Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurjón Sæ-mundsson fædd- ist í Lambanesi í Fljótum í Skagafirði 12. maí 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sæmundur Jón Kristjánsson, f. 16.10. 1883, útvegs- bóndi í Lambanesi og víðar, d. 30.8. 1915, og Herdís Ingi- björg Jónasdóttir, f. 30.7. 1889, húsfreyja og verkakona, d. 14.2. 1938. Systk- ini Sigurjóns voru Kristján, f. 4.12. 1910, setjari í Ísafold og Leiftri, d. 12.9. 1994; Andrés, farmaður, f. 10.9. 1913, d. 1.10. 1929; Sigur- laug, f. 25.3. 1915, d. 1916. Hálf- bróðir Sigurjóns: Eiríkur J.B. Ei- ríksson, f. 27.8. 1924, prentari og ritstjóri, d. 8.10. 2002. Maki Rósa Pálsdóttir, kennari. Þau eiga einn son. Hinn 8. júní 1935 kvæntist Sig- urjón Ragnheiði Jónsdóttur, f. 2.1. 1914, d. 24.8. 1999. Foreldrar hennar voru Jón St. Melstað, bóndi, og Albína Pétursdóttir, hús- freyja, en þau bjuggu á Hallgils- stöðum í Hörgárdal. Sigurjón og Ragnheiður eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Stella Margrét, f. 3.12. 1935, tannfræðingur, maki Ingvar Jónasson, víóluleikari. Þau eiga þrjú börn, Sigurjón Ragnar, prent- ara, Vigfús, hljómtæknimann, og Önnu, fiðluleikara í Svíþjóð. 2) Jón Sæmundur, f. 25.11. 1941, skrif- stofustjóri almannatrygginga í firði í níu ár. Sigurjón var formað- ur Iðnaðarmannafélags Siglu- fjarðar í 15 ár, en það félag rak Iðnskóla Siglufjarðar allan þennan tíma með miklum blóma. Sigurjón hefur alla tíð verið mikilvirkur í söng- og tónlistar- starfi. Hann hóf sinn söngferil 1929 með Karlakór Akureyrar, en síðan söng hann með Karlakórn- um Geysi þar sem hann söng fyrst einsöng, og svo með Kantötukór Akureyrar. Sigurjón söng með Karlakórnum Vísi á Siglufirði í yf- ir 50 ár. Hann var formaður Vísis í 30 ár og frumkvöðull að stofnun Tónlistarskóla Vísis, sem var und- anfari Tónlistarskóla Siglufjarðar. Alla tíð var hann einn af einsöngv- urum með Vísi, en einnig hefur hann haldið marga einsöngskon- serta auk þess að syngja í útvarp allt frá því að það hóf göngu sína 1935. Söngur Sigurjóns er til á upptökum í einkaeign og svo á plötum með Karlakórnum Vísi, en margar hljóðritanir frá fyrri árum munu vera til hjá Ríkisútvarpinu. Sigurjón var félagi í Frímúrara- hreyfingunni um langt skeið og Rotary í meira en 40 ár og tók mik- inn þátt í félagsstörfum þessara hreyfinga. Hann var um árabil ræðismaður Svía á Siglufirði og var í starfslok sæmdur orðu af sænska konunginum fyrir störf síná þeim vettvangi. Árið 1992 samþykkti bæjar- stjórn Siglufjarðar einróma að gera Sigurjón Sæmundsson að heiðursborgara Siglufjarðar. Sig- urjón var fjórði einstaklingurinn til að hljóta þessa nafnbót, sem hann var stoltur af, einkum vegna þess að þar með fetaði hann í fót- spor sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem hann dáði mjög. Útför Sigurjóns verður gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu og fv. alþingismaður, maki Birgit Henrik- sen, kennari. Þau eiga eina dóttur, Ragn- heiði, sýslufulltrúa á Húsavík. Sigurjón ólst fyrstu árin upp í Fljótum. Straumhvörf urðu í ævi hans er faðir hans drukknaði í fiskiróðri er Sigurjón var á fjórða aldursári. Við það tvístraðist fjöl- skyldan og fór Sigur- jón fyrst í umsjá Einarssínu, móð- ursystur sinnar, sem var kaupakona, en síðan var hann léttadrengur á ýmsum bæjum í sveitinni, milli þess sem hann var hjá móður sinni, sem reyndi að halda heimili í Haganesvík. Er hann flutti til Siglufjarðar á 12. aldursári hafði hann átt heima á átta stöðum í Fljótum. Á Siglufirði dvaldi Sigurjón til 16 ára aldurs við síldarstörf, sjó- sókn og verkamannavinnu. Þá flutti hann til Akureyrar ásamt móður sinni og bræðrum og hóf prentnám hjá Oddi Björnssyni bókaútgefanda. Sigurjón starfaði í sjö ár í Prentverki Odds Björns- sonar eða þar til hann keypti Siglufjarðarprentsmiðju 1. júní 1935, sem hann starfrækti allar götur síðan, ásamt viðamikilli bóka- og tímaritaútgáfu. Sigurjón tók virkan þátt í fé- lagsmálum Siglufjarðar. Hann var bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn í 20 ár og var bæjarstjóri á Siglu- Sigurjón Sæmundsson tengdafað- ir minn er látinn. Hans verður sárt saknað af skyldfólki og gömlu sam- starfsfólki. Um árabil var hann virk- ur í bæjarmálum Siglufjarðar og þá ekki síður í tónlistarmálum bæjar- ins. Á árunum sem hann var bæj- arstjóri stóð hann fyrir mikilli upp- byggingu á staðnum og bera ýmsar byggingar þess merki svo sem sjúkrahús, skrifstofuhúsnæði, sund- laug, klukkuspil í kirkjuturninum, hafnarbryggja, nú hætti ég upptaln- ingunni, aðrir kunna á þessu betri skil. Hann var kjörinn heiðursborg- ari Siglufjarðar. Sigurjón rak prentsmiðju í hart- nær 70 ár, prentaði allt sem prenta þurfti í bænum og gaf út bækur og myndablöð. Án efa er merkasta verk hans á sviði bókaútgáfu endurútgáfa hans á þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar, sem var ófáanlegt í mörg ár. Sigurjón vissi hvílík ger- semi sú bók er og vildi ekki að hún yrði ófáanleg um ókomin ár og fékk leyfi erfingja sr. Bjarna til að endur- prenta bókina. Þegar þessi bók átti að koma út í fyrsta sinn var sótt um styrk til Alþingis Íslendinga til út- gáfunnar en skammsýnir menn þar höfnuðu þeirri umsókn. Carlsberg- sjóðurinn í Kaupmannahöfn kom þá til skjalanna og kostaði útgáfuna. En Sigurjón gerði fleira til þess að heiðra minningu síns gamla sóknar- prests, sem hann bar mikla virðingu fyrir og hafði t.d. fermt hann. Hann stóð fyrir mikilli minningarhátíð á 100 ára ártíð sr. Bjarna, fékk Pál Ís- ólfsson, Árna Kristjánsson og Ró- bert A. Ottósson til að koma norður til að halda minningarræður og flytja tónlist, en sjálfur söng Sigur- jón í Karlakórnum Vísi og einsöng, en þá undruðust þessir frammá- menn tónlistar á Íslandi hvílíkan tenór þessi einangraði kaupstaður á Norðurlandi hafði að geyma. Sigurjón hafði glæsilega tenór- rödd og hefði getað orðið heims- þekktur einsöngvari ef hann hefði valið þá leið, en hann kaus að dvelja í heimahögum og hafði fram á dán- ardægur stóra drauma um fram- kvæmdir til vegsauka fyrir Siglu- fjörð og Fljótin. En tónlistin átti samt stóran þátt í lífi hans. Hann var formaður Karlakórsins Vísis í 30 ár og söng þar 1. tenór og oft einsöng með kórnum. Heima hlustaði hann á klassíska tónlist gömlu meistaranna. Hann hafði mikinn áhuga á að ungir prentnemar fengju góða menntun í sinni iðn, útskrifaði marga prentnema og stuðlaði að uppbyggingu iðnskóla á staðnum. Sigurjón Sæmundsson var fædd- ur höfðingi. Hann missti föður sinn kornungur, en eins og algengt var í byrjun 20. aldar, þegar fyrirvinnan féll frá varð að leysa upp heimilið. Hann ólst því upp á ýmsum bæjum í Fljótunum. En þegar hann sem ung- lingur kom til Siglufjarðar var hann strax staðráðinn í að vinna að því að gera þennan litla bæ stóran. Hann var sannur höfðingi fjöl- skyldunnar, lifði í hamingjusömu hjónabandi í 64 ár og saknaði sárt Ragnheiðar sinnar síðustu sex ár ævinnar. Hann var umhyggjusamur faðir, tengdafaðir, afi og langafi og verður hans sárt saknað. Undirrit- aður mun lengi sakna ótal spjall- stunda okkar um sameiginleg áhugamál, s.s. prentverk og tónlist. Blessuð sé minning þín, kæri tengdafaðir. Ingvar Jónasson. Sjá vetrarrósir í röðum. Hver rós er við mosa byrgð; en ilmur og angan af blöðum, – þar ástvinahjörtu eru syrgð. (Einar Ben.) Þegar góðir menn kveðja, gráta himnarnir. Með þessum orðum kvaddi gamall vert afa minn, þegar hann fór út úr vertshúsi í Þýskalandi fyrir margt löngu. Það hellirigndi. Þetta var í einni af heimsóknum afa og ömmu til okkar í Þýskalandi forð- um daga. Minningar um afa fyrstu tíu ár ævinnar eru ýmist af heim- sóknum hans og ömmu til Þýska- lands eða ferða til þeirra heim á Suð- urgötu 16 á Siglufirði. Hin síðari ár rifjuðum við afi oft upp kveðju þýska vertsins, þegar góðir menn dóu. Ekki brást að það hellirigndi. Það kom því ekki á óvart að það væri úrhelli daginn, sem mér barst andlátsfréttin um afa. Himn- arnir fóru hreinlega hamförum. Það sem kom á óvart var að afi skyldi yf- irleitt vera að þessu, að deyja um aldur fram, því þrátt fyrir háan ald- ur var hann ákveðinn í að verða eldri en afi hans og langalangafi minn, Kristján í Lambanesi, sem varð 104 ára. Og að hann næði takmarki sínu efaðist ég aldrei um. Því sem hann einsetti sér, náði hann nefnilega æv- inlega, fengi hann einhverju um ráð- ið. Í löngu og góðu símtali, sem við áttum daginn áður en hann dó, spurði ég hann, hverju hann væri stoltastur af á langri ævi. Svarið hans: „Að giftast Ragnheiði minni, ömmu þinni, fallegustu stúlku á öllu Norðurlandi.“ Í sumar hefðu þau átt 70 ára brúðkaupsafmæli. Hvernig er annars hægt að kveðja afa í örfáum línum, manninn, sem gaf föður mínum líf og þar með mér og þekkti okkur alla ævi og í raun betur en við sjálf? Eins og himn- unum, vissulega, þótti okkur öllum svo ofurvænt um afa og söknuðurinn er sár. En það er annað, veigameira og dýrmætara, sem hríslast um vit- undina, en það eru minningar sem lifa. Og þær eru margar. Minninga- brot, sem öll tengjast kærleik afa og hlýju, rósemi hans og styrk, sama á hverju gekk; dugnaði hans og fram- kvæmdagleði. Hann var besta fyr- irmynd, sem nokkur getur átt. Það eru slík forréttindi að vera barna- barnið hans, að ég verð í ævarandi þakkarskuld við forsjónina. Hann gaf okkur nefnilega allt það sem hann fór sjálfur á mis við í eigin æsku, þegar hann missti föður sinn og var komið fyrir í fóstur hjá vandalausum og varð ungur að sjá um sig sjálfur. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur, börnin hans, studdi okkur, hvatti okkur áfram og veitti um- hyggju í ríkum mæli. Þegar ég var lítil hljóp ég ævin- lega með sængina til hans á kvöldin, til þess að hann breiddi yfir mig. Meðal fyrstu minninga um afa er að sofna örugg í hlýju fangi hans í stóra stólnum við píanóið á Suðurgötunni, hann væntanlega þreyttur eftir langan dag í prentsmiðjunni. Prent- smiðjan, pólitík, tónlist og söngur voru hans starfsvettvangur. Og afi söng mikið, hvort sem það var heima fyrir okkur, í prentsmiðjunni eða á tónleikum. Mér er sérlega minnisstætt eitt skipti þegar hann söng einsöng með karlakórnum Vísi á útihátíð 17. júní á Siglufirði, en þá vildi hann að ég stæði hjá sér á sviðinu. Ég var bara fimm ára og feimin og hrædd við all- an þann fjölda sem horfði á kórinn. Ég man enn eftir hlýju handtaki afa og svo því að ég gleymdi allri hræðslu þegar hann byrjaði að syngja. Svo var sérlega vinsælt hjá mér og Önnu frænku minni að fara með afa í sund, því hann var þol- inmóðastur allra í fjölskyldunni að virða fyrir sér nýjustu dýfingartil- brigðin hjá okkur. Reyndar bjarg- aði afi lífi mínu þegar ég var að læra að synda í Þýskalandi og náði ekki lengur til botns í djúpa enda laug- arinnar. Síðar bjargaði afi mér oft þegar ég botnaði ekki í lífinu. Þá voru málin rædd ofan í kjölinn og oftar en ekki lét hann fljóta með skemmtisögur eða vísur, þannig að það var hlegið að endingu. Afi var hagmæltur og hafði gam- an af því að setja saman vísur. Eftir að ég flutti á Norðurland, honum til mikillar gleði, og gerðist sýslu- mannsfulltrúi í Þingeyjarsýslum, hafði hann sérlega gaman af að segja mér sögur af mönnum úr Þingeyjarsýslu. Ein af mörgum er sú þegar Gunnlaugur Hjálmarsson, frá Húsabakka í Þingeyjarsýslu, kom í heimsókn í Siglufjarðarprent- smiðju, en þá kvað afi: Þú ert ei lakur, Laugi minn, líka ei rakur neitt til muna, þegar þú vakur vappar inn með vísnaskak í prentsmiðjuna. Afi sagði mér að Laugi hefði svar- að að bragði: Ýmsir nota ekki vönd andans lyf í baráttunni. Ég hef aldrei haft um hönd hér neitt skak í prentsmiðjunni. Vísurnar voru birtar í Neista, flokksblaði Alþýðuflokksins á Siglu- firði, sem prentað var í Siglufjarð- arprentsmiðju. Vísurnar veita mér vissu um að afi lifir, sbr. orð þjóð- skáldsins Einars Benediktssonar: „Sá deyr ei, sem heimi gaf lífvænt ljóð ...“ (upphafsorð kvæðisins Öldulífs). Afi prentaði ekki aðeins málgagn Alþýðuflokksins, eins og málgögn allra annarra flokka, heldur var hann bæjarfulltrúi og bæjarstjóri fyrir Alþýðuflokkinn á Siglufirði í 20 ár og var á listum flokksins til Al- þingis. Hann var bæjarstjóri í rúm tvö kjörtímabil og fékk bærinn not- ið fyrirhyggju hans og fram- kvæmdagleði, sem birtist í fjölda- mörgu, m.a. í framkvæmd sem kom ekki á óvart, en hún var að sund- laugin okkar Önnu frænku var yf- irbyggð. Eftir að stjórnmálaafskipti afa urðu óformlegri, með hækkandi aldri, einbeitti hann sér að bókaút- gáfunni, útgáfunni á þjóðlögum séra Bjarna og því sem við börnin hans nutum alla tíð í ríkum mæli, útgáfu barnabóka og myndahefta. Afi naut leiklistar, tónlistar og skáldskaparlistar alla tíð, til síðustu stundar. Það voru ófáar ferðirnar sem við vorum búin að fara saman til að njóta söngs, tónlistar og leik- listar, nú síðast „Öxin og jörðin“ um annan norðlenskan stórhöfðingja, sem var í miklu dálæti afa. Sérstakt dálæti hafði hann á frændum sínum, þjóðskáldunum Einari Benedikts- syni og Davíð Stefánssyni og kveð ég hann afa minn með ljóði þess síð- astnefnda, sem ég veit að var í miklu uppáhaldi hjá honum: Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós. (Davíð Stef.) Guð blessi minningu afa míns, Sigurjóns Sæmundssonar. Ragnheiður Jónsdóttir. Þá er hann afi minn farinn til sinnar heittelskuðu, hennar ömmu minnar. Það fyrsta sem fór um huga minn voru allir sæludagarnir í Siglufirði þegar ég var hjá afa og ömmu mörg sumur þegar ég var barn. Þar eign- aðist ég marga sumarvini, lærði að synda í sundlauginni „hans afa“ og reyndar var alltaf nóg að gera. Þá voru gömlu síldarbryggjurnar heilar og margur leikurinn þar, við litla hrifningu afa og ömmu. Ég reyndi alltaf að vera á Henn- ingsens-plani þegar þeir bræður komu í land enda var alltaf gaman að sjá allan þennan nýveidda fisk. Ég var alltaf velkominn á bæjar- stjóraskrifstofuna þegar afi var bæj- arstjóri og starfsstúlkur bæjarskrif- stofunnar voru ekkert annað en almennilegheitin uppmáluð þegar skítugur strákur spurði eftir afa, og ef ég man rétt, þá var manni boðið „límonaði“ eða annað góðgæti. Auð- vitað sá afi í gegnum það að þarna var svolítil sýndarmennska í gangi, sem réðst af því hve gott var að vera hjá afa, og enduðu heimsóknirnar oftast með pening fyrir ís og spurn- ingu um það hvort amma vissi af mér. Afi vann langa vinnudaga sem bæjarstjóri og fundir stóðu langt fram eftir kvöldi. Alltaf beið amma eftir honum og færði honum mjólk og kringlu eða súkkulaðibita. Siglufjarðarprentsmiðja var þá í blóma, prentsmiðja sem afi og amma byggðu upp frá grunni og það voru alltaf „góðir strákar“ í vinnu hjá afa og oft mikið fjör. Ég, litli strákurinn, sem átti afann sem átti allar þessar vélar, var ríkur strákur. Svo þegar mikið var að gera við prentun og margar bækur sem þurfti að klára, kom amma niður í prentsmiðju og settist við „saumavélina“ þar sem hún saumaði arkirnar áður en kápan var sett á. Þegar vinnutíma starfs- manna lauk og allir voru farnir heim heyrðist söngur úr prentsmiðjunni langt fram eftir kvöldi. Afi var hörkutenór, einn af þeim mönnum sem hefðu kannski átt að nema söng á Ítalíu og verða heims- frægur tenór. Hann hafði yndi af því að syngja og hafði engiltæra rödd sem skilaði sér vel í gegnum allan prentvélaniðinn. Hann söng um ára- bil fyrsta tenór í Karlakórnum Vísi og var formaður kórsins í 30 ár. Það var gaman að sitja í Austur- bæjarbíói á tónleikum Vísis og bíða eftir að afi syngi einsöng, rígmont- inn dóttursonur sem vildi helst standa upp og gala: „Þetta var sko afi minn,“ þegar allir tónleikagestir klöppuðu, risu úr sætum og hrópuðu húrra. En ég held að ekkert hefði getað dregið afa frá Siglufirði. Siglu- fjörður var hans bær til æviloka. Þó hann væri bæjarstjóri í erindagjörð- um í Reykjavík, var hann meira en reiðubúinn að vera fyrirsæta fyrir ungan dótturson sinn sem hafði eignast sína fyrstu myndavél. Ég sé enn fyrir mér myndina af honum afa mínum, virðulegum manni í frakka, með hatt og skjalatösku. En þótt ég liti upp til afa míns, lærði ég ekki prentiðnina og er kannski svarti sauðurinn í fjölskyld- unni í þeim efnum, því prentið liggur í ættinni. En þegar ég var ungling- ur, sem hafði ekki hugmynd um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór, vann ég eitt sumar hjá Siglu- fjarðarprentsmiðju. Í vinnutíma var Sigurjón Sæmundsson vinnuveit- andi minn sem gerði ákveðnar kröf- ur til mín eins og allra sinna starfs- manna og hann var sanngjarn vinnuveitandi. Þegar vinnutíma lauk var hann góði afinn minn sem ég leit mikið upp til og bar mikla virðingu fyrir. Það munaði satt að segja litlu að ég fengi áhuga fyrir prentinu fyr- ir áhrif frá honum. Þegar ég lærði upptökutækni spurðu afi og amma mikið um þá tækni. Ég hafði alltaf á tilfinning- unni að það væri ekki bara til að hvetja mig, heldur að þarna væri raunverulegur áhugi á ferðum. Síðar þegar upptökur voru allar tölvu- væddar spurði afi mikið, enda ávallt frumkvöðull í allri nýrri tækni. Aldr- ei hræddur við nýjungar, þvert á móti held ég að fáir hafi tekið nýrri tækni af sömu hrifningu og afi. Þegar ég var að ljúka námi mínu í Svíþjóð í upptökufræðunum, kom ég hvert sumar til Íslands í vinnu hjá Ríkisútvarpinu og fór norður við hvert tækifæri til afa og ömmu. Þá var gjarnan mikið spjallað um mína vinnu og hvert ég stefndi í upptök- unum. Afi sá það, eins og fleiri, að músík höfðaði mikið til mín, enda voru oft langar umræður um hvað mér þætti um hinar og þessar upp- tökur og hvort ég hefði heyrt vissar upptökur með söngvurum sem voru í uppáhaldi hjá afa. Ég átti margar góðar samræður við afa minn og ömmu, bæði í Siglu- SIGURJÓN SÆMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.