Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 37 UMRÆÐAN Okkar bestu bo›! Vaskar og handlaugar Ver› 29.900 19.900 Ver› 29.900 19.900 Handklæ›aofnar 60 x 60 sm 60 x 120 sm Ver› 39.900 29.900 Ver› 29.900 19.900 Salerni Ver› 58.000 39.900 Ver› 24.900 19.900 Hur›irMjög gott úrval af innihur›um Spónlagt Mahony: ver› 25.900 Eik, Hlynur, Mahony, Hnota. 70, 80 og 90 sm. 19.900 Sturtuhausar Ver› frá 7.990 2.990 Margar stær›ir og ger›ir Victory sturtuklefar Ver› 92.900 49.900 Ver› 92.900 49.900 Gólfflísar Frábært úrval Ver› frá 1.790 30 x 60 sm 30 x 30 sm 45 x 45 sm Ver› 29.000 14.900 Ver› 28.900 14.900 Ver› 12.900 9.999 Ver› 15.900 9.999 Ver› 7.990 4.900 -flegar flú kaupir gólfefni Parketúrvali› er í Har›vi›arvali BEYKI 60cm 1.990 BEYKI Country 60cm BEYKI 60cm 1.990 BEYKI Natur 60cm BEYKI 60cm 1.990 ik 60cm BEYKI 60cm 3.990 Eik Tundra s ellt BEYKI 60cm 2.490 ik Natur BEYKI 60cm 2.690 Eik Rusti al Me› hljó›einangrandi undirlagi og gólflistum Vi›arfliljur Ver› 1.690 1.290 Ver› 1.600 1.290 Ver› 11.900 7.900 Ver› 19.990 9.900 Blöndunartæki Ver› frá 1.790 Veggflísar á ba›herbergi og eldhús E i n n t v e i r o g þ r í r 2 8 7 .0 4 1 13 x 260 sm 20 x 25 sm Ver› 29.000 14.900 Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýs- ingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður fram- halds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi ótt- ans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferð- irnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu- brögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ EINN algengasti heilsuvandi barna í vestrænum ríkjum er mið- eyrnabólgur. Oftast eru mið- eyrnabólgur afleiðing veirusýkinga og kvefpesta þar sem vökvi hefur myndast í miðeyranu. Miðeyrnabólg- unum fylgja oft verkir en hægt er að gefa verkjalyf (paracetamól) til að slá á einkennin. Á síðustu áratugum hef- ur miðeyrnabólga orðið algengasta orsök fyrir notkun sýklalyfja meðal barna hér á landi. Sýklalyfjameðferð er þó oft ekki nauðsynleg. Henni fylgja ýmsir ókostir svo sem nið- urgangur og ofnæmisviðbrögð. Al- varlegast er þó þróun sýkla- lyfjaónæmis baktería í þjóðfélaginu sem tengist sýklalyfjanotkuninni beint eins og rannsóknir undanfarin ár, m.a hér á landi, hafa sýnt þar sem áhætta á bera ónæma stofna 4–5- faldast eftir hvern sýklalyfjakúr. Þess vegna hefur verið hvatt til að nota ekki sýklalyf nema þá hjá yngstu börnunum eða ef grunur er um alvarlega miðeyrnabólgusýkingu. Heimilislæknum hefur tekist að minnka sýklalyfjaávísanir vegna mið- eyrnabólgu um 1⁄3 á síðasta áratug. En hvað með notkun annarra úrræða við miðeyrnabólgum barna? Þriðjungur barna fær rör á Íslandi Úrræði sem beitt hefur verið í vaxandi mæli á síðustu árum við endurteknum eða þrálátum mið- eyrnabólgum hjá börnum er rörísetn- ing í hljóðhimnur. Þannig má tíma- bundið koma í veg fyrir vökvasöfnun í miðeyranu. Í rannsóknum sem und- irritaður gerði ásamt fleirum á um 1.800 börnum á landinu 1998 og 2003 kom einnig í ljós að um þriðjungur barna höfðu fengið hljóðhimnurör í annað eða bæði eyrun. Um er að ræða miklu hærra hlutfall en þekk- ist annars staðar (sjá mynd). Miðað við fjölda aðgerða má ætla að um 16.000 1–12 ára barna hafi fengið einhvern- tímann hljóðhimnurör. Hverri aðgerð fylgir svæfing með tilheyr- andi óþægindum og áhættu fyrir barnið auk mikils kostnaðar. Möguleikar eru síðar á kölkun í hljóðhimnunni og vægri heyrnarskerðingu. Þótt tilgangur rör- ísetningar sé oft að fækka sýklalyfjakúrum hjá barni hefur sýnt sig á Íslandi að rörið sjálft veldur oft sýkingu og börn með rör hafa ekk- ert síður fengið sýklalyf en börn sem ekki eru með rör. Flestir eru þó sammála um að nota rör í þeim fáu tilvikum þeg- ar grunur er á umtals- verðri heyrnarskerð- ingu vegna vökva í miðeyra. Miklu oftar er þó um að ræða mjög væga heyrnarskerðingu með vökva í miðeyra sem talið er að skaði ekki tal og eða heyrnarþroska barns þegar til lengri tíma er litið. Þar sem ekki hefur verið hægt að sýna fram á ótvíræða gagnsemi hljóð- himnuröra hvað varðar tal og heyrn- arþroska í erlendum rannsóknum nema e.t.v. hjá litlum hóp slæmra eyrnabólgubarna og að íslensk börn virðast fá a.m.k jafnmikið af sýkla- lyfjum þótt þau hafi rör vekja upplýs- ingar um mikla röranotkun í hljóð- himnur barna hér á landi kröfu um endurskoðun á notkun hljóðhimnu- röra hjá íslenskum börnum. Vilhjálmur Ari Arason fjallar um eyrnabólgur og hvað sé best að gera við því meðal barna Vilhjálmur Ari Arason ’Heimilislæknum hefur tekist að minnka sýklalyfja- ávísanir vegna mið- eyrnabólgu um 1⁄3 á síðasta áratug. En hvað með notkun annarra úrræða við miðeyrnabólgum barna?‘Heimilislæknir í Hafnarfirði. Eyrnabólgur og „rörabörnin“ á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.