Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 61 MENNING PRAKKARAR hljóta gjarnan makleg málagjöld í bókmenntum og hefur þeim oft verið ætlað að vera öðrum víti til varnaðar. Sem dæmi má nefna fór heldur illa fyr- ir þeim Max og Mórits (Max und Moritz). Saga Wilhelm Busch um þá piltana er stundum sögð vera ein af fyrstu teiknimyndasögunum og fjallar hún um hrottalega hrekki andhetjanna. Þeim hefnist hins vegar fyrir bellibrögðin og enduðu þeir félagar sem andafóð- ur eftir að hafa verið hakkaðir niður í smátt. Sigurbjörn Þorkelsson, höf- undur bókarinnar Prakkarastrik Bjössa, segir bæði í inngangi og á bókarkápu að textinn eigi að ein- hverju leyti að vera lesendum við- vörun um að ganga ekki of langt í prakkarastrikum sínum. Lesandi kynni að álykta sem svo að slík yf- irlýsing frá höfundi gulltryggði móralska frásögn sem miðlaði skýrum siðaboðum. Undirritaðri, sem almennt er ekki hrifin af ein- hliða siðapredikunum í bók- menntum, kom það því mjög í opna skjöldu þegar henni blöskr- aði móralsleysið. Prakkarastrik Bjössa er ekki heildstæð saga, segir í inngangi bókarinnar, heldur er um að ræða sjálfstæðar myndir af uppátækjum stráksins. Formið veldur því hins vegar að bókin verður fljótt leiði- gjörn upptalning. Orsakasamband sagnanna er lítið sem ekkert og mikið er um endurtekningar á keimlíkum og oft ófrumlegum hrekkjum. Í upphafi ráða kúk og piss brandarar að mestu ríkjum. Bjössi pissar framan í lækninn sem kom honum í heiminn með keisaraskurði, hann prumpar fram- an í ættingja sína og kúkar á hausinn á ömmu sinni. Hann slettir vatni á hempu prestsins sem er að skíra hann „svo engu varð líkara en presturinn hefði pissað í sig eða að pissað hefði verið utan í hann“ (bls. 14) og hann pissar framan í pabba sinn. Í fyrstu eru prakkarastrikin nokkuð saklaus, og hugsanlegt er að einhver börn kynnu að hafa einhverja ánægju af því að lesa um þau. Þegar fram í sækir fara þau hins vegar að taka á sig nýjar og hrottalegri myndir. Bjössi klín- ir tyggjói í hár bekkjarsystur sinnar, hann vísar gestum sem haga sér ekki eftir hans höfði úr afmælisveislu sinni og lætur þá standa úti í frostinu uns hann seg- ir að þeir megi snúa aftur til veisl- unnar og níðist á ungum dreng sem liggur vel við höggi og manar hann upp í alls kyns vitleysu. Loks keyrir um þverbak þegar Bjössi gerir alvarlegt at í föður sínum. Hann hringir í hann í vinn- una og segir honum að besti vinur hans hafi fengið hjartaáfall og hafi látist á leið á sjúkrahús. Bjössi virðist þó ekki eiga að vera and- hetja í anda Max og Mórits. Sam- úð sögumanns virðist yfirleitt vera með Bjössa og hrottaskapur hans er sjaldnast fordæmdur. Sögumað- ur á það jafnvel til að leggja blessun sína yfir und- arleg uppátækin. „Þetta atvik er nátt- úrulega óstjórnlega fyndið, en hverslags uppátæki og húmor er þetta eiginlega?“ segir hann um eitthvert hermdarverkið (bls. 71). Í raun minnir sögu- maður á eftirlátssamt og firrt foreldri sem finnur barni sínu fátt til foráttu og glottir út í annað yfir ósvífni þess þegar það biður krakk- ann um að láta af vit- leysunni, svona rétt til málamynda. Eins og svo mörg börn myndu gera undir slíkum kringumstæðum gengur Bjössi á lagið. Hann verður æ óviðkunn- anlegri eftir því sem líður á bók- ina. Þegar smíðakennarinn rekur sig í vélsögina og missir framan af þremur fingrum í smíðatíma hefur Bjössi mestar áhyggjur af hillunni sem hann var að smíða því á hana slettist blóð, „það stóð aldrei til að hillan yrði rauð“ (bls. 56). Skortur á næmi einkennir stíl bókarinnar líkt og aðalpersónu hennar. Hann er talmálslegur og svo virðist sem verið sé að reyna að líkja eftir tungutaki unglinga. Textinn er hlaðinn orðum á borð við „þvílíkt“, „maður“, „vá“, „ekk- ert smá“, „eða eitthvað“ og er af- raksturinn oft rembingslegur: „Hann tók þvílíkt tilhlaup“ (bls. 35). „Já, hátíðlegt og flott var það maður, vá“ (bls. 74). „Ekkert smá undrandi“ (bls. 33). „Á borðinu var þessi líka flotti kristals blómavasi sem langa langa amma og afi hans höfðu keypt í Danmörku fyrir tvö- hundruð árum eða eitthvað“ (bls. 19). Textinn hefði haft gagn af prófarkalestri. Ég rengi ekki þá yfirlýsingu höfundar, að hann hafi raunveru- lega ætlað lesendum bókarinnar Prakkarastrik Bjössa að læra eitt- hvað af sögunni. Lesturinn skilur þó lítið eftir annað en óhugnað. Bjössi er ekki prakkari, heldur óþokki sem hefði best hlotið sömu örlög og Max og Mórits. Ekki prakkari, heldur óþokki BÆKUR Barnasaga eftir Sigurbjörn Þorkelsson Myndskreyting kápu: Margrét Jónsdóttir Prentun: Litróf ehf. Bókband: Bókavirkið ehf. Bls. 96 bls. Útgefandi og útgáfuár:Höfundur: Sig- urbjörn Þorkelsson, 2005. PRAKKARASTRIK BJÖSSA Sigurbjörn Þorkelsson Sif Sigmarsdóttir AFTUR til steinsins er heiti nýrrar ljóðabókar eft- ir Njörð P. Njarðvík sem JPV útgáfa hefur gefið út. Njörður P. Njarðvík er doktor í íslenskum bókmenntum og hefur verið prófessor við Há- skóla Íslands í allmörg ár. Seinni árin hefur Njörður auk kennslu og ritstarfa verið í for- ystu í SPES, alþjóðlegrar barna- hjálpar sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Afríkuríkinu Togo. Njörður hefur fengið fjölda við- urkenninga fyrir skáldskap sinn og störf að mannúðarmálum. Aftur til steinsins er 64 bls. Jón Ásgeir hannaði kápu en mynd á kápu er eftir Eddu Jóns- dóttur. Ljóð Daily Vits FRÁ Stanslaus orka H á g æ ð a fra m le ið sla -fyrir útlitið Nr. 1 í Ameríku Góð heilsa - Gulli betri Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Saumlaust aðhald Þú minnkar um 1 númer Litir: Svart - hvítt - húðlitað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.