Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 11
FRÉTTIR
ÁKVÖRÐUN Auðuns Georgs Ólafs-
sonar, að taka ekki við starfi frétta-
stjóra Útvarpsins, er skiljanleg eft-
ir þann hama-
gang sem á
honum hefur
dunið, að mati
Gunnlaugs Sæv-
ars Gunnlaugs-
sonar, formanns
útvarpsráðs.
Hann sagði
ákvörðun Auð-
uns hafa valdið
sér vonbrigðum, en hann ætlaði
ekki að álasa Auðuni. Það væri
varla í mannlegu valdi að standast
slíkt áhlaup sem hann hefði orðið
fyrir.
Gunnlaugur segir að fundur hans
og Auðuns í fyrradag hafi ekki ver-
ið neinn leynifundur. Hann hafi hitt
Auðun, líkt og hann hitti fjölda
fólks daglega. Auðun segir í yfirlýs-
ingu sinni að það hafi verið reynt að
koma sér í vandræði í fyrrnefndu
viðtali og það tekist. Varð hann
missaga um hvort hann hefði átt
fund með formanni útvarpsráðs.
Gunnlaugur taldi að viðtalið
þyrfti að skoða í ljósi þeirra
aðstæðna sem ríktu þegar það var
tekið. „Mönnum væri hollt,
sérstaklega þeim sem eru að út-
varpa þessu, að setja sjálfa sig í
hans spor. Mér hefur þótt fyrir neð-
an allar hellur framganga frétta-
stofunnar, sem hefur gengið allt of
hart fram vegna sinna hagsmuna-
mála. Það hlýtur að vera umhugs-
unarefni fyrir ráðamenn á Rík-
isútvarpinu, allt þetta mál, sem ég
tel að eigi að skoða í framhaldinu.“
Hvað framhaldið varðar taldi
Gunnlaugur Sævar marga mögu-
leika í stöðunni sem nú er komin
upp. Hægt væri að bíða eftir nýjum
lögum um Ríkisútvarpið varðandi
ráðningu í stöðu fréttastjórans, líkt
og ákveðið var að gera með stöðu
Jóhanns Haukssonar fyrir norðan.
Önnur leið væri að auglýsa stöðuna
aftur. Sú hlyti að verða niðurstaðan
ef menn ætluðu að ráða í starfið. Ef
til vill þyrfti ekki að vænta margra
umsókna, ef umsækjendur mættu
eiga von á „trakteringum eins og
þessi ungi maður varð fyrir“, sagði
Gunnlaugur.
Verður eitthvað gert, t.d. af hálfu
útvarpsráðs, til að bera klæði á
vopnin innan stofnunarinnar?
„Útvarpsráð getur haft skoðun á
hinu og þessu, en það ræður engu.
Það er umsagnaraðili um stöður, en
ræður ekki í þær. Útvarpsstjóri er
hið endanlega vald innan stofn-
unarinnar. Við höfum enga stöðu í
það að gera neitt slíkt. Ég ber
fyllsta traust til Markúsar og sé
ekki að þetta hafi nokkur áhrif á
hans stöðu,“ sagði Gunnlaugur.
En hefur orðstír stofnunarinnar
beðið hnekki?
„Já, ég get ekki neitað því að mér
finnst það. Sérstaklega fréttastofu
Útvarpsins. Ég væri ekki heið-
arlegur ef ég segði annað. Mér
finnst allt þetta mál fyrir neðan
virðingu manna sem ætlast til þess
að þeir séu teknir alvarlega. Þetta
er eins og grófasta gerð af einelti
sem maður hefur orðið vitni að síð-
ustu dagana.“
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
formaður útvarpsráðs
Þetta er eins og grófasta
gerð af einelti
STJÓRN Félags fréttamanna (FF)
verður kölluð saman í dag vegna
þeirrar ákvörðunar Auðuns Georgs
Ólafssonar að taka ekki við starfi
fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Jón
Gunnar Grjetarsson, formaður FF,
segir að þetta
hafi verið mjög
skynsamleg
ákvörðun hjá
Auðuni Georg.
„Mér finnst hann
maður að meiri
að hafa gert
þetta,“ sagði Jón
Gunnar.
Auðun Georg
segir í yfirlýsingu sinni að frétta-
maður RÚV, sem tók við hann við-
tal í gær, hafi ekki verið hlutlaus
heldur aðili málsins. Aðspurður
sagðist Jón Gunnar ekki vilja tjá sig
um það nema hlusta sjálfur á við-
talið, en hann hefði ekki heyrt það
allt. „Grundvallaratriði er að menn
segi satt og rétt frá. Menn virða að
sjálfsögðu trúnað, en það er ekki
þar með sagt að menn eigi að
skrökva.“
Á starfsmannafundi Ríkis-
útvarpsins í fyrradag sagði einn
starfsmanna að fréttamenn hefðu
misnotað fjölmiðla útvarpsins í
þessari atburðarás. Jón Gunnar
sagðist alfarið vera ósammála því
og út í hött að halda slíku fram án
þess að rökstyðja það nánar.
En hefur traust fréttastofu Rík-
isútvarpsins beðið hnekki? „Ef það
hefur orðið þá er það okkar að afla
fréttastofunni trausts,“ sagði Jón
Gunnar.
Hann sagði að í gær hefði stefnt í
óefni og því hefðu starfsmenn RÚV
ákveðið að leita til Alþingis og óska
eftir að það gripi í taumana. Það
hefði verið ákveðinn vendipunktur
þegar Auðun Georg sagði á fundi á
fréttastofunni í gærmorgun að
hann hefði leitað til utanaðkomandi
manna að koma þar inn. Síðan hefði
hann boðið þeim sem vildu starfa
með honum að gera vel við þá.
„Þetta er ekkert annað en mútur og
vinnubrögð sem eiga ekki að eiga
sér stað í þessum geira,“ sagði Jón
Gunnar.
Fréttamenn og starfsmenn RÚV
hafa ítrekað samþykkt vantrausts-
yfirlýsingar á Markús Örn Antons-
son útvarpsstjóra. Standa þær?
„Hann hefur ekkert gert til að
breyta forsendum sem þar liggja að
baki,“ sagði Jón Gunnar. Útvarps-
stjóri hefði t.d. verið viðstaddur og
ekki hreyft neinum athugasemdum
þegar Auðun Georg lýsti því yfir að
hann mundi gera vel við þá sem
mundu fylgja honum, né heldur
þegar hann sagðist hafa verið að
leita að nýju starfsfólki, jafnvel á
öðrum fjölmiðlum, til að koma sér
til aðstoðar á fréttastofu Útvarps.
Jón Gunnar sagði að fréttamenn
hefðu rétt út sáttahönd og gefið út-
varpsstjóra færi á að koma til móts
við þá, en hann hefði slegið það frá
sér. Hann hefði komið fram í Kast-
ljósi og hellt olíu á eldinn.
„Hann hefur ekkert bakkað með
það sem hann sagði þar. Það er
heilmikil vinna eftir ef á að takast
að byggja upp traust milli starfs-
manna í húsinu og útvarpsstjóra.“
Jón Gunnar sagðist vilja veg Rík-
isútvarpsins sem mestan. Hann
sagðist vona að það tækist að end-
urvinna trúnað, en eitthvað þyrfti
að koma frá yfirmanni stofnunar-
innar ef það ætti að takast.
Jón Gunnar Grjetarsson,
formaður Félags fréttamanna
Heilmikil vinna að
byggja upp traust starfs-
manna til útvarpsstjóra
ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar
gerðu fréttastjóramál Ríkisútvarps-
ins ítrekað að umtalsefni á Alþingi í
gær. Gagnrýndu þeir ráðningu hins
nýja fréttastjóra harðlega og sögðu
að vegna hennar ríkti ófremdar-
ástand á Ríkisútvarpinu. Pétur H.
Blöndal, Sjálfstæðisflokki, var eini
stjórnarliðinn sem tók efnislega þátt
í umræðunum. Þorgerður K. Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra var
ekki á landinu í gær.
Mörður Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar, sagði m.a. að út-
varpsstjóri, Markús Örn Antonsson,
yrði að skilja að hann hefði aðeins
tvo kosti í stöðunni: að breyta
ákvörðun sinni (um að ráða Auðun
Georg Ólafsson sem fréttastjóra Út-
varpsins) eða að víkja sjálfur.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sagði
að hinum nýráðna fréttastjóra, sem
eflaust væri ágætis maður, væri eng-
an veginn sætt í sinni nýju stöðu.
„Hann verður að fara frá. Útvarps-
stjóri verður líka að fara frá. Honum
er heldur ekki sætt í sinni stöðu eftir
það sem á undan er gengið.“
Þá sagði Kolbrún Halldórsdóttir,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, að menntamálaráð-
herra yrði að ógilda ráðningu hins
nýja fréttastjóra. Auk þess sagði
hún: „Fréttastofa Ríkisútvarpsins
verður ekki hornsteinn lýðræðis-
legrar umræðu í landinu meðan fyrir
stofnuninni fer útvarpsstjóri sem
gerist handbendi valdsjúkra stjórn-
valda. Það er alveg á hreinu. Út-
varpsstjóri verður að víkja.“
Telja sig eiga RÚV
Fleiri þingmenn stjórnarandstöð-
unnar tóku til máls og gagnrýndu
ráðninguna harðlega. Pétur H. Blön-
dal, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
var eini stjórnarliðinn sem tjáði sig
efnislega um þetta mál, eins og áður
sagði. „Hverjir ráða og reka yfir-
menn í venjulegum fyrirtækjum?“
spurði hann og svaraði um hæl. „Það
eru eigendurnir. Nú hafa starfs-
menn RÚV samþykkt vantraust á
útvarpsstjóra, vilja reka hann. Þeir
telja sig eiga RÚV.“
Pétur sagði að þetta væri algjör-
lega í samræmi við þá tillögu sem
hann hefði flutt á Alþingi um að
einkavæða ætti Ríkisútvarpið og
selja það og að starfsmenn ættu að
hafa forkaupsrétt á lægra verði.
„Starfsmennirnir ættu að sam-
þykkja þá tillögu,“ sagði hann og
bætti við: „Fréttaflutningur RÚV
undanfarnar vikur sýnir mér að
draumurinn um óháða frétta-
mennsku er bara draumur. Skoðanir
starfsmanna menga allar fréttir og
þarf ekki nema horfa á Kastljósið í
gær til að sjá það. Þannig blasa þess-
ir atburðir við mér.“
Gagnrýndu ráðn-
inguna ítrekað
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
JÓN Gunnar Grjetarsson, formað-
ur Félags fréttamanna, afhenti
Halldóri Blöndal, forseta Alþingis,
ákall fréttamanna til Alþingis Ís-
lendinga, um hádegisbil í gær,
vegna ráðningar Auðunar Georgs
Ólafssonar í stöðu fréttastjóra út-
varpsins. Fréttamenn og aðrir
starfsmenn Ríkisútvarpsins fylgdu
Jóni Gunnari er hann afhenti
ákallið. Þeir fjölmenntu einnig á
þingpalla Alþingis, og fylgdust þar
með umræðum, sem fram fóru á
Alþingi, um fréttastjóramálið.
Jón Gunnar sagði, er hann af-
henti Halldóri ákallið í anddyri Al-
þingis, að ráðning Auðunar Georgs
hefði valdið miklum óróa innan
Ríkisútvarpsins. „Á fundi í morgun
[í gærmorgun] eftir að nýráðinn
fréttastjóri á fréttastofu Útvarps
kom til starfa blasti við okkur
frekar ófögur mynd af þeim
stjórnunarháttum, sem hann vill
viðhafa,“ sagði Jón Gunnar. Af
þeim sökum hefðu fréttamenn á
Ríkisútvarpinu sett saman eftir-
farandi ákall til Alþingis:
„Auðun Georg Ólafsson, nýráð-
inn fréttastjóri fréttastofu Út-
varps, kom til starfa í morgun og
hélt stuttan fund með fréttamönn-
um. Þar kom fram hjá honum, að
hann ætlaði að gera vel við þá sem
vildu starfa með honum en sagðist
skilja og virða ákvörðun þeirra
sem vildu það ekki og hættu störf-
um. Jafnframt greindi hann frá
því, að hann hefði haft samband
við nokkra menn og beðið þá að
vera til taks ef núverandi frétta-
menn legðu niður störf.
Þetta eru beinar hótanir af hálfu
hins nýja fréttastjóra. Hans stefna
er augljóslega að deila og drottna.
Það á greinilega að kaupa menn til
samstarfs en losa sig við þá sem
ekki fylgja nýjum siðum. Við telj-
um þessar stjórnunaraðferðir í
hrópandi ósamræmi við uppbygg-
ingu opinberrar þjónustu í lýð-
frjálsu landi. Ríkisútvarpið er
þjónustustofnun í almannaþágu og
verður að vinna í þeim anda.
Neyðarástand er að skapast á
Ríkisútvarpinu. Fjölmennur fund-
ur starfsmanna samþykkti í gær
vantraust á útvarpsstjóra vegna
ráðningar Auðunar Georgs Ólafs-
sonar, með 93% greiddra atkvæða.
Útvarpsstjóri er ekki fær um að
leysa þann vanda sem uppi er.
Við heitum á alþingismenn að
standa vörð um Ríkisútvarpið sem
þjónað hefur þjóðinni í nær sjötíu
og fimm ár.“
Ræðir við ráðherra í dag
Halldór Blöndal sagði m.a. er
hann tók við ákallinu að hann
myndi leggja það fram á lestrarsal
Alþingis. Hann sagði ennfremur í
samtali við Morgunblaðið síðdegis
í gær að hann hefði afhent for-
mönnum þingflokkanna ákallið, á
fundi með þeim eftir hádegi.
Halldór sagði að hann myndi
væntanlega í dag, laugardag, ræða
við menntamálaráðherra, Þorgerði
K. Gunnarsdóttur, um þá beiðni
Kolbrúnar Halldórsdóttur, þing-
manns Vinstri grænna, að fram
fari utandagskrárumræða um mál-
efni Ríkisútvarpsins. Menntamála-
ráðherra hefur verið erlendis í vik-
unni, en von var á henni til
landsins seinni partinn í gær.
Jón Gunnar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að það hefði
verið neyðarúrræði fréttamanna
að leita til Alþingis. Forráðamenn
Ríkisútvarpsins; útvarpsstjóri,
menntamálaráðherra og formaður
útvarpsráðs, hefðu allir sagt að
ráðning hins nýja fréttastjóra
hefði farið fram lögum samkvæmt.
„Þegar menn segja: „Ég geri
skyldu mína gagnvart lögum“
hljótum við að snúa okkur að lög-
gjafanum og biðja hann að grípa
inn í málið,“ sagði Jón Gunnar.
„Með ákallinu vildum við höfða til
alþingismanna, þannig að þeir
gripu í taumana áður en í algjört
óefni stefndi.“
Ákall fréttamanna
til alþingismanna
Morgunblaðið/Árni Torfason
Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti í gær Halldóri Blöndal, forseta Alþingis, ákall frá
fréttamönnum Ríkisútvarpsins þar sem þeir hétu á þingmenn að standa vörð um Ríkisútvarpið.