Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 31 MENNING HOTSPRING Rafmagns hitapottar Bandarísk gæðaframleiðsla Upplýsingar í síma 864 7877 Jetsetter er fullkominn fyrir einn, tvo eða þrjá. Bekkurinn er með mismunandi nuddstúta fyrir bak, háls og axlir og einnig fyrir fætur. Jetsetter er einnig tilvalinn til að setja á svalir þar sem hann er mjög fyrirferðarlítill. Tilboð 350.000 stgr. BRESKI píanóleikarinn Philip Jenkins, sem bjó og starfaði hér á landi um árabil, leikur á tvennum tónleikum hér á landi í vikunni, ásamt Einari Jóhannessyni klarínettuleikara. Þeir Einar hafa lengi starfað saman, með hléum þó, en Jenkins er nú yfirmaður píanódeildar tón- listarháskólans í Glasgow. Fyrri tónleikar þeirra verða í Duushúsum í Keflavík á morgun kl. 15, en á þriðjudagskvöld kl. 20 leika þeir í Norræna húsinu. Á efnisskrá eru báðar són- ötur Jóhannesar Brahms fyrir klarínettu og píanó, en þær eru síðustu kammerverkin sem Brahms samdi, og meðal þess mikilfenglegasta sem samið hefur verið fyrir klarínettu og pí- anó. Auk þess leika þeir Fantasíu ópus 73 eftir Róbert Schumann og fjöruga ungverska dansa eftir ungverska tónskáldið Draskóczy. Samið fyrir lítt þekktan snilling „Við spilum enn saman á um fimm til tíu ára fresti,“ segir Einar Jóhannesson um samstarf þeirra Philips Jenkins. „Ég fann upptöku með okkur uppi í Útvarpi frá tónleikum Tónlistar- félagsins árið 1990, og síðan þá höfum við spil- að einu sinni saman, í Hásölum í Hafnarfirði. Það er eins og við þurfum alltaf að hittast til að spila þótt langt líði á milli. Við höfum talað um það í dálítinn tíma, að halda tónleika í Glasgow, og nú er komið að því. Við verðum með tón- leika í Konunglegu tónlistarakademíunni í Glasgow 22. apríl, en fannst upplagt að byrja hér.“ Einar kveðst aldrei áður hafa leikið Brahms- sónöturnar báðar á sömu tónleikum, og segir það mjög skemmtilegt. „Þetta er skemmtileg upplifun, því sónöturnar eru svo ólíkar. Sú í f- moll, er þétt og dramatísk, meðan Es-dúr són- atan er lýrísk og yndisleg.“ Klarínettusónötur Brahms heyrast oft leiknar á víólu og píanó. „Brahms gerði víólu- útgáfuna sjálfur, og ég er ekki viss um að víólu- leikarar myndu samþykkja orð þín um að klar- ínettan „eigi“ þessi verk. Kveikjan að verkunum var þó klarínettuleikarinn í hljóm- sveitinni í Meiningen í Þýskalandi, sem hlýtur að hafa verið alveg ótrúlegur. Brahms var hættur að semja og búinn að leggja pennann frá sér þegar hann heyrði í þessum manni, og samdi í kjölfarið fjögur meistaraverk fyrir klarínettuna.“ Einar segir að það eigi reyndar við um flest bestu verk klarínettubók- menntanna, að þau hafi verið samin fyrir ákveðna klarínettuleikara. „Mozart, Weber og Brahms höfðu allir afburða hljóðfæraleikara í huga þegar þeir sömdu sín bestu verk fyrir hljóðfærið.“ Leika frumútgáfu Fantasíu Schumanns Fantasía Schumanns, eða Phantasiestücke op. 73 fyrir klarínettu og píanó er líka vel þekkt verk eins og sónötur Brahms. Einar og Philip Jenkins munu þó ekki leika verkið í sinni kunnuglegustu mynd. „Frumútgáfa verksins, sem sjaldan er spiluð, heitir Soirée Stücke upp á fransk-þýska vísu. Það kemur í ljós að frumútgáfan er talsvert öðruvísi en sú sem oftar heyrist. Lögin þrjú enda öðruvísi og þau renna hvert inn í annað. Ég hef aldrei spil- að verkið áður í þessari útgáfu, og hlakka til. Oft eru það útgefendur sem ráða endanlegri gerð verka, og ef til vill var talið að það myndi seljast betur ef hægt væri að leika verkin stök, hvert fyrir sig.“ Einar segir verk Schumanns góðan inngang að sónötum Brahms, enda hafi líf þeirra tengst mjög. „Fyrst þegar Schumann heyrði í Brahms, kallaði hann hann örninn unga, og svo fór hann á flug!“ Fyrir nokkrum dögum lék Einar Jóhann- esson sónötur Brahms með Martin Berkovskíj í Moskvu, en Berkovskíj bjó líka á Íslandi um tíma. „Það er algjör tilviljun að ég leik þessi verk með tveimur svo ólíkum píanóleikurum svo að segja á sama tíma. Það víkkar mína sýn á tónlistina mjög. Martin fer inn í hverja ein- ustu nótu – liggur lengi í henni og íhugar, með- an Philip notar stemninguna og andrúmið og mjög fallegan píanótón. Litaskali Martins er mjög breiður og hann er mjög voldugur pían- isti. Hvort tveggja er svo sannarlega gott og gilt, og svona snilldarmúsík þolir vel margs konar túlkun.“ Philip Jenkins verður með masterklassa fyr- ir píanónemendur á mánudagskvöld í Tónskóla Sigursveins, en á móti ætlar Einar að gjalda í sömu mynt hjá skoskum klarínettunemum í Glasgow. Tónlist | Einar Jóhannesson og Philip Jenkins leika Klarínettusónötur Brahms Snilldarmúsík þolir margs konar túlkun Morgunblaðið/Halldór KolbeinsPhilip Jenkins og Einar Jóhannesson. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is STEINUNN Þórarinsdóttir opnar sýningu á skúlptúrum sínum í New York-borg hinn 14. apríl næstkomandi, í The Lab Gallery sem er í Roger Smith-hótelinu á Manhattan. Sýningin ber yfirskriftina Journey eða Ferð og stendur yfir í tíu daga. Steinunn er kunn fyrir skúlptúra sína, en hún hefur meðal annars gert nokkra þar sem manneskjur í fullri stærð koma við sögu og sjá má víða um Reykjavík, þar á meðal fyrir framan Hallgrímskirkju og í Bankastræti. Góð staðsetning „Þetta eru að hluta til ný verk; sum koma frá galleríinu mínu í Toronto í Kanada og síðan verða einhver ný verk héðan frá Íslandi,“ segir Steinunn í samtali við Morg- unblaðið. Tildrög sýningarinnar eru þau að sýningarstjóri The Lab Gallery kom til Íslands síðasta sumar og heimsótti meðal annars vinnustofu Steinunnar. Í kjölfarið var henni boðið að sýna í galleríinu í vor. Ýmsir aðilar, þar á meðal ræðismannsskrifstofan í New York, Iceland Naturally og umboðsmaður Steinunnar í Bretlandi, Peter Osborne, hafa verið Steinunni innan handar varðandi skipulagningu og kynningu á sýningunni. Að sögn Steinunnar þekkti hún ekki til gallerísins áður, en henni líst vel á þær myndir og teikningar sem hún hefur þegar fengið. Galleríið er á horninu á 47. stræti og Lex- ington Avenue og telur Steinunn þá staðsetningu mjög góða. „Það fara þarna framhjá um 20.000 manns á hverjum degi. Síðan eru mjög stórir gluggar á galleríinu, sem vísa út að þessum tveimur götum. Mér skilst að þetta sé bara skemmtilegur staður,“ segir hún. Hinn 15. apríl verður hald- in formleg opnun, en galleríið stendur einnig fyrir sér- stökum kvöldverði sem gagnrýnendum og sýningarstjórum er boðið til. Steinunn segir þetta meðal ananrs gert til að kynna listamanninn sem sýnir hverju sinni og hafi sú kynn- ing reynst vel. Fyrsta einkasýningin Þetta er fyrsta einkasýning Steinunnar í New York-borg, en hún hefur áður sýnt á samsýningum þar. Um sölusýningu er að ræða núna og eru flest verkin sem í boði eru stórir skúlptúrar í líkamsstærð eins og Steinunn er orðin þekkt fyrir, þar af nokkrar heilar manneskjur. Steinunn segist bjartsýn varðandi útkomu sýningarinnar, enda hafi mörgu áhrifafólki í listheiminum verið stefnt á sýninguna. „En ann- ars veit maður svosem aldrei. Það er bara spurning um að sýna verkin. Meira getur listamaður ekki gert,“ segir Stein- unn. „Annars hef ég selt dálítið af verkum einmitt til Banda- ríkjanna upp á síðkastið. Í maí verður til dæmis sett upp stórt útiverk eftir mig í Seattle og annað verk seldi ég til Washington. Mörg af erlendum söluverkefnum mínum hafa verið í Bandaríkjunum, þannig að það gæti hjálpað til.“ Í tilkynningu frá galleríinu segir um verk Steinunnar: „Frá upphafi ferils síns hefur Steinunn Þórarinsdóttir skoð- að og fylgst með hinu mannlega ástandi. Journey mun halda áfram þeirri skoðun. List hennar, sem tekur form sitt frá manneskjunni hvort sem hún er í hvíld, íhugun eða jafnvel fjarlæg, mun ásækja galleríið og draga athyglina að því mannlega ástandi sem einangrun hugans er. Þessi þöglu form kalla einnig fram berskjöldun okkar gagnvart hinu harða umhverfi heimsins, með öllum sínum efnislegu merkj- um allt frá hæstu byggingum til vogskornustu stranda. Verkin tengjast hvert öðru í sínum táknræna lit, bæði hinum rauða lit fenjanna og hinu svarta hrauni heimalands hennar, Íslands.“ Myndlist | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir í The Lab-gallery í New York Hin þöglu form Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinunn Þórarinsdóttir við nokkra af skúlptúrum sínum. VIÐ lifum að sögn á sjónrænum tím- um æskudýrkunar þar sem allt þarf að vera sýnilegt og „sexý“. Váleg tíð- indi fyrir tónlist almennt, og sér- staklega flytjendur. A.m.k. ef marka má nýlega smáfrétt um að virt banda- rísk óperusöngkona hafi farið í megr- un til þess eins að fá næg verkefni við sitt hæfi. „It ain’t over until the fat lady sings“, eins og óperunnendur vestan hafs sögðu áður fyrr, gildir ekki lengur. Nú er það útlitið sem tryggir innlitið í dísarhallir Vest- urlanda. Eitthvað á þessa leið voru for- dómar undirritaðs þegar tvær lettn- eskar hljómlistakonur gengu á svið Salarins á fimmtudag. Bláókunnar hér um slóðir, en hins vegar í fullum æskublóma, enda var hátt í húsfyllir. Hitt varð þó brátt deginum ljósara að baltnesku stöllurnar áttu vel inni fyr- ir aðsókn og undirtektum. Fleiri en ég hljóta að hafa hugsað sömu hugs- un: hvílíkt forskot – að kunna svona mikið, svona ungur! Því frómt frá sagt hefði margt sem heyrðist, bæði hvað tækni og þroska varðar, getað stafað frá tíu árum reyndara tónlist- arfólki. Dagskráin var fjölbreytt en heild- stæð og hafði, auk ókunna en því for- vitnilegra lettneska efnisins í fyrri hluta, sér til ágætis að vera lang- lokulaus. Mættu sumir tónleikahald- arar kannski skrifa sér það bak við eyrað, þá hugsað er til yngri hlust- enda og þar með til framtíðar. Lettn- esku tónskáldin komu í þessu úrvali á óvart með kinnroðalaust rómantísku og hlustvænu tónmáli sínu, sér- staklega hinn eini núlifandi, Alvars Kalejs (f. 1951). Kalejs átti tvo þætti fyrir píanó úr bálkinum „Lágróma árstíðir“ sem Dzintra Erliha frum- flutti fyrir skömmu í heimalandinu og lék hér af laufléttri snilld. „Gam- aldags“ hátónöl stykki en samt furðu- fersk – sérstaklega hið fyrra, er fyrir skort á betri lýsingu hefði getað verið samvinnuverk eftir Domenico Scar- latti og Erik Satie. Ýmist ástríðufull eða dreymin voru Etýða og Prelúdía eftir Luciju Garuta (1902–77) í eins konar aðskotablöndu af Debussy og Rakhmaninoff. Garuta átti einnig lokaatriðin fyrir hlé, Tvær píanópre- lúdíur; enn átakameiri smíðar og leiknar af nærri öldungsvitrum þunga, þótt ekki vantaði heldur söng- ræna mýkt úr slaghörpunni þegar það átti við. Mazúrkurnar fjórar eftir Chopin spönnuðu sömuleiðis vítt tjáningarsvið þótt djarflega væri stundum teflt rúbató-hróknum, en oftast mjög skemmtilega. Af þessu má skilja að meðleikurinn undir söng Maiju Kovalevsku var í öruggum höndum. Hún söng fyrst tvö falleg smálög eftir Janis Medins (1890–1966), og þurfti að sperra aug- un til að átta sig á að þessa stæltu sópranrödd ætti engin fimmtug Wagner-valkyrja. Nokkru síðar skartaði hún frábæru valdi á óþjálum ferundarstökkum í Tunglbát, kín- verskulegu lagi Garuta, en átti þó enn meira eftir í klassísku óperuaríunum eftir hlé. Fruntaerfið Cavatína Normu úr óperu Bellinis náði að vísu ekki 100% óaðfinnanlegu flugi í flúr- köflunum, en Puccini-aríurnar Mi chiamano Mimi og O mio babbino caro voru aftur á móti í ótvíræðum toppklassa. Kovalevska fór á grimmdarfögrum kostum í Signore, ascolte úr Turandot, og urðu stúlk- urnar að taka tvö aukalög; síðast Sel- igkeit Schuberts, er leysti ánægða hlustendur út með vorið í fanginu. Með vorið í fanginu TÓNLIST Salurinn Tónlist eftir 4 lettnesk tónskáld ásamt óperuaríum eftir Puccini og Bellini auk píanóverka eftir Chopin. Maija Kova- levska sópran, Dzintra Erliha píanó. Fimmtudaginn 30. marz kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.