Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FJÓRAR glerlistarsýningar verða opnaðar í dag í menn-
ingartorfunni á Kópavogi. Þær eru allar á vegum Lista-
safns Kópavogs, Gerðarsafns og teljast framlag safnsins
á 50 ára afmæli Kópavogsbæjar.
Fyrst skal nefna sýningu á verkum Gerðar Helgadótt-
ur á efri hæð Gerðarsafns sem ber heitið Gerður Helga-
dóttir. Meistari glers og málma. Á sýningunni verða á
þriðja tug steindra glugga og frumteikninga fyrir gler-
glugga eftir Gerði Helgadóttur auk höggmynda, klippi-
mynda og teikninga eftir listakonuna. Þetta er sjöunda
sýning á verkum Gerðar sem haldin er í Gerðarsafni frá
opnun þess árið 1994, en gjöf erfingja Gerðar á verkum
hennar til Kópavogsbæjar árið 1977 varð sem kunnugt
er til þess að safnið sem kennt er við hana var reist.
Á neðri hæð Gerðarsafns er sýning á verkum bresku
glerlistarkonunnar Caroline Swash. Hún er yfirmaður
glerlistardeildarinnar í St. Martin’s Central College of
Art and Design í London og sýnir hér steint gler, mál-
verk, teikningar og ljósmyndir. Sýning Caroline Swash
heitir Samræður. Nýjustu verkin á sýningunni eru unnin
út frá íslenskum gripum á söfnum í Lundúnum og ís-
lenskri náttúru.
Í forrými Salarins sýnir Leifur Breiðfjörð steint gler,
glerdreka og málverk. Sýning hans ber heitið Andi
manns. Leifur hefur þá sérstöðu meðal íslenskra lista-
manna að hafa helgað sig glerlistinni og óhætt að segja
að í meðförum hans hafi þessi aldni miðill ætíð gegnt lyk-
ilhlutverki. Fyrir réttum áratug hélt Leifur Breiðfjörð
yfirlitssýningu í Gerðarsafni í tilefni af 50 ára afmælis
síns, sem fékk fádæma góðar viðtökur hjá almenningi.
Í Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs er sýning
sem ber heitið Íslensk samtímaglerlist. Á henni sýna
listamennirnir Brynhildur Þorgeirsdóttir, Jón Jóhanns-
son, Jónas Bragi Jónasson, Pía Rakel Sverrisdóttir,
Rakel Steinarsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir og Sigrún
Ó. Einarsdóttir. Fjölbreytt verk sjömenninganna eru til
marks um þann þrótt sem ríkir í íslenskri glerlist um
þessar mundir.
Sýningarnar fjórar eru í tengslum við alþjóðlega gler-
listarþingið Iceland 2005, sem Gerðarsafn efnir til á af-
mælisári Kópavogsbæjar, og þær eru öðrum þræði ætl-
aðar til kynningar á íslenskri samtímaglerlist fyrir
erlenda gesti þingsins. Glerlistarþingið verður haldið í
Salnum í Kópavogi dagana 5.–7. apríl. Á þinginu munu
þekktir fyrirlesarar, fræðimenn og listamenn halda er-
indi. Sum þeirra tengjast Gerði Helgadóttur og starfs-
tíma hennar, önnur fjalla um samtímaglerlist. Í und-
irbúningsnefnd sátu auk Guðbjargar Kristjánsdóttur,
forstöðumanni Gerðarsafns, listamennirnir Leifur
Breiðfjörð, Sigríður Jóhannsdóttir og Caroline Swash.
Fjórar sýning-
ar í Kópavogi
Morgunblaðið/Jim Smart
Steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur.
VORVINDAR er yfirskrift sýn-
ingar á silfurverkum í anddyri
Norræna hússins sem opnuð
verður í dag og stendur til 17.
apríl. Þar sýnir Sigurður Hrafn
Þórólfsson gullsmiður 25 silf-
urskúlptúra og að auki þrjú
örsmá skipslíkön (miniaturar) úr
eðalmálmum.
Þar af verður frumsýnt líkan
af varðskipinu Tý í skalanum 1:
300 úr silfri og gulli, skreytt
demöntum og öðrum eðalstein-
um. Silfurverkin eru öll unnin
eftir hugmyndum höfundar og
standa á blágrýtisstöplum ætt-
uðum úr Skagafirði.
Sigurður hóf sýningarferil sinn
árið 1984 í London og þá ein-
göngu með skipslíkönin smáu.
Alls tók hann þátt í fjórum al-
þjóðlegum sýningum þar og
hlaut fern verðlaun fyrir. Þetta
er sjötta einkasýning Sigurðar
auk ýmissa samsýninga. Hann
tók sveinspróf í gullsmíði árið
1992 og voru meistarar hans
gullsmiðirnir Sigmar Ó. Mar-
íusson og Stefán Bogi Stef-
ánsson. Sigurður var kjörinn
bæjarlistamaður Mosfellsbæjar
árið 1999.
Skúlptúr-
ar úr silfri
í Norræna
húsinu
Fréttasíminn 904 1100
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Í dag kl 14 – AUKASÝNING
Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING
Lokasýningar
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20,
Fö 29/4 kl 20
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Su 3/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning
Ath: Miðaverð kr 1.500
SEGÐU MÉR ALLT -
Taumlausir draumórar?
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Í kvöld kl 20,
Lau 9/4 kl 20
Síðustu sýningar
SEGÐU MÉR ALLT
e. Kristínu Ómarsdóttur
Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
- gildir ekki á barnasýningar!
Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur
Í kvöld kl 20 - UPPSELT,
Su 3/4 kl 20 - UPPSELT,
Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT,
Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20 - UPPSELT,
Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT,
Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar
eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Fi 7/4 kl 20,
Fö 8/4 kl 20,
Lau 16/4 kl 20,
Su 17/4 kl 20,
Fi 21/4 kl 20,
Fö 22/4 kl 20,
Lau 30/4 kl 20
DRAUMLEIKUR eftir Strindberg
Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
Lau 9/4 kl 20,
Su 10/4 kl 20,
Fi 14/4 kl 20
Síðustu sýningar
RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ
e. Önnu Reynolds
Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS
Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000,
Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT,
Fö 15/4 kl 20,
Lau 16/4 kl 20
HÁSKÓLABÍÓI Í DAG, LAUGARDAG KL. 15.00Tónsprotinn #4
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Ævintýralegir
tónleikar
Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson
Sögumaður og kynnir ::: Örn Árnason
Árni Björnsson ::: Forleikur að Nýársnóttinni
Fuzzy / H.C. Andersen ::: Förunauturinn
Benjamin Britten ::: Hljómsveitin kynnir sig
ER BAKHJARL
TÓNSPROTANS
Tónleikaröð fjölskyldunnar, Tónsprotinn, hefur slegið í
gegn í vetur. Þessir ævintýralegu tónleikar eru tileinkaðir
H.C. Andersen á 200 ára fæðingarafmæli hans.
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Hljómsveitin
SIXTIES
í kvöld
H.C. Andersen
Afmælisveisla í Leikhúskjallaranum frá 15-17
Tónlist, leikur, gleði!
Ókeypis aðgangur
Brynhildur Guðjónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson,
Kristín Helga Gunnarsdóttir og Þórarinn Eldjárn lesa
uppáhaldsævintýrið sitt - Klippimyndasamkeppni
200 ára í dag!