Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 30

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 30
30|Morgunblaðið Nonnabúð á Klapparstíg er ein vinsælasta fatabúðin í bænum, enda fæst þar rokkuð hönnun á góðu verði. Búðin verður sífellt vinsælli hjá yngri viðskiptavinum, „yngri systkini fastakúnnanna eru byrjuð að láta sjá sig“, segir Nonni sjálfur, Jón Sæmundur Auðarson myndlistarmaður. Dead-jakkarnir hans Nonna eru mjög vinsælir en líka skyrturnar og bindin, „t.d hauskúpubindin, en þau eru kannski ekki mjög fermingarleg, svo ég ákvað að leggja í nokkur Jesú- og tjáningarbindi“, segir hann. Hver flík er listaverk Nonni selur líka töskur og hettupeysur sem passa vel í fermingarpakkann enda er hver flík frá Nonna listaverk sem listamaðurinn sjálfur handþrykkir og skrifar undir. Hann var tilnefndur til menningarverðlauna DV 2005 fyrir Nonnabúð. „Eins og ég segi: Ef þú vilt ekki klæðast flíkinni, þá geturðu bara hengt hana upp á vegg.“ Spekúlantar álíta búðina listaverk í heildina, innsetningu á mörkum kitsch og unglingamenningar þar sem Nonni markaðssetur menninguna á nýjan og frumlegan hátt. – Hvernig krakkar koma? „Það eru alls konar krakkar, en líka mikið af rokkarastrákum með sítt hár og í hljómsveit.“ – Hafa fermingarbörn komið? „Já, alveg slatti og nokkrir eru að bíða eftir jökkum, það fer mest af þeim. Stelpurnar hafa líka verið hrifnar af pilsunum, ég hef bara ekki auglýst þau enn. En það er von á bæði fleiri pilsum og kjólum í næstu viku,“ segir lista- maðurinn Nonni að lokum. Atli Dagur í Jesújakka og svartri skyrtu frá Dead, með tjáningarbindi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Telma er í nýju Dead- pilsi úr Rock n’ Roll-lín- unni, klass- ískum Dead- jakka með tjáningar- bindi og í stutterma Dead-skyrtu. Gústaf í klass- ískum Dead- jakka með Jesú- bindi, einnig gallabuxum og stutterma- skyrtu frá Dead. Það er líka list að klæða sig Rokkarar finnast ávallt meðal fermingarbarna. Í Nonnabúð má fá á þá fötin og líka listaverk í pakkann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.