Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán Jónssonfæddist í Sól- heimum í Blönduhlíð í Skagafirði 17. ágúst 1931. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauð- árkróki mánudaginn 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þ. Stefánsson, bóndi, f. 26.11. 1901, d. 22.11. 1976, og Gunnhildur Björns- dóttir kona hans, f. 16.10. 1899, d. 24.5. 1987, búendur í Grænumýri í Skagafirði. Eldri bróðir Stefáns er Björn, f. 7.10. 1927. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum og var snemma mikilvirkur þátttakandi í bústörfum heimilis- ins með föður sínum. Á árunum 1951–1953 var hann við nám á Héraðsskólanum á Laugum í Reykjadal. Að öðru leyti var hann eldra hans. Um 1970 tók Stefán búskapinn í sínar hendur. Stór- bætti hann jörðina og bjuggu þau hjónin myndarbúi til leiðarloka. Í sóknarnefnd Flugumýrarsóknar átti Stefán sæti 1965–1971 og með- hjálparastörfum við Flugumýrar- kirkju gegndi hann í þrjú ár. Hann tók virkan þátt í starfi Tónlistar- félags Skagafjarðarsýslu og gegndi þar formennsku 1981– 1983. Stefán hafði mikinn áhuga á tónlist og átti mikið og fágætlega gott safn af hljómplötum, einkum úr klassíska geiranum. Um all- langt skeið sá hann um vikulegan tónlistarþátt í Ríkisútvarpinu, sem naut vinsælda meðal tónlistarunn- enda. Árið 1998 kenndi Stefán fyrst þess sjúkdóms, sem nú hefir leitt hann til lokadægurs. Hann virtist um skeið hafa náð sér að fullu, en á síðastliðnu sumri kom í ljós, að svo var ekki. Sjálfur var hann lengi bjartsýnn og hafði von um bata. En fyrr en varði hlaut hann að lúta í lægra haldi fyrir vágestinum ill- víga, sem herjaði á heilsu hans. Stefán verður jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. lengst af heima og bjó sig undir að taka við búskapnum. Stefán kvæntist 24. desember 1960 Ingu Ingólfsdóttur frá Akranesi, f. 22.12. 1929. Þau eignuðust þrjú börn. Elst þeirra var drengur, f. 14.12. 1961. Hann lést í fæð- ingu. Næst honum er Gunnhildur, þýðandi, f. 9.12. 1962, gift Ein- ari Ólafssyni, og yngst er Elínborg, hjúkrun- arfræðingur, f. 3.3. 1964, gift Haraldi Þórissyni. Börn Gunnhildar og Einars eru: Ás- grímur, f. 23.11. 1988, og Svandís, f. 3.6. 1994. Stjúpsonur Gunnhild- ar er Bergur Einarsson, f. 15.6. 1981. Börn Elínborgar og Harald- ar eru: Gígja, f. 31.8. 1981, og Vignir, f. 29.5. 1997. Fyrst eftir að Stefán og Inga giftust voru þau í sambýli við for- Elsku pabbi minn, mig langar til að segja þér að undanfarið hefur verið blíða og það er farið að grænka. Sólin hækkar á lofti og nú hefur dagurinn aftur betur en nóttin. Þú hlakkaðir alltaf til þessara þáttaskila í árstíð- unum, jafndægurs á vori. Brátt liði að vorverkunum – þú færir að bera á túnin í Grænumýri, sem þú hafðir ræktað af kappsemi og dugnaði, og sprettan yrði með afbrigðum góð eins og ævinlega hjá þér. Fyrr en varði kæmi að slætti – einhvern sólríkan laugardaginn fyrri partinn í júní renndir þú í sléttuna norðan við heim- reiðina glaður og með tilhlökkun gagnvart heyskapnum og þeim önn- um sem honum fylgja. En aldrei meir hefst þú handa við vorverkin. Með ólýsanlegum og óstjórnlegum trega hugsa ég til þess að þú liggur nú kaldur nár sem unnir birtunni, regninu, sólinni, storminum, moldinni, lífinu. Hlýja þín, einlægni, sanngirni er nú aðeins minning en ekki gjöf frá þér til okkar sem eftir lifa. Það var óvæginn sláttumaður sem kom og beitti ljánum með slyng- um hætti á líf þitt. Þú áttir þér önnur hugðarefni en landið og jörðina þótt þau skipuðu fyrsta sætið. Áhugi þinn á heims- styrjöldinni seinni kviknaði við upp- haf hennar og þú og æskuvinur þinn, Haukur, fylgdust með framvindu at- burða af þrotlausri elju og athygli. Þið færðuð dagbók eftir fréttum hvern dag og náðuð ykkur í blaða- úrklippur sem þið límduð inn. Af stakri hugvitssemi bjugguð þið líka til líkön af flugvélum, herskipum og vígvélum Bandamanna og óvina þeirra. Þú sagðir stundum kíminn frá því að þúfurnar í Hjaltastaðakoti hefðu breyst í vígvelli Evrópu og tjarnirnar í Kyrrahafið og Atlants- hafið þar sem þið vinirnir settuð á svið stórorrustur hinna andstæðu fylkinga. Eitt sinn höfðuð þið félagar farið í skólaferð til Akureyrar ásamt öðrum börnum úr Akrahreppi. Þið sáuð að herskip lá við festar þar í höfninni, tókuð ykkur út úr hópnum og drifuð ykkur niður að skipinu. Það fór svo að sjóliðarnir buðu ykkur um borð, sýndu ykkur um allt skipið, ef ég man rétt fenguð þið að snerta fall- byssurnar, og gáfu ykkur að lokum trakteringar. Þetta reyndist vera eft- irminnileg ferð. Þetta hugðarefni leiddi einnig til áhuga þíns á alþjóðamálum og breyt- ingum á heimsmyndinni. Þú fylgdist grannt með hræringum í stjórnmál- um heimsins og varst til dæmis mjög áhugasamur um það hvernig landa- mæri Evrópu tóku að breytast og stjórnarhættir einnig, en þú kunnir alla sögu álfunnar til hlítar. Annað áhugamál þitt var tónlist. Nú undanfarið höfum við mæðgur og barnabörnin hlustað hljóðar á marg- ar perlur og þá fundið sárt tómið sem þú skilur eftir. Þú hlustar ekki leng- ur. Það er svo margt undurfagurt að finna á plötunum og diskunum þín- um. Ég skil samt aldrei eftir hvaða sérvisku þú raðaðir verkunum. Nokkrum sinnum hef ég víst spurt þig að því, ekki mjög ánægð, hvort ekki mætti nota stafrófsröð, en þú brostir í kampinn og sagðir á þá leið að þér gengi ágætlega að finna það sem þú þyrftir. Fyrir kom að glumdi ansi hátt í sinfóníum Sjostakovíts og Mahlers þannig að mamma og við systurnar stundum við og lokuðum dyrum. Aldrei skildum við heldur dá- læti þitt á Gene Autry og glymur þá í eyrum mínum þetta sérlega ómelód- íska brokkgenga lag „Back in the saddle again“. Ég sé þig fyrir mér hrista höfuðið, brosa við og virða þessa athugasemd ekki svars. Elsku pabbi, þetta eru fátækleg orð til þess sem gaf svo ríkulega. Ég sagði þér víst aldrei hvað ég mat mik- ils að eiga þig að föður, að hafa fengið að læra af lífsskoðun þinni og það síg- ur í sinni mitt nú. Með breytni þinni hvern dag kenndir þú okkur systr- unum að virða aðra þótt skoðanir þeirra væru ekki þær sömu og okkar, að beita sanngirni, jafnvel þótt sýnd væri ósanngirni og óbilgirni, að sýna umburðarlyndi þegar lífið bauð upp á annað. Ævinlega brýndir þú fyrir okkur að tala af gætni um náungann og gæta tungu okkar. Við lærðum af þrautseigju þinni og þrjósku að gef- ast aldrei upp, að með bjartsýni bæri hver dagur í skauti sér ný tækifæri. Ég kveð þig með orðum Jónasar Hallgrímssonar: Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Þín Gunnhildur. Fyrst sá ég Stefán í Grænumýri á mynd. Hann hélt á barni á armi og innilegt samband þeirra tveggja duldist engum. Hamingjan ljómaði af þeim og barnið rétti út höndina eins og til að sýna staðinn þeirra tveggja. Myndin var tekin í fjósinu á Græn- umýri og Stefán og Ásgrímur dótt- ursonur hans áttu eftir að eiga þar margar góðar stundir saman. Stefán var fyrirmyndarbóndi sem húsaði vel jörð sína og bætti. Hann vann hörð- um höndum meðan stætt var og sýndi seiglu og úthald langt umfram það sem hægt var að ætlast til. Stefán í Grænumýri var þekktur, langt út fyrir sveit sína, sem bóndinn sem unni sígildri tónlist. Hann átti stórt og vandað safn þar sem eru margar útgáfur af sumum verkum. Einungis þeir sem hafa yndi af tónlist geta sett sig í spor þeirra sem hlakka til hvern einasta dag að hlusta á tón- list. Tónlistarunnendur skilja hvað það er að heyra tóna sem syngja áfram í kollinum og hvernig það er að vera ekki í rónni fyrr en maður veit hver hefur samið og helst orðið sér úti um verkið. Stefán var með tónlist- arþætti í útvarpi. Þá kom það mörg- um menntuðum tónlistarmönnum á óvart hvað Stefán, sem hafði enga formlega menntun í tónlist, var fróð- ur um efnið. Sú saga gekk að hann spilaði Mozart og Beethoven fyrir kýrnar sem skýrði hve nytháar þær væru. Við Stefán tengdumst fjölskyldu- böndum og urðum góðir vinir frá fyrstu kynnum. Áður en við hittumst kom það fyrir þegar ég gætti barnanna að hann hringdi en kynnti sig ekki. Ég sagði Gunnhildi að mað- urinn með fallegu röddina hefði hringt. Það gladdi hana að heyra að fleiri en fjöskyldan tók eftir djúpu fal- legu röddinni hans pabba hennar. Auk barnabarnanna tengdi okkur þessi ódrepandi áhugi á tónlist. Barnabörnin hafa lagt rækt við tón- listarnám, okkur öllum til ólýsanlegr- ar ánægju. Þannig blómgast fræin sem hann sáði í huga þeirra. Stefán í Grænumýri var hamingju- maður í einkalífi sínu. Hann kvæntist frábærri konu, Ingu Ingólfsdóttur, og þau eignuðust tvær dætur. Þau hjónin héldu uppi mikilli gestrisni á heimili sínu en bæði eiga stóra fjöl- skyldu. Mér eru heimsóknir mínar í Grænumýri mjög minnisstæðar. Æv- inlega var gestum tekið opnum örm- um og Stefán spilaði tónlist af nýjustu geisladiskunum og gaf sér tíma til að spjalla þótt um hásláttinn væri. Stef- án var mikill fjölskyldumaður og lagði mikla ást og alúð í uppeldi dætr- anna og síðar barnabarnanna. Þegar veikindastríðið hófst fyrir tæpum tveimur árum beindist öll ástin og umhyggjan til baka til hans. Gunn- hildur, Elínborg og fjölskyldur þeirra voru algjörlega tilbúnar að létta und- ir með allt sem í mannlegu valdi stóð. Það var oft dapurlegt að vita Stef- án í sveitinni þegar einhver tónlistar- viðburður var í Reykjavík. Víst var það sorglegt að ekki fyrr en hann var orðinn veikur og dvaldi á Rauða kross hótelinu gafst okkur tækifæri til að fara saman á sinfóníutónleika. Eftir tónleikana beið veisla hjá Gunnhildi með súkkulaðiköku af bestu tegund eftir Ásgrím. Eitt sinn eftir tónleika sýndu krakkarnir myndbandsupp- töku. Upptakan sýndi barnabörnin í fjósinu og sást að hér var valinn mað- ur í hverju rúmi. Ekki bara gengu þau öll ótrauð til starfa, heldur það sem meira var um vert, þau sýndu öll kúnum dæmafáa umhyggju. Þegar krakkarnir voru búin í fjósinu fóru þau að gefa hestunum. Þá heyrist rödd Ásgríms segja: Eruð þið þarna, blessaðir kallarnir mínir.“ Svona framkomu við dýrin lærðu þau af afa og ömmu í Grænumýri. Það er ómet- anlegur fjársjóður fyrir börnin að læra að umgangast dýrin með ástúð og virðingu. Mikið þótti Stefáni vænt um þessa sýningu sem sýndi m.a. að börnin gjörþekktu hverja kú og kálf í fjósinu. Stefán var maður hógvær og lít- illátur. Hann sómdi sér jafnt í spari- fötum og fjósagalla. Hann var alla tíð hafinn upp yfir dægurþras. Hjóna- band þeirra Ingu var einstakt því þau voru svo samrýnd að ég hugsa alltaf um þau bæði í senn. Á meðan Stefán dvaldi hér í Reykjavík gafst mér oftar tækifæri til að heimsækja hann. Eitt sinn í haust í úrhellisrigningu kom enginn nema ég. Hann var oft slapp- ur svo maður stansaði stutt en þenn- an rigningardag virtist hann hress- ari. Þá fór hann að segja mér frá vinnu sinni suður með sjó, frá fólki sem við bæði þekktum. Þá kom í ljós að Suðurnesjamenn höfðu ætlað að gera lítið úr sveitamanninum en Stef- án vann alla á sitt band með kurteisi og vinnusemi. Hann átti sér draum um að gleðja Ingu með óvæntri gjöf. Nú kemur það í hlut minn og barna- barnanna að uppfylla þessa ósk Stef- áns. Þetta sýnir að fárveikur var hann vakinn og sofinn að huga að því hvernig hann gæti glatt hana Ingu. Stefán var tónviss með afbrigðum. Þegar þau Inga voru í tilhugalífinu fékk hann lykil að herberginu og kom stundum á undan henni þegar hann var að koma af sjónum. Alltaf þekkti hann fótatakið hennar úr öllum hljóð- unum sem bárust inn af götunni. Og alla tíð voru þau samstiga í einu og öllu. Nú hljómar ekki lengur fótatakið hans og fallega bassabaritónröddin heyrist ekki lengur. Nú er komið að því að þakka fyrir heillasporin hans hér á jörð og fyrir samfylgdina. Stef- án í Grænumýri var virtur og vamm- laus maður sem margir sakna. Mest sakna þau sem þekktu hann best. Nú tengist minningin aftur mynd af Stef- áni. Á henni sést að Stefán lifði í sam- ræmi við orð Hávamála: „Glaður og reifur, skyldi gumna hver, uns sinn bíður bana.“ Þessi mynd fór norður en fyrsta myndin kom að norðan frá Ingu. Síðasta myndin sýndi okkur öll glöð og ánægð í skírn Svandísar. Stefán var uppáklæddur, jafnsæll og hamingjusamur og á fyrstu mynd- inni. Ég minnist allra hátíðarstundanna, brúðkaups Einars og Gunnhildar í Miklabæjarkirkju á 100 ára afmæli Gunnhildar móður hans. Ræðan sem hann hélt í veislunni var hrein snilld. Ég man að bræðurnir Björn og hann voru eins og litlir strákar. Þeir voru svo ánægðir með að verið væri að heiðra minningu móður þeirra á þess- um heiðursdegi hennar. Ég lýk þessum fátæklegu orðum með innilegum samúðarkveðjum til Ingu, Gunnhildar og Elínborgar, eig- inmanna og barna. Sérstakar samúð- arkveðjur fylgja líka til Björns bróð- ur hans, en þeir bræðurnir voru afar samrýndir. Megi Guð blessa minn- ingu Stefáns, hún lifir ekki aðeins í hjörtum ástvina hans heldur einnig þeirra sem hafa yndi af tónlist. Erna Arngrímsdóttir. Vorjafndægur var einn af uppá- haldsdögunum hans Stefáns, mágs míns. Náttúran er að vakna til lífsins og í huga hans, sem yrkir jörðina, eru þetta tímamót. Vetur að baki, vor og sumar framundan, eins má segja um minn góða mág og vin. Veikindi vetr- arins tóku sinn toll, svo ekkert varð við ráðið. Hann kvaddi inn í vorið og gróandann sáttur við allt. Kveðja mín til hans er úr Sólset- ursljóði Jónasar Hallgrímssonar: Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða sólin sæla! síg þú til viðar. Nú er um heiðar för þín farin yfir frjófga jörð. Vonin vorblíða, vonin ylfrjófa drjúpi, sem dögg, af dýrðar hönd þinni, döpur mannhjörtu í dimmu sofandi veki, sem vallblómin vekur þú á morgni. Hníg þú hóglega í hafskautið mjúka röðull rósfagur! og rís að morgni, frelsari, frjófgari, fagur guðsdagur! blessaður, blessandi, blíður röðull þýður! Svífðu svo sæll á söngvavængjum helgra hljóma inn í sólardýrð þeirrar nóttlausu voraldar veraldar, þar sem víðsýnið ljómar og skín. Sjöfn. Meðan „Vötnin ólgandi“ að ósum sínum renna, iðgrænn breiðist gróður um sléttur, hæð og laut, geislar árdagssólar á bröttum tindum brenna, blessun Drottins ríkulega falli þér í skaut. (Stefán Vagnsson.) Elsku afi, þetta erindi er um Skagafjörð, fjörðinn þinn og okkar. Afi minn, nú vantar þig í Grænumýri sem þú hefur deilt með okkur – sveit- in og afi voru eitt! Nú hefur þú kvatt okkur en skilið eftir allar óteljandi góðu minningarnar. Gígja Haraldsdóttir. Elsku afi. Nú hefur þú verið tekinn frá okkur, þú sem áttir ekkert nema gott skilið. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Einskis gætum við saknað meira en þín enda varstu okk- ur svo góður. Ég mun alltaf muna STEFÁN JÓNSSON Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Möðruvöllum í Kjós, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Kári Jakobsson, Elín Sæunn Ingimundardóttir, Eygló Þorgeirsdóttir, Reynir Pálmason, Ólöf Þorgeirsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Jón Þorgeirsson, Orapin Chaksukheuw, Hugrún Þorgeirsdóttir, Einar Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, GUÐRÍÐAR UNNAR SALÓMONSDÓTTUR, Mýrarbraut 12, Vík í Mýrdal. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fyrir einstakan hlý- hug og umönnun. Kristín Sigrún Ragnarsdóttir, Karl Friðrik Ragnarsson, Jón Þór Ragnarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.