Morgunblaðið - 24.02.2005, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 35
MINNINGAR
Guðni sig til starfa við útgerð Hall-
dórs heitins Jónssonar, sem mat-
sveinn til margra ára við góðan orðs-
tír. Helgaði Guðni sig störfum í
félags- og menningarstarfi í þorpinu,
varð formaður sjómannadagsráðs í
um 28 ár, varaformaður Verkalýðs-
félagsins Jökuls í 10 ár og starfaði við
Ólafsvíkurkirkju sem meðhjálpari í
22 ár. 6. áratugurinn einkenndist af
mikilli grósku; aflabrögð urðu geysi-
góð í þorskanetin í öllum verstöðvum
á Snæfellsnesi. Ólsarar hættu að
kaupa gamla báta en létu smíða fyrir
sig nýja báta. Mikill afli og umsvif í
fiskvinnslunni kölluðu á mikið vinnu-
afl hér sem annars staðar. Um þess-
ar mundir voru Færeyingar að end-
urnýja sinn skipaflota og fisk-
veiðiaðferðir. Því var þar í eyjunum
mikið vinnuafl á lausu sem kom hing-
að til lands til starfa við sjósókn- og
veiðar. Margir Færeyingar lögðu
leið sína hingað til Ólafsvíkur, um
tíma á annað hundrað. Guðni lét sig
varða aðbúnað og velferð þessa fólks.
Færeyingar báru því til hans mikið
traust og litu gjarnan á hann sem
einskonar „ræðismann“ sinn. Eign-
aðist Guðni því ævilanga vináttu
þeirra margra. Fyrir um 13 árum
kom Guðni á trillunni sinni að landi í
síðasta sinn. Gekk ferðin seint og erf-
iðlega því hann hafði veikst skyndi-
lega í höfði. Með þessari erfiðu land-
töku lauk starfsævi hans. Nú er hann
ekki lengur á meðal okkar, aðeins lif-
ir minningin, skýr og skilmerkileg.
Samskiptin við Guðna voru ætíð
mannbætandi, ekki síst í samstarfi
við hann í félags- og hagsmunamál-
um sjómanna. Hæst ber þó það fram-
tak hans að hnekkja ríkjandi fordóm-
um í garð þorskaneta. Geta því allir
hér dæmt um það – annarri eins þró-
un í uppbyggingu hefði vart farið að
gæta öðruvísi.
Blessuð sé minning Guðna Sum-
arliðasonar, sjómanns í Ólafsvík.
Elinbergur Sveinsson.
Hann Guðni er látinn eftir margra
ára dvöl á spítala og er vafalaust
hvíldinni feginn. Hann hefði orðið
áttræður hinn 6. nóv. á þessu ári en
það er afmælisdagur okkar beggja.
Oft minntum við Guðni hvor annan á
þennan dag er við hittumst og höfð-
um við báðir gaman af. Við Guðni
kynntumst þegar ég kom í Sjó-
mannadagsráð Ólafsvíkur 1977 en
þar var Guðni þá í forystu en fyrir
voru í ráðinu margir góðir menn.
Guðni var fyrsti formaður Sjómanna-
dagsráðsins en það var stofnað í
Ólafsvík árið 1952. Guðni var ein-
róma valinn til formennsku af sjó-
mönnum og útgerðarmönnum í
Ólafsvík á fyrsta fundi þess enda var
hann mikill félagsmálamaður alla tíð.
Hlutverk Sjómannadagsráðs var
að sjá um hátíðarhöld sjómanna-
dagsins í Ólafsvík en þá, ekki mörg-
um árum áður, var farið að halda upp
á hann víða um land. Guðni var for-
maður þess í nær 30 ár eða til ársins
1980 að örfáum árum undanskildum
er Kristján heitinn Jensson var for-
maður. Það fylgdi meira því en að sjá
bara um sjómanndaginn að vera for-
maður Sjómannadagsráðs. Þegar
framkvæmdir hófust í Sjómanna-
garðinum í Ólafsvík var mikil vinna
við uppbyggingu hans og sú vinna
lenti mikið á Guðna. Guðni var þá í
essinu sínu þó oft væri mikið að gera
hjá honum og naut hann sín þar
ásamt þeim fjölmörgu sem að þeirri
vinnu komu.
Guðni hafði gott lag á að koma
mönnum saman og virkja þá til
starfa við sjómannagarðinn og hátíð-
arhöld sjómannadaginn. Hann var
alltaf með hugmyndir um hvað ætti
að gera og setti mönnum fyrir verk-
efni sem þyrfti að leysa. Þegar lesnar
eru fundargerðir Sjómannadagsráðs
Ólafsvíkur frá upphafi sést vel hve
Guðni var virkur í þessu sjálfboða-
liðastarfi sem var alla tíð. Að loknum
hverjum sjómannadegi vildi hann
alltaf ræða framkvæmd hans, hvað
betur mætti fara næst og þakka
mönnum fyrir það sem vel var gert.
Ég vil að lokum þakka Guðna allt
það fórnfúsa starf sem hann lagði á
sig fyrir sjómannagarðinn í Ólafsvík.
Einnig votta ég aðstandendum
Guðna innilega samúð við fráfall
hans. Blessuð sé minning hans.
Pétur S. Jóhannsson.
✝ Sigríður Jóns-dóttir Trampe
fæddist í Litladal í
Saurbæjarhreppi 6.
febrúar 1914. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð laugar-
daginn 12. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Pétur Sophus-
son Trampe, bóndi í
Litladal í Saurbæj-
arhreppi í Eyjafirði,
f. á Akureyri 17.
september 1884, d.
9. ágúst 1949, og
kona hans, Þórdís Guðrún Árna-
dóttir, húsfreyja og kennari í
Litladal, f. 27. ágúst 1886, d. 1.
janúar 1957. Systkini Sigríðar
eru Unnur Ingibjörg Jónsdóttir
Trampe, f. 8. júlí 1912, d. 7.
ágúst 1944, Sophus Franz Jóns-
son Trampe, f. 22. nóvember
1915, d. 14. október 1941, Berg-
þóra Jónsdóttir Trampe, f. 29.
október 1917, Ragnar Jónsson
Trampe, f. 29. desember 1919,
d. 24. mars 1988, Garðar Jón
Jónsson Trampe, f.
27 janúar 1922, d.
21. febrúar 1946,
og Ólöf Guðrún
Jónsdóttir Trampe,
f. 21. ágúst 1925.
Sigríður giftist
hinn 23. desember
1939 Brynjólfi
Jónssyni járnsmið,
f. á Dagverðareyri
18. nóvember 1901,
d. 28. september
2002. Þau hófu bú-
skap á Siglufirði og
bjuggu þar til árs-
ins 1949 er þau
fluttu til Akureyrar. Fósturson-
ur þeirra er Franz Árnason, f.
9. maí 1944, kvæntur Katrínu
Friðriksdóttur, f. 6. nóvember
1945. Börn þeirra eru Sigríður
Rut, f. 16. janúar1976, sambýlis-
maður Leifur Reynisson, og
Davíð Brynjar, f. 5. maí 1978,
sambýliskona Alexandra C.
Suppes.
Sigríður verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sigríður Jónsdóttir frá Litladal,
oftast kölluð Sigga, er fallin frá. Hún
var nýlega orðin 91 árs og þótti sjálfri
nóg lifað. Síðustu þrjú árin dvaldi hún
á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri,
fyrst í stað með eiginmanni sínum.
Fjölskyldan vill koma bestu kveðjum
og þakklæti til starfsfólksins á Hlíð
fyrir góða ummönnun sem Sigga
kunni vel að meta þó sjálfsbjargar-
viðleitnin væri henni ávallt efst í
huga.
Við fráfall kærrar fósturmóður,
tengdamóður og ömmu koma ýmsar
minningar upp í hugann sem gott er
að halda til haga. Það hlýtur óneit-
anlega að setja mark sitt á skoðanir
og lífssýn að upplifa á langri ævi
breytinguna frá grútartýru til raf-
ljósa svo eitthvað sé nefnt. Ýmislegt
það sem Sigríður sagði frá kom okkur
og þó einkum þeim sem fæddir eru á
síðustu áratugum síðustu aldar
spánskt fyrir sjónir. Það er erfitt að
sjá fyrir sér sjúkraflutning á sleða í
stórhríð og algeru myrkri en minn-
ingar átti Sigga um slíkar ferðir.
Einkum var ein ferð henni minnis-
stæð en þá var Jón faðir hennar að
fara með hana frá Litladal til Akur-
eyrar þar sem sjúkrahúsvist beið
hennar. Í þessari ferð var veður vont
og svo illa vildi til að merin og sleðinn
ultu í Stóradalsbrekkunni og varð
hún undir sleðanum. Jón varð sem
betur ekki undir sleðanum og fegin
varð hún þegar hönd hans rakst á
hana í snjónum og krafsaði síðan
snjóinn frá vitum hennar.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum
sínum í Litladal. Hún átti við van-
heilsu að stríða í bernsku. Berklar
herjuðu þá á Eyfirðinga og fór fjöl-
skyldan ekki varhluta af því fári.
Fjölskyldufaðirinn ásamt 3 af
systkinunum hennar lést úr sjúk-
dómnum á Kristneshæli.
Sjálf smitaðist Sigríður af berklum
og lá á Sjúkrahúsinu á Akureyri með
hléum í nokkur ár. Hún náði þó
þokkalegri heilsu þó svo að sjúkdóm-
urinn setti mark sitt á hana.
Sigríður var kaupakona og vinnu-
kona á ýmsum stöðum í Eyjafirði, í
Reykjavík og á Akureyri áður en hún
giftist Brynjólfi Jónssyni hinn 23.
desember árið 1939 á Siglufirði.
Brynjólfur var af eyfirskum ættum
en vann við skipasmíðar, viðgerðir og
fleira á Siglufirði. Oft minntist hún
þess þegar þau hjónaleysin brutust
fótgangandi í stórhríð til kirkjunnar
til að láta gefa sig saman þennan Þor-
láksmessudag.
Þeim hjónum varð ekki barna auð-
ið en í maí 1944 fæddist sveinbarn á
heimili þeirra á Siglufirði og tóku þau
sveininn í fóstur og reyndust honum
afar góðir foreldrar.
Á Siglufjarðarárunum sá Sigga um
heimilið og vann jafnframt ýmis störf
fyrir aðra. einkum við saumaskap
sem hún hafði lært til í Reykjavík. Þó
svo að íbúð þeirra hjóna væri ekki
stór var oft mikið af gestum sem
dvöldu sumir lengi. Þetta var á síldar-
árunum og mikið af ættingjum kom
til að vinna í síldinni. Þá var oft gott
að leita til Siggu og Binna um húsa-
skjól og stuðning. Einnig voru hjá
þeim börn ættingja og kunningja á
Siglufirði um lengri og skemmri tíma.
Svo hvarf síldin og með henni lífs-
afkoma margra. Árið 1949 afréðu þau
hjónin að flytja til Akureyrar þar sem
Brynjólfur fékk vinnu í Slippnum hjá
Skapta og síðan á Vélsmiðjunni Atla
þar sem hann vann til 86 ára aldurs.
Fjölskyldan flutti fljótlega í
Strandgötuna þar sem heimili þeirra
stóð í 40 ár. Síðustu árin sem hún hélt
heimili fyrir sig og Brynjólf bjuggu
þau í íbúð fyrir aldraða í Víðilundi.
Brynjólfur andaðist hinn 28. septem-
ber 2002.
Frá árunum í Strandgötunni er
margs að minnast. Áfram hélt Sigga
að taka að sér börn ættingjanna oft
langtímum saman þegar veikindi eða
önnur lífsins vandamál herjuðu á fjöl-
skyldurnar. Sömuleiðis sá hún um
heimili þeirra, þegar þess gerðist
þörf eða reyndi að létta undir svo sem
verða mátti, enda harðdugleg. Um
tíma tók Sigga virkan þátt í starfi
Sjálfsbjargar og var stofnfélagi í Ak-
ureyrardeildinni.
Hannyrðir voru helsta áhugamál
hennar og varði hún mörgum frí-
stundum í þær. Eftir hana liggur
mikið af hekluðum dúkum, útsaum og
skrauti ýmiskonar. Ekki vildi hún
flíka þessari kunnáttu sinni enda ekki
fyrir að láta á sér bera. Henni þótti
sem nógu margir bærust á og teldu
sig yfir aðra hafna. Það er munur á
hundaþúfu og Hólastað sagði hún
stundum í þessu sambandi.
Sigga hafði ákveðnar skoðanir á
hlutunum og var föst fyrir þegar svo
bar undir. Hún var oftast snögg til
svars og gat fussað og sveiað yfir því
sem henni fannst heimskulegt. Það
sem einkenndi skapferli hennar þó
mest var hin létta lund. Hnyttin til-
svör hennar þekktu þeir vel sem um-
gengust hana að einhverju marki og
margir fóru glaðari í sinni af hennar
fundi. Við fjölskylda Sigríðar þökkum
samfylgdina og allar ánægjustund-
irnar.
Franz, Katrín, Sigríður
Rut og Davíð Brynjar.
Það var gott að alast upp umvafinn
fjöllunum í Djúpadal, í stórum hópi
systkina og frændsystkina. Þarna í
Djúpadalnum, á bænum Litla-Dal,
fæddist Sigríður systir mín hinn 6.
febrúar 1914.
Á þessum árum, sem og reyndar
enn, byggðist búskapurinn á því, að
allir legðu sitt af mörkum og aldrei
mátti slá af. Í minningunni voru þetta
að flestu leyti bjartir dagar og oft var
glatt á hjalla. En þessi ár áttu líka eft-
ir að reynast Eyfirðingum erfið þeg-
ar berklarnir lögðust af fullum þunga
á heimilin. Það fór svo, að þrjú af
systkinunum frá Litla-Dal urðu hvíta
dauðanum að bráð. Sigga fór ekki
varhluta af þessu fári, hún smitaðist
af berklum aðeins 5 ára gömul og var
meira og minna undir læknishendi á
spítala til 15 ára aldurs og bar alla
sína ævi merki þessarar sáru
reynslu.Sigga var 10 árum eldri en ég
og þar af leiðandi vissi ég lítið um þær
þrautir, sem hún hafði þurft að þola,
en þegar hún kom heim af spítalanum
gekk hún til verka eins og allir aðrir
og kvartaði aldrei. Hún var ef til vill
svolítið stirð í skapi, skipaði litlu syst-
ur fyrir verkum og bætti gjarnan við
„gerðu þetta svo skammlaust, greyið
mitt“.
Sigga giftist Brynjólfi Jónssyni, in-
dælis manni, og fluttist með honum
til Siglufjarðar um hríð. Það var síðan
lán mitt og barnanna minna, að Sigga
flutti aftur til Akureyrar þar sem hún
reyndist mér, litlu systur, betri en
enginn þegar sinna þurfti barna-
hópnum mínum á þeim tíma er ég
þurfti að leita lækninga til Reykjavík-
ur og jafnvel til útlanda . Ekki var
Binni mágur að fárast yfir krakka-
stóðinu og Franz minn kvartaði held-
ur ekki. Þegar móðir okkar lá bana-
leguna voru það Sigga og Binni sem
höfðu hana hjá sér í sinni litlu íbúð,
sjálf var ég þunguð af sjötta barninu
og hin systirin, Þóra, annaðist sitt
sjúka barn. Svona virkaði samhjálp
stórfjölskyldunnar um miðja síðustu
öld.
Börnin mín, Biggi, Haukur,
Hódda, Unnur, Dísa og Jonni Pési,
kveðja hér yndislega móðursystur og
ég kveð elskulega og fórnfúsa stóru
systur. Sjáumst síðar.
Ólöf (Lalla).
SIGRÍÐUR JÓNS-
DÓTTIR TRAMPE
Við fráfall Samúels
J. Valbergs, kærs vinar
okkar, rifjast upp
margar minningar
tengdar honum og eft-
irlifandi eiginkonu
hans, Guðnýju, Dunnu.
Í afmælisdagabók með stjörnuspá
stendur þetta um þá sem fæddir eru
19. júlí, sama dag og Samúel. „Heið-
arleiki, þrautseigja við störf, óvana-
legt þrek, bæði andlegt og líkamlegt
og meðfædd hneigð til ferðalaga og
útivistar, eru helstu einkenni þeirra,
sem fæddir eru á þessum degi.
Heilsan er mjög sterk og hæfni og
áhugi til vinnu sjaldgæflega þrosk-
uð, einnig hæfileiki til stjórnar og
mannaforráða. Heimilislíf mun
verða farsælt.“ Þetta finnst mér
passa vel um þann sem nú er kvadd-
ur. Fyrstu kynni okkar voru er ég
hóf nám í húsgagnabólstrun hjá hon-
um, þá 17 ára gamall, þá var hann 39
ára og hafði rekið eigið verkstæði í
SAMÚEL JÚLÍUS
VALBERG
✝ Samúel JúlíusValberg fæddist í
Reykjavík 19. júlí
1920. Hann lést á
LSH í Fossvogi 12.
febrúar síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Langholtskirkju
22. febrúar.
rúmt ár með einn lær-
ling í vinnu og með til-
komu minni urðum við
þrír. Þegar hér var
komið sögu voru öll 5
börn Samúels og
Dunnu fædd. Fljótlega
byggði Samúel vinnu-
stofu við heimili sitt í
Efstasundi 21 og má
segja að 9 manna sam-
félag hafi verið þar að
staðaldri þegar við lær-
lingarnir erum taldir
með. Það voru yfirleitt
margir í kaffi og með-
læti hjá Dunnu þegar
við á vinnustofunni oft ásamt vinum
og kunningjum þeirra hjóna nutum
gestrisni þeirra. Aldrei var tekið á
móti vinum á annan hátt en svona,
hversu mikið sem var að gera, slík
var gestrisni þessara höfðingja.
Samúel hafði ungur gengið í Félag
íslenskra farfugla og var því mikill
ferðamaður. Hann hafði unnið að
uppbyggingu Heiðabóls og Valabóls
og Farfuglar áttu sér sinn fasta
samastað í Slyppugili í Þórsmörk
þar sem þeir gróðursettu tré meðal
annars. Þórsmörk var Samúel mjög
kær og smituðumst við lærlingarnir
af áhuga hans fyrir þeim stað. Hann
hélt tryggð við sína gömlu félaga og
varð seinna formaður í félaginu og
sótti þá ásamt konu sinni mörg al-
þjóðamót Farfugla sem haldin voru í
ýmsum löndum. Hann var næmur á
tungumál og nutum við Inga þess í
ferð með honum, Dunnu og dóttur
þeirra árið 1976 þegar við fórum öll í
3–4 vikna Evrópuferð um mörg lönd
með Tjæreborg m.a. Hann var úr-
valsfagmaður og góður kennari
hvort sem hann var í vinnu hjá sjálf-
um sér eða öðrum. Það sögðu mér
nemar sem hann hafði kennt í Tré-
smiðjunni Víði þegar hann vann þar.
Sjálfur hafði hann lært hjá dönskum
meistara sem starfaði um tíma hér á
Íslandi og hafði vinnustofu við
Skólabrú. Hann bar mikla virðingu
fyrir Dönum sem þjóð og talaði góða
dönsku og var á heimavelli í Kaup-
mannahöfn.
Samúel var fjölhæfur maður og
hafði áhuga á mörgu og kveikti
áhuga hjá öðrum. Hvað mig varðar
get ég nefnt myndatökur, jarðfræði
og klassíska tónlist. Ég fór m.a. með
honum á fyrirlestra upp í Háskóla í
nokkur skipti þar sem t.d. var fjallað
um jarðmyndanir Íslands og stóran
jarðskjálfta í Kanada. Eftir að námi
mínu lauk áttum við Samúel eftir að
vinna saman í félagi í eitt ár, þ.e.
1966. Þar sem við Inga áttum heima í
nágrenni við þau urðu fjölskyldur
okkar mjög nánar, fórum við í ferða-
lög innanlands og áttum margar góð-
ar stundir í leik og starfi.
Við Inga þökkum samfylgdina og
vottum Dunnu og fjölskyldunni allri
samúð okkar þegar þau nú kveðja
ástvin sinn.
Bjarni.
Skemmuvegi 48, Kópavogi.
Simi 5576677
www.steinsmidjan.is