Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.03.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝR kjarasamningur milli Kenn- arasambands Íslands vegna fram- haldsskóla og samninganefndar ríkisins f.h. fjármálaráðherra var undirritaður í gær. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Samningurinn er gerð- ur með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samflot BHM-félaga og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð. Áfangahækkanir samningsins eru þær sömu og samið hefur ver- ið um á almennum vinnumarkaði og að teknu tilliti til sérstakra að- stæðna í menntageiranum verða heildaráhrifin um 21% á samnings- tímanum. Gert er ráð fyrir fjár- magni til launaþróunar á fyrri hluta árs 2006 og 2007 sem kemur að hluta í stað núgildandi lífald- urshækkana. Í samningnum felst sú nýbreytni að samið er um launatöflu án líf- aldursþrepahækkana. Til þess að tryggja að heildarkostnaður verði innan umsaminna marka skuld- binda samningsaðilar sig til að vinna sameiginlega að nauðsynleg- um útfærslum stofnanaþáttar kjarasamnings. Gert er ráð fyrir því að af hálfu fjármálaráðuneyt- isins verði sett á fót teymi til að aðstoða stofnanir við þetta verk- efni. Í kjarasamningi þessum er haldið áfram á sömu braut og við síðustu samningsgerð með sam- tengingu áherslna menntamála- ráðuneytis í málefnum framhalds- skóla og útfærslu kjarasamn- ingsins. Áfram er lögð áhersla á að efla sjálfstæði skóla og styrkja innra starf þeirra. Menntamála- ráðherra ákvað að stuðla að um- bótum í skólastarfi með því að leggja þeim skólum til viðbótar- fjármagn sem uppfylla kröfur um áreiðanlegt sjálfsmat í lok samn- ingstímans. Tilgangur sjálfsmats- ins er að bæta markmiðssetningu og forgangsröðun skólanna og virkja starfsmennina í þessu skyni. Á vef KÍ kemur fram að kynn- ingarefni um helstu efnisatriði samningsins verði sent trúnaðar- mönnum og formönnum fé- lagsdeilda eftir helgina. Síðan verða haldnir fundir í skólunum að loknu páskaleyfi þar sem samning- urinn verður kynntur og hann bor- inn undir atkvæði félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskól- um. Framhaldsskólakennarar undirrita nýjan samning Aðalheiður Steingrímsdóttir, nýkjörinn formaður Félags framhaldsskóla- kennara, undirritaði samninginn ásamt Elnu Katrínu Jónsdóttur, fyrrver- andi formanni Félags framhaldsskólakennara. VIÐRÆÐUR standa enn milli full- trúa D-lista Sjálfstæðisflokks og H- lista vinstri manna og óháðra um myndun nýs meirihluta í bæj- arstjórn Blönduóss. Að sögn Sig- urðar Jóhannessonar bæjarfulltrúa (D) má búast við að lyktir viðræðn- anna verði ljósar í kvöld eða á morgun. Sigurður það rangt, sem kom fram í frétt Morgunblaðsins sl. mið- vikudag, að meirihluti D-lista og Á- lista hefði sprungið 2002 vegna þess að sjálfstæðismenn hefðu kraf- ist þess að oddviti þeirra yrði bæj- arstjóri. Sagði Sigurður sjálfstæð- ismenn hafa farið fram á að kannað yrði hvaða kostir væru í boði varð- andi bæjarstjóra, en ekki gert ófrá- víkjanlega kröfu til bæjarstjóra- stólsins. Búist við niður- stöðu um helgina BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, situr nú fund dóms- og innanríkisráðherra aðild- arríkja Evrópuráðsins í Varsjá, að því er segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Ráðherrarnir ræða leiðir í barátt- unni gegn hryðjuverkum og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Í umræðum vék Björn að skýrslugjöf Íslands fyrir mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar hefði verið fjallað um breytingar á ís- lenskri refsilöggjöf, einkum ákvæð- um sem beinast gegn hryðjuverk- um. Sérfræðingar nefndarinnar hefðu bent á að atriði í löggjöf Ís- lands væru of óljós og kynnu að brjóta í bága við mannréttindi. Í breyttri refsilög- gjöf urðu hryðju- verk refsiverð að viðlögðu ævi- löngu fangelsi. Samkvæmt sér- fræðingum mannréttindanefndarinnar væri skilgreining of óljós á því hvað talist gætu hryðjuverk og gæti það haml- að fólki að njóta eðlilegra réttinda í lýðræðislegu þjóðfélagi. Á það hefði verið bent að þessi væri raunin í mörgum löndum. Björn hvatti til þess, að ríki sameinuðust um skýr markmið og leiðbeiningar um stefnu í forvörnum gegn hryðju- verkum. Þjóðirnar þyrftu að finna nauðsynlegt jafnvægi milli annars vegar baráttunnar gegn hryðju- verkum og hins vegar þess að verja mannréttindi, fjölflokka lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki ná því markmiði að efla öryggi nema sam- vinna verði milli ríkja og innan landamæra og við þurfum að upp- lýsa þegna landanna í því skyni að virkja þá í þessu mikilvæga verk- efni,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni. Ræða baráttuna gegn hryðjuverkum og glæpum Björn Bjarnason BRÚÐKAUPSSÝNINGIN Já var opnuð í gær í Smáralind og stendur hún fram á sunnudag. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin en alls kynna 40 fyrirtæki starfsemi sína á sýningunni, allt frá und- irfötum til brúðkaupsferða. Að sögn Elínar Maríu Björnsdóttur, sem stendur að sýningunni ásamt Huldu Birnu Baldursdóttur, er til- gangur sýningarinnar að auðvelda fólki aðgengi að öllu því sem teng- ist brúðkaupshaldi. Ýmsar uppá- komur verða í tengslum við sýn- inguna um helgina s.s. tónlistaratriði, tískusýningar o.fl. Morgunblaðið/Árni Sæberg Brúðkaupssýningin Já bekkingarnir, sem hafa tekið út sinn þroska, vilja að hringt sé inn í tíma svo þeir geti haldið áfram að læra. Yngri nemendurnir, sem SJÖTTUBEKKINGUM í Mennta- skólanum í Reykjavík tókst ekki að hringja inn í tíma í gær þrátt fyrir að hart væri tekist á í svo- kölluðum gangaslag. Yngri nem- endunum tókst að stöðva olíu- borna sjöttubekkingana, en það var þó skammgóður vermir því skólayfirvöld hringdu inn í tíma nokkrum mínútum síðar. „Mér hefur liðið illa í allan dag,“ segir Jón Bjarni Krist- jánsson, inspector scholae, en hann kennir skipulagsklúðri sjöttubekkinga um þetta áfall. „Það voru stór orð látin falla fyrir þennan slag, og mikill sál- fræðihernaður gegn yngri bekkj- unum. Því meir sem maður beitti sér gegn þeim, því meiri verður niðurlægingin.“ Það er ekki algengt að yngri nemendur nái að stöðva sjöttu- bekkingana í því að hringja inn í tíma, en hefur þó gerst nokkrum sinnum, síðast árið 2003, segir Yngvi Pétursson, rektor Mennta- skólans í Reykjavík. Hefð er fyrir því að sjöttubekkingar beri á sig olíu til þess að sleppa frekar í gegnum gríðarstóran hóp yngri bekkinga, en í ár notuðu þeir sem yngri voru hveiti til þess að vinna gegn olíunni, svo af varð tals- verður subbuskapur. Yngvi segir að nemendur hafi að sjálfsögðu fengið að þrífa það upp sjálfir. Gangaslagurinn á sér langa sögu, og gengur út á það að elstu eru þreyttir á skólanum, reyna hins vegar að koma í veg fyrir að hringt sé inn. „Ég held að þetta séu einu löglegu fjöldaslagsmálin á Íslandi,“ segir Jón Bjarni, en hann segir að um 100 sjöttubekk- ingar hafi barist við óhemjufjölda yngri bekkinga í gær. Sjöttu-bekkingar stöðvaðir Morgunblaðið/Eyþór Tekist var á af hörku, en þrátt fyrir mikið magn af barnaolíu tókst sjöttu-bekkingum ekki að hringja inn í tíma. STARFSMANNAFÉLAG Ríkis- útvarpsins hefur samþykkt nýgerð- an kjarasamning við ríkið, 87% greiddu með samningnum en tæp 9% á móti. Auðir og ógildir seðlar voru 4%. Þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni var 46%. RÚV samþykkir kjarasamning TRYGGINGASTOFNUN fékk 33 m. kr. framlag á fjárlögum til að efla eftirlit með tryggingagreiðslum. Í því skyni verður ráðinn for- stöðumaður á næstu dögum sem á, auk annars, að fylgjast með áreið- anleika og réttmæti bóta- og samn- ingsgreiðslna. Tryggingastofnun mun einnig bæta leiðbeiningar til heilbrigð- isstétta til að tryggja betur sam- ræmingu á úrlausnum mála. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Tryggingastofnun, segir ástæð- una fyrir auknu eftirliti ekki vera vitneskju um að tryggingasvik hafi færst í aukana heldur sé Trygg- ingastofnun betur í stakk búin til eftirlits en áður. Tryggingastofn- un eflir eftirlit SKELJUNGUR hækkaði verð á eldsneyti í gær. Verðinu var breytt vegna hækkunar á heimsmark- aðsverði, að því er fram kom á heimasíðu félagsins. Bensínlítrinn hækkaði um 2,70 krónur og lítrinn af skipagasolíu, gasolíu og dísilolíu um 2,50 krónur. Þá hækkaði svartolía um 2 krónur lítrinn. Önnur olíufélög höfðu ekki tilkynnt um verðhækkun í gær- kvöldi. Eftir hækkunina er lægsta verð á bensíni á stöðvum Skeljungs 99,80 krónur lítrinn af bensíni og 47,10 krónur lítrinn af dísilolíu. Skeljungur hækkar eldsneytisverð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.