Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 11 FRÉTTIR FERÐAKLÚBBURINN Heims- kringla efnir til ferða- og listavöku á Grand Hóteli í Reykjavík mánu- dagskvöldið 21. mars kl. 20. Við- burðurinn er haldinn í tengslum við 12 daga menningarferð Heims- kringlu til þriggja borga í Þýska- landi í sumar, 9.-20. júní. Farið verður til Berlínar, Dresden og Leipzig og ber ferðin yfirskriftina Listaþríhyrningur Þýskalands. Á Ferða- og listavökunni mun Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra, segja frá Berlín. Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræð- ingur og sérfræðingur í verkum og ævi Jóns Leifs, ræðir um feril Jóns í Þýskalandi. Þá segir Bene- dikt Gunnarsson listmálari frá safnaheimsóknum í Berlín. Ing- ólfur Guðbrandsson, stofnandi Heimskringlu, stýrir umræðum og sýnir myndir frá borgunum þrem- ur. Að sögn Ingólfs er hér um að ræða ferða- og listkynningu með nýju sniði. Segir hann fram- sögumenn gjörþekkja hina spenn- andi listaborg Berlín sem Ingólfur kallar best geymda leyndarmálið á ferðasviðinu. Berlín mikil framúrstefnuborg „Berlín er óumdeilanlega mikil framúrstefnuborg og ein allra ný- tískulegasta borg heimsins í dag,“ segir hann. „Íslendingar hafa ákaf- lega margt að sækja til Þýska- lands og sérstaklega Berlínar. Ís- lensk menning tengist á margan hátt hinni þýsku hefð t.d. á sviði bókmennta, tónlistar og leik- húsmenningar. Berlín er leiðandi borg í listum og menningu nú- tímans. Dagskráin verður fjöl- breytt og skemmtileg og mun gefa fólki tækifæri til að skyggnast inn í Þýskaland nútímans. Að lokinni ferðavökunni getur fólk pantað sér sæti í ferðina sem verður farin undir minni leiðsögn og Ingimund- ar Sigfússonar. Þetta er einstök ferð sem ég veit ekki til þess að hafi verið farin áður.“ Auk Listaþríhyrnings Þýska- lands 9.-20. júní býður Heims- kringla upp á nýja 29 daga hnatt- ferð í haust undir yfirskriftinni: Það besta á hnettinum norðan mið- baugs. Ferðin hefst 2. október og aðalfararstjóri er Ingólfur Guð- brandsson. Farið verður til Dehli, Agra og Jaipur á Indlandi, Bang- kok og Chiang Mai í Tælandi, Bej- ing og Shanghai í Kína, Tokyo í Japan, Hawaii og San Francisco í Bandaríkjunum. Einnig býður Heimskringla upp á ferð 2.-16. ágúst sem nefnist stóra listaferðin um Ítalíu. Ferðin er í hæsta gæðaflokki að sögn Ing- ólfs og eru áfangastaðir Milano, Bologna, Assisi, Sorrento, Róm, Flórens, og Pisa. Heimskringla með ferða- og listavöku Fuji-fjall í Japan hefur heillað marga ferðamenn í gegnum tíðina. LYFJAFYRIRTÆKIÐ Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, á þessu ári og því næsta, en skrifað var undir samninga þar að lútandi í gær. Styrkurinn mun fara í að fjár- magna stöðugildi sálfélagslegs sér- fræðings, sem er ný staða hjá Um- hyggju, segir Ragna K. Marinós- dóttir, framkvæmdastjóri Um- hyggju. Sérfræðingnum er ætlað að veita fjölskyldum barna sálfélagsleg- an stuðning í því langa og flókna ferli sem langvinn veikindi eru. „Það breytir mjög miklu fyrir okk- ur að fá þennan stuðning og styrk til þess að geta boðið upp á þessa þjón- ustu, en það hefur verið markmið Umhyggju í nokkurn tíma að bjóða upp á hana,“ segir Ragna. Hún segir þjónustuna skipta mjög miklu máli fyrir foreldra langveikra barna, en það sé ekki ljóst nákvæmlega hversu margir hafi þörf fyrir þjónustuna. „Það er alveg ljóst að það eru þó nokkrir sem myndu vilja nýta sér þessa þjónustu, sem er mjög mik- ilvæg í sumum tilvikum. Til dæmis foreldrar barna sem greinast með mjög alvarlega eða ólæknandi sjúk- dóma, eða jafnvel sjúkdóma sem eru það alvarlegir að þeir leiði til dauða. Við slíkar aðstæður teljum við að það sé fjölskyldunni mjög nauðsynlegt að fá þessa hjálp og þennan stuðn- ing, ef hún telur sig hafa þörf fyrir hana,“ segir Ragna. Actavis verður aðalstyrktaraðili Umhyggju í tvö ár Ætla að bjóða upp á sálfélagslegan stuðning Morgunblaðið/Jim Smart Harpa Leifsdóttir, markaðsstjóri Actavis á Íslandi (t.h.), og Ragna K. Mar- inósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, undirrita samninginn, ásamt Jóni Kristni Snæhólm, verkefnisstjóra Umhyggju. VARAÐ er við því í ályktun sem samþykkt var á nýaf- stöðnu þingi Kennarasam- bands Íslands að samið verði um afnám réttinda í svonefnd- um tilraunasamningum. Er stjórn og samninganefnd Fé- lags grunnskólakennara hvött til að gaumgæfa vel innihald til- raunasamninga við einstaka skóla eða sveitarfélög. Í sérstakri ályktun um til- raunasamninga segir að þingið fagni samningum sem kveða á um betri kjör og aukin réttindi félagsmanna, en þingið varar við samningum feli þeir í sér af- nám ýmissa áunninna réttinda sem hafa náðst með áratuga baráttu. Vara við að samið sé um afnám réttinda GUÐRÚN Guðmundsdóttir, sem á sæti í samninganefnd Félags grunn- skólakennara, segir að æskilegt hefði verið ef bæjarstjórn Garðabæjar hefði boðið fulltrúum félagsins að vera með í að undirbúa kjarasamning fyrir kennara Sjálandsskóla sem tek- ur til starfa í haust fremur en að senda hann stjórn og samninganefnd félagsins til að samþykkja eða hafna. Betur væri ef félagið hefði getað haft áhrif á sjálfa samningagerðina. Greint var frá samningnum í Morg- unblaðinu á miðvikudag en það er sér- samningur Sjálandsskóla og Garða- bæjar sem væntanlegir kennarar geta gengið inn í. Kveður hann m.a. á um að laun kennara verði um 290 þús- und krónur á mánuði og geti síðan hækkað með aukinni menntun. Samn- ingurinn er í samræmi við bókun 5 í nýjum kjarasamningi grunnskóla- kennara. Fer hann til umfjöllunar hjá samstarfsnefnd Kennarasambands Íslands og launanefndar sveitarfélaga en nefndin hefur ekki tekið hann til umræðu. Guðrún Guðmundsdóttir segist ekki vilja taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé slæmur eða góður, það sé fyrst og fremst aðferðin við samningagerðina sem sé gagnrýni verð. Hvetur hún aðrar bæjarstjórn- ir, sem hugsanlega vilja fara þessa leið, til að hafa samband við Félag grunnskólakennara og hafa fulltrúa þess með í ráðum. Hún kvaðst jákvæð fyrir þessari leið ef samráð yrði haft. Félag grunnskólakennara tekur ekki afstöðu til samnings í Sjálandsskóla Hefðu viljað vera með í ráðum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Lyfjafyrirtækin GlaxoSmithKline og Líf til að bera skaðabótaábyrgð gagnvart konu, sem veiktist alvar- lega vegna aukaverkana af töku flogaveikilyfsins Lamictal á árinu 2000. Var konunni metinn 50% miski og 65% varanlega örorka vegna Stev- en-Johnson heilkenna eftir Lamital töku. Steven-Johnson er sjúkdómur sem lýsir sér í alvarlegum ofnæm- isviðbrögðum. Með dómi sínum stað- festi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 16. júní sl. Konan krafðist bóta óskiptra úr hendi lyfjafyrirtækjanna, samtals um 32 milljóna króna. Við meðferð málsins í héraði var sakarefni skipt og var í þessum þætti málsins aðeins fjallað um ágreining um skaðabóta- skyldu fyrirtækjanna. GlaxoSmithKline var handhafi markaðsleyfis á Íslandi fyrir umrætt lyf og annaðist að auki tiltekin verk- efni, sem tengdust verslun með lyfið. Líf flutti lyfið inn og dreifði því til smásala samkvæmt samningi við er- lendan framleiðanda þess. Taldist því hvort félag um sig hafa annast sinn þáttinn í innflutningi og sölu lyfsins, þar sem starfsemi hvors um sig væri forsenda þess að lyfið væri selt á markaði. Aukaverkanir þekktar og skráðar Í dómi Hæstaréttar segir að fyrir hafi legið að aukaverkanir þær sem konan varð fyrir séu þekktar og höfðu verið skráðar í sérlyfjaskrá. Taldi Hæstiréttur að þótt ekki yrði slegið föstu að allar sömu upplýsing- arnar hefðu þurft að koma fram á fylgiseðli með lyfinu og fram kæmu í sérlyfjaskrá væri ljóst að leiðbein- ingar á fylgiseðli hefðu átt að vera auðskildar og ítarlegar um einkenni allra aukaverkana lyfja til að gera notendum þeirra unnt að varast hættuna. Hæstiréttur taldi að upplýsingar á fylgiseðli með lamictal, sem konan fékk í hendur, hafi ekki verið jafn- ítarlegar og ákvæði reglugerða gerðu ráð fyrir og hafi að auki ekki verið á íslensku. Var því talið að ágalli hefði verið á lyfinu í merkingu laga. Taldi dómurinn ekki að sýnt hefði verið fram á að mistök hefðu orðið við sjúkdómsgreiningu kon- unnar sem aukið hefðu á tjón hennar. Þá segir Hæstiréttur að sú fullyrð- ing konunnar að læknir sá sem ávís- aði lyfinu til hennar hefði ekki varað hana við þessum tilteknu aukaverk- unum hafi ekki verið hrakin og því hafi ekki verið sýnt fram á að konan ætti að einhverju leyti sjálf sök á tjóni sínu. Lyfjafyrirtækin voru því talin bera óskipta skaðabótaábyrgð á tjóni konunnar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Gestur Jónsson hrl. flutti málið fyrir GlaxoSmithKline og Ólaf- ur Haraldsson hrl. og Kristín Ed- wald hdl. fyrir Líf. Stefán Geir Þór- isson hrl. og Sigurður R. Arnalds hdl. fluttu málið fyrir konuna. Lyfjafyrirtæki skaða- bótaskyld vegna auka- verkana af flogaveikilyfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.