Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 39

Morgunblaðið - 19.03.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 39 um 15 þúsund á ári og allt að 8–10 þúsund sáu hverja uppsetningu, sem voru að meðaltali tvær á ári. Opinbert meðlag með hverjum miða var mest 2 þúsund krónur árið 1990 (núvirði 3.300 krónur), sem þá var lægra en með hverjum seldum miða í Þjóðleikhúsið eða á Sinfón- íutónleika. Sú kostnaðaraukning sem orðið hefur á rekstri Íslensku óperunnar á sl. 10–15 árum er lík- lega mest komin til vegna hærri launa listamanna og fleiri fastráð- inna starfsmanna. Áður fyrr skilaði sýning fyrir fullu húsi ágóða fyrir húsið, nú stendur hún ekki undir kostnaði og því verður enginn beinn fjárhagslegur ávinningur við það að sýningar gangi lengi. Þvert á móti – tapið eykst! Hins vegar lækkar nið- urgreiðsla með hverjum miða eftir því sem fleiri sækja sýningar af því að deilt er með fleiri gestum í heild- ar stofn- og rekstrarkostnað. Fram hjá þessum rekstrarlegu forsendum verður engan veginn litið þegar rætt er um rekstur Íslensku óperunnar. Samvinna við aðrar stofnanir gæti skilað nokkrum ávinningi, einkum samvinna við Sin- fóníuhljómsveitina, en um helm- ingur starfsmanna Óperunnar kem- ur úr hennar röðum nú þegar hvort eð er. Þetta nægir þó ekki. Til að geta staðið undir sýningarkostnaði þarf Óperan að geta boðið upp á fleiri sæti í sal en þau tæplega 500 sæti sem fyrir hendi eru í Gamla bíói og Þjóðleikhúsinu. Þess vegna er það lífsnauðsynlegt fyrir Óperuna að fá inni í Tónlistarhúsinu út frá hreinum rekstrarlegum forsendum. Með því móti myndu fjármunir nýt- ast betur og unnt yrði að setja upp fleiri sýningar. Við erum hjartanlega sammála Jónasi Sen og fleirum um að aðstaða til óperuflutnings er óviðunandi í Gamla bíói þó margt hafi þar verið vel gert. En nú er kominn tími og tækifæri til að breyta. Aðstaðan er heldur ekki mjög góð í Þjóðleikhús- inu þótt sviðið þar sé stærra og full- komnara. Hljómburður þar er ekki mjög góður fyrir óperu og hljóm- sveitargryfja of lítil. Stóra svið Þjóð- leikhússins hefur auk þess í mörg ár verið fullbókað fyrir leiksýningar hússins um helgar og því engin að- staða á lausu fyrir óperusýningar í húsinu. Innkoma óperusýninga í Þjóðleikhúsið býður augljóslega heim árekstrum á milli listgreina og listamanna eins og raunin varð á ár- um áður. Það sama gildir um Borg- arleikhúsið sem sérstaklega hefur verið athugað í þessu sambandi. Eina leiðin til að halda uppi boð- legum forsendum fyrir reglubund- inni óperustarfsemi er að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveitin hafi með sér nána samvinnu eða gangi í eina sæng, en þó einkum að óp- eruflutningur fari fram í stóra sal Tónlistarhússins þar sem sviðs- aðstaðan verður góð og fjöldi sæta gerir reksturinn hagkvæmari. slenska óperan Árni Tómas Ragnarsson Höfundar eru tónlistaráhugamenn. ’Eina leiðin til að halda uppi boðlegum for-sendum fyrir reglubundinni óperustarfsemi er að Íslenska óperan og Sinfóníuhljómsveitin hafi með sér nána samvinnu eða gangi í eina sæng, en þó einkum að óperuflutningur fari fram í stóra sal Tónlistarhússins…‘ Það er líklegt að í framtíðinni muni stærri óperusýningar verða færðar upp í TRH vegna þess að besta aðstaðan verður þar en ekki síður vegna þess að fjöldi áhorfenda á hverri sýningu mun gerbreyta rekstrargrundvelli óperusýninga og þar með möguleikum ÍÓ til að sýna fleiri verk við betri aðstæður með meiri hagkvæmni. Talsmenn ÍÓ hafa lagt áherslu á það í umfjöllun um þetta mál að eina viðunandi lausnin frá hendi ÍÓ sé að breyta minni sal TRH í óperusal fyrir 800 áhorfendur. Austurhöfn-TR ehf. hefur látið meta kostnað við slíka breytingu á húsinu og yrði sá kostn- aður varlega áætlað 1.635 milljónir króna. Það er því ljóst að slík breyt- ing mundi sprengja fjárhagsramma verkefnisins sem ríki og Reykjavík- urborg hafa þegar samið um. En lítum nánar á rekstrarþætt- ina. Grein Jónasar Sen um fjármál Íslensku óperunnar og listræna þætti hefur vakið mikla athygli og um- ræðu. Sumum finnst óviðeigandi að ræða fjármál listastofn- ana fyrir opnum tjöldum. Það er þó nauðsynlegt og ómissandi þáttur í umræðu um rekstur og starfsemi óp- eruhúsa. Óperusýn- ingar kosta mikið fé því fjöldi þátttak- enda er mikill í hefð- bundinni óperu, oft- ast margir tugir þegar hljómsveit og kór eru af venjulegri stærð. Grunnkostnaður við uppsetn- ingar er næstum alltaf sá sami við hefðbundnar sýningar með með- alstórri hljómsveit, einsöngvurum, kór og sviðsmynd. Æskilegt er að sem flestir sjái hverja uppsetningu því þá má deila í stofnkostnaðinn með fleiri gestum. Óperugestum hefur farið fækkandi á und- anförnum árum. Alvöru uppsetn- ingar eru um tvær á ári, sýningar á hverri uppsetningu eru um 10 að meðaltali og tæplega 5 þúsund óp- erugestir sjá hverja uppfærslu. Undanfarið hefur ÍÓ fengið um 160 milljónir króna á ári í opinbera styrki. Það þýðir að ef 10 þúsund manns sækja sýningar ÍÓ árlega þá er hver miði niðurgreiddur af al- mannafé með 16 þúsund krónum. Þess má til samanburðar geta að á árunum 1982–1992 var staðan allt önnur. Þá fékk ÍÓ 5–30 milljónir króna í opinbera styrki á ári á þá- gildandi verðlagi. Óperugestir voru ka notk- mikilla að auð- ja sviðs- þetta góð að- óperu og tta mætti a hlið- i eða með kjallara í stnaður di aðeins ostnaði Hljóm- og mun fullri hefur hinu ARTEC ss að æðaflokki. u skilyrði pfærslu þarf tillit til aðstæðna hvað snertir hönnun sviðsmyndarinnar. Þetta er alls ekki frágangssök enda eru margar af framsæknustu óperuuppfærslum í heiminum í dag gerðar með einfaldri sviðsmynd. En við erum ekki einir um þessa skoðun. Í ágætri greinargerð um notkunarmöguleika TRH eftir Svanhildi Konráðsdóttur og Þór- unni Sigurðardóttur fram- kvæmdastjóra Listahátíðar, segir svo um möguleika á óperuflutningi: „Við hönnun búnaðar og sviðs í að- alsal hefur verið gert ráð fyrir að listastofnanir eins og Íslenska óper- an geti farið inn með sýningar sem krefjast ekki stórra sígildra leik- mynda. Þótt ekki sé gert ráð fyrir því að húsið verði heimili ÍÓ eins og SÍ er kröfum fyrir óperusýningar að verulegu leyti mætt og ekkert því til fyrirstöðu að stór hluti af verk- efnum ÍÓ geti átt prýðilega heima á sviðinu.“ Steinn Jónsson VladímírPútín, forseti Rúss-lands, hefur sýnt það ogsannað, að stalínisminnlifir enn góðu lífi í landinu. Rússneskt einræði heldur áfram göngu sinni, aftan úr öldum og inn í framtíðina. Það eru aðeins nöfnin, sem breytast: Ívan grimmi, Pétur mikli, Stalín. 14 árum eftir hrun Sov- étríkjanna hafa Rússar uppgötvað, að þeim líður best undir einræð- isstjórn. Þess vegna líkar okkur svo vel við hina styrku stjórn „Vova“, Vladímírs Pútíns. Við styðjum hann í að fangelsa hina „spilltu“ auðjöfra, í aðförinni að fjölmiðlum og við að koma á reglufestu einræðisins í stað laga og réttar. Okkur þykir svo gaman að syngja honum lof. Í einum dægursmellinum segir „ég vil ein- hvern eins og Pútín“ og við búum til súkkulaðistyttur í hans mynd, þessa krúttlega og nýtískulega alræð- isherra. Það er raunar svo, að margir Rússar trúa því, að taka verði málin föstum tökum til að Pútín nái sínum háleitu markmiðum: Að Kreml verði aftur sú valdamiðstöð sem áður var; að dregið verði úr áhrifum auðjöfr- anna; að völd forsetans verði aukin til að tryggja fullveldi landsins og öryggi; að olíuframleiðslan verði í höndum ríkisins og síðast en ekki síst, að virðing Rússlands á al- þjóðavettvangi verði endurreist. 72% landsmanna treysta Pútín. Lýð- ræði er nýlunda fyrir Rússa og þeir trúa enn á „Zarinn“, keisarann, ekki á bláfátækan bóndann. Við fyr- irlítum yfirboðara, sem líta út og haga sér eins og við sjálf: Krúststjev og bræðiköstin hans; Gorbatstjov með valbrána á skallanum og Jeltsín og hans alþýðlega fyllirísröfl. Stalín sá aftur á móti til þess, að hin opinbera mynd af honum sýndi ekki, að hann var bæði kubbslegur og bólugrafinn. Pútín hefur lært af þessu. Þótt hann sé alltaf í sviðsljósinu, vitum við ekki hver maðurinn er. Hvort hann er nýmóð- ins tæknikrati eða gamall njósnari. Sagn- fræðingurinn Richard Pipes hefur margoft bent á, að það sé ekkert áhlaupverk að koma á lýðræði í Rússlandi. Fólk hér í landi þarf og vill, að einhver verji það fyrir sjálfu sér. Uppgangur stalínism- ans (Stalín er nú í öðru sæti á eftir Vova hinum fámála) er raunar ekki bara Pútín að kenna. Þegar Jeltsín klifraði upp á skrið- drekann 1991, vissu Rússar ekki, að lýðræðið byggðist á atbeina hvers einasta manns, hver sem leiðtoginn væri. Við erum ekki enn vön þeirri hugsun, að fari eitthvað úrskeiðis, þá sé það yfirleitt okkur sjálfum að kenna. Frelsið, sem fylgdi „perestrojk- unni“, og upplausnin eftir hrun kommúnismans sýndu okkur, að án fyrirskipana að ofan vorum við ekki neitt. Hin nýja alræðisstjórn veit nú sem er, að hún þarf ekki vegleg graf- hýsi til að njóta virðingar fólksins: Óttinn við frelsið sér til þess, þörfin fyrir foringja, sem leiðir okkur áfram. Við bendum oft á, að Stalín hafi stjórnað í skjóli annars konar ótta, óttans við að vera líflátinn, en sá ótti var þó ekki jafngeigvænlegur og sá að þurfa að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Við eigum nú svar við þessari dæmigerðu, rússnesku spurningu: „Hverjum er um að kenna“? Sökudólgarnir eru umbóta- sinnarnir, Gorbatstjov, Jeltsín. Við annarri spurningu, „hvað skal gera? er svarið þetta: Aftur til Stalíns og hans mikla ríkis. Á hans dögum var fólk að vísu drepið og fangelsað en hvílíkir sigrar og glæsigöngur! Vjatsjeslav heitinn Molotov stundi einu sinni upp úr sér: „Stalín stýrði okkur öllum styrkri hendi en þegar leiðsögnin bil- aði, fór hver og einn að syngja með sínu nefi.“ Sakaði hann „umbótasinnana“ um að hafa „sleppt lausu skrímsli, sem mun valda samfélaginu miklum skaða. Það er kallað lýðræði, mann- úðarstefna, en er ekk- ert annað en smá- borgaraskapur“. Lítill vafi leikur á því, að stefna Pútíns er aðeins uppfærð útgáfa af stjórn hinnar styrku handar. Rússar, alltaf jafnundirgefnir, horfa til Kremlar. Á síðustu árum hafa verið gefnar út meira en hundrað bækur með lofi og prís um Stalín. Í einni þeirra segir Elena Prúdníkova, blaðamaður í Sankti Pétursborg: „Rússland, sem hefur verið svipt sínum háu hug- sjónum, er á fáum áratugum orðið rotið inn að beini. Eftir að Stalín var fordæmdur á 20. þingi komm- únistaflokksins (1956), hefur tilvera okkar orðið æ tilgangslausari og skítugri.“ Dímítrí Jazov, marskálkur og leiðtogi þeirra, sem reyndu að steypa Gorbatstjov í ágúst 1991, var pólitískur glæpamaður fyrir áratug en er nú orðinn að hetju. End- urminningar hans, „Erfið örlög“, eru metsölubók. Nú líta margir á hann sem fórnarlamb: Allir þessir Krúststjevar, Gorbatstjovar og Jeltsínar villtu um fyrir fólki og fengu það til að trúa, að það þyrfti á að halda óþörfu frelsi. Svo er þó fyrir að þakka hinni styrku stjórn Pútíns, að nú á nýrri öld er fólkið búið að ná áttum. Hinn innri Stalín Rússlands Eftir Nínu L. Krúststjevu Nína L. Krúststjeva er barna- barnabarn Níkíta Krúststjevs, fyrrver- andi forseta Sovétríkjanna. Hún kennir alþjóðamál við New School University í New York. Endurbirt með leyfi The Wall Street Journal © 2005 Dow Jones & Company, Inc. Allur réttur áskilinn. Nína L. Krúststjeva ÉG er afskaplega ánægður og vona að ég komist til þess að sækja hann, segir Sæmundur Pálsson, góðvinur skákmeistarans Bobby Fischer, um ákvörðun allsherjarnefndar Alþingis að leggja fram frumvarp um að Fischer verði veittur íslenskur rík- isborgararéttur. Um það leyti sem fundi nefnd- arinnar lauk í gær hringdi Bjarni Benediktsson, formaður allsherj- arnefndar, í Sæ- mund og tilkynnti honum ákvörðun nefndarinnar. Nefndin hafði þá fengið staðfestingu á ýmsum gögnum sem Sæmundur lagði fyrir hana, m.a. útskrift á orðaskiptum yf- irmanns japanska útlendingaeftirlitsins og formanns japanska Jafnaðarmannaflokksins, þess efnis að væri Fischer íslenskur ríkisborgari yrði hann leystur úr haldi. Barst nefndinni skrifleg stað- festing á þessu í gær frá Mizuho Fukushima, formanni Jafnaðar- mannaflokksins. Sæmundur segir að Fischer hafi reynt að ná í sig í gærmorgun, en hann hafi þá verið farinn út. „Hann ræddi svolitla stund við tvíburabróð- ur minn. Hann sagði Fischer að ég væri farinn með gögn í Alþingi til þess að greiða fyrir hans máli og ríkisborgararétti og hann var mjög ánægður með það,“ segir Sæmund- ur. Verði málið samþykkt á Alþingi, býst Sæmundur við því að geta farið út til Japans í næstu viku og fylgt Fischer þá heim til Íslands. Vonast Sæmundur til að fá aðstoð við að fara út því ferðin sé kostnaðarsöm. „Ég er þakklátur allsherjarnefnd og íslenskum stjórnvöldum og verð það ekki síður eftir atkvæðagreiðsl- una í Alþingi,“ segir Sæmundur Pálsson. Kemst vonandi til að sækja Fischer Sæmundur Pálsson þess - ann em n haft un áreiðanlega verða glaður og þakk- látur fyrir að það sé þó til eitt ríki í heiminum sem er óháð öðrum,“ sagði þessi helsti stuðningsmaður skákmeistarans í Japan. „Ég var svo glöð að heyra frétt- irnar,“ sagði Watai við Morg- unblaðið í gær. Hún sagði Bobby Fischer hafa lengi þráð að losna úr varðhaldi og komast til Íslands. Fyrst hefði hann vonast til að ná því fyrir síðustu jól og þegar það hefði ekki gerst hefði hann bundið vonir við að fá frelsi fyrir afmælisdag sinn 9. mars sl. Þær vonir hefðu einnig brugðist. Hlakkar til að borða góðan íslenskan mat „Ég talaði við Bobby í gær og hann hafði miklar áhyggjur af því hver niðurstaða Íslendinga yrði. Von- andi næ ég að flytja honum stóru fréttirnar á morgun [í dag],“ sagði Watai sem reiknaði með að koma með Fischer til Íslands, en síðar yrði hún að fara aftur til vinnu sinnar í Japan. Hún sagði Bobby vera í slæmu líkamlegu ástandi, hann hefði grennst mikið í varð- haldinu og hlakkaði mikið til að borða góðan íslenskan mat. AP tch á n á klát nn ru fyrir rift af Jafnað- Fukus- a, yfir- gastofn- am hjá fara frá n ríkis- and ar alls- rs fyrir reyna á g ferða- ðu sem Það hafi síðan verið gert og þá komið í ljós að þau skilríki dugðu ekki. Því hafi verið eðlilegt að beiðni um ríkisborgararétt kom fram. Nefndinni hafi síðan tekist að fá staðfestingar á ummælum jap- anskra embættismanna. „Við tökum okkar ákvörðun ekki eingöngu út frá þessu, heldur einn- ig vegna þeirra sérstöku tengsla sem þessi einstaklingur [Bobby Fischer] á við Ísland. Í öðru lagi höfðu stjórnvöld lýst yfir velvilja í garð mannsins með því að gefa út dvalarleyfi og síðar ferðaskilríki,“ segir Bjarni. er ríkisborgararétt embætt- taðfest  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.