Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 57

Morgunblaðið - 19.03.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 57 MINNINGAR Hlátur, dillandi lág- vær hlátur, stendur einhvern veginn upp úr í minningunni um minn ástkæra barnaskólakennara, Sigur- björgu Guðjónsdóttur. Hún var strangur kennari og við komumst ekki upp með neitt múður en kær- leikurinn og einlægur vilji að koma okkur til manna leyndi sér ekki. Það eru rúm 35 ár síðan hún sleppti af okkur hendinni en henni var alltaf umhugað um okkur og vildi vita hvað varð úr okkur. Kveðjur á ferming- ardaginn og þegar stúdentshúfan var sett upp glöddu og hlýjuðu manni svo um munaði. Það er alltaf erfitt að segja til um það hvað mótaði helst líf manns en það er deginum ljósara að Sigurbjörg hafði þar sterk áhrif. Frá sjö ára til tólf ára aldurs hafði hún okkur í umsjá sinni og brýndi fyrir okkur heiðarleika, ástundun og trú í bland við þann fróðleik sem okkur var ætl- að að læra. Hún hrósaði okkur óspart þegar vel gekk og við skólafélagarnir í A-bekknum eigum henni margt að þakka. Einstaklega ánægjulegt var að fá hana til okkar þegar við hitt- umst, fyrst árið 1982 þegar hún hlýddi okkur yfir eins og í skólanum, en þá um líf okkar, og síðast árið 2000 þegar hún sat með okkur fram á nótt í Tilverunni og spjallaði við okkur. SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Sigurbjörg Guð-jónsdóttir fædd- ist í hábænum í Stóru-Mörk í V-Eyja- fjöllum 24. júní 1906. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 29. jan- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 4. febr- úar. Minningin um Sigur- björgu tengir okkur bekkjarfélagana saman enda eigum við hvert og eitt sérstakar minning- ar um hana. Mér fannst hún tengjast mér meir af því að hún hafði kennt móðurbróður mínum, þegar hún var í forfallakennslu í Fljóts- hlíðarskóla þegar hún var um tvítugt. Það var ekki fyrr en nýlega að ég áttaði mig á að tengslin voru sterkari því Sigurbjörg og amma voru þremenningar. Sigurbjörg var einstök persóna. Hún talaði umbúðalaust en af nær- gætni. Hún var ótrúlega hress og sátt við tilveruna. Hún dvaldi lengi heima á þriðju hæð á Álfaskeiðinu en síðustu árin á Sólvangi þar sem hún deildi herbergi með tveimur öðrum konum. Hún stytti sér stundir við lestur og leit öðru hverju á bæjarlífið með Guðrúnu dóttur sinni. Sigurbjörg vaknaði hress að morgni og var farin heim að kveldi. Þannig má segja að líf hennar hafi verið í hnotskurn. Nú er Sigurbjörg farin heim en minningin lifir að eilífu. Með þakklæti. Guðni Gíslason. Hvernig fer maður að því að gera einni mikilvægustu manneskjunni í lífi sínu skil í nokkrum línum? Ég veit varla hvar er rétt að byrja og hvar að enda, enda vita allir sem þekktu Sig- urbjörgu, hve einstök manneskja hún var. Að leiðarlokum langar mig að skrifa nokkur kveðjuorð til að minnast elsku Sigurbjargar. Ég og Haukur litli bróðir minn vorum svo heppin þegar við fluttum í nýtt hverfi í Hafnarfirði að Sigur- björg tók að sér að gæta okkar og það verkefni hefði örugglega enginn ann- ar leyst betur af hendi. Við urðum brátt miklir vinir öll þrjú og það var alltaf jafnnotalegt að koma heim úr skólanum og finna Sigurbjörgu og Hauk heima á Erluhrauninu og eiga svo fyrir höndum huggulegt síðdegi þar sem sögulestur og samræður í sófanum var fastur liður. Í mörg ár naut ég þeirra forréttinda að hafa Sigurbjörgu sem einn af föstu punkt- unum í tilverunni og eftir að hún hætti að passa okkur systkinin þá héldum við áfram að leita í fé- lagsskap hennar. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, spiluðum, skoðuðum bækur og af því að lest- urinn var orðinn hefð hjá okkur þá hélt hún áfram að lesa fyrir okkur öll heimsins ævintýri og fróðleik löngu eftir að við vorum bæði orðin læs. Ég velti því aldrei neitt sérstak- lega fyrir mér að Sigurbjörg væri tæpum 70 árum eldri en ég. Hún var svo lífleg og sniðug, minnug, frumleg og uppátektarsöm. Hvað sem aldri leið var hún skemmtilegri fé- lagsskapur en flestir leikfélagarnir í hverfinu. Eftir að ég fór til útlanda í nám hitti ég Sigurbjörgu sjaldnar en við skrifuðumst á og alltaf voru bréf- in hennar full af hlýju og uppörvun. Samverustundirnar í stuttum fríum heima voru okkur afar dýrmætar. Sigurbjörg hafði þann ómetanlega sið að skrifa frumsamin ljóð inn í bókagjafir; saknaðar-, hvatningar- eða hamingjuóskaljóð, allt eftir því hvað hæfði hverju sinni. Því reyndist hver bók lítill fjársjóður. Það er eitt mesta lán mitt að hafa fengið að kynnast Sigurbjörgu og eignast vin- áttu hennar. Sigurbjörg hefur á margan hátt haft mótandi áhrif á okkur systkinin og það er ómetanleg- ur styrkur fyrir okkur bæði að hafa alist upp með tryggðatröll eins og Sigurbjörgu okkur við hlið. Fjöl- skyldu Sigurbjargar sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur því missir hennar er mikill. Kristín Ingvarsdóttir. Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Þessar ljóðlínur koma upp í hug- ann þegar hugsað er til hans Jóa. Hann fór alltaf geyst yfir þegar hann var á hestbaki. Fór jafnvel lengra en samferðafólkið, því hann fór á undan og kom svo aftur á móti því. Ég fylgdi honum gjarnan eftir. Það fannst mér skemmtilegast. Ég kynntist Jóa þegar ég var sjö ára að byrja í hestunum í Hafnar- firði. Mikil og traust vinátta tókst með foreldrum mínum og þeim Jóa og Steinu. Margt var brallað. Þetta var skemmtilegur tími. Jói var alltaf svo ungur í anda og stutt í grallar- ann í honum. Það var svo gaman að heyra hann segja frá. Stundum svo- lítið ýktar sögur. En hvað með það. Það gat verið skondið að ferðast með honum á hestbaki. Honum fannst allar leiðir grænar þótt við hin sæj- um ekki mikið gras. Við sögðum að það væru grænu sólgleraugun hans. Jói sá alltaf björtu hliðarnar á hlut- unum. Í einni ferð hljóp hestur frá okkur úr áningarstað. Þá sagði Jói: „Vá, sáuð þið, hann kappreiðastart- aði. Bíðið bara, hann kemur aftur.“ Pabbi og Jói heyjuðu saman tún- skika. Það var alveg með ólíkindum hvað þeir höfðu gaman af þessu. Þeir fundu alltaf fullt af gömlum snún- ings- og rakstrarvélum sem þeir JÓHANN LÁRUSSON ✝ Jóhann Lárussonfæddist í Gröf í Grundarfirði 26. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði laugar- daginn 5. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 17. mars. festu aftan í jeppa eða Skódabíla. Það fór oft meiri tími í að gera við þessar vélar en að raka bara með hrífum. Krísuvíkurferðirnar eru ógleymanlegar. Þangað var farið í úti- legur á sumrin. Hest- arnir voru þar í sumar- beit. Við gistum í tjöldum og þeystum um grundir. Farið var ríð- andi niður á Krísuvík- urbjarg, Vigdísarvelli o.fl. Eftir að ég stofnaði fjölskyldu hefur Jói alltaf fylgst með okkur og verið mikill vinur. Töluvert var farið í styttri ferðir á hestum. Hann kom oft í kaffi, bæði í hesthúsið og heim til okkar. Urðu þá sögur dagsins oft ansi magnaðar og skemmtilegar. Það er svo margs að minnast í samskiptum okkar við hann. Hann var sannkallaður gleðigjafi fyrir alla. Þökkum samfylgdina. Elsku Steina, megi Guð vera með þér og fjölskyldu þinni. Halldóra, Sigurður og fjölskylda. Hinn 5. mars síðastliðinn lést Jó- hann Lárusson múrarameistari. Kynni okkar Jóhanns hófust strax þegar ég var ungur að árum, í gegn- um hestamennskuna. Þar yljaði hann okkur ungdómnum oft um hjartaræt- ur með bæði einlægum og kraftmikl- um sögum. Leiðir okkar Jóhanns lágu áfram saman, ekki bara gegnum hestamennskuna heldur einnig í gegnum MIH. Jóhann var kraftmikill og vand- virkur múrari sem margir starfandi múrar í dag hafa lært hjá. Jóhann Lárusson var múrari sem tók að sér bæði smá og stór verkefni og skilaði þeim með sóma. Jóhann Lárusson var einn af stofnfélögum Meistara- félagsins, hann var kjörinn heiðurs- félagi og sæmdur gullmerki félags- ins á 30 ára afmæli þess árið 1998. Stjórn Meistarafélags iðnaðar- manna í Hafnarfirði vill fyrir hönd félagsins þakka Jóhanni samfylgd- ina og votta Steinþóru Guðlaugs- dóttur eiginkonu Jóhanns samúð sína. Guðlaugur Adolfsson, formaður MIH. Fallinn er nú frá á afmælisdegi pabba besti frændi minn hann Jói. Fyrstu minningar mínar um Jóa eru frá því að hann fór með mig í reiðtúr, lét mig detta af baki, setti mig aftur og aftur á bak og sagði: „Ekki segja mömmu þinni frá þessu.“ Þetta eru ógleymanlegar stundir og upphaf minnar hestamennsku, ég man hvað hann gat hlaupið hratt á eftir hross- unum, ég hafði ekki roð í hann tíu ára gömul. Alltaf þegar ég gisti hjá þeim sem ekki var sjaldan, fékk ég þessi myrkfælna stelpa, alltaf að sofa uppi í rúmi hjá þeim hjónum. Það var svo notalegt! Svo man ég alltaf þegar Steina setti lagið á fón- inn „Þú manst hann Jóhann, árans kjóann“. Það eru svona hlutir sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um Jóa, þennan besta frænda minn sem gerði allt fyrir mig hvernig sem á stóð hjá honum, betri lund en hans er vandfundin og alltaf var stutt í spaugið. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Steina og fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Við sem eftir stöndum erum ríkari fyrir að hafa verið sam- ferðamenn Jóhanns Lárussonar. Þín frænka, Birna Hannesdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNHILDAR EIRÍKSDÓTTUR frá Eskifirði. Lilja Sigurðardóttir, Dagbjartur Sigtryggsson, Skúli Hersteinn Oddgeirsson, Hallfríður Vigfúsdóttir, Eiríkur Jón Jónsson, Lára Helgadóttir, Margrét Soffía Voetmann, Dan Voetman, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar og tengda- föður, SVEINS GAMALÍELSSONAR, Kópavogsbraut 20, sem lést miðvikudaginn 2. mars. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknar- deildar Landakotsspítala fyrir góða umönnun. Sólveig Sveinsdóttir, Gamalíel Sveinsson, Vilborg Gunnlaugsdóttir. Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, tengdasonar og afa, HARALDS GUÐBERGSSONAR, Barmahlíð 4, Sauðárkróki. Innilegar þakkir til starfsfólks hjartadeildar 14E, Landspítala við Hringbraut, fyrir einstaka umönnun og hlýju í okkar garð. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Guðbjartsdóttir, Guðbjartur Haraldsson, Jóna Kolbrún Árnadóttir, Guðberg Ellert Haraldsson, Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, Brynhildur Olga Haraldsdóttir, Eysteinn Pétur Lárusson, Ingi Valur Haraldsson, Guðberg E. Haraldsson, Regína Birkis, Valgerður Ólafsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og út- farar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, GUÐMUNDU F. JÓNASDÓTTUR, Stykkishólmi. Jón Kr. Lárusson, Fanney Ingvarsdóttir, Björk Lárusdóttir, Anna Huld Lárusdóttir, Sveinbjörn Hafliðason, Ósk L. Fulbright, Charles G. Fulbright, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Háabarði 10, Hafnarfirði. Karl Brynjólfsson, Ólafur Halldórsson, Auður Sigurðardóttir, Magnús Karlsson, Elín V. Magnúsdóttir, Rósa Karlsdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.