Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ííslensku gegna hugtökin‘hreyfing’ og ‘dvöl’ mikil-vægu hlutverki. Þau komat.d. fram með kerfis- bundnum hætti í notkun og mynd ýmissa staðaratviksorða. Þannig er mikill munur á atviksorðunum upp, uppi og ofan og fram, frammi og framan. Framangreind atviks- orð og ýmis önnur mynda nokkurs konar samstæður sem gegna m.a. því hlutverki að staðsetja hlutina í tíma eða rúmi (hvar) eða þau vísa til hreyfingar, hvert og hvaðan. Svipuð kerfi má greina í ýmsum öðrum tungumálim (d. på < upp á; e. upon, into; þ. hinauf, hinein) en umsjónarmaður þekkir ekkert mál sem notar staðaratviksorð í jafn ríkum mæli og íslenska. Gera má ráð fyrir að staðsetning hluta og afstaða þeirra hafi skipt meira máli á öldum áður en nú á dögum, á þeim tíma er menn voru í nánu sambýli við landið og náttúruna. Málbeiting er orðin sérhæfðari en áður var. Enda er það svo að í ýms- um grannmála okkar virðist rétt- mætt að tala um leifar slíks kerfis. En í íslensku er kerfið afar virkt og lifandi og í flestum tilvikum eru Ís- lendingar sammála um merkingu og notkun orðasambanda sem vísa til þess. Nú er það auðvitað svo að ís- lenska er ekki kyrrstæð, skiln- ingur manna á orðasamböndum getur breyst — og hefur vissulega breyst í mörgum tilvikum. Fram til þessa hafa málnotendur verið sam- mála um notkun orðasambandsins ná sér niðri á e-m í merkingunni ‘ná fram hefndum, hefna sín á e-m, t.d.’: ná sér niðri á andstæðingum sínum í stjórnmálum eða ná sér niðri á manni. Í nútímamáli hefur umsjónarmaður oft rekist á mynd- ina ná sér niður á e-m, t.d.: Hins vegar dylst engum að valdastéttin í Úkraínu vill gjarnan ná sér niður á Júlíu Tímósjenko (Mbl. 7.12.04). Þetta er nýmæli sem á sér enga stoð í uppruna né traustum heim- ildum. Það er auðvitað mikill mun- ur á því að ná sér/e-u niður og ná sér niðri á e-m. Bein merking orða- sambandsins ná sér niðri er trú- lega ‘kenna botns’ og merking- arþróunina má hugsa sér svo: ‘ná til botns’ > ‘ná til fulls’ > ‘hefna sín (til fulls)’. Af sama meiði eru ýmis önnur nýmæli í nútímamáli, t.d. hafa upp á e-m (verður hafa uppi á e-m) og þefa/snuðra e-ð (frétt) upp (verður þefa/snuðra e-ð uppi). Í tilvikum sem þessum þykir umsjónarmanni rétt að fara eftir málvenju. Í síðasta þætti var vikið að því sem kallað var leynd áhrif ensku á íslensku. Með því var átt við að notuð væru íslensk orð og orða- sambönd en setningaskipan væri ensk. Nú skal vikið að öðru dæmi af þessum toga. Í ensku og ýmsum öðrum málum er algengt að nafn- háttur eða fallsetning (að-setning eða spurn- arsetning) standi fremst í málsgrein og umsagnarliður komi síðan á eftir, t.d.: Að svona lítið sé gert úr fólki ... er með ein- dæmum (Mbl. 10.2.05.); Að þjóð sem er svona háð sjáv- arútvegi skuli ekki við- urkenna það ... er illskiljanlegt (Mbl. 10.2.05.); Hvar upptökin eru er ómögulegt að segja til um (Útv. 13.2.05.); Að lögsækja menn er ekki skynsamlegt og Að lesa leik- inn vel er mikilvægast. Málnotkun sem þessi er að vísu ekki ný af nál- inni en umsjónarmanni virðist hún hafa aukist í nútímamáli, ef til vill af þeirri ástæðu að mikið efni er þýtt beint af ensku á íslensku. Um- sjónarmanni þykir ekki mikil reisn yfir slíkum stílbrögðum. Þau eru framandleg og virðast í flestum til- vikum óþörf en um það er best að hver dæmi fyrir sig. Venjulega eru sagnirnar opna og loka áhrifssagnir og er andlag þeirra það sem opnað er eða lokað, t.d.: Hún opnaði pakkann og hún lokaði dyrunum. Í nútímamáli er alloft brugðið út af þessari reglu þannig að þær eru notaðar sem áhrifslausar sagnir og verður þá það sem opnað er eða lokað að frumlagi þeirra, t.d.: Kjörstaðir opnuðu í Írak kl. fjögur í nótt (Fréttabl. 30.1.05.) og búðin lokar kl. sex, sbr. enn fremur: Verslunin flytur (‘verður flutt’). Flestir ættu að geta verið sammála um að ‘kjör- staður opnar hvorki eitt né neitt’ og ‘búð/verslun lokar engu’. Hér væri eðlilegt að segja Kjörstaðir voru opnaðir ... og búðinni verður lokað ... Eiður Guðnason minnir á að hlutabréf geta ekki skipt um hend- ur, enda handalaus. Hér er um að ræða nýmæli, fengið úr ensku (change hands). Þótt hvert orð sé hér íslenskt getur slík málbeiting ekki talist til fyrirmyndar. Þýð- ingin er ekki rökrétt, nánast kjána- leg, og orðasambandið er ekki að finna í rituðum heimildum; hefur ekki öðlast þegnrétt í vönduðu máli. Úr handraðanum Hér að framan var vikið að því að hugtökin ‘hreyfing’ og ‘kyrr- staða’ væru mikilvæg í íslensku. Jafnframt var minnst á að í ýmsum tilvikum gæti skilningur manna á ýmsum orðasamböndum breyst. Sem dæmi um þetta má nefna orðatiltækið halda e-u á loft/(lofti), t.d.: Sumum finnst þingmaðurinn leitast um of við að halda eigin ágæti á loft og því skal eigi á loft halda sem leynt á að fara. – Svipað orðafar er algengt í fornu máli, t.d.: Konungur gaf Gesti kerti og sagði sjálft kveikjast mundu, ef því væri á loft haldið; kom það ekki mjög á loft fyrir alþýðu manna og Finnboga var vel til hans og hélt honum mjög á loft fyrir sakir konu sinnar. Dæmin sýna að upp- runalega vísar líkingin til hreyf- ingar (ekki dvalar). Það sést ann- ars vegar á því að í eldra máli er ávallt notuð þolfallsmyndin loft (halda e-u á loft) og hins vegar á því að sé atviksorð notað í stað for- setningarliðarins kemur ávallt fram styttri myndin (vísar til hreyfingar), t.d. halda e-u fram (< halda fram máli). Í síðari alda máli hefur skilningur manna breyst þannig að sumum finns orðatiltækið vísa til dvalar: halda e-u á lofti. Elsta dæmi um þá breytingu er frá fyrri hluta 19. ald- ar. Ýmsar hliðstæðar breytingar eru kunnar, t.d. halda e-u upp > halda e-u uppi. Gera má ráð fyr- ir að staðsetn- ing hluta og af- staða þeirra hafi skipt meira máli á öldum áður en nú á dögum, á þeim tíma er menn voru í nánu sambýli við landið og náttúruna. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 48. þáttur. ÞEGAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét af störfum borgarstjóra og tók fimmta sæti á lista Samfylking- arinnar í Reykjavík norður var Sam- fylkingin sammála um að hún leiddi flokkinn á landsvísu sem forsætisráð- herraefni flokksins. Allir virtust þá á einu máli um að hún tæki við for- mannsstöðu í flokknum enda föst hefð fyrir því að aðeins formenn stjórmálaflokka hafa orðið forsætis- ráðherrar. Ég man ekki betur en Össur Skarphéðinsson hafi ítrekað í kosningabaráttunni fyrir alþing- iskosningarnar sagt að hann myndi standa upp úr stól formanns Sam- fylkingarinnar á næsta flokksþingi ef Ingibjörg Sólrún gæfi kost á sér til formanns, enda í fullu samræmi við vilja þingflokks og fulltrúaráðs að hún yrði forsætisráðherraefni flokks- ins. Ég tel fullvíst að kjósendur Sam- fylkingarinnar vilji að við þau fyr- irheit verði staðið, enda vitað að þúsundir kjósenda komu til liðs við flokkinn hennar vegna. Ingibjörg hef- ur eins og kunnugt er gefið kost á sér sem formannsefni á komandi lands- fundi. Nú er því rétti tíminn fyrir Össur, þingflokkinn og fulltrúaráð flokksins að lýsa yfir fullum stuðningi við formannskjör Ingibjargar áður en til landsfundar kemur. Öflugan jafnaðarmannaflokk Þá loks að tekist hefur að mynda öfl- ugan jafnarmannaflokk á Íslandi megum við ekki undir neinum kring- umstæðum taka áhættu á að kljúfa eða sundra flokknum. Samfylkingin er ennþá í mótun, þó hún að nafninu til sé einn stjórnmálaflokkur. Sá sem þetta ritar hefur á langri ævi upplifað pólitíska sundrungu vinstri manna í meira en hálfa öld. Draumurinn um sterkan jafn- aðarmannaflokk hefur ræst og við getum aðeins eflt hann og stækkað með samstilltu átaki sem grundvall- ast á málefnalegum og heiðarlegum vinnubrögðum. Gefum ekki andstæð- ingum okkar tækifæri að hafa áhrif á kosningu formanns Samfylking- arinnar, við vitum að forustumenn annara stjórnmálaflokka eru vel með- vitaðir um styrkleika Ingibjargar og vilja koma í veg fyrir að hún hljóti kosningu. Það er dapurlegt að þurfa að vera vitni að því, að ákveðnir þing- menn og ráðamenn Samfylking- arinnar skuli lýsa yfir stuðningi við Össur til formannskjörs á þessum tíma og þannig stuðla að sundrungu í flokknum. Þessir sömu þingmenn kepptust við að lýsa yfir stuðningi við Ingibjörgu fyrir síðustu alþingiskosn- ingar enda öllum ljóst að liðsstyrkur hennar og vinsældir náðu langt út fyrir raðir Samfylkingarinnar. Ingi- björg hefur ávallt komið skoðunum sínum á framfæri á rökvísan og skil- virkan hátt og sýnt samborgurum sínum virðingu og heilindi. Hún er óumdeilanlega okkar langsterkasta foringjaefni og varla hefur það farið framhjá neinum sem unnu við und- irbúning alþingiskosninganna eða að kosningu R-listans hversu vel kjós- endur tóku hennar framboði og voru boðnir og búnir að leggja henni lið. Skipta um formann Kæri Össur, við viljum njóta þinna starfskrafta áfram, bestu þakkir fyrir framlag þitt til flokksins bæði sem formaður og þingmaður, en í hrein- skilni sagt nú er tímabært að skipta um formann og standa við fyrri loforð um að forsætisráðherraefni flokksins Ingibjörg Sólrún skuli vera formaður Samfylkingarinnar. Sú umræða sem fram hefur farið um væntanlegan kosningaslag Össurar og Ingibjargar er flokknum til vansæmdar, látum ekki pólitíska andstæðinga okkar hagnast á slíkri fiflhyggju. Það er alltaf einhver innbyggð meinsemd í okkur öllum, en heilbrygð skynsemi, skýr og rökrétt pólitísk hugsun er það sem til þarf til að ná farsælli lend- ingu í þessum formannsslag. Mér þykir afar vænt um flokkinn okkar, stöndum vörð um að mál- efnaleg umræða fari fram á flokks- legum forsendum. Ég sé Ingibjörgu fyrir mér sem stjórnmálaforingja sem mun sam- ræma og skipuleggja betur stefnu- mörkun flokksins og blása mönnum í brjóst von og dug til góðra sameig- inlegra verkefna. Foringjahæfileikar hennar komu vel fram í þrennum borgarstjórnarkosningum þar sem hún stýrði R-listanum til sigurs og sem borgarstjóri í hartnær 10 ár sýndi hún vel hvaða hæfileika hún hefur til að bera. KRISTJÁN PÉTURSSON, fv. deildarstjóri. Áskorun til formanns Samfylkingarinnar Frá Kristjáni Péturssyni ÞEGAR olíukóngarnir urðu uppvísir að ólöglegu samráði á síðasta ári var málinu vísað til stofnunar sem ber nafnið Samkeppnisstofnun. Orðið hefur forskeyti og er samsett úr tveimur orðstofnum. Um samsett orð gilda reglurnar að fyrri hlutinn skal vera stofn orðsins, eignarfall eintölu eða eignarfall fleirtölu. Orðið keppni er óbeygjanlegt kvenkynsorð sem endar á i og er ekki til í fleirtölu nema hjá þeim allra hörðustu. Við höfum fullt af svona kvenkynsorðum sem enda á i og eru óbeygjanleg. Dæmi: gleði, heppni, samheldni, bjartsýni, leikfimi, elli, hlýðni, hnýsni, fyndni, reiði. Þegar þessi orð koma sem fyrri hluti samsetts orðs, verður sá hluti óbreyttur. Dæmi: gleðisöngur, heppnisigur, bjart- sýnikast, leikfimihús, elliglöp, reiði- kast. Samkeppnisstofnun á því að heita Samkeppnistofnun. Þér finnst orðin í upptalningunni hér á undan líklega mismunandi kunnugleg. Það stafar af því að þetta auka s hefur ekki enn náð að troða sér inn í samskeytin í öllum orðunum. Við erum vön essinu í sumum orðum en ekki í öðrum sem betur fer. Hendum essinu út þar sem það á ekki heima. Hvernig stendur á því að við höfum troðið essinu inn í samskeytin á nokkrum samsettum orðum þar sem það á ekki að vera? Ástæðan er vafalítið að við eigum allmörg hvorugkynsorð sem bæta við sig s í eignarfalli eintölu og þar sem slíkt orð er fyrri hluti í samsettu orði og eignarfall orðsins notað kem- ur essið sjálfkrafa og á þarna heima með réttu. Við höfum gleymt að taka mið af þessum mun. Pössum okkur á óbeygjanlegu kvenkynsorðunum í fyrri hluta samsetts orðs. Ekki setja s þar inn. Í dag höfum við í málinu orðin ráðunautur og ráðuneyti. Ef við skoðum aftur reglurnar um samsett orð, kemur í ljós að ráðu á ekki rétt á sér. Stofninn er ráð, eignarfall ein- tölu ráðs og eignarfall fleirtölu ráða. Í ritverki frá næstsíðustu aldamót- um er talað um ráðanauta. Ráða- neyti hef ég ekki fundið en eins og allir geta séð passar ráðu ekki eftir reglunum. Hreinsum frekar en sóða út. ÞORSTEINN PÉTURSSON, Árbergi 3, 320 Reykholti. Ambögumálfar Frá Þorsteini Péturssyni ÞAÐ ER vægast sagt sárgrætilegt að eldri borgarar skuli þurfa að heyja harða kjarabaráttu fyrir hönd þeirra sem hafa annað tveggja, trygg- ingabætur einar að lifibrauði eða þá einhverja hungurlús úr lífeyrissjóði og þá skertar trygg- ingabætur á móti. Það skal hins vegar vonað og engu öðru í raun trúað en að nú í kjölfar nýgjörðra samninga ríkisvalds við starfs- stéttir sínar, þar sem um verulega kaup- hækkun var samið og einkanlega mætt þeim sem lægst höfðu laun- in, þá taki ríkisvaldið á sig rögg og komi veru- lega til móts við sanngjarnar kröfur eldri borgara um bætt kjör. Ekki sízt ætti það að vera ljúf skylda nú í öllu góðærinu að brúa það launabil sem myndast hefur á liðnum árum varð- andi þá staðreynd að laun eldri borg- ara hafa ekki fylgt neinni eðlilegri viðmiðun annarri í þjóðfélaginu. En eldri borgarar kunna líka vel að meta ýmsar réttarbætur sem koma þeim á ýmsan veg til góða. Við höfum t.d. reifað við ráðherra og hans fólk þá eindregnu ósk okkar að ráðstöfunarfé (vasapeningar) fólks á dvalarheimilum verði hækkað veru- lega og sannast sagna svo vel í það tekið þar á bæ, að við gjörum okkur von um að þar verði fljótlega ráðin á bragarbót, enda kostnaður ekki svo ýkja mikill fyrir ríkið, þó miklu skipti fyrir þá sem njóta munu. Þetta kom mætavel í ljós, þegar við hjá Ör- yrkjabandalaginu höfð- um alllengi farið fram á hækkun þessa bóta- flokks, að þáverandi tryggingaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, tók á sig rögg og hækk- aði ráðstöfunarféð (vasapeningana) um 50% og kostaði ekki marga milljónatugi, en var sannarlega mjög vel metið af njótendum. Og ekki skal gleymt síðustu aðgjörð trygg- ingaráðherra Jóns Kristjánssonar varðandi endur- greiðslu tannviðgerða eldra fólks sem virkilega ber að fagna og þakka. Ráðherra hefur lengi stefnt að þess- ari réttarbót og forganga hans þarna hin bezta. Þetta varðar tannheilsu miklu og það að fólk haldi sínum tönnum svo lengi sem unnt er. Greiðsluþátttaka hvað varðar krónur og brýr, þessar rándýru aðgerðir, er vissulega mjög til bóta og gjörir von- andi mörgum kleift að ráðast í slíkar aðgjörðir í stað þess að fá sér gervi- tennur. Undirritaður veit vel að ráðherra tryggingamála hefur barist fyrir því að ákveðin endurgreiðsla vegna gler- augna megi koma til og vonum við sannarlega að fram gangi sem fyrst. Að lokum þetta: Eldri borgarar setja eingöngu fram sanngjarnar óskir um sjálfsagðar leiðréttingar kjara þeirra sem minnst hafa og treysta einmitt í ljósi þessarar sann- girni á skilning stjórnvalda að koma þar myndarlega til móts. Eldri borgarar kunna líka vel að meta hin smærri skrefin í réttinda- málum og því er hvort tveggja árétt- að: óskir um bætt kjör þeim til handa sem lifa í dag við fátæktarmörk og jafnvel undir þeim og þakkir fyrir þá áfanga sem að er unnið af einlægni og góðum vilja svo sem fram- angreind dæmi sanna. Hvert skref skiptir máli Helgi Seljan fjallar um málefni eldri borgara Helgi Seljan ’Ingibjörg Pálmadóttirtók á sig rögg og hækkaði ráðstöfunarféð (vasapeningana) um 50% og kostaði ekki marga milljónatugi, en var sannarlega mjög vel metið af njótendum.‘ Höfundur er varaformaður FEB í Reykjavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.