Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKVÆMT samningi sem þrír Lettar, sem Héraðsdómur Suður- lands dæmdi í gær fyrir að starfa ólöglega hér á landi, höfðu gert við fyrirtæki í Lettlandi áttu þeir að fá jafnvirði um 90.000 íslenskra króna fyrir starf sitt hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Selfossi. Að öllum líkindum er þar átt við mánaðarlaun en það er þó ekki tekið sérstaklega fram í samningn- um. Kveðið var á um sex daga vinnu- viku, 11 vinnustundir á dag. Fulltrúi lettneska fyrirtækisins heldur því á hinn bóginn fram að þeir hafi verið hér á landi á grundvelli þjónustusamnings en ekki var tekist á um það atriði fyrir dómi. Við dómsyfirheyrslur sögðust mennirnir ekki hafa vitað betur en að gengið hefði verið frá öllu í Lettlandi sem varðaði atvinnuleyfi og þeim ver- ið sagt að þeim væri heimilt að vinna hér. Þeir hafi þó ekki gengið úr skugga um það sjálfir. Þeir játuðu síðan allir fyrir dómi að hafa unnið við byggingarvinnu á Stokkseyri án lög- bundinna atvinnuleyfa frá 3.–31. mars og fyrir það voru þeir dæmdir í eins mánaðar skilorðsbundið fang- elsi. Þar sem mennirnir eru útlendingar var óskað eftir flýtimeðferð málsins og voru þeir bæði ákærðir og dæmdir í gær. Þeir óskuðu ekki eftir að dómn- um yrði áfrýjað. Tæplega vika er síð- an Héraðsdómur Suðurlands dæmdi þrjá Pólverja fyrir samskonar brot og hlutu þeir jafnþunga refsingu. Pól- verjarnir voru í byggingarvinnu í Rangárþingi eystra. Að sögn Ólafs Helga Kjartansson- ar, sýslumanns á Selfossi, komu mennirnir til Íslands 18. febrúar sl. Þeir hafi greint frá því að á Keflavík- urflugvelli hafi Íslendingur tekið á móti þeim og ekið þeim til Ólafsvíkur þar sem þeir munu hafa unnið fram í byrjun mars. Þaðan fóru þeir til Stokkseyrar þar sem þeir hófu störf 3. mars. Við brottför frá Lettlandi hafi þeir ekki vitað hvaða störf biðu þeirra hér á landi heldur hafi þeir far- ið að öllu eftir verkstjórn Íslendinga sem unnu með þeim og unnið þau störf sem féllu til. Ef þeir hefðu ein- hverjar spurningar áttu þeir að hringja í manninn sem sótti þá á flug- völlinn. Aðspurður segir Ólafur Helgi að mennirnir hafi ekki greint frá hugs- anlegum þjónustusamningi og á vinnustað þeirra á Stokkseyri hafi enginn viljað kannast við að vera vinnuveitandi þeirra. Þá hafi í samningnum sem mennirnir framvís- uðu ekkert verið tilgreint um ákveðið verk, vinnustað eða verkkaupa. Áfram er unnið að rannsókn máls- ins og má maðurinn, líkt og sá sem hafði Pólverjana þrjá í vinnu, búast við að verða ákærður fyrir að hafa Lettana í vinnu án tilskilinna atvinnu- leyfa. Líklegt er að rannsókn málsins muni m.a. beinast að því hvort sá þjónustusamningur sem lettneska fyrirtækið hefur vísað til standist lög. Snýst um vinnuréttarsamband Í samtali Morgunblaðsins við Hildi Dungal, forstjóra Útlendingastofn- unar, fyrir skömmu kom fram að tals- vert væri um að fyrirtæki, einkum í byggingariðnaði, reyndu að sneiða framhjá reglum um atvinnuleyfi út- lendinga með því að gera þjónustu- samninga til málamynda þegar þau væru í raun og veru einungis að verða sér úti um ódýrt vinnuafl. Málið sner- ist um vinnuréttarsamband milli ís- lensku fyrirtækjanna annars vegar, og útlendinga sem ynnu fyrir þau hins vegar. Ef útlendingarnir þyrftu að fylgja skilyrðum íslensku fyrir- tækjanna um vinnutíma, verklag, lúti þeirra verkstjórn o.s.frv. gæti ekki verið um þjónustusamninga að ræða, eða verktöku sjálfstæðs atvinnurek- anda, heldur væru útlendingarnir einfaldlega í vinnu hjá íslensku fyr- irtækjunum og þyrftu sem slíkir at- vinnuleyfi. Þrír Lettar dæmdir fyrir að vinna hér án atvinnuleyfa Unnið sex daga vik- unnar fyrir 90 þús. kr. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGMAÐUR lettneska fyrirtækis- ins Vislander, Sveinn Andri Sveins- son hrl., gagnrýnir vinnubrögð sýslumannsins á Selfossi í máli Lettanna þriggja harðlega og efast um að sýslumaður hafi gert þeim nægilega skýra grein fyrir því að ákvæði um þjónustusamninga væru umdeild hér á landi. Sveinn Andri segir að vinnuveit- andi mannanna sé Vislander sem hafi gert þjónustusamning við fyrirtækið á Stokkseyri þar sem þeir unnu. Hér á landi ríki ágrein- ingur um túlkun laga um þjónustu- samninga en samkvæmt skilningi vinnuveitenda mannanna hafi þeir unnið hér með lögmætum hætti. Mennirnir hafi væntanlega ekki vit- að um þennan ágreining og hann efast um að sýslumaður hafi skýrt þeim nægjanlega vel frá honum. Þá gagnrýnir hann að sýslumaður hafi ekki látið hann vita af því þegar málið fór fyrir dóm, þrátt fyrir að hafa verið beðinn um það sérstak- lega, en Vislander hafi beðið hann um að gæta hagsmuna mannanna. Aðspurður segir Sveinn Andri að hann telji að útlendingar geti unnið hér á landi á grundvelli þjónustu- samninga við fleiri en eitt fyrirtæki og megi vinna undir verkstjórn fyr- irtækisins hér á landi. Um þetta ríki þó mikill ágreiningur og því hefði þurft að flytja málið fyrir dómi en ekki ljúka því með flýtimeðferð. Aðspurður segir Sveinn Andri að í þjónustusamningnum sé kveðið á um að þeir njóti sömu kjara og Ís- lendinga en hann viti ekki um kjör þeirra að öðru leyti. Gagnrýnir vinnubrögð sýslumanns SPÖLUR ehf., sem á og rekur Hval- fjarðargöng, hefur komist að sam- komulagi við Íslandsbanka um að endurfjármagna 5 milljarða kr. lán félagsins, innlend og erlend. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir að ný gjaldskrá, sem tók gildi í gær, sé mikil tímamót fyrir viðskiptavini Spalar og fyrirtækið sjálft. Gjald fyrir stakar ferðir lækk- ar ekki en Gísli sagði í gær að mark- miðið hefði verið að ná bættum kjör- um fyrir þá sem nota göngin mest á venjulegum heimilisbílum og lækkar verð til þeirra viðskiptavina um allt að 38%. Lækkun veggjaldsins skilar sér strax til áskrifenda og ónotuðum ferðum þeirra fjölgar í samræmi við lækkun veggjaldsins. Gjald fyrir alla áskrifendur lækkar og verð á 10 ferða afsláttarkortum sömuleiðis. Verð fyrir 100 áskriftarferða fjöl- skyldubifreið lækkar mest eða um 38%, úr 440 kr. í 270. kr. Fyrir 40 ferðir í áskrift greiðir fjölskyldubif- reið 29% lægra gjald eða 390 kr. fyrir einstaka ferð í stað 550 kr. áður. Gísli sagði að skuldbreytingin hefði tekið langan tíma, en Íslands- banki lánar 2 milljarða alls og hefur selt 13 fagfjárfestum skuldabréf fyrir þrjá milljarða. Spölur hefur greitt upp þriggja milljarða kr. skuld við bandaríska líftryggingafélagið John Hancock og tveggja milljarða kr. skuld við íslenska ríkið. Lánssamn- ingurinn á sér langan aðdraganda en í maí árið 2001 samdi Spölur við Ís- landsbanka um að kanna möguleika á endurfjármögnun en á þeim tíma reyndist það óhagstætt. Algjör umskipti frá 1998 Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, sagði við undirritun samninga í gær að samningurinn bæri þess merki að algjör umskipti hefðu orðið á íslenskum fjármála- markaði frá árinu 1998 er Hvalfjarð- argöngin voru opnuð. „Það hefði verið óhugsandi árið 1998 að þetta verkefni hefði verið fjármagnað að öllu leyti af innlendum fagfjárfestum og einum innlendum banka. En það hefur verið ánægju- legt fyrir Íslandsbanka að annast endurfjármögnun á lánum Spalar og við óskum félaginu velfarnaðar á komandi árum,“ sagði Bjarni. Hann bætti því einnig við að það væri sérstakt fyrir hann að koma að þessu verkefni þar sem hann væri fæddur og uppalinn á Akranesi. Þegar samið var um Hvalfjarðar- göngin árið 1996 var gert ráð fyrir að langtímalán Spalar yrðu endur- greidd að fullu á tímabilinu 2018– 2020, en tekjur félagsins hafa verið meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og að öllu óbreyttu hefði Spölur greitt upp skuldir sínar árið 2014. Í nýja samkomulaginu er gert ráð fyrir að nýju lánin verði að fullu greidd árið 2018 og að íslenska ríkið fái göngin afhent skuldlaus í fram- haldi af því. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Stefán Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Spalar, Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Jóhannes Hauksson, viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs Íslandsbanka. Veggjald lækkar um allt að 38% Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is FERÐATORGIÐ 2005 var opnað í gær í Vetrargarði Smáralindar, en þar kynna fulltrúar ferðaþjónust- unnar fjölbreytta ferðamöguleika og afþreyingu sem í boði er á Ís- landi. Öll ferðamálasamtök lands- ins standa að Ferðatorginu, en þetta er í fjórða sinn sem það er haldið. Meðal þess sem gestir Ferðatorgsins geta fengið að sjá og upplifa eru 1500 kílóa rostungur, uppstoppaður selur og sprang að vestmannaeyskum sið. Ferðaútgáfan Heimur útnefndi við opnunina ferðafrömuð ársins 2004. Heiðurinn hlaut Guðrún Bergmann fyrir uppbyggingu á vistvænni ferðaþjónustu á Hellnum á Snæfellsnesi sem hún hefur staðið að, ásamt manni sínum Guðlaugi Bergmann sem lést í desember á síðasta ári. Í fyrra var viðurkenningin afhent í fyrsta sinn og varð þá fyrir valinu „galdramaðurinn“ Jón Jónsson á Kirkjubóli á Ströndum, sem hefur undanfarin ár unnið að uppbygg- ingu galdrasýningar á Ströndum. Morgunblaðið/Þorkell Guðrún Bergmann ferðafrömuður ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.