Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍMINN SELDUR Formenn stjórnarflokkanna hafa handsalað samkomulag sín í milli, um það með hvaða hætti verður staðið að sölu Símans. Sam- komulagið felur í sér að Síminn verður seldur í einu lagi, en jafn- framt að eigi færri en þrír hópar eða einstaklingar verða að standa að kaupunum og má enginn einn fjár- festir eiga meira en 40% til 45% hlut. Páfa ekki hugað líf Milljónir manna úti um allan heim biðu fyrir Jóhannesi Páli II páfa í gær þegar skýrt var frá því að ástand hans væri orðið mjög alvar- legt vegna hjarta- og nýrnabilunar, auk þess sem hann átti erfitt með öndun. Var páfa ekki hugað líf. Verður ekki fréttastjóri Auðun Georg Ólafsson ákvað seinnipartinn í gær að þiggja ekki starf fréttastjóra vegna aðstæðna á fréttastofu Ríkisútvarpsins og muni því ekki skrifa undir ráðningar- samning að því er fram kemur í yf- irlýsingu sem hann sendi frá sér. Rætt um yfirtöku á S&F Stjórn breska fjárfestingarbank- ans Singer & Friedlander sendi í gær tilkynningu í bresku kauphöll- ina þar sem staðfestar voru við- ræður við Kaupþing banka sem leitt gætu til kaupa Kaupþings á öllu hlutafé bankans. Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á að brugðið geti til beggja vona í viðræðunum. Það muni skýrast þegar fram líður. Mugabe sakaður um svik Flokkur Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, fékk öruggan meirihluta á þingi landsins í kosningum í fyrra- dag samkvæmt síðustu kjörtölum í gær. Stjórnarandstaðan sakaði Mugabe um „stórfelld kosn- ingasvik“. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                 ! " #    $     %&' ( )***           Í dag Fréttaskýring 8 Forystugrein 34 Úr verinu 14 Skák 39 Viðskipti 15 Minningar 41/49 Erlent 18/19 Kirkjustarf 49 Akureyri 23 Messur 50/51 Árborg 24 Dagbók 56/58 Landið 25 Víkverji 56 Daglegt líf 26/27 Staður og stund 58 Ferðalög 28/29 Menning 59/61 Úr Vesturheimi 30 Ljósvakamiðlar 66 Listir 31 Staksteinar 67 Umræðan 32/39 Veður 67 * * * LYFJAGREIÐSLUNEFND, sem ákveður leyfi- lega hámarksálagningu lyfseðilsskyldra lyfja í heildsölu og smásölu hér á landi, hefur ákveðið að breyta smásöluálagningu í áföngum með það að markmiði að smásöluverð hér verði áþekkt því sem er á hinu Evrópska efnahagssvæði, einkum í Danmörku og í Finnlandi. Tekur fyrsti áfanginn gildi um næstu mánaðamót, en aðlöguninni á að vera að fullu náð fyrir árslok á næsta ári, 2006. Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði að fulltrúi lyfjasmásala í nefndinni hefði staðið að ákvörðuninni með öðrum nefndarmönn- um. Ákveðið hefði verið að vinna að því að lækka verð hér á landi til samræmis við það sem gerðist í Danmörku og í Finnlandi. Þetta yrði gert í fjórum áföngum og fyrsti áfanginn kæmi til framkvæmda 1. maí næstkomandi. Þar væri að vísu ekki um stóran áfanga að ræða, en yrði þó til þess að nær öll lyfseðilsskyld lyf lækkuðu í verði. Páll benti á að þegar væri samningur í gildi við lyfjaheildsala um lækkun á verði í áföngum þannig að meðalheildsöluverð hér yrði hliðstætt meðaltali af heildsöluverði í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þeim áfanga ætti að ná að fullu nokkru fyrr en hvað smásöluna snerti eða 1. september 2006. „Ég lít svo á að það sé mjög mikilvægt að hafa náð þessum áfanga og að fulltrúi lyfjasmásala standi að honum,“ sagði Páll. Hann sagði að jafnframt hefði verið ákveðið að setja vinnuhóp á laggirnar til að fara yfir og bera saman kringumstæðurnar í þessum löndum hvað lyfjasölu snerti. Þar kæmi til skoðunar skatt- heimta sem væri ólík í löndunum, auk þess sem mismunandi kröfur væru gerðar til lyfsölu í lönd- unum. Þannig væru meiri kröfur gerðar til lyfsölu hér á landi í sumum tilvikum en annars staðar og taka þyrfti tillit til þess annaðhvort með því að slaka á þessum kröfum eða meta þær til verðs. „Það eru ýmsar íþyngjandi kröfur sem gerðar eru til lyfjaverslunar hér, sem sýnist kannski vera óhætt að slaka á og eru stífari en annars staðar,“ sagði Páll ennfremur. Stefnt að hliðstæðu lyfjaverði hér og í Danmörku og Finnlandi JÓNAS Bergmann Jónsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykja- vík, andaðist á Landa- kotsspítala aðfaranótt 1. apríl, tæplega 97 ára að aldri. Jónas fæddist á Torfalæk í Austur- Húnavatnssýslu 8. apr- íl 1908. Hann lauk kennara- prófi 1934 og nam við kennaraskóla í Gauta- borg 1938. Árið 1928 hóf hann feril sinn sem kennari í Torfalækjar- hreppi og kenndi síðan við Laugar- nesskóla í Reykjavík til 1943. Jónas varð þá fræðslufulltrúi og síðar fræðslustjóri í Reykjavík og gegndi því starfi í 30 ár. Hann tók virkan þátt í mótun nýrra hugmynda um skóla- og upp- eldismál, kynningu nýrrar kennslu- tækni og hrinti í framkvæmd breyttu skipulagi náms og kennslu í skólum borgarinnar. Jónas var formaður kennarafélags Laugarnesskóla 1935–43, sat í stjórn Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 1939–42 og í stjórn Sam- bands íslenskra barnakennara 1942– 50. Jónas var formaður barnavernd- arnefndar Reykjavíkur 1946–50, for- maður forstöðunefndar Námsflokka Reykja- víkur frá 1946–54. Einnig samdi hann kennslubækur og skrif- aði greinar um uppeld- ismál og fræðslumál í blöð og tímarit. Jónas tók mikinn þátt í félagsmálum. Hann var formaður Barnaverndarráðs Ís- lands 1953–57 og fram- kvæmdastjóri Íþrótta- ráðs Reykjavíkur frá stofnun þess 1962 og til 1973. Hann sat í stjórn Bandalags íslenskra skáta frá 1950 og var skátahöfðingi Íslands 1958– 71. Jónas sat í stjórn Reykjavíkur- deildar Rauða kross Íslands frá stofnun 1949–79 og var ritari í stjórn Rauða kross Íslands 1975–79. Jónas var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1961 og stórriddarakrossi 1972. Þá var Jónas kjörinn heiðursdoktor við Kenn- araháskóla Íslands 2001. Eftirlifandi eiginkona Jónasar er Guðrún Ö. Stephensen. Þau eignuð- ust fjögur börn, Jón Torfa prófessor við Háskóla Íslands, Ögmund al- þingismann og formann BSRB, Ingi- björgu fræðslustjóra KB banka og Björn bókaútgefanda. Andlát JÓNAS B. JÓNSSON VORVEIÐIN fór víðast mjög vel af stað í gær þótt kalt hafi verið suð- vestanlands opnunarmorguninn. Í Varmá veiddi Ólafur Hauksson boltaregnbogasilung, sem sam- kvæmt mælingum Morgunblaðsins var 76 sentimetra langur og 6,2 kíló eða 12,5 pund að þyngd blóðgaður og er þetta trúlega einn stærsti regnbogi sem veiðst hefur í á hér á Íslandi til þessa. Víða veiddist mjög vel, til að mynda í Tungufljóti, Geir- landsá, Vatnamótunum, Ytri-Rangá og ágætlega veiddist í Tungulæk, Minnivallarlæk og Litluá fyrir norðan. Þótt kalt hafi verið vestanlands snemma í gærmorgun var sólskin, blíðviðri og fögur jöklasýn þegar þeir Ragnar Johansen og Þórður Björnsson hófu vorveiðina í Vatna- mótunum austan við Kirkjubæjar- klaustur. Aðeins 15 mínútum síðar veiddist fyrsti birtingur ársins í Vatnamótunum, sex punda hæng- ur, á flæðarmúsina, og skömmu síð- ar fékk Þórður um níu punda birt- ing eftir harða viðureign enda aðeins með 30 metra í undirlínu og hóflega sterkan taum. „Það voru ekki eftir nema svona fimm metrar af undirlínunni þegar hann stopp- aði. Þetta er alveg dýrlegt, getur ekki verið betra,“ sagði Þórður. Létt var yfir árnefndarmönnum úr Stangaveiðifélagi Keflavíkur þegar Morgunblaðið heimsótti þá við Geirlandsána skömmu fyrir hádegi, þeir höfðu þá veitt sjö birtinga, þar af 86 cm hrygnu. „Þetta hefur verið 18 til 19 punda fiskur þegar hann gekk í ána, örugglega það,“ sagði Gunnar J. Óskarsson, formaður veiðifélagsins. Allir komu þessir birtingar af Ármótunum, sem er langgjöfulasti veiðistaður árinnar. „ Þetta er staður sem gefur um 90– 95% allrar veiði á vorin,“ segir Gunnar. Veiðimenn sem Morgunblaðið hitti við veiðistaðinn Syðri-Hólma í Tungufljóti voru hinir hressustu enda veitt feikivel, 20–30 birtinga, bæði við hólmann og eins á Flögu- bökkunum en í Tungufljóti er öllum fiski sleppt á vorin. Þeir sögðu birt- inginn hafa sýnt sig í yfirborðinu og hugðust reyna fyrir sér með stórum þurrflugum. Í þann mund sem Morgunblaðs- menn komu að Ytri-Rangá settu veiðimenn þar í vænan birting sem reyndist um 10 pund. Þeir höfðu þá veitt tæpan tug birtinga og eitthvað af niðurgöngulaxi og voru hinir ánægðustu með daginn. Margir veiðimenn lögðu leið sína að Vífilsstaðavatni en vatnið var kalt og menn urðu ekki varir. Vorveiðin á silungi víðast hvar mjög góð sunnanlands á opnunardaginn Morgunblaðið/Einar Falur Þórður Björnsson landar fyrsta sjóbirtingi ársins í Vatnamótunum, um sex punda hæng sem tók flæðarmúsina og fékk að synda aftur út í strauminn. Risaregnbogi úr Varmá Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.