Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 87. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fljúgandi furðuhlutur Sveppi leikur Kalla á þakinu | Menning Lesbók, börn og Íþróttir Lesbók | H.C. Andersen 200 ára  Er ný tónlist leiðinleg? Börn | Fiðrildi á ferð Ævintýri á Egilsstöðum Íþróttir | Keflavík vann fyrsta leikinn Byrjaði að halda með Chelsea í bíói FORMENN stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgríms- son, hafa handsalað samkomulag sín í milli, um það með hvaða hætti verður staðið að sölu Símans. Samkomulag þeirra felur það í sér, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, að Síminn verður seldur í einu lagi, en jafnframt að hver hópur tilboðsgjafa verði að vera settur saman af þremur viðskipta- hópum eða einstaklingum og má enginn einn fjárfestir eiga meira en 40% til 45% hlut. Einkavæðingarnefnd hefur ekki enn skilað niður- stöðum sínum til ríkisstjórnarinn- ar, en fastlega er búist við því að það verði gert um helgina og eigi síðar en á mánudag. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru margir sjálfstæðismenn ekki sáttir við það samkomulag sem flokks- formennirnir hafa gert með sér, því þeir vildu eindregið selja hæstbjóðanda Símann og höfðu gert sér í hugar- lund að hægt yrði að laða er- lenda fjárfesta hingað til lands. Framsóknar- menn munu á hinn bóginn hafa gert þá niðurstöðu sem varð að ófrávíkj- anlegri kröfu sinni og munu því vera sáttir við þá málamiðlun sem þeir Davíð og Halldór gerðu með sér. Þetta fyrirkomulag segja sjálf- stæðismenn sem rætt var við vera „ótrúlegt klúður“ og spyrja m.a. hvernig eigi að líta á það ef eitt fé- lag, með hundruð eða þúsundir hluthafa, sé meðal hæstbjóðenda. Búist er við því að flokksfor- mennirnir kynni samkomulag sitt á ríkisstjórnarfundi strax eftir helgi og í kjölfarið verði það kynnt á þingflokksfundum stjórnarflokk- anna. Halldór og Davíð hafa náð samkomulagi um sölu Símans Síminn seldur í einu lagi en að lágmarki til þriggja hópa fjárfesta Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson  Sjóður til að efla/4 EIMSKIP bætti við aukaferð til Bandaríkjanna vegna stóraukins innflutnings þaðan á undanförnum vikum og mán- uðum vegna hagstæðs gengis Bandaríkjadals. Leiguskip hefur verið fengið til flutn- inganna og lest- aði það í Nor- folk í byrjun vikunnar og er væntanlegt til Íslands um miðja næstu viku meðal ann- ars með 200 bíla innanborðs. Höskuldur H. Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Eimskip, sagði að þeir væru með reglubundnar beinar ferðir milli Bandaríkjanna og Íslands á hálfs mánaðar fresti, auk flutnings um Evrópu. Þeir hefðu hins vegar talið nauðsynlegt að bæta við þessari aukaferð vegna mikillar aukningar á innflutningi frá Bandaríkjunum að undanförnu vegna hagstæðs gengis Bandaríkjadals. Aukaferð vegna mikilla flutninga Bandaríkin Harare. AP | Flokkur Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, fékk mikinn meirihluta á þingi landsins í kosningum í fyrradag samkvæmt síðustu kjörtölum í gær. Leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, Morgan Tsvangirai, sakaði Mugabe um „stórfelld kosningasvik“ og sagði hann hafa beitt öllum brögðum til að tryggja að flokkur hans fengi tvo þriðju þingsætanna, eða nógu mörg til að geta breytt stjórnarskránni að eigin vild. Kosið var um 120 þingsæti og flokkur Mugabe hafði fengið 69 þeirra samkvæmt síðustu frétt- um, en flokkur Tsvangirai 35. Forsetinn skipar 30 þingmenn til viðbótar og útlit var því fyrir að flokkur hans fengi tvo þriðju þingsætanna. „Stjórnin hefur enn einu sinni svikið þjóðina með kosn- ingasvikum,“ sagði Tsvangirai. Mannréttindahreyfingar og bandarískir stjórnarerindrek- ar, sem fylgdust með kosning- unum, tóku undir þessar ásak- anir. Mugabe sakaður um svik Páfagarði. AP, AFP. | Jóhannes Páll II páfi lá fyrir dauðanum í gærkvöldi. Embættismenn í Páfagarði sögðu að ástand páfa væri mjög alvarlegt vegna hjarta- og nýrnabilunar, auk þess sem hann ætti erfitt með öndun. Milljónir manna út um allan heim biðu fyrir páfa, krupu, lutu höfði og kveiktu á kertum. „Í kvöld, eða í nótt, opnar Kristur dyrnar fyrir páfa,“ sagði Angelo Comastri, prestur í Páfagarði og aðstoðarmaður páfa, við tugi þúsunda manna sem báðu fyrir páfa á Péturstorginu í gærkvöldi. Sérstakar messur voru einnig haldnar í kaþólsk- um kirkjum víða um heim til að biðja fyrir páfa sem er trúarlegur leiðtogi um 1,1 milljarðs manna. Fyrr um daginn var tilkynnt í Páfagarði að ástand páfa væri „mjög alvarlegt“ vegna hjarta- og nýrnabilunar og blóðsýkingarlosts vegna þvag- færasýkingar. Joaquin Navarro-Valls, talsmaður Páfagarðs, sagði að páfi ætti erfitt með öndun og blóðþrýstingurinn hefði lækkað. Javier Lozano Barragan, kardináli og heilbrigð- isráðherra Páfagarðs, sagði að páfi væri „að dauða kominn“. „Ég talaði við lækna og þeir sögðu mér að öll von væri úti.“ Embættismenn í Páfagarði neituðu fréttum um að páfi væri látinn eftir að ítölsk fréttastofa skýrði frá því að heilasívaki hans sýndi að heilinn starfaði ekki lengur. Embættismennirnir sögðu að enginn heilasívaki væri í íbúð páfa. Vildi ekki fara á sjúkrahús Talsmaður Páfagarðs sagði síðdegis í gær að páfi hefði viljað vera þar um kyrrt og neitað að fara á sjúkrahús. Hann hefði fulla meðvitund og mætti ör- lögum sínum af æðruleysi. Eftir að heilsu páfa hrakaði í fyrradag bað hann um að lesnar yrðu upp nokkrar ritningargreinar og bænir þar sem fjallað er um píslarsögu og kross- festingu Krists. Hann krossaði sig við hverja bæn. Hátt settur kardináli sagði að páfi hefði „gefið sig vilja Guðs á vald“. Haft var eftir Konrad Hejmo, presti og leiðtoga kaþólskra Pólverja í Róm, að páfi væri „tilbúinn að deyja“. Marcio Francesco Pompedda kardínáli heimsótti páfa í gærmorgun og sagði hann hafa opnað augun og brosað. „Ég sá að hann þekkti mig. Þetta var yndislegt bros – föðurlegt. Ég tók líka eftir því að hann vildi segja mér eitthvað en gat það ekki. En það sem heillaði mig mest var hvað hann var frið- sæll.“ Jóhannes Páll II var kjörinn páfi 1978 og varð þá fyrsti páfinn í 455 ár sem ekki var ítalskur. Páfa ekki hugað líf Reuters Áætlað er að allt að 70.000 manns hafi safnast saman á Péturstorginu í Rómaborg, fyrir framan íbúð páfa, til að biðja fyrir honum í gærkvöldi. „Í kvöld, eða í nótt, opnar Kristur dyrnar fyrir páfa,“ sagði að- stoðarmaður páfa á fjölmennri bænasamkomu á Péturstorginu  Verður næsti páfi/34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.