Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SveinbjörnBárðarson fædd- ist í Höfða í Mý- vatnssveit 13. nóv- ember 1928. Hann lést á heimili sínu í Smárahlíð 7c á Ak- ureyri 20. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Bárður Sigurðsson, f. 28.5. 1872, og Sigurbjörg Sigfúsdóttir, f. 19.2. 1892. Sveinbjörn var einn átta systk- ina. Þegar Svein- björn var fimm ára var hann sendur í fóstur að Arn- arvatni í Mývatnssveit. Þar ólst hann upp til 16 ára aldurs. Þá fluttist hann til móður sinnar á Akureyri þar sem hann vann ýmis störf og lauk gagnfræða- prófi 1949. Skömmu síðar flutti Sveinbjörn til Reykjavíkur og hóf nám í flugumferðarstjórn. Að loknu framhaldsnámi í Bandaríkjunum 1957 starfaði hann við flugumferðarstjórn til ársins 1989. Við starfslok flutti hann aftur á æskustöðvarnar í Mývatnssveit og bjó á Arnar- vatni meðan heilsan leyfði. Síðustu árin bjó hann á Akur- eyri. Sveinbjörn kvæntist 10.8. 1956 Bergþóru Bene- diktsdóttur frá Hof- teigi í Jökuldal, f. 30.4. 1927. Eignuð- ust þau fjóra syni; Benedikt Geir, f. 18.2. 1957, Bárð Arnar, f. 2.7. 1958, Gunnar Hrafn, f. 1.2. 1960, og Jón Egil, f. 1.2. 1960. Sveinbjörn og Bergþóra skildu árið 1981. Sveinbjörn hafði alla tíð mik- inn áhuga á vísindum, tækni og öllu því sem laut að framþróun. Hann var í tækninefnd flugum- ferðarstjóra og átti nokkurn þátt í tölvuvæðingu starfsins. Í Mývatnssveit starfaði hann með Kiwanisklúbbnum Herðubreið ásamt því að leggja skógrækt- arfélaginu lið. Útför Sveinbjörns verður gerð frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku besti afi. Þá ertu farinn á vit feðranna, lagður af stað í för sem enginn kemst víst hjá að fara fyrr eða síðar. Fullfljótt þótti mér þetta nú bera að. Vissulega hefði líkamleg heilsa þín getað verið betri hin síðustu ár en þú hélst þó alltaf vitsmunum þínum og aldrei langt í húmorinn. Þú vildir vera eins lítið upp á aðra kominn og mögulegt var og hvernig sem á það er litið þá er nú alveg óhætt að segja að þú hafir verið dálítill Bjartur í Sumarhúsum. Þú fylgdist vel með heimsmálunum og lést þér ekkert minna en gervihnattadisk til þess duga. Það var alltaf gaman að tala við þig þegar þú hringdir í mig til að spjalla um heima og geima og at- huga hvernig gengi hjá mér með námið og lífið. Mér þótti alltaf voðalega vænt um það. Við hitt- umst allt of sjaldan undanfarin ár, þú á Akureyri og ég í Reykjavík. En ég á nú margar góðar minn- ingar frá samverustundum okkar þegar ég var yngri. Þar tróna efst veiðitúrarnir okkar í heimalækn- um á Arnarvatni og sumarið sem ég var hjá þér í Mývatnssveitinni þegar ég var patti. Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Koma inn eftir langan dag, fá skyrhræring að borða og leggjast svo upp í og sofna út frá ljúfum tónum Johnny Cash og róandi vindlailmi. Þessar minningar hlýja mér svo sannarlega þegar ég hugsa til þeirra með sárum söknuði. Kristján Þór Gunnarsson. Elsku frændi, með örfáum orð- um langar mig að þakka þér allar samverustundirnar sem við höfum átt í gegnum árin og eru þær ófá- ar. Ógleymanlegar ferðir m.a. í Bláa lónið þar sem Bárðarslektið hafði litla hótelið út af fyrir sig. Þar var spilað á píanó og gítara og sungið og dansað fram undir morgun. Svo og allar aðrar stundir þar sem stundum fáir og stundum margir úr fjölskyldunni komu sam- an, alltaf var gítar meðferðis, og alltaf tilefni til að syngja og hafa gaman. Þú samdir mörg falleg lög og texta, sem áfram lifa og minna okkur á þig. Takk fyrir þau, elsku frændi. Margar skemmtilegar stundir áttum við líka, þegar þú komst í heimsókn til okkar í sumarbústað- inn í Eilífsdal, svo og þegar við komum að heimsækja þig norður, bæði í Mývatnssveitina okkar og svo eftir að þú fluttir til Akureyr- ar. Þú tókst alltaf svo vel á móti okkur. Siggi og Berglind eiga líka góðar minningar um Sveinbjörn frænda, sem alltaf var svo góður og skemmtilegur. Þú gafst þeim eins og okkur öll- um svo stóran hlut í hjarta þínu. Við erum rík að hafa fengið að þekkja þig. Nú ert þú kominn á þann stað, sem bíður okkar allra, og er ég al- veg viss um að þú ert farinn að spila og syngja með vinum og ætt- ingjum okkar sem á undan þér voru farnir, og þegar okkar tími kemur þá munum við líka taka undir. Elsku vinur, við biðjum góðan guð að passa þig fyrir okkur. Takk fyrir allt, takk fyrir að vera þú. Kveðja. Sigrún frænka. Í dag kveðja íslenskir flugum- ferðarstjórar, ég og fleiri, ágætan og eftirminnilegan starfsbróður sinn um tæplega 40 ára skeið. Er hann hóf störf í gamla flugturn- inum á Reykjavíkurflugvelli í árs- byrjun 1953 rifjaðist upp fyrir mér frá námsdvöl minni á Akureyri að ungri stúlku varð tíðrætt um tvo glæsilega skólabræður sína í gagn- fræðaskólanum þar, Sveinbjörn og Hrafnkel. Í okkar hóp voru þeir sem sé báðir komnir og áttu eftir að verða miklir máttarstólpar í starfinu, voru löngum saman á vakt, mjög samhentir og góðir starfsmenn sem nutu almennrar virðingar, jafnt flugmanna sem starfsbræðra sinna. Sveinbjörn hafði misst föður sinn ungur, alist upp í Mývatns- sveitinni og var mikill Þingeying- ur. Á unglingsárum lagði hann gjörva hönd á margt, landbúnaðar- störf, sjómennsku, blikksmíði og bifvélavirkjun. Hann gerðist félagi í flugklúbbi flugumferðarstjóra, Gandi, hóf nám til einkaflugmanns á einu flugvél klúbbsins, TF ATC, og lenti í þeirri lífsreynslu, ásamt starfsbróður sem síðar varð at- vinnuflugmaður að brotlenda flug- vélinni á Holtavörðuheiði, en fyrir guðsmildi sluppu báðir ómeiddir. Sveinbjörn lauk réttindaprófum fyrir allar stöður flugumferðar- stjóra, í flugturni, aðflugsstjórn og flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur, starfaði fjögur ár í flugturni Kefla- víkurflugvallar og við afleysinga- störf á Akureyri og á Egilsstöðum. Hann var við framhaldsnám hjá flugmálastjórn Bandaríkjanna í Oklahoma City árið 1957 og við ratsjárnám hjá IAL í London 1972. Sveinbjörn var mikill áhuga- og forustumaður um tækniþróun flug- umferðarstjórnar, kynnti sér helstu framfarir í þeir málum, fór kynnisferðir til nálægra landa þar sem fyrirmyndir var að finna og vann að tillögum til úrbóta hér heima sem lengi vel fengu daufar undirtektir og skilning ráðamanna sem fjármálum stjórnuðu. Hann var virkur í Félagi ísl. flugumferðarstjóra og starfaði í stjórn þess í fáein ár. Eiginkona Sveinbjarnar var Bergþóra Benediktsdóttir frá Hof- teigi og þau eignuðust saman fjóra mannvænlega syni. Einn þeirra, Bárður, fetaði í fótspor föður síns og er starfandi flugumferðarstjóri í Reykjavík. Sveinbjörn var búsettur á Ak- ureyri síðustu ár sín. Við ræddum stundum saman í síma á kvöldin og ánægjulegt var að rifja upp gömul kynni og margs góðs að minnast. Að skilnaði þakka ég Sveinbirni farsæl störf að íslenskum flugmál- um, vináttu og samstarf um ára- tuga skeið. Megi honum farnast vel á nýjum þroskabrautum. Sonum Sveinbjarnar, móður þeirra og öðrum ástvinum, votta ég mína innilegustu samúð. Valdimar Ólafsson. Kveðja frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra Sveinbjörn Bárðarson starfaði sem flugumferðarstjóri allt frá árinu 1953 til ársins 1989, er hann lét af störfum vegna aldurs. Svein- björn tók virkan þátt í félagsstörf- um en hann sat í tvígang í stjórn FÍF. Sveinbjörn starfaði einnig í tækninefnd félagsins en hann var mikill áhugamaður um framfarir í tæknimálum flugumferðarþjónust- unnar og ferðaðist víða í því skyni. Fyrrum samstarfsmenn Svein- björns minnast góðs félaga með hlýhug. Við kveðjum Sveinbjörn með vinsemd og virðingu og vott- um ástvinum hans einlæga samúð okkar. Hlín Hólm, formaður FÍF. Kveðja frá flugumferðarsviði Flugmálastjórnar Sveinbjörn hóf nám í flugum- ferðarstjórn árið 1950 og starfaði síðan við það óslitið til ársins 1989 er hann fór á eftirlaun. Auk náms á Íslandi fór Svein- björn í framhaldsnám í flugum- ferðarstjórn hjá FAA í Bandaríkj- unum og hlaut m.a. starfsþjálfun og starfsréttindi á þremur stöðum þar. Starfsstöð Sveinbjörns hjá Flugmálastjórn var einkum í flug- stjórnarmiðstöðinni og flugturnin- um í Reykjavík. Einnig hafði hann starfsréttindi og starfaði við af- leysingar á flugvellinum á Akur- eyri, Egilsstöðum og í Keflavík. Sveinbjörn sinnti starfi sínu ávallt af miklum áhuga og um- hyggju. Var hann fljótur að til- einka sér nýjungar í flugumferð- arstjórn og var lengst af í framvarðasveit starfsmanna í tæknimálum. Ég vil fyrir hönd starfsmanna flugumferðarsviðs Flugmálastjórn- ar þakka Sveinbirni samfylgdina. Minningin um góðan dreng lifir meðal okkar. Fjölskyldu og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs. SVEINBJÖRN BÁRÐARSON ✝ Ingibjörg Svein-björnsdóttir fæddist á Hámund- arstöðum í Vopna- firði 12. janúar 1915. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 18. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Svein- björn Sveinsson, f. á Selási í Víðidal 29. apríl 1875, d. 25.8. 1945, og Guð- björg Gísladóttir, f. á Hafursá á Völlum 20. apríl 1874, d. 13.7. 1955, og bjuggu þau á Há- mundarstöðum í Vopnafirði. Ingibjörg var ein nítján systkina sem öll eru látin nema Margrét sem er yngst þeirra, f. 28.9. 1919, búsett á Akureyri. Árin 1931 til 1932 stundaði Ingibjörg nám í Laugarvatnsskóla og árin 1941–42 í Iðnskólanum á Siglu- firði. börn, Ingibjörgu, Eyjólf og Ragnheiði Helgu, og þrjú barna- börn. 2) Ólöf Jóna, f. 10.12. 1952, maki Sigurður Ásgeirsson, f. 29.7. 1953. Þau eiga þrjú börn, Evu, Jón Þorgeir og Írisi, og fimm barnabörn. 3) Jón Bergþór, f. 20.12. 1955, maki Orapin Chaksuhkeuw, f. 16.7. 1967. Jón á tvö börn frá fyrra sambandi, Rakel og Þorgeir, móðir Svan- hvít Albertsdóttir, f. 22.11. 1956, og tvö barnabörn. Orapin á tvö börn frá fyrra sambandi, Kanika og Karagate. 4) Hugrún, f. 25.4. 1960, sambýlismaður er Einar Guðbjörnsson, f. 22.5. 1951. Hug- rún á tvær dætur frá fyrra sam- bandi, Jónu Björgu og Fanneyju Dögg, faðir Ólafur Gísli Sigur- jónsson, f. 5.9. 1959, og eitt barnabarn. Einar á fimm börn, Inga Þór, Guðbjörn, Elínu Rut, Evu Guð- nýju og Hjörleif, og tvö barna- börn. Ingibjörg og Þorgeir bjuggu sinn búskap á Möðruvöllum í Kjós til ársins 1995 og síðan á dvalarheimilinu Grund. Ingibjörg verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ingibjörg eignað- ist Viðar Þórhalls- son 28.5. 1936, sem lést af slysförum 1948, og Kára Jak- obsson, f. 10.11. 1946, maki Elín Sæ- unn Ingimundar- dóttir, f. 3.7. 1951. Þau eiga tvo syni, Ingimund og Viðar, og fjögur barna- börn. Hinn 14. nóvem- ber 1953 giftist Ingibjörg Þorgeiri Jónssyni, f. 12.8. 1920, d. 24.8. 1996. Foreldrar hans voru Jón Bergþór Guð- mundsson, f. 18.7. 1888 í Kára- nesi í Kjós, d. 28.5. 1939, og Ólöf Jónsdóttir, f. 8.7. 1983 í Kárane- skoti í Kjós, d. 28.4. 1922. Börn Ingibjargar og Þorgeirs eru: 1) Guðbjörg Eygló, f. 23.9. 1951, maki Sveinbjörn Reynir Pálma- son, f. 26.2. 1947. Þau eiga þrjú Það er svo ótal margs að minn- ast og svo margar góðar samveru- stundir sem ég hef átt með henni ömmu minni. Maður leitar aftur í barnæsku og það er eins og það hafi verið í gær, alveg hreint ótrú- legt til þess að hugsa að sam- verustundirnar í Kjósinni með ömmu, afa og Jonna séu nú aðeins minning ein og að þessar stundir komi aldrei til með að eiga sér stað á ný. Amma var kona sem kynntist hrjósturleika lífsins, hún var sterk og komst í gegnum þetta með höf- uðið hátt, en auðvitað marka erfið spor lífið á einhvern hátt. Hún las mikið í gegnum tíðina og ég minn- ist þess að liggja í rúminu við hlið- ina á henni þar sem hún ýmist var að lesa Moggann eða einhverja bók, þá gerðist það oft og iðulega að hún skellti svoleiðis upp úr, stundum þurfti ekki lestrarefni til, hún átti það til að skella upp úr þar sem hún sat í hugsunum sínum og enginn vissi hvað var svona fyndið. Amma var líka yndislegur karakter, hún átti til hin ýmsu svipbrigði sem einkenndu hana og lýstu skoðunum hennar hverju sinni, þessi svipbrigði voru alveg hreint óborganleg hvort sem um hneykslun, undrun eða annað var að ræða. Hún var einnig ótrúleg í sambandi við orðatiltæki og kom mörgum til að hlæja þegar hún byrjaði með þau, alveg án þess að það ætti að vera fyndið. Amma var með einstaklega góða nærveru og er það eitt af því sem maður á eftir að sakna hvað mest. Það var alltaf svo notalegt að vera nálægt henni og núna síðustu árin á Grund var alltaf gott að reka inn nefið úr amstri dagsins í rólegheit- in hjá henni. Þrátt fyrir að amma hafi ekki þekkt mann alveg undir lokin áttum við yndislegar stundir saman þar sem ég spjallaði við hana um hitt og þetta, strauk henni blítt um vangann og hvíslaði að henni leyndarmálum. Mér þótti sérstaklega vænt um hana ömmu mína og þessara góðu stunda á ég eftir að sakna. Ég og við öll fjöl- skyldan fengum að njóta hennar lengi og erum við öll þakklát fyrir það. Elsku amma, þú munt alltaf eiga stóran part í hjarta mínu. Guð veri með þér og umvefji þig sínum kærleik. Ingibjörg Reynisdóttir. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en jafnframt miklu þakklæti fyrir að hafa kynnst þér. Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar í sveitinni. Við eigum öll góðar minningar um þig sem við munum ætíð varð- veita. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa verið með þér síðustu stund- irnar í þessu lífi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Þín barnabörn Eva, Jón Þorgeir, Íris og fjölskyldur. Nú ert þú kvödd í anda blíðum af öllum þeim sem kyntust þér, með ljúfa þökk frá liðnum tíðum, sem lengi er vert að minst sé hér; og þó að gröfin hylji hold, þitt hrós skal vaka ofar mold. Við trúum því á himna hæðum nú hólpinn lifi andi þinn, og eigi völ á unaðsgæðum, sem ekki þekkir heimurinn. Og alt sem gott hér gjörðir þú hjá Guði launað verði nú. (Jón Þórðarson.) Elsku mamma mín. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (M. Joch.) Þakka þér fyrir, mamma, minn- ing þín lýsir mér og mínum. Guðbjörg Eygló. INGIBJÖRG SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.