Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 05.03.2005, Qupperneq 76
Engin ástæða er til að setja allt á annan endann þó að ferming standi fyrir dyrum. Fermingarheitið sjálft er jú það sem skiptir öllu máli. En einmitt af því ferm- ingarheitið er svo merkilegt er sjálfsagt að halda upp á daginn til að gera hann eft- irminnilegan. Með samstilltu átaki for- eldra, aðstandenda og fermingarbarns ætti það líka að geta verið bráðskemmti- legt verkefni! Raunar getur verið fínt að fá ástæðu til framkvæmda, s.s. að mála forstofuna eða festa handklæðahengið, sem hefur verið laust síðan í fyrra … en lætin mega ekki verða svo mikil að það gleymist að ræða um sjálft fermingarheitið, því það er al- vörumál – ánægjulegt alvörumál. Fermingarbarn í lykilhlutverki Fermingin er áfangi í átt til þess að verða fullorðinn, þroskaður og sjálfstæður einstaklingur. Hér gefst ágætis tækifæri fyrir fermingarbarnið að læra ýmislegt um veisluhald með því að taka þátt í und- irbúningnum og æfa sig í hlutverki gest- gjafa. En til þess þarf ungi gestgjafinn að kynna sér ýmsar kurteisisreglur. „Kúl“ að vera kurteis Um hvað snýst annars kurteisi? Alvöru kurteisi, eða flott framkoma, kemur innan frá og á ekkert skylt við pjatt eða tilgerð. Grunnurinn að kurteisi felst í þessum orð- um, sem öll fermingarbörn kannast við: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ (Matt. 7:12). Það virðist einfalt, en við þurfum samt að leggja talsvert á okk- ur til að setja okkur í spor hinna. Við þurf- um að sýna tillitssemi, virðingu og heið- arleika. Með þessi þrjú atriði í huga kemur kurteisin af sjálfu sér. Ef við komum vel fram við aðra reyna aðrir að koma vel fram við okkur. Allir sækjast eftir að vera nálægt kurteisu og flottu fólki, þeim sem taka tillit til ann- arra, hafa heilbrigt sjálfstraust og eru blátt áfram. Og hvern langar ekki til að vera vinsæll? Það er „kúl“ að vera kurteis. Fundur og gátlisti Best er að fermingarbarnið sé með frá byrjun. Haldið fund með góðum fyrirvara þar sem skipulagsáætlun er gerð að mark- vissum undirbúningi. Þessi atriði gætu verið þar á meðal: Hversu mörgum verður boðið? Og hverjum? Hringjum við eða sendum boðs- kort? Eigum við að hafa opið hús á ákveðnu tímabili eða öllum boðið á sama tíma? Hvaða föt á að nota, leigja eða kaupa? Hvað langar okkur til að laga á heimilinu? Hvaða veitingar á að hafa? Hvenær á að kaupa kerti og servíettur? Eða setja dúka í þvottahús? Hvað þarf að fá lánað af borðbúnaði? Færa til húsgögn og/eða fá lánað? Hvar á veitingaborðið að vera? Er hægt að gera fleira skemmti- legt en að borða og drekka? Þurfum við að biðja einhvern nákominn um hjálp? Höfum við efni á þessu? Hér hafa áreið- anlega allir eitt- hvað til málanna að leggja, og fermingarbarnið þarf að skilja að varast ber að reisa sér hurð- arás um öxl, fjárhagslega eða í mat- artilbúningi. En foreldrar eða aðstand- endur ættu líka að rifja upp hvernig var að vera á fermingaraldri. Samanburður við jafnaldra er aldrei meiri á lífsleiðinni en einmitt þá. Gott andrúmsloft Gott andrúmsloft skiptir þó mestu máli. Samveran við þá sem manni þykir vænt um er mikilvægari en veitingarnar. Gott er að finna að fjölskylda og vinir eru sá bakhjarl í lífinu sem veitir manni öryggi, bæði á gleði- og sorgarstundum. Veislan getur verið bráðskemmtileg þó að veitingarnar séu einfaldar. Lystug súpa og nýbakaðar skonsur með smjöri eru í góðu lagi ef andrúmsloftið er hlýlegt, mikið sungið og skemmt sér. Auðvitað er öllum velkomið að halda glæsilegar veisl- ur með risablómaskreytingum, klaka- styttum og margrétta sælkeramálsverði og þær geta verið skemmtilegar líka. En hvað ungur nemur, gamall temur og hollt er að muna að óhóf getur verið varasamt í lífinu. Skipulagsáætlun framfylgt Setjum nú svo að allir komist að sam- komulagi um umfang, fyrirkomulag og tímaáætlun. Þá er best að ferming- arbarnið taki að sér yfirstjórn á áætl- uninni, enda er það oftast klárara en „gamla“ settið í að setja upp í tölvunni og beita tæknibrellum nútímans til að minna á. Ungi gestgjafinn Þó að ungi gestgjafinn sé í aðalhlutverki í veislunni þýðir það auðvitað ekki að for- eldrar og aðstandendur séu stikkfrí. Allir Flottir feðgar á fermingardeginum 13. apríl 1980. Páll Sigvaldason og faðir hans Sigvaldi Pétursson. Ungur gestgjafi í fullorðinna manna tölu Bergþór Pálsson er kurteis maður og veisluglaður. Hér gefur hann ungum gestgjöfum – brátt fullorðnum – góð ráð. Systurnar Þórunn Día og Eygló Myrra skemmta gest- um með ungverskum dansi í fermingarveislu sinni 2. maí 2004. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Veislugestir systranna Sigrúnar og Lilju Guðrúnar Hallgrímsdætra sem fermdust í Dómkirkjunni vorið 1951 af sr. Bjarna Jónssyni. Fermingarbarnið Guðrún Sigurlaug dansar við föður sinn Óskar Jónsson í veislunni sinni 1965. Fermingardrengur með nokkrar áhyggjur af því hvað nefið er stórt. Þarna er ég 35 árum síðar og löngu hættur að hafa áhyggjur af stóra nefinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.