Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 33

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 33 DAGLEGT LÍF Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - taeknisalan@simnet.is Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 • www.fataleiga.is ÚTSALA á glæsilegum brúðarkjólum. Verð frá kr 10.000 Þ etta er ekki hægt,“ full- yrtu Frakkarnir hver við annan og fórnuðu höndum þegar þeir fyrri part vetrar höfðu kynnst veðravíti því sem stundum ríkir á efstu tindum Bláfjalla. Þarna var þeim ætlað að setja upp skíða- lyftu og þeir höfðu aldrei kynnst annarri eins bjartsýni. Varla var stætt fyrir hávaðaroki og ofankom- an og frostið ætluðu allt og alla að kæfa. En seiglan hafði betur í bar- áttunni við vetur konung og allt hafðist þetta að lokum eins og landsmönnum er nú orðið ljóst og lyftan sem fékk nafnið Kóngurinn, var opnuð fyrir skömmu. Hún er fyrsta stóra Poma-stólalyftan á Ís- landi og sú allra fullkomnasta á landinu. En það hefur ekki verið þrauta- laust að koma þessu ferlíki á legg og frá því í október hefur um tugur Frakka búið í Bláfjöllum um lengri eða skemmri tíma til að fylgja verk- inu eftir og hópur íslenskra starfs- manna unnið undir þeirra stjórn. Berja klakann á hverjum morgni Á lokasprettinum í febrúar voru að- eins þeir Thierry Merino-Rodriguez og David Hotellier eftir í fjöllunum. Thierry hafði yfirumsjón með verk- inu og hann hafði komið til landsins um miðjan desember. David var ný- kominn en hann er rafmagnsverk- fræðingur og annaðist allar prófanir á lyftunni. Þeir félagarnir voru heldur betur veðurbarðir þegar blaðamaður hitti þá við efri stjórn- stöðina uppi á fjalli í um 700 metr- um yfir sjó. En það var stutt í bros- ið og þeir sögðust vera orðnir vanir þessum erfiðu aðstæðum og því að byrja daginn á að berja klaka utan af öllu. Verkið hafði óneitanlega tekið lengri tíma en til stóð, en marga daga var alls ekkert hægt að vinna fyrir veðurofsa. Skíðalyfta í Indlandi Fransmennirnir áttu kost á því að dvelja á hótelum Reykjavík- urborgar meðan á dvöl þeirra stóð hérlendis en þeir kusu undantekn- ingarlaust að hafa næturstað í Blá- fjallaskálanum. „Hér er mjög gott að vera, okkur skortir ekkert og sambúðin með Pétri Guðmundssyni sem líka heldur til hér, gengur mjög vel,“ segja fjallabúarnir Thierry og David. Thierry ferðast um víða veröld til að hafa umsjón með uppsetningu skíðalyftna frá Poma, meðal annars til Japan. En eftirminnilegasta segir hann vera uppsetningu skíðalyftu í Indlandi. „Við byrjuðum á að setja hana upp fyrir 17 árum og verkinu er ekki enn lokið. Indverjar vinna ekki á sama hraða og annað fólk og að- stæðurnar eru mjög frumstæðar,“ segir Thierry og hlær að öllu sam- an. Kóngurinn er fyrsta fjögurra sæta lyftan í Bláfjöllum og auk þess eru fjórir lokaðir klefar á henni. Lyfta þessi tengir Suðurgilið og Kóngsgilið saman og auk þess er hugmyndin að nýta hana yfir sum- artímann fyrir ferðamenn til útsýn- isferða. Einnig eru festingar fyrir reiðhjól aftan á stólunum þannig að hjólreiðamenn geta tekið sér far með lyftunni upp á fjall og hjólað þar eftir fjallinu og inn til heiða. Margir hellar eru í nágrenni Blá- fjalla og í fyrra sumar var gerð til- raun með að bjóða upp á hell- askoðunarferðir með viðkomu í skíðaskálanum þar sem boðið var upp á íslenska kjötsúpu og aldrei að vita nema framhald verði á þeirri þjónustu.  HEIMSÓKN | Voru fengnir til að setja upp nýju skíðalyftuna í Bláfjöllum Frakkar í fjöllunum Um tugur Fransmanna hefur að undanförnu búið í Bláfjöllum í tengslum við uppsetningu á nýju lyft- unni þar sem nýlega var opnuð. Kristín Heiða Kristinsdóttir barðist upp á fjallstind í fimbulkulda og ofsaroki með Ragnari Axelssyni til að hitta þá tvo Frakka sem eftir standa. Morgunblaðið/RAX David og Thierry vildu ekki gista á hótelum í borginni heldur kusu að vera í Bláfjallaskálanum. khk@mbl.is Einnig eru festingar fyrir reiðhjól aftan á stólunum þannig að hjólreiðamenn geta tekið sér far með lyftunni upp á fjall og hjólað þar eftir fjallinu og inn til heiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.