Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
VELKOMIN Í
GALLERÍ FOLD
Í DAG
Vi› ver›um me› opi› hús í Gallerí Fold vi› Rau›arárstíg
í dag og bjó›um alla unnendur listaverka velkomna.
Listamenn koma í heimsókn og kynna verk sín og
starfsmenn frá KB banka og VÍS veita uppl‡singar um
vaxtalaus listmunalán og listmunatryggingar.
fieir sem ganga frá umsóknum um
listamunalán í dag fá grafíkverk
eftir Kristján Daví›sson a› gjöf.
Sjáumst í Gallerí Fold!
Mynd eftir Harold Bison
Öll börn sem komame› foreldrum sínumfá páskaegg frá Mónume›an birg›ir endast.
Gallerí Fold • Rau›arárstíg 14-16 • sími 551 0400
Opi› laugardag, kl. 11.00-17.00
BJÖRK trúir á töfra eins og fram kom í nýlegu
viðtali, en hversu magnaðir töfrarnir voru á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir
yfirskriftinni galdrar og goðsagnir skal ósagt
látið. Tónleikarnir voru haldnir á fimmtudags-
kvöldið í Háskólabíói og á efnisskránni voru
tónsmíðar sem allar eiga það sameiginlegt að
vera ættaðar úr heimi hins yfirnáttúrulega.
Hljómsveitarstjórinn Owain Arwel Hughes
náði prýðilega að magna upp ævintýrakennt
andrúmsloft í forleiknum að óperunni Hans og
Grétu eftir Humperdinck; maður gat nánast
séð fyrir sér umkomulaus börn á gangi í myrk-
um skógi og vondu nornina í sælgætishúsinu.
Sömuleiðis voru tveir þættir úr ball-
ettsvítunni Þyrnirós glæsilega fluttir;
hljómsveitarhljómurinn var
skemmtilega safaríkur og töfra-
kenndur; jafnvægið á milli ólíkra
hljóðfærahópa var eins og best verð-
ur á kosið og önnur tæknileg atriði
voru prýðilega útfærð.
Síst á efnisskránni voru tvö tóna-
ljóð eftir Liadov (kennara Proko-
fievs), einstaklega hugmyndasnauðar
tónsmíðar sem markviss leikur hljómsveit-
arinnar náði ekki að lappa upp á. Engir galdrar
þar á ferð! Hins vegar var verulega gaman að
The Perfect Fool Ballet eftir Gustav Holst, en
hann er unninn upp úr samnefndri óperu tón-
skáldsins, einhvers konar grínútgáfu af Parsifal
eftir Wagner. Ópera Holst þótti misheppnuð en
um ballettónlistina sem hann byggði á
rústum hennar gegnir öðru máli; þetta er
litrík, allt að því galgopakennd fantasía er
naut sín til fulls í snilldarlegum leik
hljómsveitarinnar.
Ungur píanisti, Liene Circene, var ein-
leikari kvöldsins og spilaði hún fyrst
Dauðadans eftir Franz Liszt í upp-
runalegri mynd verksins. Sú útgáfa er
eiginlega aldrei flutt, enda talsvert sund-
urlausari, ef ekki billegri, en þekkta út-
gáfan. Þrátt fyrir það voru engin billegheit í
túlkun Circene; strax í byrjun kallaði hún fram
áhrifaríka mynd af miskunnarlausum dauð-
anum sem dansaði tryllingslega á dómsdegi,
hröð hlaup voru afburðaglæsileg og hvassir
bassahljómarnir allt að því stingandi. Innhverf-
ari þættir tónlistarinnar voru einnig hrífandi og
miðaldastemningin, sem er eitt megineinkenni
verksins, komst ágætlega til skila í ljóðrænum
píanóleiknum. Helst mátti finna að skorti á
krafti í mestu hápunktunum, enda ekki fyrir
hvern sem er að láta píanó hljóma almennilega í
vonlausri endurómun Háskólabíós. Í það heila
var þetta þó sannfærandi túlkun á tónsmíð
Liszts.
Svipaða sögu er að segja um sjaldheyrt tóna-
ljóð eftir Cesar Franck, Les Djinn, sem lýsir
viðureign einmana vegfaranda við fljúgandi ill-
vættir. Túlkun Circene var markviss og lífleg
og náði hún prýðilega að skapa viðeigandi and-
rúmsloft í tónlistinni.
Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að
flygillinn sem Circene lék á sé nýlega kominn
til landsins eftir að hafa gengið í gegnum mikl-
ar endurbætur. Því miður sat ég það aftarlega
að ég treysti mér ekki til að dæma um hvernig
til hefur tekist. Vonandi fær maður ákjós-
anlegra sæti næst.
TÓNLIST
Háskólabíó
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti tónsmíðar eftir
Humperdinck, Tchaikovsky, Liszt, Franck, Liadov og
Holst. Einleikari: Liene Circene; hljómsveitarstjóri:
Owain Arwel Hughes. Fimmtudagur 17. mars.
Sinfóníutónleikar
Liene Circene
Dansað á dómsdegi
Jónas Sen
Myndlistin var í brenni-depli New York-borgarum síðustu helgi. Þástóð yfir árleg mynd-
listarkaupstefna, The Armory Show,
með þátttöku hundraða gallería frá
Bandaríkjunum og Evrópu. Þar
gekkst Listahátíð í Reykjavík fyrir
vel sóttum blaðamannafundi að
morgni fyrsta sýningardags en það
var ekki í eina skiptið sem Ísland og
myndlist bar á góma þessa daga því í
tengslum við hina risastóru list-
messu Armory voru tvær minni
kaupstefnur haldnar á hótelum í
borginni og á annarri þeirra, DiVA
art fair, kynnti Tumi Magnússon
myndlistarmaður verk sín.
Ljótt blóm í sætu rými
DiVA er skammstöfun fyrir Digit-
al &Video Art, og er fyrsta al-
þjóðlega listakaupstefnan sem kynn-
ir eingöngu verk sem unnin eru í
stafræna miðla, myndbönd og ljós-
myndir. Kynningin fór fram á Em-
bassy Suites Hotels, nýju hóteli á
neðanverðri Manhattan, skammt frá
þeim stað þar sem Tvíburaturnarnir
stóðu áður. Galleríin, sem voru bæði
frá New York og víðsvegar frá Evr-
ópu, röðuðu sér í herbergi á fyrstu
tveimur hæðum hótelsins. Voru verk
Tuma Magnússonar sýnd á vegum
Boreas gallerís í Williamsburg,
Brooklyn.
Verk Tuma á DiVA voru bæði
myndbands- og ljósmyndaverk, hluti
verka af einkasýningu hans í Lista-
safni Árnesinga sl. sumar. Hér tóku
verkin að einhverju leyti mið af um-
gjörð hótelherbergisins. Sem dæmi
hafði litprent af einum einstökum
blómknúppi tekið yfir heilan veggflöt
eins og afbökuð uppstækkun af ein-
hverju hallæris hótelveggfóðri.
Sagðist Tumi hafa haft það í huga við
val á blómamynd fyrir þessar að-
stæður að blómið yrði að vera ljótt til
að skapa jafnvægi við sætleika rým-
isins, en bætti þó við að hann hafi
einnig áhuga á ákveðnum núningi við
kitschið.
Samruni myndar og rýmis
Myndbandsverk voru sýnd á
tveimur sjónvarpsskjám og á öðrum
vegg hengu verk úr sjávarseríu
Tuma, tölvuunnar ljósmyndir af fisk-
um sem hafa verið þvingaðir í fer-
kantað form. Með ferhyrningslaga
formi ljósmyndaverkanna segist
Tumi vera að afmarka rými verksins
í líkingu við rými umgjarðarinnar,
sýningarstaðarins. Verkin séu því
eingöngu ferköntuð vegna þess að
slíkt sé form rýmisins. „Þannig næ
ég fram samruna myndar og rýmis
með skýrum hætti, sem er nokkuð
sem skiptir mig miklu máli við
myndsköpun,“ útskýrir Tumi. Teng-
ir hann síðan þessa nálgun við notk-
un sína á vökvum og öðrum form-
lausum efnum sem viðfangsefni í
málverkum.
Efni er sett fram sem litur á tví-
víðum ferhyrningi – „Kaffi og
hland,“ eða „Coca-Cola, djúpt og
grunnt,“ eru verk sem kunna að virð-
ast einfaldar litaabstraktsjónir en
reynast búa yfir margslungnum hug-
lægum tengingum við bæði lykt og
bragð og hlutverk efnisins.
Breytir eigindum rýmisins
„Formleysi vökvans leyfir að hann
taki á sig hvaða form sem er,“ segir
Tumi. „Um leið og efnið heldur ein-
hverju af einkennum sínum þá
breytist það að öðru leyti, og breytir
þar með eigindum rýmisins sem það
er sett fram í.“
Myndbandainnsetning Tuma heit-
ir Mix. Mislitir vökvar af ólíkum toga
drúpa hver ofan í annan á skjánum.
Allt frá bláum orkudrykkjum, mjólk
og appelsínusafa til gluggahreinsi-
efnis. Kaffið gruggar tæran rauðan
berjasafann og mjólkin hleypur í
kekki. Efnisnotkun og tilvísanir
verkanna er alltaf að finna í því
hversdagslega. Teknir úr sínu eðli-
lega samhengi fara hlutirnir hins
vegar að vísa út fyrir sjálfa sig og
kveikja ólíkar tengingar með áhorf-
andanum. Þannig vekur þetta verk
að einhverju leyti hugrenningatengsl
við náttúruna; setlög og kísilgúr en
æpandi sterkir litirnir vísa um leið til
hins andstæða, umhverfismengandi
eiturefna. Á þessum sýningarstað
inni á herbergi Embassy-hótelsins
vakti hljómfall dropanna síðan
sterka kennd fyrir andvöku á hrip-
lekum næturstað í ókunnri borg.
Myndlistarmaðurinn Tumi Magnússon kynnti verk sín á listakaupstefn-
unni Digital &Video Art sem haldin var í New York-borg um síðustu
helgi. Hulda Stefánsdóttir skoðaði verkin og ræddi við Tuma.
Hversdagslegir hlutir
teknir úr samhengi
Tumi Magnússon myndlistarmaður við blómamynd sína í New York.