Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn vill vera góður við sjálfan sig núna og láta eftir sér alls kyns duttlunga og uppátæki. Hann vill líka dekra við sína nánustu. Njóttu þín. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þig langar ekki sérstaklega til þess að vinna í dag. Slakaðu á og gerðu það sem þér þykir skemmtilegast ef þú getur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert í stuði til þess að dekra við smá- fólkið um þessar mundir. Þú kaupir gjaf- ir og ferð með börnin á spennandi og skemmtilega staði. Þig langar til þess að lyfta þér upp. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu daginn til þess að slappa af heima og gera eins lítið og þér er frekast unnt. Gerðu bara það allra nauðsynleg- asta. Nú er komið að þér að huga að geð- heilsunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki fara yfir strikið í samræðum við náungann í dag. Ljónið er tilfinninga- ríkt, ýkt og leikrænt þessa dagana. Það er að segja enn meira en venjulega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er auðveldara en þig grunar að sleppa sér lausum í kaupum á yfirdrifn- um munaðarvarningi núna. Hafðu það í huga. Ef þú hefur ráð á því er það hins vegar bara skemmtilegt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Notaðu daginn og njóttu þess að vera í góðum félagsskap. Fólk leggur sig sér- staklega fram við að gera þér til hæfis og öfugt. Jákvæðni og bjartsýni liggja í loft- inu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu óhóf í neyslu áfengis og sæl- gætis (eða matar). Hætt er við að þú lát- ir freistast og farir yfir strikið í dag og heilsan bíði tjón af. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu eitthvað út í dag. Þú nýtur þess að stunda íþróttir og hreyfa þig úti undir beru lofti núna. Einnig hefur þú gaman af því að sprella með smáfólkinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gættu þess að teygja þig ekki of langt eða lofa upp í ermina á þér í dag, einkum og sér í lagi í samtölum við foreldra, stjórnendur eða yfirboðara. Hugsaðu þig tvisvar um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki lofa öllu fögru í dag, þú munt sjá eftir því. Þér hættir til þess að ýkja eða fara yfir strikið í samræðum við náung- ann. Farðu varlega. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Segjum sem svo að fiskurinn fari í skó- leiðangur í dag. Líklega kaupir hann þrjú pör. Þannig er stemningin í dag, fólk fer yfir strikið í því sem það hefur ánægju af. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikil hugsjónamanneskja og í augum sumra er sýn þín á veröldina stundum barnaleg. Að þínu mati hefur þú einfaldlega bara trú á framtíðinni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 þjófnað, 4 heil- næmt, 7 krók, 8 fnykur, 9 dolla, 11 þarmur, 13 spil, 14 heiðurinn, 15 bjartur, 17 skott, 20 brodd, 22 bryddingar, 23 ótti, 24 braks, 25 afkomendur. Lóðrétt | 1 rengla, 2 ekki gamall, 3 geðflækja, 4 lof, 5 losuð, 6 sjúga, 10 fýla, 12 þegar, 13 forfeður, 15 legubekkjum, 16 heldur, 18 öldugangurinn, 19 nytjalönd, 20 afurðar, 21 atgervis. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 faðirvors, 8 labbi, 9 teigs, 10 net, 11 sárin, 13 af- ana, 15 svöng, 18 álaga, 21 Róm, 22 klaga, 23 ættin, 24 hindraðir. Lóðrétt | 2 afber, 3 iðinn, 4 votta, 5 reika, 6 Olís, 7 assa, 12 inn, 14 fól, 15 sekk, 16 örari, 17 grand, 18 ámæla, 19 aftri, 20 agns.  Tónlist Glerárkirkja | Söngleikurinn Líf og friður eftir Per Harling. Skemmtileg fjölskyldu- skemmtun. Kórarnir munu flytja þennan söngleik einnig á Kirkjudögum í Skóla- vörðuholti hinn 25. júní. Grand Rokk | Hljómsveitin Jan Mayen spil- ar í kvöld ásamt hljómsveitunum Shadow Parade og Lokbrá. Húsið opnað kl. 23. Háskólabíó | Sinfóníutónleikar kl. 15. Tón- sprotinn. Tveggja alda minning H.C. Ander- sens. Hljómsveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson. Árni Björnsson: Forleikur að Nýársnóttinni, B. Lorentzen: Eldfærin, Benjamin Britten: Hljómsveitin kynnir sig. Kaffi Hljómalind | Tónleikar í Hljómalind, Laugavegi 26, laugardaginn 2. apríl. 500 kr. inn. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20. Fram koma: Mark Steiner, We Painted The Walls og Doddinn. Nasa | Alliance française býður á tónleika með Elios og Boulou Ferré, jazztónlistar- mönnum á Nasa laugardaginn 2. apríl kl. 17. Aðgangur ókeypis. Salurinn | Kammertónleikar kl. 13 – Tón- leikar kennara Tónlistarskóla Kópavogs. Margrét Kristjánsdóttir, fiðla, Rúnar Ósk- arsson, klarinett, Guðrún Birgisdóttir, þver- flauta, Tómas Guðni Eggertsson, píanó, Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó. Tónlist eftir Bartók, Stravinsky, Sjostakovitsj, Martinu og Enescu. Salurinn | Tíbrá: Svítur Bachs fyrir ein- leiksselló kl. 20. Fyrri hluti. Gunnar Kvaran. Einleikssvítur Bachs nr. 1, nr. 5 og nr. 3. Seltjarnarneskirkja | Árlegir tónleikar Samkórs Mýramanna verða haldnir í Sel- tjarnarneskirkju 2. apríl kl. 15. Stjórnandi kórsins er Jónína Erna Arnardóttir. Þrír undirleikarar og fimm einsöngvarar taka þátt í tónleikunum. Smekkleysa, plötubúð – Humar eða frægð | Jakobínarína unnu nýverið, eins og margir hafa tekið eftir, Músíktilraunir 2005. Hljómsveitin kemur úr Áslandinu í Hafnarfirði og spilar nýrokk í anda The Cure, The Specials, Killing Joke o.fl. Myndlist Bananananas | Tinna Kvaran sýnir. Met- orðastiginn er heiti og verk sýningarinnar. Geta gestir mátað sig við hann og séð hvort það eigi við þá að vera príla í þessum stiga. Opið er um helgina föst. og laug. Sýningin stendur til 9. apríl. Energia | Málverkasýning aprílmánaðar á Energia í Smáralind. Ólöf Björg er útskrifuð úr Listaháskóla Íslands ásamt því að hafa stundað nám bæði í Kóreu og á Spáni. Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minnismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista, Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri listmuni í Menningarsal á fyrstu hæð. Íslenskt leirgólf | Myndlistarmaðurinn Sig- ríður Erla Guðmundsdóttir heldur sýningu á nýju verki sínu í heimili sínu, Þrastarási 3, Hafnarfirði, laugardaginn 2. apríl. Verk Sig- ríðar liggur í 65 fermetra gólfi og er það unnið úr leir úr Dalasýslu. Sýningin er að- eins opin þennan dag frá kl. 14–20. Allir velkomnir. Kaffi Sólon | Birgir Breiðdal opnar mál- verkasýningu í dag kl. 17. Sýningin mun standa til 30. apríl. Birgir vinnur aðeins við gerð eins verks sem hefur ekkert upphaf né endi, eins konar dagbók þar sem hann safnar öllum verkum í eitt stafrænt verk. Auður Inga Ingvarsdóttir – form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garðars- dóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Norræna húsið | „Farfuglarnir“ myndlist- arsýning sex norrænna myndlistarmanna frá Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Flest verkin eru gerð á pappír. Sýnigin er opin daglega, nema mánudaga, frá kl. 12.-17. Stendur til 24. apríl. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrateinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hallgrímur Péturs- son (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmynda- sýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslendingar í Ricc- ione, ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Opið kl. 11–17. Leiklist Borgarleikhúsið | „Segðu mér allt“ eftir Kristínu Ómarsdóttur er sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins. Álfrún Örnólfsdóttur leikur Guðrúnu sem er 12 ára í hjólastól. Aðrir leikendur: Marta Nordal, Ellert Ingi- mundarson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Þór Tulinius. Leikstjóri: Auður Bjarnadóttir. Leikmynd: Rebekka Ingimundard. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli skemmta í kvöld. Breiðfirðingabúð | Vorball Átthagafélags Strandamanna verður haldið 2. apríl. Hljómsveitin Klassík. Húsið opnað kl. 22. Kaffi Sólon | Dj. Svali skemmtir dansfíklum Sólon föstudags- og laugardagskvöld. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Þúsöld í kvöld og hljómsveitin Úlfarnir á laugardagskvöld. Kringlukráin | Sixties heldur fjörinu uppi alla helgina 1. og 2. apríl. Stuðið hefst kl. 23 báða dagana. Vélsmiðjan, Akureyri | Rokksveit Rúnars Júlíussonar leikur fyrir dansi föstudag og laugardag. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Fundir Breiðfirðingabúð | Félag breiðfirska kvenna heldur fund mánudaginn 4. apríl kl. 20. Gestur fundarins verður Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona. Félag einhleypra | Félag einhleypra heldur fund í Konnakoti, Hverfisgötu 105, í dag kl. 21. ITC-Fífa | Í tilefni af 50 ára afmæli Kópa- vogs mun ITC deildin Fífa tileinka Kópa- vogsbæ fundinn 6. apríl kl. 20.15 í félags- miðstöðinni Gjábakka, Fannborg 8. Gestur fundar er Hansína Björgvinsdóttir bæjar- stjóri. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Uppl. gefur Guðrún í síma 698 0144 gudrunsv@simnet.is. Samfylkingarmiðstöðin | Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir alþingismaður er máls- hefjandi á opnum laugardagsfundi Sam- fylkingarfélagsins í Reykjavík um stöðuna á Landspítalanum, önnur brýn heilbrigð- ismál, og helstu tíðindi vikunnar rædd ef tími gefst til. Fundurinn er haldin á Hall- veigarstíg 1 kl. 11–13. Kynning Ferðatorgið 2005 | Ferðamálasamtök Ís- lands opnuðu markaðstorg ferðaþjónust- unnar í Vetrargarði Smáralindar 1. apríl. Fulltrúar ferðarþjónustunnar kynna ferða- möguleika og afþreyingu sem er í boði á Ís- landi. Opið er á opnunartíma Smáralind- arinnar alla helgina. Málþing Kirkju- og menningarmiðstöðin á Eski- firði | Ár hreindýrsins. Sýning og málþing í dag apríl kl. 14–17. Sýndar verða ljósmyndir norska ljósmyndarans Trym Ivar Bergsmo frá slóðum sama í Finnmörku og vegg- spjöld og myndbrot af íslenskum hreindýr- um. Sýningin er opin 2., 3., 9., 10., 16. og 17. apríl. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. Námskeið Kópavogsdeild RKÍ | Námskeið í almennri skyndihjálp miðvikudaginn 6. apríl kl. 18– 22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Námskeiðsgjald er 4.900 kr. Skráning í síma 5546626 eða á kopavogur@redcross.is eigi síðar en 4. apríl. Krabbameinsfélagið | Reykbindindisnám- skeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur hefst hefst miðvikudaginn 6. apríl. Fjallað verður m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvarandi afleiðingar tóbaksneyslu, og mataræði. Þátttakendur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátt- takendum fylgt eftir í eitt ár. Leiðbeinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 5401900. www.ljosmyndari.is | Þriggja daga nám- skeið (12 klst.) fyrir stafrænar myndavélar. 4., 6. og 7. apríl kl. 18–22. og 14. apríl kl. 18– 22. Verð 14.900 kr. Fyrir byrjendur og lengra komna. Skráning á www.ljosmynd- ari.is eða síma 898–3911. Íþróttir Hellisheimilið | Hraðkvöld Hellis fer fram mánudaginn 4. apríl kl. 20, í Hellisheimil- inu, Álfabakka 14a, 3. hæð. Tefldar eru 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Nánar á www.hellir.com. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is GUÐRÚN Vera Hjartardóttir, myndlistarkona, opnar í dag kl. 16 sýninguna „Vöxtur“ í Slunkaríki á Ísafirði. Guðrún hefur undanfarið unnið að gerð skúlptúra sem vísa annars vegar til sambands á milli manneskjunnar og náttúrunnar og hins vegar til sambands á milli listaverks og áhorfenda. Á meðal nýlegra sýninga Guðrúnar Veru má nefna, „Beðið eftir meistaraverki“ í Gerðarsafni og „Rætur“ í Gallerí Hlemmi. Guðrún var einnig á með- al listamanna sem áttu verk á sýningunni „Ný íslensk myndlist“ sem var á Listasafni Ís- lands fyrir skömmu. Sýningin í Slunkaríki stendur til 17. apríl. Vöxtur í Slunkaríki 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. c4 Bb4+ 5. Rc3 Re7 6. Db3 Rbc6 7. Be3 0-0 8. Rf3 Be6 9. Rd2 dxc4 10. Bxc4 Bxc4 11. Dxc4 Rf5 12. 0-0-0 Ba5 13. Rf3 Bb6 14. g4 Rd6 15. Dd5 De7 16. Hhe1 De6 17. Dh5 Dg6 18. d5 Rb4 19. Dxg6 fxg6 20. Rg5 Bxe3+ 21. fxe3 Hf2 22. He2 Hxe2 23. Rxe2 Rxa2+ 24. Kb1 Rb4 25. e4 Hf8 26. e5 Rf7 27. Rxf7 Kxf7 28. Rf4 Hd8 29. h4 Ke7 30. b3 a5 31. Kb2 Hf8 32. Hd4 Staðan kom upp í Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sverrir Þorgeirsson (1.950) hafði svart gegn Hjörvari Steini Grét- arssyni (1.680). 32. ... Hxf4! 33. d6+ cxd6 34. exd6+ og hvítur gafst upp um leið enda verður hann manni undir eft- ir 34. ...Kd7 35. Hxf4 Rd3+. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.