Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 31

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 31 MENNING LEIKRIT austurríska Nóbels- verðlaunahafans Elfriede Jelinek, Babel eða Babýlon, var frumsýnt í Akademietheater í Vínarborg í gær- kvöldi í leikstjórn Nicolas Sted- manns. Leikararnir Philipp Hochmair, Sachiko Hara, Markus Hering, Myriam Schroeder og Phil- ipp Hauss sjást hér í hlutverkum sínum á aðalæfingunni í vikunni. Jelinek fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í fyrra en hún er jafn- víg á skáldsagnagerð og leikritun. Babýlon Jelineks í Vínarborg Reuters ÞAÐ VAR dálítið gaman að heyra kynslóðirnar mætast í Steinunum. Jón Páll og Alfreð frá hinum gullnu dögum djassins á Íslandi – báðir í Jazzmiðlum með Ormslev, Scheving og Rúnari Georgssyni. Ólafur og Óskar allnokkru yngri og Tómas R. mitt á milli. Tón- listin var klass- ískt bopp, oft í harðari kant- inum byrjað á Monk og endað á Davis. Svo fengu menn að spreyta sig á söngdönsunum. Ólaf- ur blés I hear a rhapsody einsog oft áður, Jón Páll lék einn Easy living og Ellingtonmeistaraverkið Sophisticated lady af miklum eleg- ans og Óskar Guðjónsson fór í saumana á All of me sem Seymor Simmons samdi árið 1931 og Arm- strong gerði ódauðlegt – að vísu var ég að hlusta á verk eftir Jelly Roll Morton frá 1929 og er þar að- alstefið All of me. Sweet Peter nefnist það. Það er kannski ekki saga til næsta bæjar þegar færir mús- íkantar leika klassískt efni og spinna næsta hefðbundið. Þessa pilta má líka heyra af og til á tón- leikum – alla utan einn, tromm- arann Alfreð Alfreðsson. Alfreð hefur lítið leikið opinberlega und- anfarinn áratug og vel það, en hann var um langt skeið einn helsti djasstrommari Íslands. Þó heyra megi að Alfreð hafi ekki leikið að staðaldri er hann óhemju öruggur trommari og haggast ekki í taktinum. Hann sló mjög skemmtilegan sóló í Cecilíu Bud Powels þarsem heyra mátti þessi sérstæðu augnablik þegar sólóinn er einsog í hægagangi þótt allt sé á fullu – þetta heyrir maður líka oft hjá Östlund. Þarna blésu sax- arnir stundum saman í Chon/Zims stílnum einsog oftar þetta kvöld t.d. Í Booker Little ópusnum Rounder mood. Tómas átti góða spretti að vanda og samstiga leikur hans og Jóns Páls í Rhythm-a-ning var sérlega skemmtilegur og átti maður von á að heyra Monk hljóma í þögn- unum. Göngubassinn í sólónum átti vel við og þar fór ekki á milli mála að Tómas skilur tónamál Monks. Saxarnir hljómuðu vel saman í Stable mable Benny Golsons og sóló Jóns Páls í Star eyes var agaður og skipti hann úr latíntaktinum í ekta sveiflu. Ekta klúbbkvöld einsog best verður á kosið í Reykjavík án þess að nokkuð kæmi á óvart enda leik- urinn ekki til þess gerður. Boppað af lífi og sál DJASS Múlinn á Hótel Borg Ólafur Jónsson og Óskar Guðjónsson, tenórsaxófóna, Jón Páll Bjarnason gítar, Tómas R. Einarsson bassa og Alfreð Al- freðsson trommur. Fimmtudagskvöldið 17.3. 2005. Steinarnir Jón Páll Bjarnason Vernharður Linnet Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 450 og 795 • 5 stærðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.