Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Þó að farið sé að draga afSvavari Tryggvasyni, semverður 89 ára 24. apríl, ereinhver neisti í augum hans, kraftur sem hefur fylgt honum frá því hann var einn af stofnendum verka- lýðsfélagsins Einingar á Akureyri ár- ið 1932, eða jafnvel lengur. ,,Ég er hættur öllu, en fylgist með málum á Íslandi í Mogganum,“ segir hann. ,,Pólitíkin hefur ekkert breyst í 65 ár,“ heldur hann áfram. ,,Ég settist í helgan stein fyrir meira en 20 árum en það liðu mörg ár áður en ég sótti rétt minn á Íslandi. Fyrst fékk ég sem samsvaraði 250 dollurum á mánuði en fyrir ári lækkaði upphæðin í um 115 dollara. Önnur skýringin sem ég fékk var sú að í samningum milli Kanada og Íslands segði að aðeins mætti borga ellilaun en ekki tryggingar. Samkvæmt hinni var áætlað að tekjur mínar hefðu aukist um 6.000 dollara á milli ára. Þetta er auðvitað tóm vit- leysa og bjánagangur. Að ég tali ekki um jólaglaðninginn. Ég fékk 40 doll- ara áður en tekinn var af 40% skattur en nú hafa þeir tekið glaðninginn al- farið í burtu. Þetta eru voða skrýtnir menn. Hvernig dettur þeim í hug að níræður maður fái 6.000 dollara í ár umfram tekjurnar í fyrra?“ Hreppaflutningar og þjóðarskömm Fyrstu sjö árin bjó Svavar í Reykja- vík en flutti þá til Dalvíkur. ,,Pabbi missti annan fótinn á togara og þá vor- um við flutt hreppaflutningi í Svarf- aðardalshrepp. Ég var 10 ár fyrir norð- an og fór þá aftur til Reykjavíkur. Ég komst á togara sem hjálparkokkur á vertíðinni 1936 og háseti sumarið eftir á síldinni. Eftir jarðskjálftann 1934 vann ég allt sumarið við það að moka möl á bíla og fékk þá borgað út í pen- ingum í fyrsta sinn.“ Skólagangan var lítil en Svavar var meðal annars einn vetur á Laugum í Reykjadal. ,,Þar var voðalega gaman. Alls konar íþróttir. Sund og leikfimi, fótbolti og dans, en þeir kenndu manni ekkert. Þeir kenndu það sama og síðasta árið í barnaskóla og það var ekki erfitt að læra þennan vetur.“ Síð- ar fór hann í Verzlunarskólann og út- skrifaðist þaðan. ,,Það var nóg síld 1937 og 1938 og þá þénaði ég nóg til þess að geta kostað skólagönguna,“ segir hann. ,,Ég þurfti að borga mán- aðarlaun á togara, 200 krónur, í skól- ann. Svo tók ég fiskimanninn í Stýri- mannaskólanum.“ Fjöldi barnanna vakti athygli Þegar Svavar var 37 ára ákvað hann að flytja með fjölskylduna til Kanada en hann og Sveinbjörg Har- aldsdóttir áttu sex ung börn. Þau fluttu 1953 og vestra bættist sjöunda barnið við. ,,Við vorum í fyrsta þorskastríðinu og það var ekkert hægt að þéna á trollurunum. Okkur stóð ekki annað til boða en fara í braggann. Ég lét ekki bjóða þessari átta manna fjölskyldu það og sagði: Ég er farinn. Þetta var þjóðarskömm að hafa fólkið í 20 til 30 ár í brögg- unum eða þangað til ekkert var eftir nema rifið.“ Vegna fjölskyldustærðarinnar gekk illa að fá atvinnuleyfi í Kanada. ,,Kan- adíski konsúllinn í Svíþjóð hafði öll Norðurlöndin á sinni könnu. Hann hafði aldrei séð sjó og var á þverrif- unum, sagði mér að ég gæti ekki unn- ið fyrir fjölskyldunni vestra. Því skrif- aði ég til Ottawa og og mér var þvælt í kerfinu og spurður margra vitlausra spurninga. Sú fyrsta var hvað ég ætti margar konur! Á þessum tíma var tímakaupið 90 sent í Halifax, um 45 krónur samkvæmt genginu núna. Ég gafst ekki upp og úr varð að ég fékk vinnu á togara til reynslu í sex mán- uði. Sama daginn og ég kom til Hali- fax var ég farinn á sjóinn, á Stóra banka við Nýfundnaland. Við bjugg- um þarna í eitt og hálft ár og lífið var auðvelt því hlutirnir kostuðu ekkert í samanburði við verðið heima. Ég borgaði 25 dollara fyrir húsnæði í góðu húsi og engan skatt af fyrstu 1.000 dollurunum.“ Ekki er allt gull sem glóir. ,,Sigmar Sigurbjörnsson var með mér að heim- an og við vorum komnir að því að fara heim vegna þess að heimafólkið tók okkur ekki vel og gerði okkur ómögu- legt að vinna. Það vildi ekkert með út- lendinga hafa. Við ákváðum að fara vestur að strönd og líta á lúðuna og ef okkur litist ekki á blikuna ætluðum við að fara heim. En okkur líkaði hérna og við fórum aldrei heim.“ Mikil breyting Reyndar fór Svavar í heimsókn til Íslands fyrir fimm árum. ,,Ég fór til þess að sækja um elli- launin og hafði ekki tíma til að hugsa um það sem ég myndi sjá því ég var kominn áður en ég vissi af. Flugið tek- ur enga stund. En það var eiginlega ómögulegt að koma heim. Og ekki bætti talnakjaftæðið stöðuna. Þegar ég kom í Leifsstöð setti ég kortið mitt í vélina til að fá íslenska peninga en vélin tók kortið. Þegar ég kvartaði var mér sagt að kanna málið í næstu viku. Ég var að koma til landsins frá út- löndum á föstudegi og átti bara að bíða. Það var ekkert verið að hugsa um viðskiptin. Þau gátu beðið. Allir sem höfðu eitthvert vald töluðu við mann eins og hund – sögðu sestu og þú settist – en bláókunnugt fólk á Bjarni Tryggvason geimfari er einn þekktasti Kanadamaðurinn af ís- lenskum ættum. Hann var sjö ára þegar hann flutti með fjölskyldu sinni frá Íslandi til Nova Scotia í Kanada. Svavar Tryggvason, faðir hans, var þá 37 ára og hefur búið í Kanada síðan eða í rúmlega hálfa öld. Steinþór Guðbjartsson hitti sjómanninn Svavar á heimili hans í Vancouver. Sjómaðurinn í skugga geimfarans Morgunblaðið/Steinþór Svavar Tryggvason hefur búið í Kanada í rúmlega hálfa öld. steg@mbl.is JÓN Óli Jóhannesson frá Vest- mannaeyjum hefur starfað sem netagerðarmaður í Vancouver í Bresku Kólumbíu í um 15 ár. ,,Ég hafði starfað á netaverkstæði í Eyj- um í 22 ár og langaði að breyta til,“ segir hann. Árið 1989 ákvað Jón Óli að flytja með eiginkonunni Ólöfu Andr- ésdóttur og dætrunum Andreu þriggja ára og Auði fjórtán ára til Vancouver á vesturströnd Kanada, þar sem hann hitti fyrir Jón Ara Sig- urjónsson vélstjóra og Sigríði Gunn- laugsdóttur. ,,Þessir góðu vinir okk- ar frá Eyjum höfðu búið hérna í nokkur ár og hugmyndin var að vera hérna í þrjú til fjögur ár. Við erum hér enn og förum ekki heim úr þessu.“ Vinnan er töluvert öðruvísi en Jón Óli átti að venjast úti í Eyjum. ,,Þetta er allt miklu minna í sniðum hérna,“ segir hann. ,,Úti í Eyjum vorum við að jöfnu í trollum og nót- um, þar sem loðnunæturnar voru upp í 40 tonn. Álagið var líka miklu meira heima. Hér kemur fyrir að við vinnum tvo til þrjá laugardaga í röð en aldrei á kvöldin. Í Eyjum var al- gengt að vinna í 36 tíma, síðan sex tíma hvíld og svo önnur löng skorpa.“ Vinnuálagið er minna en það var í Eyjum en samt er alveg nóg að gera og verkefni liggja fyrir fjóra mánuði fram í tímann. Jón Óli vinnur hjá Cantrawl Nets, eina trollverkstæð- inu í Vancouver, og eru yfirleitt tveir til fjórir menn á gólfinu. ,,Sjáv- arútvegurinn er töluvert öðruvísi en heima,“ segir hann og bætir við að eftir að kvótakerfinu hafi verið komið á fyrir nokkrum árum hafi litlu bátarnir dottið út og nú séu um 50 til 60 bátar að trolla í stað um 110 áður út af vesturströndinni. ,,Hérna erum við til dæmis að setja upp flott- roll fyrir báta sem eru með niður í 350 hestafla vélar,“ segir Jón Óli Upphaflega hugmyndin var að flytja til Bellingham, rétt sunnan við Vancouver, 1987, en Jón Óli fékk ekki atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. ,,Ég er eiginlega feginn að dæmið gekk ekki upp því þó að stutt sé á milli er allt evrópskara hérna megin striksins og auðveldara að falla inn í umhverfið.“ Óla og Jón Óli hafa verið virkir meðlimir í íslensk-kanadíska félag- inu í Vancouver frá komunni til Kanada og eru í stjórn félagsins. ,,Skömmu eftir að við komum hing- að fyrst fórum við á jólabasar í kirkjunni og þar hittum við marga af íslenskum ættum. Það kom okkur á óvart hvað margir töluðu góða ís- lensku og við náðum strax góðu sambandi.“ Morgunblaðið/Steinþór Jón Óli Jóhannesson netagerðarmaður kann vel til verka. Nóg að gera í netunum Fréttir á SMS strætinu, sem hafði ekkert með við- skipti að gera, vildi allt fyrir mann gera.“ En fólkið var ekki alls staðar. ,,Á Dalvík var ég til dæmis einn á gangi. Allar götur malbikaðar. Ný hús en eitthvað vantaði. Það var ekkert fólk á gangi. Fólkið sem ég þekkti var allt farið og hitt hagar sér allt öðru vísi en ég átti að venjast. Það leikur sér enginn lengur í fjörunni og enginn gengur á götunni. Allir eru í bílum í einum hvelli og enginn má vera að því að stoppa. Ég sá ekkert fólk, bara bílaumferð.“ Grét af gleði Fyrstu fimm árin í Vancouver vann Svavar við höfnina en fór í lúðutúra í sumarfríum. ,,Á þessum tíma máttu aðeins kanadískir ríkisborgarar stunda laxveiðar og erfitt var að kom- ast að í lúðuveiðunum,“ segir hann. ,,Við vildum koma börnunum í há- skólanám og þau hafa öll spjarað sig vel, verið upp í 10 ár í háskólum og fengið ýmsar gráður. Bjarni lék sér aldrei eins og aðrir krakkar heldur var hann alltaf að búa til flugvélar. Loftið í herberginu hans var allt þakið af flugvélum. Ég hvatti hann til þess að fara í flugherinn til þess að læra að fljúga og ég var alltaf hlynntur því að hann færi út í geiminn. Líka eftir að geimferjan Challenger fórst. Þá benti ég á að menn færust við það að fara á norðurpólinn og suðurpólinn, á gangi og í bílum. Alls staðar er hætta. Í stríðinu vorum við eins og sitjandi fuglar, vopnlausir úti á hafi með 50% möguleika á að komast af. Flestir sem voru með mér eru í sjónum. En hvað um það. Ég var skipstjóri á tappatog- ara, 100 tonna báti, og kom Bjarna í vinnu í laxinum. Hann vann sér inn mikla peninga, gat ekki eytt neinu og þegar hann kom heim um haustið lærði hann að fljúga. Síðan liðu mörg ár. Ég var of lasinn til að fylgja honum til Flórída þegar hann fór upp 1997 en það segir mér fólk, sem sér geimskot, að það gleymi því aldrei. Svo ógurlegt er það. Systkini hans voru þar en ég var hérna og fylgdist með í sjónvarp- inu. Ég var með bjór í hendi og grét af stolti þegar skotið reið af.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.