyrir norðan í draumaland-
inu. Þú varst orðinn mikið veikur og
sást hvert stefndi en þú þurftir að
drífa þig, það var reyndar þinn stíll.
Eftir stöndum við fjölskyldan án þín
en við höldum ævintýrinu áfram.
Ég veit að þú rærð nú á ný mið og
kannski smíðar þú einn og einn
glugga þar, en mundu bara, pabbi
minn, að við eigum sama drauma-
landið.
Axel Jónsson.
Jón Eiríksson, tengdafaðir minn,
hefur verið kvaddur á brott. Stórt
skarð er höggvið í fjölskylduna sem
aldrei verður fyllt. Jonni var yndis-
legur maður, með eindæmum hjálp-
samur, hlýr og með mikla kímnigáfu.
Jonni var hjartagóður og hugsaði
alltaf um alla aðra fram yfir sjálfan
sig. Hann var laghentur smiður og oft
höfum við Axel notið þess hve hjálp-
samur hann var. Alltaf var hann
tilbúinn að rétta fram hjálparhönd og
veit ég að aðrir hafa sömu sögu að
segja um hann.
Það var gaman að spjalla við Jonna
og við áttum nokkra hluti sameigin-
lega eins og til dæmis að finnast há-
karl og skata besti matur í heimi.
Alltaf var hann með hákarl í krukku
þegar við komum til þeirra Ingerar
og fyrir barnabörnin var alltaf eitt-
hvað gott til. Ég setti miklar afakröf-
ur á Jonna þar sem ég sjálf missti föð-
ur minn fyrir þremur árum og
skynjaði hann hversu mikilvægt mér
fannst að dætur mínar ættu góðan
afa. Hann stóð vel undir þeim kröfum
og gott betur en það, hann var hinn
fullkomni afi.
Það er ekki hægt að skrifa um
Jonna án þess að hugsa norður í Fljót
þar sem sterkar rætur hans lágu.
Mikil framsýni og eldmóður ein-
kenndi þá framkvæmd að byggja
sumarbústað í landi Tungu í Fljótum
á áttunda áratugnum. Þangað var
ekki fært nema á jeppum en það aftr-
aði honum ekki frá að koma upp þess-
ari paradís sem nú er orðin þar. Ég
átti mér sýn. Umhverfið er Fljótin,
Tunga. Dætur mínar leiða afa sinn
með hvítar fötur í hinni hendinni, á
leiðinni upp í dal í berjamó. Eða með
veiðistangir á leiðinni niður að vatni
að veiða. Þessi sýn verður ekki að
veruleika en við fáum þó að njóta þess
umhverfis sem hann hefur mótað á
sælustaðnum fyrir norðan. Þar mun
andi Jonna svífa yfir vötnum áfram.
Samvistum við Jonna fáum við ekki
notið aftur en við getur yljað okkur
við minningarnar um hann, þær
verða aldrei teknar frá okkur. Hans
lífssýn og styrkur hefur kennt okkur
margt sem við þurfum að varðveita
og miðla áfram. Elsku Inger, Hilmar
og Axel minn. Megi minning hans
verða ljós í lífi ykkar.
Inga Dóra Hrólfsdóttir.
Þótt sólin skini skært á Kúbu
fannst okkur hún bregða birtu þegar
við fréttum þangað að Jonni væri dá-
inn. Við vissum að skæður sjúkdómur
hafði læðst að honum svo engum
vörnum varð við komið þegar rann-
sóknir leiddu í ljós eðli og framgang
hans. Að þessi sterki og kjarkmikli
maður félli svo skjótt grunaði okkur
ekki, því kom andlátsfregnin eins og
reiðarslag.
Við hittum Jonna í síðasta sinn í lok
janúar. Þá var hann ennþá heima,
sjúkur maður í umsjá ástkærrar eig-
inkonu. Hann gerði sér þá þegar ljóst
að tvísýnt væri um batahorfur og
feigðarboðar margir, en hann tók því
sem að höndum bar með æðruleysi.
Að sjálfsögðu vonaðist hann eftir að
læknavísindin gætu unnið bug á hin-
um illvíga sjúkdómi, sem ekki varð
raunin. Nú er Jonni fallinn frá langt
um aldur fram og sár harmur kveðinn
að eiginkonu hans, börnum, ættingj-
um og vinum.
Jonni bjó yfir mörgum mannkost-
um. Hann var afkastamikill og af-
bragðsgóður smiður og nutu fjöl-
margir starfskrafta hans á því sviði.
Hann var til að mynda Elínu tengda-
móður sinni jafnan innan handar við
endurbætur og viðhald húseignar
hennar á Laugavegi 54 B, sem hún
mat mikils og þakkar af alhug.
Gestrisni var mikil á heimili Inger
og Jonna. Þar var gott að koma og
dvelja. Jonni undi sér vel innan
veggja heimilisins og þau hjónin voru
samtaka um að byggja það upp og
gera það aðlaðandi og glæsilegt.
Þarna mátti hvarvetna greina hand-
bragð listasmiðsins. Þau Inger og
Jonni voru nýlega búin að koma sér
upp glæsilegu heimili í nýrri íbúð og
litu björtum augum til framtíðar þeg-
ar kallið hinsta kom.
Jonni var lengst af hraustmenni,
glaðsinna og hress í framgöngu,
skemmtilegur í viðræðum og sagna-
maður góður. Okkur undirrituðum
var Jonni sannur og kær vinur, svili
og mágur, og hjálplegur á marga
vegu. Iðulega vorum við gestir á
heimili þeirra hjóna og nutum veit-
inga og skemmtunar af glaðværum
samræðum þar sem Jonni var hrókur
alls fagnaðar.
Við erum þakklát fyrir kynni okkar
af Jonna. Það var uppörvandi og
mannbætandi að vera í návist hans.
Inger, sonum, barnabörnum, öðrum
ættingjum og venslafólki færum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Edda og Valdimar.
Fyrir nokkrum árum kom ég sem
umsjónarmaður fasteigna til Land-
spítalans í Kópavogi. Þar var fyrir
góður kjarni iðnaðarmanna og einn af
þeim var Jón Eiríksson trésmiður
sem er kvaddur hinstu kveðju í dag.
Iðnaðarmenn sem vinna á sjúkra-
stofnunum innan um veikt fólk þurfa
að hafa til að bera sérstaka nærgætni
og tillitssemi en þar reyndist Jón sér-
staklega góður þar sem hann hafði
góða skapgerð og var þægilegur í
allri umgengni. Þau verkefni sem
honum voru falin voru ávallt leyst af
kostgæfni því þarna var mikill fag-
maður á ferð.
Jón var ættaður norðan úr Fljótum
og hann unni sveit sinni mikið enda
byggði hann sér sumarbústað í landi
Tungu í Stíflu. Þar leið honum vel
enda mikill sveitamaður í sér og
gegnheill framsóknarmaður. Jón var
mikill búmaður en dæmi um það er að
hann var ekki í rónni á haustin fyrr en
frystikistan á heimilinu var orðin full
af matvælum.
Þegar vinnufélagarnir stóðu í ein-
hverjum framkvæmdum var Jón
ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar-
hönd enda var hann einstaklega
greiðvikinn og fóru margar af frí-
stundum hans í að hjálpa félögum sín-
um.
Um leið og kveð góðan vin sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur til
fjölskyldu hans.
Vilhjálmur Ólafsson.
Genginn er góður maður, sam-
starfsfélagi í áratugi. Hann lést eftir
stutt en erfið veikindi.
Í breytingum undangenginna ára
hjá okkur í Kópavogi reyndi mjög á
hæfni hans, svo margþætt voru verk-
efnin sem hann þurfti að taka sér fyr-
ir hendur. Sífellt var verið að breyta
og bæta og við misvitrar kvenstýr-
urnar kvöbbuðum um hina ótrúleg-
ustu hluti sem okkur fannst þurfa að
gera strax eða helst í gær. Oft gat
maður séð á svip skipulagða smiðsins
að ekki voru nú allar hugmyndir okk-
ar viturlegar eða vel undirbúnar, en á
sinn hægláta hátt gaf hann góð ráð og
framkvæmdi umbeðið verk af sinni
alkunnu hæfni og vandvirkni. Varla
fór hann svo í sumarfrí að ekki heyrð-
ist víða á deildum „hvenær kemur
Jón úr fríi“. Þessi orð sýna best
hversu erfitt verður að fylla skarð
hans hér.
Það eru margar byggingar og sum-
arhús sem bera handbragði Jóns
merki og þar var á ferð sannur fag-
maður á sínu sviði.
Það verk sem átti hug hans allan
hin síðari ár var sumarparadísin fyrir
norðan. Þar naut sveitamaðurinn Jón
sín, ræktaði bæði land og vötn og var
hreint ótrúlegt hversu mikið hann
var búinn að framkvæma þar í stop-
ulum frítíma. Þar hafa ekki verið
slegin nein vindhögg og tíminn nýttur
vel.
Fyrir hönd samstarfsmanna á hæf-
ingardeildum LSH í Kópavogi, kveðj-
um við Jón með virðingu og þakklæti
fyrir vegferðina sem við áttum með
honum.
Fjölskyldunni sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að styrkja þau í sorg sinni.
Sigríður Harðardóttir,
Kristjana Sigurðardóttir.
JÓN
EIRÍKSSON
haf út leggur birtu“. Með virðingu og
söknuði kveðjum við kæran vin sem
ávallt veitti sérstakri birtu og yl í
hjörtu okkar með jákvæðri og hress-
andi nærveru sinni. Friðgeir var
sannkallaður lífskúnstner, leikari,
söngvari, málari, skáld, ferðagarpur,
fjölskyldufaðir, ríkisstarfsmaður
traustur, öryggismálastjórinn sjálf-
ur, félagsmálajöfur, hæfileikamaður.
Friðgeir hefur ætíð skipað sérstakan
sess í hugum okkar systkinanna frá
Holti í Hafnarfirði. Ungur kvæntist
hann föðursystur okkar, Eyrúnu,
sem dó úr berklum 28 ára gömul frá
sjö ára dóttur þeirra, Lillý. Lillý
fæddist degi fyrir níu ára afmælisdag
Friðleifs föður okkar. Þótt aldurs-
munur væri nokkur mynduðust al-
veg sérstök tengsl á milli þeirra mág-
anna, tengsl sem höfðu yfir sér
ævintýraljóma í hugum okkar systk-
inanna. Ferðamennska Friðgeirs
hafði áreiðanlega varanleg áhrif á
viðhorf mágsins unga, sem og já-
kvæð lífsviðhorf og manngæska
Friðgeirs öll. Og ávallt var kátt í
kotinu er Friðgeir bar að garði og
þeir mágar brugðu á leik. Friðgeir
var einstaklega lánsamur þegar hann
kynntist síðari konu sinni, Guðrúnu
Soffíu Gísladóttur, sem alla tíð sýndi
fjölskyldunni í Holti mikla vináttu,
hlýju og ræktarsemi. Í hugum okkar
barnanna í Holti voru Friðgeir og
Soffía skemmtilega „frændfólkið“ úr
Reykjavík sem ávallt var gaman að
hitta, og alltaf var þeirra getið í sömu
andránni. Kveðja okkar verður stutt
í dag, en minningin um góðan dreng
og góð hjón mun lifa meðan hjörtu
hrærum. Hlýhug og samúðarkveðjur
sendum við niðjum öllum.
Strönd er fyrir stafni.
Stýrt er í Drottins nafni.
Haf og hauður er tær.
Brokið er allt að baki.
Bátnum sem var á hraki
koman í höfn er kær.
(Friðgeir Grímsson.)
Rúna og systkinin frá Holti.
Lífshlaup Friðgeirs Grímssonar
var litríkt, ævintýralegt og víst er um
það að ævisögur hafa verið ritaðar
um ómerkari menn en hann, en hér
verða aðeins settar fram nokkrar lín-
ur um persónuleg kynni okkar.
Ég hélt að Friðgeir Grímsson
myndi leika sér að ná a.m.k. tíræð-
isaldri, því þegar ég hitti hann fyrir
nokkrum vikum fór hann allra sinna
ferða úti sem inni óstuddur. Kynni
mín af Friðgeiri eru orðin löng. Hann
kenndi mér fagteikningu þegar ég
var við nám í vélvirkjun við Iðnskól-
ann veturna 1950–1951 og var hann
einstaklega góður, þolinmóður og ná-
kvæmur kennari. Teiknitímarnir
þóttu mér einna skemmtilegustu
tímarnir í Iðnskólanum. Við nemarn-
ir höfðum töluvert sjálfræði um hvað
við glímdum við. Fæstir teiknuðu
sömu hlutina. Fyrst voru það einfald-
ir hlutir, síðan samsettir hlutir, sem
við tókum með okkur í skólann beint
frá hinum daglega vettvangi í smiðj-
unni, mældum upp og teiknuðum frá
ýmsum hliðum með tilheyrandi
skurðum. Kynni okkar Friðgeirs
áttu eftir að verða nánari síðar.
Haustið 1973 réðst ég til starfa við
Öryggiseftirlit ríkisins, sem seinna
varð Vinnueftirlit ríkisins, en þá var
Friðgeir forstjóri þeirrar stofnunar,
og lét ekki af störfum fyrr en árið
1979 þegar hann hætti fyrir aldurs
sakir.
Starfsferill Friðgeirs var farsæll
en síður en svo vandalaus. Stofnun-
inni var falið að framfylgja lögum og
reglum um öryggi og hollustu á
vinnustöðum sem og að annast eft-
irlit á tæknisviði: Vinnuvélaskoðun,
gufukatlaskoðun, lyftuskoðun ofl.
Ekki voru vinnuveitendur alltaf
sáttir við afskipti Öryggiseftirlitsins,
enda málaflokkurinn vandmeðfarinn
og við starfsmenn ekki óskeikulir,
enda oft unnið undir álagi og ákvarð-
anir oft teknar við nauman tíma á
vettvangi. Ef vandamál komu upp,
t.d. óánægja með störf stofnunarinn-
ar og okkar starfsmanna hennar, eða
þegar þurfti að beita þvingunarað-
gerðum vegna brota á vinnuvernd-
arlögum, setti Friðgeir sig ávallt vel
inn í öll mál, hélt fundi með ein-
stökum starfsmönnum eða fleirum.
Að niðurstöðu fenginni var endanleg
ákvörðun tekin og þar var Friðgeir
ávallt í forsvari fyrir stofnunina,
hvort heldur var við hlutaðeigendur
eða í fjölmiðlum. Það var ekki stíll
Friðgeirs að bjarga stofnuninni á
flótta, eða ,,sópa vandamálunum und-
ir teppið“ ef svo má að orði komast,
enda sagði hann ávallt: ,,Förum að-
eins eftir gildandi lögum og reglum
og komum fram af heiðarleika og
festu. Það er besta lausn allra mála.“
Stundum finnst mér að frumherjun-
um í vinnuverndarmálum hér á landi
hafi ekki verið þakkað nægjanlega og
að verðleikum fyrir þeirra framlag.
Til Friðgeirs Grímssonar var gott
að leita hvort heldur var í starfi eða
vegna persónulegra mála. Hann var
góður, virtur og farsæll stjórnandi og
ekki feiminn við að deila geði með
okkur starfmönnum á skemmti-
kvöldum, ásamt Guðrúnu konu sinni,
en á slíkum stundum voru þau hjónin
hrókar alls fagnaðar. Friðgeir hafði
einstaklega góða nærveru, og var
margt til lista lagt. Hann var
skemmtilegur sögumaður, góður frí-
stundamálari og gamanvísur söng
hann manna best á gleðistundum. Ég
held að ekki sé á neinn hallað þó ég
segi að Friðgeir hafi verið einn sá
besti yfirmaður, sem hef haft. Ég og
Jóna, kona mín sendum ástvinum
Friðgeirs okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning Frið-
geirs Grímssonar.
Guðmundur E. Eiríksson.
Góður vinur og félagi, Friðgeir
Grímsson, fyrrverandi öryggismála-
stjóri, er í dag borinn til grafar. Í
október síðastliðnum bauð hann ætt-
ingjum og vinum til fagnaðar í Odd-
fellowhúsinu í tilefni af 95 ára afmæli
sínu. Í þeim góða hópi var hann hrók-
ur alls fagnaðar og flutti þar, með
þeim þrótti og tilþrifum sem ein-
kenndu hann, stórbrotið, frumsamið
ljóð um fjallið Snæfell, sem hann
kleif ungur að árum og bar mikla
virðingu fyrir.
Á þessari heiðursstundu mátti þó
sjá á honum fyrstu merki þess að
hann gengi ekki heill til skógar. Ef til
vill renndi hann í grun að um leið og
hann var að fagna merkum tímamót-
um ævi sinnar væru önnur tímamót
ekki langt undan og að hann væri
ekki aðeins að fagna heldur einnig að
kveðja. Sú varð raunin og nú, aðeins
nokkrum mánuðum síðar, fylgjum
við þessum aldna höfðingja og vini
okkar síðasta spölinn með söknuð og
trega í hjarta. Svo skammt er milli
lífs og dauða.
Fyrir liðlega fimmtíu árum gekk
Friðgeir til liðs við Oddfellowregluna
og vann alla tíð mikið og gott starf að
mannúðarmálum hennar. Hann var
einn af stofnendum stúkunnar okkar,
nr. 11 Þorgeirs, og gegndi þar fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum, m.a. sem
yfirmeistari hennar. Friðgeir var
mikill atorkumaður og öllum verk-
efnum sem hann tók að sér að vinna
fyrir stúkuna sinnti hann af miklum
dugnaði og samviskusemi. Fyrir það
var hann kjörinn heiðursfélagi henn-
ar árið 1999.
Friðgeir var afar litríkur og
skemmtilegur persónuleiki, heil-
steyptur, orðvar, heiðarlegur og
hvers manns hugljúfi. Hann var
gæddur góðum listrænum hæfileik-
um, var ljóðskáld gott og prýðilegur
listmálari, og kom miklu í verk á því
sviði þrátt fyrir ábyrgðarmikið og er-
ilsamt ævistarf.
Í tilefni af 95 ára afmælinu gáfum
við stúkubræður Friðgeirs út ljóða-
bók með safni af kvæðum hans. Vild-
um við með þeim hætti votta honum
virðingu og þakkir fyrir mikið og
óeigingjarnt starf hans og fyrir
ógleymanlegar og skemmtilegar
samverustundir. Kvæðin eru lýsandi
fyrir skaphöfn og áhugamál Frið-
geirs; þau eru ort af einlægni, trúar-
hita og mikilli og djúpri ást til nátt-
úru Íslands.
Ljóðabókina prýðir mynd af einu
fallegasta málverki Friðgeirs sem
hann nefndi Sigldu seglum þöndum.
Þau orð voru í samræmi við líf og við-
horf þessa atorkumanns, og á þessari
skilnaðarstundu gerum við þau að
kveðjuorðum okkar. Farðu heill, góði
vinur.
Ættingjum Friðgeirs vottum við
dýpstu samúð.
Þorgeirsbræður.