Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKOMULAG er um það milli stjórnarflokkanna, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, að í tengslum við sölu Landssíma Ís- lands hf. verði stofnaður sjóður, sem hluti af söluandvirði Símans renni í og notaður verði til upp- byggingar á fjarskiptakerfi landsins á grundvelli útboða. Samkvæmt heimildum blaðsins er í samkomulagi stjórnarflokkanna rætt um að hægt verði að bjóða út nettengingar og farsímaþjónustu á tilteknum landsvæðum. Rætt hefur verið um að 800 milljónir króna fari til að ljúka því að koma upp GSM- sambandi á öllum hringveginum og á svæðum út frá honum. Þá hefur verið rætt að enn hærri fjárhæðir fari til þess að tryggja aðgang að bandbreiðum nettengingum. Í gærmorgun var samþykkt í rík- isstjórn frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum, þar sem m.a. er kveðið á um að á fimm ára fresti skuli lögð fram tillaga til þings- ályktunar um fjarskiptaáætlun. Slík áætlun er nú í smíðum í samgöngu- ráðuneytinu og er þar m.a. gert ráð fyrir útboðum á „samþjónustu“, sem boðin verði út og greidd úr op- inberum sjóðum, samkvæmt upplýs- ingum blaðsins. Heimild er nú þegar til slíkra út- boða í 23. grein fjarskiptalaga, þar sem segir að samgönguráðherra geti falið Póst- og fjarskiptastofnun að ganga til samninga við fjar- skiptafyrirtæki á grundvelli útboða, um uppbyggingu þjónustu, sem ætla megi að skili ekki arði. Þar er hins vegar gert ráð fyrir að kostn- aður við slíkar framkvæmdir sé greiddur úr ríkissjóði. Horft til áætlana bjóðenda Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ennfremur samkomu- lag um það í einkavæðingarnefnd að það verði ekki eingöngu verðhug- myndir bjóðenda, sem ráði því hvaða tilboðum í Símann verður tekið, heldur verði jafnframt horft til greinargerðar bjóðenda um framtíðarsýn fyrir hönd fyrirtæk- isins, þar á meðal um uppbyggingu dreifikerfisins. Sjóður til að efla netteng- ingar og farsímaþjónustu Hluti af söluandvirði Símans notaður í verkefni á landsbyggðinni, sem boðin verða út Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is TALSVERÐUR fjöldi fólks lagði leið sína í kaþólskar kirkjur á Íslandi í gær til að vera við messur og bænahald vegna veikinda páfa. Séra Jakob Rolland, kanslari kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sagði að messur og bænastundir hefðu verið í Kristskirkju í Landakoti og Jósefskirkju í Hafnarfirði, og hefðu þær verið mjög vel sóttar. Það hefði verið greinilegt að bæði kaþólskir og fólk úr öðrum kirkjudeildum tæki þátt í bænahaldi fyrir yfirhirði kirkjunnar. Morgunblaðið/Golli Beðið fyrir páfa ATLANTSOLÍA hækkaði í gær verð á 95 oktana bensíni um fjórar krónur, úr 97,20 í 101,20 krónur. Dísilolía hækkaði úr 44,70 krónum í 47,70 lítrinn og skipagasolía úr 36,30 í 40,90 krónur. Í gærkvöldi höfðu Shell, Esso og Olís ekki hækkað verð hjá sér. Samkvæmt upplýsingum frá Atl- antsolíu er ástæða hækkunarinnar mikil hækkun á innkaupsverði elds- neytis hjá fyrirtækinu en þetta sé í fyrsta sinn frá áramótum sem elds- neytisverð breytist hjá fyrirtækinu. Fulltrúi Atlantsolíu sagði við Fréttavef Morgunblaðsins að und- anfarnar vikur hefði bensínverð hækkað meira en 20%, væri verð- hækkunin því óhjákvæmileg. Þrátt fyrir að gengi krónunnar gagnvart Bandaríkjadal hefði styrkst dygði það ekki til að vega upp hækkun á innkaupsverði. Atlantsolía hækk- ar bensínverð um fjórar krónur DÓMSTÓLL í Ósló dæmdi í gær- morgun 42 ára gamlan Íslending í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum um borð í ferju í janúar í fyrra. Fólkið starfaði allt í ferjunni. Að sögn fréttavefjar VG kom fram í dómnum að maðurinn laum- aðist með viku millibili inn í klefa kvennanna þar sem þær sváfu og nauðgaði þeim. Gerðist þetta þegar ferjan lá við bryggju í Ósló. Ferjan var í ferðum milli Ósló og Hirtshals í Danmörku. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunum tveimur jafn- virði einnar milljónar íslenskra króna hvorri. Dæmdur fyrir tvær nauðganir í ferju KARLMAÐUR á fimmtugsaldri slapp óslasaður eftir að hann missti stjórn á fólksbíl sínum á Sandgerð- isvegi um klukkan átta í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Að sögn lögreglunnar í Keflavík hafnaði bíllinn fyrir utan veg og innan fjárgirðingar sem þar er. Maðurinn var einn á ferð. Velti bílnum á Sandgerðisvegi LÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli rannsakar nú mál Litháa á þrí- tugsaldri sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag með jafnvirði tæplega einnar milljónar króna í reiðufé. Féð var í evru- seðlum sem maðurinn geymdi í tveimur umslögum. Að sögn Eyjólfs Kristjánssonar, fulltrúa sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli, kom maðurinn til landsins á miðvikudag og vaknaði þá grunur um að hann væri að smygla fíkniefnum til landsins. Engin fíkniefni fundust við leit á manninum en jafnframt kom í ljós að hann hafði afar lítið reiðufé á sér. Þegar maðurinn ætlaði aftur að halda ut- an á fimmtudag töldu tollverðir ástæðu til að leita aftur á manninum og við þá leit fundu þeir seðlana. Eyjólfur segir að maðurinn hafi verið handtekinn þar sem það þótti grunsamlegt að hann skyldi ætla úr landi með svo mikið fé sem hann hafi augljóslega ekki borið með sér inn í landið daginn áður. Við yfirheyrslur hafi maðurinn að auki orðið margsaga um tilurð pening- anna, hvers vegna hann ætlaði að bera svo mikið reiðufé úr landi og um ástæður þess að ekki var hægt að millifæra féð í banka. Því hafi verið lagt hald á peningana í þágu rannsóknar málsins en manninum var sleppt úr haldi í gær. Að sögn Eyjólfs hefur einn til viðbótar verið yfirheyrðir vegna málsins; maður sem er búsettur hér á landi og Litháinn sagði að væri eigandi peninganna. Handtekinn með tæplega milljón í seðlum NOKKRIR lesenda Morgunblaðsins hlupu apríl í gær, þegar blaðið vék örlítið af þröngum vegi sannleikans og lét með slæð- ast fréttir með vafasömu sannleiksgildi. Þannig lá straumur af fólki í verslunina Maður lifandi, þar sem kynna átti jurtaseyði sem læknuðu skalla. „Það var mikið af fólki sem vildi kynna sér hvað væri í boði og koma á þessa kynn- ingu,“ segir Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri Maður lifandi. „Það komu bæði konur og karlar á öllum aldri og sum- ir voru sendir fyrir hönd annarra. Allir tóku þessu vel þegar þeir voru minntir á hvaða dagur væri og það var yfirleitt nóg.“ Þeir sem hlupu apríl inn í Maður lifandi fengu að sjálfsögðu afsláttarkort í sárabætur auk leiðbeininga um góð vítamín og bætiefni þótt engin töfralyf væru í boði á staðnum. Einnig sáust nokkrir vongóðir einstaklingar ráfandi um við höfnina þar sem hljómsveitin Coldplay átti að vera að taka fólk í prufur vegna myndbandsgerðar. Leituðu margir „manns“ sem ætti að veita þeim frekari upplýsingar. Þá efuðust einhverjir lesendur blaðsins um sannleiksgildi fréttar þar sem fjallað var um nauðsyn þess að gamalt fólk borð- aði rjóma og majónes. Þessi frétt var hins vegar enginn upp- spuni og er rétt að taka mark á ábendingum Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur næringarráðgjafa um orkuríka fæðu fyrir eldri borgara. Fundu upp talmálið Með áhugaverðari aprílgöbbum gærdagsins má nefna apríl- gabb norsk-íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera Software ASA, sem ákvað að bregða á leik í tilefni dagsins og sendi frá sér tilkynningu um, að náðst hefði stórmerkur áfangi í þróun samskipta. Hefði fyrirtækið uppgötvað óháða raddtæknilausn fyrir fjarskipti milli einstaklinga sem ekki eru í mikilli fjarlægð hver frá öðrum. Þegar lesið var í gegnum tækniorðaflauminn í tilkynningu fyrirtækisins kom í ljós, að fyrirtækið sagðist hafa uppgötvað talmálið. Vildu losna við skalla og hitta Coldplay Starfsstúlkur Maður lifandi áttu anna- saman dag við að taka á móti aprílhlaup- andi lesendum Morgunblaðsins. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest úrskurð Skipulagsstofn- unar um að heimila byggingu raf- skautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfirði með skilyrðum. Land- vernd og umhverfisnefnd Skil- mannahrepps kærðu úrskurðinn til ráðuneytisins. Í úrskurði Skipulagsstofnunar kom fram, að fyrirhugað er að stað- setja verksmiðjuna um tvo kíló- metra norðaustur af Grundartanga á um 18 hektara lóð á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði samkvæmt tillögu að aðalskipulagi Hvalfjarðarstrand- arhrepps 2002–2014. Áætluð árs- framleiðsla er allt að 340.000 tonn af rafskautum. Ráðuneytið segir í úrskurði sín- um, að ekki liggi fyrir að fyr- irsjáanleg PAH mengun frá verk- smiðjunni verði umtalsverð í skilningi laga um mat á umhverfis- áhrifum og því séu ekki ástæður til að leggjast gegn starfseminni á þeim forsendum. Hins vegar sé rétt að framkvæmdaaðili standi fyrir vöktun á PAH efnasamböndum um- hverfis iðnaðarsvæðið samanber skilyrði í hinum kærða úrskurði. Þá kemur fram að mati ráðuneyt- isins sé óvissa um umhverfisáhrif PAH-efna frá fyrirhugaðri raf- skautaverksmiðju óveruleg og ekki verulegar líkur á að mengun hvað þetta snerti verði umtalsverð. Heimilt að byggja rafskautaverk- smiðju í Katanesi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.