Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 20
„Það er búið að vera rosa mikið núna, sérstaklega eru stelpurnar
hrifnar af kokteilkjólunum, þá eru þær öðru vísi en allar hinar
fermingarstelpurnar,“ segir Hafrún Alda Karlsdóttir, verslunar-
stjóri Spútniks.
Hafrún Alda segir stelpurnar líka mikið sækja í létta sumar-
kjóla frá öllum tímabilum, sérstaklega þær sem vilji frekar vera
látlausar. „Þeir eru ofsalega sætir líka og eldri stelpur taka mikið
af þeim.“
Spútnik selur einnig alls konar notaða skó, bæði hælahá
kvenskó og kúrekastígvél, og það sama á við um skóna, engin tvö
pör eru eins.
Hafrún Alda segir að búðin í Kringlunni hafi mun meira úrval
fyrir stelpur, en herradeildin sé stærri á Klapparstíg. „Þar er
mikið úrval af jakkafötum og skyrtum, en einnig af leðurjökkum
og gallabuxum fyrir allra mestu töffarana. En yfirleitt vilja þeir
vera í jakkafötum á fermingardaginn en eru kannski til í að fara í
kúrekastígvél við. Og langflestar stelpurnar vilja vera í kjólum,
ekki buxum og helst ekki pilsi og bol.“
– Fermast krakkar í fermingarfötum foreldranna eða eldri
systkina?
„Já, en ekki mikið. Oft passar það ekki og þá koma þau og finna
eitthvað í svipuðum dúr hjá okkur.“
Bára Dís og Signý Lea eru sætastar í gömlum og rómantískum
sumarkjólum.
Fannar Ingi
er sannur
fermingar-
töffari í
sléttflauels-
jakkafötum,
rokkskyrtu
og kúreka-
stígvélum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bára Dís og Signý Lea eru í „eitís“-kokteilkjólum, öðru vísi en allar hinar fermingarstúlkurnar.
Alveg
áreiðanlega
öðru vísi
Fyrir fermingarnar er nóg að gera
í fataverslunum Spútniks sem selur
notuð föt.