Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 66

Morgunblaðið - 05.03.2005, Síða 66
66|Morgunblaðið „Gerum þetta ekki að vandamáli, heldur einföldum fermingarveisluna! Ég hef þegar haldið tvær ferming- arveislur og á að minnsta kosti eftir að halda eina enn. En svo er þetta líka bú- ið … nema ég fái að skipta mér af tilvon- andi fermingum barnabarna! Ef svo verð- ur mun ég mjög sennilega predika það sama og í dag: höfum þetta einfalt, heilsu- samlegt og gott!“ segir Þorbjörg Haf- steinsdóttir næringarþerapisti, en hún og unnusti hennar, Oscar Umahro Cadogan, halda nú námskeið í heilsusamlegri mat- reiðslu í húsakynnum Manns lifandi í Borgartúni. Eftirfarandi uppskriftir og tillögur eru byggðar á grunnreglunum þeirra tíu, sem námskeiðin byggjast einn- ig á. „Er hægt að hafa veislukostinn heilsu- samlegan og góðan um leið? spyrja vantrúaðir, en trúið mér, það er hægt – og auðvelt. Munum líka að miða við það sem mestu máli skiptir, fermingarbarnið sjálft.“ Ekki feitt kjöt, takk „Ásta Lea og Ida Björk dætur mínar hafa heilmikla reynslu í ferming- arveislum. Í Danmörku, þar sem þær búa, tíðkast að bjóða vinum í veisluna. Þeim finnst yfirleitt boðið upp á allt of mikið af feitu kjöti og sósum, einnig sætum og fitu- ríkum kökum sem valda þeim öllum ma- gapínu og hreinlega ganga fram af fólki líkamlega. Þeirra óskir fyrir ferminguna voru því ekki of þungur og feitur matur, frekar eitthvað gott og spennandi. Í eftirfarandi uppskriftum reynum við Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Einfalt, heilsusamlegt og gott Það er lítið mál að hafa fermingarveisluna einfalda, heilsusamlega og góða segja næringarþerapistarnir Þorbjörg og Umahro sem gefa okkur uppskriftir sem fermingarbarnið á eftir að fíla. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.