Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 46

Morgunblaðið - 05.03.2005, Side 46
46|Morgunblaðið „Annars gefst ekki tími fyrir ljósmynd- arann að vinna með einstaklinginn. Best er að koma svona hálfum mánuði fyrir ferm- ingardaginn, og vera þá kominn með myndirnar í veislunni. Ég legg áherslu á að krakkarnir fái myndir sem þeim finnst flottar og sýna hver þau eru. Þá finnst þeim líka gaman að sýna myndirnar og það er upplagt fyrir þá að nota þær til að brjóta ísinn við einhverja frænku sem þau þekkja lítið sem ekkert. Svo er líka sniðugt að hafa mynd í ramma hjá gestabókinni.“ Eðlilegri fermingarmyndir Sissa segir að margt hafi breyst í ferm- ingarmyndatökum á undanförnum árum og nú séu ekki nema tvö eða þrjú ferm- ingarbörn á ári sem vilji láta mynda sig í kyrtlinum. „Flestir láta sér nægja að vera í kyrtl- inum á hópmyndinni í kirkjunni. Þau vilja láta mynda fermingarfötin, og koma síðan með tvenn önnur föt eins og venjuleg skólaföt og jafnvel ballföt. Flest hafa þann háttinn á að þau fara í prufugreiðslu og svo til ljósmyndarans, og þannig geta fermingarmyndirnar verið til- búnar á fermingardaginn sem þeim finnst mjög skemmtilegt. Ef greiðslurnar eru of miklar tek ég þær eitthvað niður eftir að búið er að mynda þau í fermingarfötunum. Það kemur ekki nógu vel út að vera í galla- buxum og bol með uppsett hár,“ útskýrir Sissa brosandi. Myndir sem brjóta ís „Það er mjög gott að vera búinn að taka fermingar- myndirnar fyrirfram því það er í nógu að snúast á fermingardaginn sjálfan,“ segir Sissa ljósmyndari og talar af reynslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.