Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF                Aukin orka og vellí›an, sjaldnar kvef Fjölbreytt virkni í einum skammti. „Ég vinn mikla álagsvinnu sem orsakar streitu. Ég hef nota› Angelicu í flrjú ár me› rá›lög›um hléum og mér finnst Angelica vera bæ›i orkugefandi, kví›astillandi og ég fæ sjaldnar kvef. Mér finnst ég einnig finna gó› áhrif á meltinguna.“ Helga G. Gu›mundsdóttir tölvu- og kerfisfræ›ingur Reykjavík www.sagamedica.is Íslenskt náttúruafl Sigríður Erla Guðmunds-dóttir leirlistakona segir aðþetta sé það sem bændurhafa oft kallað bölvaða drullu þar sem við stöndum á rúm- lega sextíu fermetra rauðbrúnu flísagólfi í nýju húsi hennar og eig- inmannsins, Gunnars Einarssonar, í Ásahverfi í Hafnarfirði. Áferðin á flísunum er furðu mjúk og birtan frá stórum gluggum fellur mildilega á handgerðar flísarnar. Í gólfið er fellt verk eftir listakonuna, Áttun, og út um gluggann blasa við kunn kenni- leiti: Ásafjallið sunnan Hafnar- fjarðar, Keilir og Snæfellsjökull. Á síðustu þremur árum vann og brenndi Sigríður Erla 1.800 flísar sem eru 20 x 20 cm hver, fyrir gólfið. „Þetta er íslenskt leirgólf,“ segir hún. „Þetta er ein ásýnd landsins. Mér finnst heillandi hinn stutti ferill, að vinna með nánasta umhverfi, sækja fisk í sjóinn, leir í jörðina. Og viðhalda í gegnum handverkið kunn- áttunni til að nýta hráefnið. Að kunna að gera að efninu verður oft- ast til þess að maður fær einhvers konar svörun sem nærir sálina og líkamann. Mér finnst liggja fegurð í ferlinu og þykir vænt um hverja mínútu sem fór í þetta verk. Ég byrjaði smám saman að nota íslenska leirinn fyrir tíu árum. Ég kynntist þá Steinólfi Lárussyni í Fagradal á Skarðsströnd, sem er mjög skemmtilegur vísindamaður í hugsun og hefur áhuga á ýmsum nýjungum. Ég sagðist vera að hugsa um íslenska leirinn og þá teymdi hann mig út, sagðist eiga þar nokkr- ar milljónir tonna og ég mætti nota eins mikið af honum og ég vildi. Það er mikill heiður að þekkja svona mann. Byggðu hús utan um gólfið Leirinn liggur víða undir gróður- þekjunni. Það er mikill leir í Döl- unum og ég hef víða tekið hann og prufað en samsetningin í Fagradals- leirnum hentaði mér best. Það kom í ljós sem ég þóttist vita, að íslenski leirinn er ekki þægilegur að vinna með. Ég notaði hann fyrst með öðr- um leir en varð sífellt tengdari hon- um einum og sér. Það var svo ekki fyrr en ég spurði hann hvað hann vildi vera, og hann sagðist helst vilja vera flísar, að við náðum endanlega saman – hann er svo jarðbundinn.“ Guðmundur Einarsson frá Miðdal hóf að nota íslenska leirinn um 1930 og hann og fleiri gerðu ýmsar til- raunir með hann. „Í rannsóknarniðurstöðum hefur iðulega komið fram að íslenski leir- inn sé ekki mjög meðfærilegur en það sé hugsanlega hægt að nýta hann í gólf- eða þakflísar. Ég veit samt ekki til þess að neinn hafi notað íslenska leirinn á þennan hátt áður.“ Hún segir að sig hafi um skeið langað til að gera gólf úr leirnum, og bætir við brosandi að til að gólfið fengi notið sín hafi þau Gunnar ákveðið að byggja hús utan um gólf- ið. „Þetta var rosaleg vinna. Ég var í þrjú ár að þessu með öðru. Ferillinn er mjög langur. Maður grefur upp leirinn, sem er blautur og þungur. Þá þarf að þurrka efnið í gegn, þá bleyta það aftur og gera einskonar þunna hræru, sigta úr steina, og loks láta leirinn botnfalla og þorna á ný. Hnoða, móta og brenna. Þetta er langt ferli og erfitt líkamlega. Talið er að maðurinn hafi upp- götvað keramikið fyrir 8.000 árum og ég nota alveg sömu aðferðir við gólfið og beitt hefur verið gegnum tíðina, fyrir utan að ég brenni í raf- magnsofni.“ Línolía og bívax er bor- ið á gólfið til að verja það raka og ídrægni og er það ævagömul aðferð. Langt frá jörðu á gólf Sigríður Erla hefur bæði sinnt gerð nytjahluta úr leir og myndlist. „Keramik er oftast tengt við nytja- hugtakið en leirinn er bara hráefni í sjálfu sér. Ég set mína nytjahluti oft í myndlistarlegt samhengi. Í gólfinu er því þetta myndlist- arverk sem heitir Áttun, þar sem þetta hús og gólfið vinna saman.“ Í kjölfarið á þessari vinnu tók Sig- ríður Erla, í samvinnu við Kristínu Ísleifsdóttur, að sér að gera um 30 fermetra gólf úr Fagradalsleirnum í gamla pakkhúsið í Búðardal, sem byggðasafnið verður senn flutt í. Þar munu leirflísarnar liggja með líparít- flísum austan úr Hamarsfirði. „Halla Steinólfsdóttir frá Fagra- dal hefur unnið leirinn fyrir okkur. Það hafa margir fyrir vestan verið áhugasamir um þetta verkefni og veitt okkur ýmiskonar hjálp, það væri mjög gaman ef Dalamenn gætu gert meira með leirinn og fundið honum arðbæran farveg,“ segir Sig- ríður Erla. En þetta hlýtur að vera gríðar- dýrt gólf? „Á hvaða verði er tíminn? Það liggja mikil verðmæti í því og ekki bara fjárhagsleg. Þessi stutta leið frá jörðu á gólf er í raun mjög löng.“ Sigríður Erla heldur í dag sýn- ingu fyrir almenning á gólfinu í nýja húsinu í Þrastarási 3 í Hafnarfirði. Er húsið opið á milli 14 og 20. Þar gefur einnig að líta nýtt veggverk úr lituðu steiningarefni sem Helgi Þor- gils Friðjónsson vann nýverið inn í rýmið. HANDVERK Þetta er íslenskt moldargólf „Ég veit ekki til þess að neinn hafi notað íslenska leirinn á þennan hátt,“ segir Sigríður Erla Guðmundsdóttir um íslensku leirflísarnar sínar. Línurnar eru mjúkar og liturinn mildur í leirflísunum úr Dölunum. efi@mbl.is Sigríður Erla Guð- mundsdóttir leirlista- kona vann gólfflísar úr leir frá Fagradal í nýtt hús þeirra hjóna. Morgunblaðið/Einar Falur ÁR hvert helgar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hinn 7. apríl málefni sem skiptir verulegu máli fyrir lýðheilsu þjóða. Nú í ár er heilsa og velferð mæðra og barna sett í öndvegi. Stofnunin vill vekja athygli á því að á ári hverju deyr hálf milljón mæðra í kring- um barnsburð og 11 milljónir barna á fyrstu fimm árum lífs síns. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hefur sett fram fjögur meg- inskilaboð í tilefni dagsins: Heilbrigðar mæður og börn eru sá þjóðararður sem skiptir sköpum. Á alþjóðavísu deyja og þjást börn og mæður vegna sjúk- dóma sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir. Með því að nýta þekkingu sem við höfum yfir að ráða í dag má bjarga milljónum mannslífa. Til róttækra breytinga þarf samstarf og framkvæmd í verki. Hvert og eitt okkar hef- ur hlutverki að gegna. Hvað er það hér á landi sem hægt er að gera til að vinna í anda þessa dags? Í fyrsta lagi skal það tekið fram að faðirinn er auðvitað lyk- ilaðili þó að ónefndur sé í slagorð- inu. Heilbrigðisþjónustan með heilsugæsluna í broddi fylkingar á að vera talsmaður þess að heilsa barna og mæðra sé höfð að leiðarljósi í þjónustu sem veitt er og jafnframt í stefnumörkun stjórnvalda. Félagsmálaþjónusta og menntakerfi eru lykilsam- starfsaðilar sem einnig hafa lagt sitt af mörkum. Við sem búum í samfélaginu eigum að standa vörð um hagsmuni og gildi sem hlúa að fjölskyldunni þannig að hún geti sinnt börnum sínum af alúð, bæði hér á landi sem og annars staðar. Áfram þarf að feta þá braut sem hefur verið byggð upp á síðastliðnu árhundraði til að tryggja velferðarkerfi sem bygg- ist á jöfnuði í þjóðfélaginu í formi heilsugæslu-, mennta- og fé- lagskerfi. Nú má segja að við hér á Ís- landi höfum að mörgu leyti staðið okkur vel til að tryggja heilsu mæðra og barna. Bólusetningar og slysavarnir hafa skilað veru- legum árangri án þess að ástæða sé til að sofna á verðinum. Enn má þó bæta sig og má þar nefna sálfélagslega þætti eins og fá- tækt, mikla atvinnuþátttöku for- eldra, einstæð foreldri, innflytj- endur og foreldra sem eiga við langvinna sjúkdóma eða örorku að stríða. Einnig þarf að bregðast við ýmsum þjóðfélagslegum breyt- ingum sem hafa áhrif á uppvaxta- skilyrði barna og tækifæri for- eldra til að sinna uppeldisskyldum sínum. Börn og mæður eiga að skipa öndvegi í sérhverju þjóðfélagi. Við getum öll lagt lóð á vogarskálarnar. Landlæknisembættið vill hvetja foreldra, stofnanir samfélagsins, fjölmiðla og aðra til að líta í eigin barm og huga að því hvort og hvernig þau stuðla að bættri vel- ferð barna og mæðra. HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Heilsa mæðra og barna Anna Björg Aradóttir hjúkrunar- fræðingur, Landlæknisembættinu. TENGLAR ............................................ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin: www.who.int/world-health- day/2005/en/ Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.