Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 23 MINNSTAÐUR ÁSGEIR Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins, hefur mikl- ar efasemdir varðandi túlkun á nið- urstöðum könnunar sem Gallup gerði á viðhorfi Akureyringa og Eyfirðinga til álvers, en Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kynnti þær á fundi um stóriðju í Eyjafirði í fyrrakvöld. Niðurstaða hennar var sú að ríf- lega helmingur íbúa á Akureyri og Eyjafirði 51,6% er hlynntur því að ál- ver rísi í næsta nágrenni bæjarins, 35,2% eru andvíg og 13,2% kváðust hvorki fylgjandi né andvíg. Niður- stöðurnar komu iðnaðarráðherra á óvart, en hún sagði á fundinum að hún hefði talið að viðhorf til álvers væri jákvæðara. „Sérstaklega hef ég efasemdir um túlkun á þessari könnun,“ sagði Ás- geir. Spurt var í könnuninni hvort menn væru hlynntir eða andvígir því að álver risi í næsta nágrenni Akur- eyrar. „Hvernig skilur hinn almenni bæjarbúi þessa spurningu, hafa menn Krossanes í huga eða svæði í námunda við flugvöllinn? Eða eru menn að tala um álver við utanverðan Eyjafjörð? Þetta geta menn skynjað með mismunandi hætti.“ Ásgeir sagði að viðhorf manna réð- ust oft af þeirri umræðu sem uppi væri hverju sinni varðandi ákveðin málefni. Þannig hefðu margir Aust- firðingar verið andvígir stóriðjufram- kvæmdum í upphafi og langur vegur frá að menn töluðu þar einni röddu. Meirihluti íbúa hefði hins vegar fallist á rök sveitarstjórnarmanna eystra sem og forsvarsmanna í atvinnulífi varðandi þau áhrif sem framkvæmdir hefðu á samfélagið. „Þau rök hafa ekki komið fram hjá okkur nú, menn hafa í raun ekki enn tekið þessa um- ræðu, þ.e. hvaða máli þetta skiptir fyrir samfélagið, en hún er rétt að fara í gang á nýjan leik,“ sagði Ás- geir. Hann nefndi einnig að margir hefðu umhverfisáhrif stóriðju í huga þegar þeir svöruðu slíkum spurning- um í könnunum, en hvað menn ná- kvæmlega væru að hugsa væri ekki vitað, þ.e. umhverfisáhrif álversins, virkjunarframkvæmdanna, línulagn- anna, „þetta á allt eftir að skoða“. Ásgeir sagðist þó gera mesta fyr- irvara á túlkun könnunarinnar, ann- ars vegar kæmi fram að rúmlega helmingur væri hlynntur álveri í næsta nágrenni Akureyrar, um 35% á móti, en þegar spurt var hvort menn vildu sjá álverið annars staðar á Norðurlandi ef það gæti ekki risið við Eyjafjörð væri niðurstaðan sú að nær 66% eru hlynnt því en um 22% á móti. „Akureyringar vita að stóriðjuframkvæmdir hafa skilað þjóðarbúinu miklu og ef ekki er hægt að reisa t.d. álver í næsta nágrenni við bæinn, vilja þeir að sjálfsögðu sjá það annars staðar á Norðurlandi. Þessi jákvæða afstaða íbúa hér varðandi það að stóriðja verði sett upp á Norð- urlandi er nú túlkuð sem neikvæð af- staða fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Það finnst mér mjög skrýtin túlkun.“ Franz Árnason, forstjóri Norður- orku, sagði að það hefði ekki verið rétt hjá iðnaðarráðherra að leggja áherslu á það á fundinum að aðeins 51,2% Eyfirðinga væru mjög eða frekar hlynnt því að álver yrði byggt í nágrenni Akureyrar á meðan það lægi fyrir í sömu könnun að aðeins um þriðjungur íbúa svæðisins væri frekar eða mjög á móti því. „Það skiptir miklu meira máli og það er mín skoðun að þeir sem ekki tóku af- stöðu í málinu séu líklegri til að vera með álveri en á móti.“ Franz sagði það jafnframt sína skoðun að fjárfest- irinn velji staðsetninguna en hins vegar viti allir að stjórnvöld hafa þar einnig áhrif. „Aðalatriðið er að menn séu ekki að teygja þetta í það enda- lausa, finna nýja og nýja staði og í rauninni að hafa menn að fíflum.“ Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar lét gera könnun á viðhorfum Eyfirð- inga til stóriðju í október síðastliðið haust, en niðurstaða hennar var sú að 62,3% íbúa á Akureyri voru jákvæð gagnvart stóriðju í Eyjafirði, 26,3% neikvæð og 11,1% tók ekki afstöðu. Í þeirri könnun var spurt um afstöðu manna til stóriðju í Eyjafirði. Vona að fallið verði frá þessum hugmyndum „Ég vona að niðurstaða þessarar könnunar verði til þess að fallið verði frá öllum hugmyndum um að reisa ál- ver við Eyjaförð því ég er sannfærð um það að komandi kynslóðir eiga eftir að þakka okkur það ef tekst að afstýra því,“ sagði Valgerður H. Bjarnadóttir, Vinstri grænum. Hún kvaðst sannfærð um að álver væri ekki góður kostur í atvinnuuppbygg- ingu á Eyjafjarðarsvæðinu. Hún sagði það sitt mat að ekki væri ráð- lagt að fara út í svo stóra framkvæmd sem bygging álvers væri þegar fylgi við það væri ekki meiri en raun ber vitni, samkvæmt könnunninni. „Þeg- ar meira en þriðjungur íbúanna er á móti framkvæmdinni held ég að menn sjái að þetta er ekki vænlegur kostur. Ég vona að menn fari nú af krafti að skoða aðra möguleika og þá gleymir fólk þessari álverstálsýn.“ Kannanir mæla það sem um er spurt Magnús Þór Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, sagði kannanir mæla það sem um væri spurt og grundvall- armunur væri á þessum tveimur könnunum, spurningarnar væru orð- aðar með ólíkum hætti. „Ég held að það skýri að hluta til þennan mun á niðurstöðunum.“ Þannig taldi Magn- ús Þór að það spilaði inn í niðurstöðu á könnun ráðuneytisins hvernig spurningin var orðuð. Þegar spurt væri um næsta nágrenni sæju flestir fyrir sér svæði í jaðri bæjarins. Á því og t.d. utanverðum Eyjafirði væri talsverður munur, en í könnun AFE hefði verið spurt á þeim nótum. Að mati Magnúsar er spurningin í könn- un ráðuneytisins óheppilega orðuð. „Í mínum huga stendur okkar könnun frá síðastliðnu haust alveg fyllilega fyrir sínu, en þar kom fram mikill stuðningur við uppbyggingu stóriðju í Eyjafirði,“ sagði Magnús. Hann taldi ekki óeðlilegt að um þriðjungur íbúa væri á móti stóriðju- framkvæmdum „og ég held að það sé alls ekki hægt að túlka það sem óvin- veitt umhverfi,“ sagði hann og bætti við að flestum væri í fersku minni læt- in sem urðu í Hvalfirði þegar reisa átti álver þar. Það hefði verið gert þrátt fyrir hávær mótmæli. „Það er klár meirihluti íbúa hér á svæðinu fylgjandi stóriðjuframkvæmdum þannig að það ætti ekki að trufla hugsanlega fjárfesta.“ Forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins hefur efasemdir um túlkun könnunar ráðuneytisins Umræðan rétt að hefjast á ný og margt er eftir að skoða Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is AKUREYRI „HEYRÐU, jú, ég ætla að mæta á mánudaginn,“ sagði Arngrímur Jó- hannsson flugstjóri sem hefur nú ný- lega látið af störfum, en félagar hans, vinir, fjölskylda og fyrrverandi sam- starfs- og samferðamenn á Akureyri komu saman honum til heiðurs í Flugsafni Íslands á Akureyrarflug- velli síðdegis í gær. Arngrímur vann hjá Flugmálsstjórn á Akureyrar- flugvelli, en hugðist taka sér leyfi frá störfum í eitt ár og halda til frekara náms. Þórhalli Sigtryggssyni, sem hafði nýlokið námi í útvarpsvirkjun og bjó suður í Reykjavík, var boðið að leysa Arngrím af þetta ár og sló til. „Síðan eru liðin ríflega fjörutíu ár, ég kom hingað 1963 og er ekki á för- um,“ sagði Þórhallur. „Ég hef aldrei séð eftir að hafa tekið að mér þessa afleysingu, en hún varði dálítið leng- ur en til stóð í fyrstu.“ Arngrímur hefur nú látið Þórhall vita af því að hann sé tilbúinn að „leysa hann af“ strax eftir helgi. Arngrímur sagðist enn sinna ákveðnum verkefnum í Reykjavík, en hann væri smám sam- an að flytja „leikföngin“ sín norður, þrjár flugvélar af sjö væru komnar á gömlu heimaslóðirnar norðan heiða. Morgunblaðið/Kristján Flugkappi Fjöldi fólks heiðraði Arngrím Jóhannsson með nærveru sinni í hófi í Flugsafni Íslands í gær. Á mynd- inni með Arngrími eru þeir Þórhallur Sigtryggsson, Sigurður Hermannsson og Húnn Snædal. Mæti aftur á mánudaginn! VEGFARENDUR um Ráðhústorg ráku upp stór augu síðdegis í gær, en fyrirvaralaust brutust þar út heilmikil slagsmál með til- heyrandi afskiptum lögreglu. Vissu menn vart hvaðan á þá stóð veðrið, slík voru lætin enda virt- ust fjölmenn lið eigast þarna við. Átti þessi hasar sér þó eðlilegar skýringar, þarna voru á ferð framhaldsskólanemar í bænum, nemendur MA og VMA, Hrafnar og Þrumur. Skólarnir hafa nú í fyrsta sinn tekið höndum saman og efna til sameiginlegrar leik- sýningar. Sú nefnist Rígurinn og fjallar m.a. um þann meinta ríg sem er á milli skólanna. Frum- sýnt verður um aðra helgi og með uppátækinu vildu leikarar vekja athygli á sýningunni og tókst það bærilega. Nemendur VMA og MA tókust hraustlega á er þeir kynntu vænt- anlega leiksýningu á Ráðhústorg- inu en sýningin ber heitið Ríg- urinn. Morgunblaðið/Kristján Slegist á Ráðhús- torgi Sýningarspjall | Baldvin Ringsted verður til viðtals á sýningu sinni í Kunstraum Wohnraum, Ásabyggð 2, 600 Akureyri, á morgun, sunnudag- inn 3. apríl, frá kl. 11 til 13. Á sýningunni í Kunstraum Wohn- raum gefst gestum kostur á að spegla sig í klippihljóðverki þar sem hann notast m.a. við textabrot úr ævintýr- um og fegurðarsamkeppnum. Sýn- ingunni lýkur 21. apríl nk. Allir eru velkomnir á sýningar- spjallið. Líf og friður | Barnakór Gler- árkirkju og Unglingakór Gler- árkirkju setja í sameiningu upp söngleik eftir sænskan höfund, Per Harling, en hann nefnist Líf og frið- ur. Sýningin verður í Glerárkirkju í dag, laugardaginn 2. apríl kl. 14. Það fjallar um dýrin um borð í Örkinni hans Nóa, sem eru að velta því fyrir sér af hverju flóðið mikla hafi skollið á og komast að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu að græðgi mannanna sem ætluðu að stjórna guði sé um að kenna. Svo sem vera ber í söngleik er mikið sungið og dýrin koma fram úti um alla kirkju. Margrét Eir Hjart- ardóttir, leik- og söngkona, er leik- stjóri en undirleik annast Arnór Vil- bergsson og Stefán Ingólfsson. Kórarnir mun flytja þennan söng- leik á Kirkjudögum í Hallgríms- kirkju í júní í sumar.    AK-EXTREME-snjóbrettamótið verður haldið í Hlíðarfjalli og á Ak- ureyri um helgina. Mótið hefur smám saman verið að festa sig í sessi og er þetta í fjórða sinn sem það er haldið. Hápunktur þess er líklega stökkkeppni efst í Gilinu sunnanvert við Andapollinn en hún verður í kvöld, laugardagskvöldið 2. apríl og hefst með flugeldasýn- ingu kl. 21. Þá verður keppt á snjó- brettum og loks taka vélsleðamenn nokkrar bunur niður snarbratta brautina.    Snjóbretti í Gilinu Hraðskákmót | Halldór Brynjar Halldórsson sigraði á Páska- hraðskákmóti Skákfélags Akureyrar sem fram fór sl. mánudag. Alls mættu 14 skákmenn til leiks. Að loknum 13 umferðum voru 3 jafnir og efstir með 11 vinninga, þeir Halldór Brynjar, Gylfi Þórhallsson og Ágúst Bragi, og tefldu þeir um sigurinn. Halldór Brynjar sigraði, en hann vann Ágúst og gerði jafntefli við Gylfa, annar varð Ágúst og Gylfi þriðji. Í unglinga- flokki sigraði Ólafur Evert Úlfsson. Næsta mót hjá félaginu er Bikar- mótið, sem hefst sunnudaginn 3. apríl kl. 14.00. Teflt er í KEA salnum Sunnuhlíð og eru allir velkomnir. Tónleikar | Kvennakór Akureyr- ar heldur sína 4. vortónleika í Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnu- daginn 3. apríl, kl. 16. Stjórnandi kórsins er Þórhildur Örvarsdóttir og undirleikarar verða Eyþór Ingi Jónsson á píanó og Snorri Guð- varðarson á gítar. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Sigrún Arna Arn- grímsdóttir messósópran. Efnisskráin er að vanda fjöl- breytt, þar má finna lög eftir ís- lenska og erlenda höfunda, þjóð- lög, negrasálma og fleira. Starfsár kórsins hefur verið við- burðaríkt, haldnir voru tónleikar til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar í desember, vor- tónleikarnir nú og þá heldur kór- inn einnig tónleika í Skúlagarði 21. maí. Starfsárinu lýkur svo með tónleikaferð til Slóveníu 23. júní. Kórfélagar eru nú milli 70 og 80 talsins.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.