Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 58

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 19. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í BLAÐI allra landsmanna eru dánartilkynningar fyrst birtar áður en minningargrein fær að líta dags- ins ljós. Af öðrum fjölmiðlum ólöst- uðum fær þetta efni veglegastan sess þar og því er það kannski óhóf að nálgast önnur viðfangsefni með sama hætti og þar er gert. Samlík- ingin er þó nærtæk þegar litið er á tilkynningu sem gefin var út í síð- ustu viku um að Garry Kasparov væri hættur sem atvinnumaður í skák. Tilkynningunni um skáklegt ,,andlát“ Garrys hefur enn sem kom- ið er ekki verið fylgt eftir með minn- ingargrein. Garry Kimovich Wainshtein fæddist 13. apríl 1963 í Bakú sem er nú höfuðborg Azera en var þá hluti af Sovétríkjunum. Þegar pilturinn var nýorðinn sex ára vildu foreldrar hans að hann legði stund á tónlist. Um kvöldið, þegar ákvörðunin hafði verið tekin, var sett upp skákþraut á heimilinu sem birst hafði bæjarblaði nokkru. Gary varð hugfanginn af stöðunni og næsta morgun stakk hann upp á leik til þess að leysa dæmið. Foreldrar hans stóðu í for- undran þar eð enginn hafði kennt honum að tefla. Upp frá því hóf hann að venja komur sínar á skákklúbba. Faðir hans lést þegar hann var sjö ára og það leiddi til þess að hann tók upp eftirnafn fjölskyldu móður sinn- ar, Kasparov. Hæfileikar Garry til að reikna út afbrigði þóttu þá þegar með ólíkindum og ekki síður ótrúleg gáfa til að muna afbrigði utan bókar. Virtur þjálfari að nafni Nikitin, tók eftir pilti þegar hann var tíu ára og var hann þá sendur í æfingabúðir hjá Mikhail Botvinnik, fyrrum heimsmeistara í skák. Næstu árin unnu þeir töluvert saman og sá gamli tók eftir ákafa hans við að rekja afbrigði og brýndi fyrir honum að hann mætti ekki lenda í sömu gryfju og hæfileikaríkir skákmenn á borð við Taimanov og Larsen. Gryfj- an sú arna var víst að leika fyrst og hugsa svo! Ferill Kasparov tók mik- ið stökk 1978 þegar hann náði að sigra hvern stórmeistarann á fætur öðrum og náði 9. sæti á sovéska meistaramótinu það ár. Allir hinir 17 keppendurnir höfðu meira en 2.450 stig og Mikhail Tal varð efstur en Garry var enn stigalaus! Hann komst í flokk bestu skákmanna heims upp frá því og vann hvern sig- urinn á fætur öðrum. Heimsmeistari unglinga varð hann 1980, sovéskur meistari 1981, Ólympíumeistari 1980 og 1982 en síðarnefnda árið komst hann áfram í áskorendaein- vígi heimsmeistarakeppninnar eftir sigur á millisvæðamóti. Öruggir sigrar í einvígjum gegn Aleksander Beljavsky, Viktor Korsnoj og Vas- sily Smyslov gerðu það að verkum að árið 1984 stóð hinn 21 árs Ba- kúbúi fyrir þeirri stóru áskorun að hrifsa heimsmeistaratitilinn af hin- um 33 ára Anatoly Karpov. Framan af hafði heimsmeistarinn tögl og hagldir í einvíginu og þegar níunda skákin hafði runnið sitt skeið á enda var staðan 4-0 fyrir Karpov. Hann bætti einum sigri við í 27. skákinni og þurfti eingöngu einn sigur í við- bót til að ljúka verkinu. Kasparov beit þá í skjaldarrendur og þegar 48 skákum var lokið hafði hann breytt stöðunni í 5-3 en þá var sú umdeilda ákvörðun tekin að binda enda á ein- vígið. Haustið 1985 hófust þeir kapp- ar aftur handa og tefldu nú 24 skáka einvígi þar sem áskorandinn þurfti 12½ vinning til að hreppa titilinn. Þegar komið var að lokaskákinni hafði Kasparov 12 vinninga en Kar- pov 11. Um hreina úrslitaskák var því um að ræða og tefld var uppá- haldsbyrjun Kasparovs, Sikileyjar- vörn. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garry Kasparov 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 0-0 Be7 8. f4 0-0 9. Kh1 Dc7 10. a4 Rc6 11. Be3 He8 12. Bf3 Hb8 13. Dd2 Bd7 14. Rb3 b6 Þessi staða hafði komið upp áður í einvíginu en þá fékk hvítur lítið upp úr krafsinu. Næsti leikur hvíts legg- ur spilin á borðið – blásið skal til mátsóknar. (Sjá stöðumynd 1) 15. g4 Bc8 16. g5 Rd7 17. Df2! Bf8 18. Bg2 Bb7 19. Had1 g6 20. Bc1! Hbc8?! 21. Hd3 Rb4 22. Hh3 Bg7?! Næsti leikur hvíts er dæmigerður fyrir Karpov en á ekki við í stöðunni. Sýnt hefur verið fram á að svartur stæði höllum fæti eftir 23. f5! 23. Be3? He7! 24. Kg1 Hce8! 25. Hd1! f5! 26. gxf6 Rxf6 27. Hg3 Hf7 28. Bxb6 Db8 29. Be3 Rh5 30. Hg4 Rf6 31. Hh4 Hvítur gat sætt sig við jafntefli eftir 31. Hg3 en eins og gefur að skilja var það ekki kostur í stöðunni. Eftir textaleikinn nær svartur öfl- ugri gagnsókn. (Sjá stöðumynd 2) 31. ... g5! 32. fxg5 Rg4 33. Dd2 Rxe3 34. Dxe3 Rxc2 35. Db6 Ba8 36. Hxd6?? Tapleikurinn. 36. ...Hb7! 37. Dxa6 Hxb3 38. Hxe6 Hxb2 39. Dc4 Kh8 40. e5 Da7+ 41. Kh1 Bxg2+ 42. Kxg2 Rd4+ og hvítur gafst upp. Kasparov varði titil sinn í einvígjum við Kar- pov árin 1986, 1987 og 1990. Hann vann nánast öll skákmót sem hann tók þátt í og taflmennskan var glæsi- leg. Langvarandi útistöður hans við forystumenn alþjóðlegu skákhreyf- ingarinnar, FIDE, leiddu ásamt fleiru til þess að hann og þáverandi áskorandi hans, Nigel Short, klufu sig frá samtökunum og tefldu einvígi um heimsmeistaratitilinn undir merkjum nýrra samtaka. Þetta var árið 1993 og verður að teljast mesta glappaskot Kasparovs. Síðan þá hafa verið tveir heimsmeistaratitlar í skák og það hefur valdið sundr- ungu sem hefur haft í för með sér að erfiðara hefur reynst að fá fé í grein- ina. Yfirburðir Kasparovs á skáksv- iðinu héldust þó áfram og vann hann Indverjann Viswanathan Anand í einvígi 1995. Eftir tvö mögur ár náði hann stórkostlegum árangri árið 1999 og tefldi þá eina bestu skák allra tíma gegn Veselin Topalov í Wijk aan Zee. Að loknum 23. leik svarts kom eftirfarandi staða upp en Kasparov hafði hvítt. (Sjá stöðumynd 3) 24. Hxd4!! cxd4? Síðar var bent á að svartur hefði ekki átt að þiggja fórnina. 25. He7+! Kb6 26. Dxd4+ Kxa5 27. b4+ Ka4 28. Dc3 Dxd5 29. Ha7 Bb7 30. Hxb7 Dc4 31. Dxf6 Kxa3 32. Dxa6+ Kxb4 33. c3+! Kxc3 34. Da1+ Kd2 35. Db2+ Kd1 Svarti kóngurinn hefur farið í langt ferðalag og endað för sína í herbúðum andstæðingsins. Kasp- arov reiðir nú fram enn eina kan- ínuna úr hatti sínum. (Sjá stöðumynd 4) 36. Bf1! Hd2 37. Hd7! Hxd7 38. Bxc4 bxc4 39. Dxh8 Hd3 40. Da8 c3 41. Da4+ Ke1 42. f4 f5 43. Kc1 Hd2 44. Da7 og svartur gafst upp. Kasp- arov sigraði á hverju mótinu á fætur öðru eftir þetta en haustið 2000 beið hann í lægra haldi fyrir Vladimir Kramnik í heimsmeistaraeinvígi. Þrátt fyrir þetta áfall hélt hann sér alltaf hæstum á stigalista FIDE og í huga flestra skákáhugamanna var hann kóngurinn. Væntanlega hefur sérstaða hans haft þau áhrif að of margir vildu leggja stein í götu hans svo að hann fengi aftur tækifæri til þess að ná heimsmeistaratitlinum. Hann sjálfur hefur einnig ekki verið þekktur fyrir að sýna af sér auð- mýkt en slíkt hefði að öllum líkind- um hjálpað til við að leysa stöðu mála. Kannski eftir nokkur ár verð- ur sagt um ákvörðun Garrys í síð- ustu viku að þetta hafi verið nauð- synlegt svo að mál í skákheiminum færðust í betra horf. Hún gerir það vonandi að verkum að orka manna fari frekar í að leysa þann vanda sem uppi er í stað þess að fjargviðrast út í besta skákmann allra tíma. Skákferill Kasp- arovs – minning SKÁK Brot úr skáksögunni Morgunblaðið/Ómar Á ferli Kasparovs var Karpov hættulegasti andstæðingurinn. Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Stöðumynd 2 Stöðumynd 3 Stöðumynd 4 Stöðumynd 1 Besti skákmaður allra tíma ÍSLENSKUM gæðadögum í Nóatúni, sem Samtök iðnaðarins og aðildarfyrirtæki stóðu fyrir undir yf- irskriftinni Þitt val skiptir máli, lauk í síðustu viku. Fjöldi íslenskra framleiðenda tók þátt í þeim, kynnti nýjar vörur og veittur var afsláttur af völdum vörum. Af því tilefni bauðst viðskiptavinum Nóatúns að setja nafn sitt í pott dagana 3.–10. mars. Margir freistuðu gæfunnar og svöruðu spurningum og fengu að launum gjafakörfu frá íslenskum framleið- endum. Lokadaginn voru síðan dregnir út tveir við- skiptavinir og hreppti Ólöf Flygenring gjafabréf að verðmæti 50 þúsund kr. frá Nóatúni og Sigrún Har- aldsdóttir hlaut gjafabréf frá Flugfélagi Íslands. Hlaut inneign- arbréf í Nóatúni Kristinn Skúlason, markaðsstjóri Nóatúns, afhendir vinningshafa Íslenskra gæðadaga, Ólöfu Flygenring, gjafabréf að verðmæti 50 þúsund krónur frá Nóatúni. Til hægri er Jóhann Ólason, verslunarstjóri Nóatúns í Smáralind, og fyrir framan dóttir Ólafar, Sigríður Þóra. EVRÓPSKRI aðgerðaviku gegn kynþáttafordómum lýkur 21. mars sem er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kyn- þáttafordómum. Í tilefni dagsins standa Mann- réttindaskrifstofa Íslands og Al- þjóðahús fyrir málþingi í Nor- ræna húsinu mánudaginn 21. mars kl. 17–18.30, um kynþátta- fordóma þar sem ætlunin er að ræða fordóma gegn innflytjendum og útlendingum hér á landi og þróun íslensks fjölmenningarsam- félags. Frummælendur eru: Hulda Karen Daníelsdóttir, fræðsluráð- gjafi í nýbúafræðslu, Tatjana Lat- inovic, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Carlos Melgar þjónn og Ingibjörg Hafstað, forstjóri Fjölmenningar ehf. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur stýrir fundi. Að- gangur er ókeypis og öllum opinn. Að loknum erindum gefst tóm til umræðna og fyrirspurna. Málþing um kynþáttafordóma AÐALFUNDUR SARK, Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, var haldinn nýlega. Í nýja stjórn SARK voru kjörin Friðrik Þór Guðmunds- son (oddviti), Harpa Frankelsdóttir, séra Hjörtur Magni Jóhannsson, Magnús Axelsson, Sigurður Hólm Gunnarsson (varaoddviti/gjaldkeri), Sóley Gréta Sveinsdóttir (ritari) og Stefán Friðriksson. Auk stjórnar gera lög samtakanna ráð fyrir myndun sérstaks Samráðs stuðningsfélaga um málefnið, en öll félög, samtök og flokkar sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju geta tilnefnt tvo fulltrúa í Samráð. Tæplega 500 manns eru félagar í SARK og voru 22 nýir félagar samþykktir á aðalfund- inum. Samtökin byggjast á frjálsum framlögum – engin félagsgjöld eru innheimt. „SARK áréttar þá grundvallar- stefnu sína að aðskilja beri ríki og kirkju. Samtökin telja aðskilnaðinn forsendu fyrir jafnrétti og lýðræði í trúmálum og þá skiptir mestu að af- nema 62. greinar stjórnarskrárinnar, en þar segir: „Hin evangelíska lút- erska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.“ Auk þess krefjast samtökin afnáms allra annarra sér- réttinda þjóðkirkjunnar í lögum og hefðum. Samtökin leggja áherslu á jafnrétti fólks og stofnana, virðingu fyrir trú og siðum allra og réttinum til að standa utan allra trúflokka með óskert mannréttindi. Samtökin eru andvíg sjálfkrafa skráningu fólks í trúfélög við fæðingu, einhliða trú- fræðslu í skólum og andvíg þeirri mismunun sem ríkir í fjárveitingum til trúfélaga. SARK bendir á að kannanir hafa sýnt ár eftir ár að um það bil tveir af hverjum þremur landsmönnum eru fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Fjölmargt þjóðkirkjufólk telur það og þjóðkirkjunni fyrir bestu að segja skilið við ríkið með formlegum hætti. Um 43 þúsund Íslendingar eru nú ut- an þjóðkirkjunnar, í ýmsum trúfélög- um eða utan trúfélaga. Þessi fjöldi, einn af hverjum sjö landsmönnum, býr að óbreyttu við þarflausa og rangláta mismunun. Henni verður að linna. SARK hvetur stjórnvöld og þjóðkirkjuna sjálfa til að virða vilja þjóðarinnar og hefja þegar undirbún- ing að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju,“ segir í ályktuninni. Hvetja til aðskilnaðar ríkis og kirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.