Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 35 starfi kirkjunnar en sagt er, að það hafi setið nokkuð á hakanum hjá Jóhannesi Páli páfa II. Þeir vilja líka draga úr ferðalögunum, sem sumir segja, að hafi á stundum verið heldur dapurleg upplifun, en síðastliðin 27 ár hefur páfi, oft illa haldinn, lagt að baki vel á aðra milljón kílómetra í 100 ferðum til 130 landa. Mörgum kardinálanna finnst einnig sem ímynd páfa á síðustu árum, þessi mynd af há- öldruðum og fársjúkum manni, hafi beinlínis skaðað kirkjuna. „Ég held að flestir vilji koma því á framfæri við næsta páfa, að hann geti ekki ætlast til að gegna embættinu fram í andlátið, hvernig sem á stendur. Það verður að koma því þannig um kring, að páfar geti dregið sig í hlé. Það er ekki hægt að ganga í gegnum þetta aftur,“ lét ónefndur kardináli hafa eftir sér. Páfakjör í Sixtínsku kapellunni Þegar Jóhannes Páll páfi II fellur frá munu kardinálarnir safnast saman í Sixtínsku kap- ellunni til að velja 262. eftirmann Péturs post- ula. Á árdögum kristninnar var það presta- stéttin í Róm, sem valdi hann, og þessum tengslum við Borgina eilífu hefur verið haldið með því, að allir kardinálarnir, hvar sem þeir eru niðurkomnir, eru um leið að nafninu til yf- irmenn einhverrar kirkju í Róm og nágrenni. Um leið og þeir eru komnir inn í Sixtínsku kapelluna er öllum dyrum og gluggum lokað með blýinnsigli. Hér áður fyrr var sérstaklega gert í því að láta þá búa við þröngan kost til að ýta undir, að þeir kæmust sem fyrst að samkomulagi, en nú er öldin önnur og betur að þeim hlynnt. Hafa þeir aðgang að gististað eða hóteli í Páfagarði, Santa Maria-bygging- unni, og er starfsfólkið þar látið sverja sér- stakan þagnareið. Varða brot við því bannfær- ingu kirkjunnar. Tekur þessi eiður raunar einnig til kardinál- anna og þá líka viðurlögin. Kosningabaráttan oft mjög hörð Samkvæmt lögum kirkjunnar eiga kardinál- arnir að koma saman tveimur vikum eftir lát páfa og ekki síðar en 20 dögum. Kenningin segir, að heilagur andi muni hafa hönd í bagga með þeim við valið en í raun er kosningbaráttan afar hörð. Mest eftir að kardinálarnir koma til Rómar en oft er hún hafin löngu fyrr. „Í hvert sinn sem við hittumst, kemur það upp í hugann hver okkar sé líkleg- astur til að hreppa embættið stóra. Það er dálítið skrítið að líta á félaga sína með þessum augum og vita, að maður er sjálfur veginn og metinn,“ er haft eftir einum kardinálanna en þeir mega ekki greiða sjálfum sér atkvæði og það er ekki vel séð, að þeir hampi sínu ágæti umfram annarra. Á hverjum degi fara fram fjórar at- kvæðagreiðslur, tvær að morgni og tvær síðdegis. Að því búnu eru at- kvæðaseðlarnir brenndir í ofni í Sixtínsku kapellunni. Hafi ekki náðst samkomulag um nýjan páfa er reykurinn úr skorsteininum eðlilegur ef svo má segja, svartur á lit, en hafi nýr páfi verið kjörinn, þá er sérstöku efni blandað saman við seðlana til að gera reykinn hvítan. „Habemus papam“ Þegar einhver kardinálanna hefur verið valinn sem nýr páfi er hann fyrst spurður hvort hann sé því samþykkur og síðan hvaða páfanafn hann velji sér. Að öllu þessu frá- gengnu mun yfirmaður kardinálasamkund- unnar, Joseph Ratzinger, ganga út á svalir basilíku heilags Péturs og tilkynna hárri röddu: „Habemus papam“, „Við höfum feng- ið nýjan páfa“. Síðan fer páfi út á svalir og flytur sína postullegu blessun. Langflestir kardinálanna skipaðir af núverandi páfa Samkvæmt lögum, sem Páll páfi VI setti árið 1975, mega kardinálarnir í kjörnefnd- inni ekki vera fleiri en 120 og enginn eldri en áttræður. Sem stendur uppfylla 117 kardin- álar þessi skilyrði og þar af hefur Jóhannes Páll páfi II sjálfur skipað næstum 100 þeirra. Það er því líklegt að mati ýmissa sér- fróðra manna um Páfagarð og kaþólsku kirkjuna, að næsti páfi muni endurspegla íhaldssöm viðhorf Jóhannesar Páls II til margra mála. Síðasta breytingin á kosningareglunum var gerð árið 1996 og þá í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þá klípu og það þrátefli, sem ósjaldan hefur komið upp í páfakosn- ingu. Í henni segir, að fái enginn einn maður tvo þriðju atkvæða í 30 atkvæðagreiðslum, nægi einfaldur meirihluti plús eitt atkvæði til að skera úr um kjörið. r brátt frammi fyrir nýju páfakjöri og margt bendir til, að það geti orðið mjög sögulegt. Sveinn Sig- an eftirmann Jóhannesar Páls páfa II og þeim reglum, sem um páfakjörið gilda. Reuters Jóhannes Páll páfi II er hann heimsótti föðurland sitt, Pólland, árið 1999. Hér heilsar hann ungum stúlkum í bænum Lichen en í ferðinni minntist hann fórnarlamba nasista og kommúnista. ’Það verður að vera þannig, aðpáfar geti dregið sig í hlé. Það er ekki hægt að ganga í gegnum þetta aftur.‘       !   " # $   Q F ! !F &  "  7'- # *  * A' 1 )* + ( - . % ,-*.+ A)" */+ . % *,+ .% *,+ ; * ! . % .*)+     svs@mbl.is Í SÍÐUSTU alþingiskosningum kom glöggt í ljós að Samfylkingunni dugar ekki að vera sigurvegari kosninga til þess að komast alla leið á áfangastað. Enda þótt Samfylk- ingin hlyti mesta fylgi sem íslenskur jafn- aðarmannaflokkur hef- ur fengið í 70 ár, nægði það ekki til að losa þjóðina við þá ríkis- stjórn sem hér hefur setið í áratug og virðist hafa það eina markmið að viðhalda eigin völd- um. Eina leiðin til þess að knýja fram löngu tímabærar breytingar á stjórn landsins er að Samfylkingin fái meiri stuðning og að stjórn- arflokkarnir tapi þing- meirihluta sínum. Samfylkingin á ýmis sóknarfæri framundan. Þar vega eigin verð- leikar hennar þyngst en hitt blasir líka við að þjóðin er uppgefin á stefnuleysi og vinnubrögðum þeirra sem við stjórnvölinn standa. Allt of mörg dæmi eru um að ráðamenn séu hættir að vanda sig í meðferð þess valds sem þeim hefur verið trúað fyrir og þeir umgangast það æ ofan í æ af augljósu virðingarleysi. Við erum mörg sem eigum þá ósk heitasta að áður en langt um líður verði þáttaskil í íslenskum stjórn- málum. Nýir stjórnarhættir og ný gildi verði leidd til öndvegis í valda- stofnunum landsins. Samfylkingin á að vera leiðandi í þeim breytingum og byggja þar á hugmyndum um félagslegt réttlæti, frjálslyndi og efna- hagslega hagkvæmni. En þá og því aðeins verður þetta að veru- leika að við nýtum tím- ann vel fram að næstu kosningum sem og þann mannauð sem við höfum aðgang að. Við þurfum að móta ný vinnubrögð og raun- hæfa verkefnaskrá fyrir þá jafnaðarstjórn sem tekur við að kosningum lokn- um. Samfylkingin þarf ennþá meiri byr í seglin og hann munum við fá með skýrum pólitískum markmiðum og því mikla mannvali sem við höf- um á að skipa innan vébanda flokks- ins. En það er líka mikið mannval sem styður Samfylkinguna en hefur ekki enn stigið það skref að ganga formlega til liðs við hana. Við ykkur, sem þannig háttar til um, vil ég segja: Samfylkingin þarf á ykkur að halda – þekkingu ykkar, reynslu, skoðunum, hugmyndum og atgervi. Og ef þið viljið hafa áhrif á Samfylk- inguna þá ættuð þið að taka þátt í formannskjörinu og ganga til liðs við hana fyrir 15. apríl nk. Þau sem skrá sig fyrir þann dag komast á kjörskrá og fá atkvæðaseðil sendan heim, aðrir ekki. Í engum stjórn- málaflokki á Íslandi fer fram eins lýðræðislegt val á forystu því í þessu vali eru allir flokksmenn jafn- ir. Hér gildir sú einfalda regla að einn maður fer með eitt atkvæði. Samfylkingin má vera stolt af þess- um vinnubrögðum og ég er stolt af því að bjóða mig fram til formanns við þessar aðstæður. Lýðræði í verki Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’Ef þið viljið hafa áhrifá Samfylkinguna þá ættuð þið að taka þátt í formannskjörinu og ganga til liðs við hana fyrir 15. apríl nk.‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. hefur rvinnu. að yfir- a fleiri starfi. ekki unandi mum á skrif- irvinna akostn- il yfir- ans. rkvisst gar og hefur stoðþjónusta verið færð til hliðar til að rýma fyrir klínískri starf- semi. Skrifstofustarfsemi hefur verið flutt frá Fossvogi, Landa- koti og Þverholti á einn stað, Ei- ríksstaði, og áfram er unnið á sömu braut, t.d. með því að flytja af Rauðarárstíg 31. Spítalanum er vel stjórnað og mjög hæft starfsfólk leggur sig fram við að veita hagkvæma og góða þjónustu. Skýrsla Ríkisend- urskoðunar frá nóvember 2003 staðfestir það. Gallup-kannanir frá 2004 sýna líka að sjúklingar á LSH eru mjög ánægðir með þjón- ustu á spítalanum og ímynd hans hjá almenningi er góð. Afköst á spítalanum hafa auk- ist umtalsvert, skurðaðgerðum fjölgað og biðlistar styst veru- lega. Í mörgum sérgreinum er alls engin bið, í öðrum eðlileg eða viðunandi en í nokkrum enn of löng. Rekstrarkostnaður hefur ekki hækkað hlutfallslega þrátt fyrir aukin afköst. Ríkisendur- skoðun vinnur nú að framhaldsat- hugun á árangri af sameiningu spítalanna sem birt verður síðar á þessu ári. Á LSH hafa margvíslegar nýj- ungar í meðferð verið teknar upp, svo sem stofnfrumuígræðslur og nýrnaígræðslur. Verkferlar á spítalanum hafa verið endurbættir og stefna mót- uð í helstu málaflokkum, svo sem í lyfja- og innkaupamálum. Settir hafa verið framleiðslumælikvarð- ar og þjónustan kostnaðargreind. Þessi góði árangur hefur náðst með góðu og skilvirku stjórn- skipulagi, samhentum og styrk- um stjórnendum og umfram allt afburða starfsfólki sem nú horfir vonglatt til enn frekari sóknar á nýjum spítala.“ spítala – háskólasjúkrahúss ekstur LSH Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.