Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 30
30|Morgunblaðið Nonnabúð á Klapparstíg er ein vinsælasta fatabúðin í bænum, enda fæst þar rokkuð hönnun á góðu verði. Búðin verður sífellt vinsælli hjá yngri viðskiptavinum, „yngri systkini fastakúnnanna eru byrjuð að láta sjá sig“, segir Nonni sjálfur, Jón Sæmundur Auðarson myndlistarmaður. Dead-jakkarnir hans Nonna eru mjög vinsælir en líka skyrturnar og bindin, „t.d hauskúpubindin, en þau eru kannski ekki mjög fermingarleg, svo ég ákvað að leggja í nokkur Jesú- og tjáningarbindi“, segir hann. Hver flík er listaverk Nonni selur líka töskur og hettupeysur sem passa vel í fermingarpakkann enda er hver flík frá Nonna listaverk sem listamaðurinn sjálfur handþrykkir og skrifar undir. Hann var tilnefndur til menningarverðlauna DV 2005 fyrir Nonnabúð. „Eins og ég segi: Ef þú vilt ekki klæðast flíkinni, þá geturðu bara hengt hana upp á vegg.“ Spekúlantar álíta búðina listaverk í heildina, innsetningu á mörkum kitsch og unglingamenningar þar sem Nonni markaðssetur menninguna á nýjan og frumlegan hátt. – Hvernig krakkar koma? „Það eru alls konar krakkar, en líka mikið af rokkarastrákum með sítt hár og í hljómsveit.“ – Hafa fermingarbörn komið? „Já, alveg slatti og nokkrir eru að bíða eftir jökkum, það fer mest af þeim. Stelpurnar hafa líka verið hrifnar af pilsunum, ég hef bara ekki auglýst þau enn. En það er von á bæði fleiri pilsum og kjólum í næstu viku,“ segir lista- maðurinn Nonni að lokum. Atli Dagur í Jesújakka og svartri skyrtu frá Dead, með tjáningarbindi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Telma er í nýju Dead- pilsi úr Rock n’ Roll-lín- unni, klass- ískum Dead- jakka með tjáningar- bindi og í stutterma Dead-skyrtu. Gústaf í klass- ískum Dead- jakka með Jesú- bindi, einnig gallabuxum og stutterma- skyrtu frá Dead. Það er líka list að klæða sig Rokkarar finnast ávallt meðal fermingarbarna. Í Nonnabúð má fá á þá fötin og líka listaverk í pakkann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.