Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 41
firði og síðar á Grandaveginum í Reykjavík þar sem þau hjón dvöldu yfir hávetur. En þegar farfuglarnir námu land kom ekkert annað til greina fyrir þau en fara norður. Það var ánægjulegt að sjá hversu samhent þau voru, allt þar til Guð faðir vor kallaði þau til sín, hvort fyrir sig. Nú eru þau saman á ný. Amma hefur beðið þolinmóð eftir að afi kláraði sitt hér á jörðu niðri áður en hann kæmi til nýrra heimkynna þar sem amma tekur vel á móti sín- um manni. Þau spila þá sjálfsagt tveggja manna kapal og kyssast yfir matarborðið eftir spilið, og enda kvöldið með mjólk og kringlu og ef- laust lumar amma á súkkulaðibita. Þau hafa lokið sínu starfi hér hjá okkur, þeirra verður mikið saknað, en örugglega vel tekið í nýjum heim- kynnum. Ég kveð afa minn og ömmu með virðingu og þakklæti. Vigfús Ingvarsson. Sigurjón mágur minn var bráð- myndarlegur maður, hafði létt og fallegt göngulag, ljós yfirlitum, svip- hreinn, hógvær og hlýr í framkomu. Hann var vel máli farinn, hélt sinni hreinu og fallegu söngrödd langt fram eftir ævi, enda þjóðkunnur söngvari áður fyrr. Tónlist, einkum söngurinn, var hans líf og yndi frá fyrstu tíð. Hann var mjög vel að sér á því sviði, brennandi af áhuga og krafti sem gerði hann síungan og glaðan, þótt söngur og tónlist yrði ekki ævistarfið. Sigurjón var ákaflega starfsamur. Hann átti Siglufjarðarprentsmiðju frá 1935 til dauðadags. Prentgripir þaðan þóttu mjög góðir enda var Sigurjón fyrsta flokks fagmaður í öllum greinum prentlistarinnar. Hann útskrifaði marga prýðilega nema þ. á m. son sinn Jón Sæmund, dótturson Sigurjón Ragnar og bróð- ur sinn Eirík J. B. Eiríksson, minn elskulega eiginmann. Voru þeir bræður ætíð einlægir vinir og dvaldi Eiríkur á heimili þeirra Ragnheiðar konu hans um árabil eftir móður- missi 1937. Þau reyndust honum ein- staklega vel og gagnkvæm vinátta var milli þeirra og barnanna Stellu Margrétar og Jóns Sæmundar. Sig- urjón var 12 árum eldri en Eiríkur. Var hann Eiríki kær stóri bróðir og fyrirmynd í æsku þau ár sem allir bræðurnir fjórir bjuggu með móður sinni á Akureyri. Sigurjón var farsæll maður. Hann sneri á forlögin, fátæki drengurinn úr Fljótum. Af dugnaði byggði hann sína paradís á Siglufirði með sinni góðu konu Ragnheiði og óskabörn- um þeirra, Stellu og Jóni Sæmundi. Þar vildi hann dvelja sem mest þó hann ætti annað heimili í Reykjavík. Þar var allt ævistarfið, söngurinn og minningarnar. Hann lét sér ekki leiðast, hlustaði á tónlist, las, orti fal- leg ljóð, var vel hagmæltur, fróður og vel lesinn. Síðast sá ég hann 2. jan. á afmæli Ragnheiðar konu hans hjá Stellu og Ingvari. Hann hafði elst síðastliðið ár en var glaður og reifur. Þegar við kvöddumst sagðist hann biðja guð á hverju kvöldi um nokkur ár enn, hann ætti margt ógert. Kæri mágur, ég kveð þig með ein- lægu þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning þín. Rósa Pálsdóttir. Lífið er dýrmætt í öllum sínum blæbrigðum, líka við lok þessarar jarðvistar því að minningarnar lifa hér áfram. Mig langar að kveðja hér vin minn og venslamann, heiðursmanninn Sigurjón Sæmundsson. Kynni okkar hófust á heimili tengdaforeldra okk- ar beggja, Hallgilsstöðum í Hörg- árdal. Sigurjón og Ragnheiður komu þangað í sumardvöl með börnin sín, sömuleiðis ég og minn maður með okkar börn. Það var oft glatt á hjalla á því góða og glaðværa heimili og þessi sumur eru ógleymanleg í minningunni. Ég man hvað mér þótti hjónin, Sigurjón og Ragna, í senn höfðingleg og hamingjusöm. Það álit mitt breyttist ekki gegnum árin, en manngildi Sigurjóns varð mér æ ljósara eftir því sem ég þekkti hann betur, áhugi hans á líf- inu og öllu í kringum sig var ein- stakur. Ég læt aðra um að segja frá störf- um Sigurjóns, söng og félagsstörf- um. Ég veit að ég mæli fyrir munn allrar minnar fjölskyldu þegar ég kveð hér Sigurjón með virðingu og þökk fyrir allar gleðistundirnar sem við áttum gegnum löng og farsæl ár. Á leið til Rögnu, hvíl í Guðs friði. Guðrún Símonardóttir. Kveðjuorð frá bæjarstjórn Siglufjarðar Fimmtudaginn 17. mars sl. lést á Siglufirði Sigurjón Sæmundsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Siglufirði, prentsmiðjustjóri og heiðursborgari Siglufjarðar. Sigurjón Sæmundsson var bæjar- stjóri á Siglufirði í níu ár, frá 1957 til 1966 og tók hann alla tíð mjög virkan þátt í félagslífi Siglfirðinga auk þess sem hann stjórnaði Siglufjarðar- prentsmiðju allt frá árinu 1935. Sigl- firðingar eiga starfi Sigurjóns mikið að þakka í gegnum árin á sviði bæj- ar- og félagsmála og setti hann tví- mælalaust svip á bæjarlífið allt til dánardags. Bæjarstjórn Siglufjarðar sendir eftirlifandi afkomendum hugheilar kveðjur og þakkar um leið framlag Sigurjóns Sæmundssonar til bæjar- lífsins á Siglufirði. Bæjarstjórn Siglufjarðar. Já, Sigurjón er kominn heim úr jólafríinu, það er komið ljós hjá hon- um, ég heimsæki hann fljótlega. Þannig brást ég við fyrstu helgina í mars, þegar ég sá að vinur minn Sig- urjón Sæmundsson var kominn heim eftir að hafa dvalið hjá börnum og fjölskyldu frá því fyrir jól. Ekki datt mér í hug að ég þyrfti að rjúka til, heldur fara og eiga rólega stund með honum í annarri hvorri sólstof- unni sem hann hefur nýlega byggt. Já, það var stutt í 93 ára afmæl- isdaginn, en samt var hann tiltölu- lega nýbúinn að byggja glæsilegar sólstofur við húsið sitt, ásamt því að lagfæra til langrar framtíðar. Það var ekki á dagskrá fyrr en a.m.k. eft- ir 100 ára afmælið að kveðja þetta jarðlíf. Það var einmitt þessi eldhugi – at- hafna- og framkvæmdamaður sem ég kynntist fyrir um 40 árum. Ég byrjaði að syngja með Karlakórnum Vísi árið 1966 við upphaf seinni gull- aldarára Vísis. Sigurjón var þá for- maður, stefnan var skýr, markmiðin voru háleit. Hann var einn af aðal- frumkvöðlum þess að Gerhard Smidth kom til Siglufjarðar, fengnir voru bestu raddþjálfarar sem völ var á (oft hefur verið gantast með: Mað- ur hefur nú lært hjá Demens …), mikill metnaður og það tókst. Karla- kór norðan frá Siglufirði sló í gegn. Vísir söng fyrir fullu húsi um allt land á þessum árum; Háskólabíói, Gamla-bíói tvisvar sama daginn o.s.frv. Auðvitað voru 40 menn í kórnum, ásamt hljóðfæraleikurum, sem voru að mestu Gautarnir, allir lögðust á eitt, mikil vinna, en það var ekki síst fyrir framsýni og festu for- mannsins sem svo vel gekk. Stjórn Karlakórsins Visís þakkar Sigurjóni af heilum hug framlag hans til tónlistar- og menningarmála í Siglufirði á sl. öld. Ég varð gjald- keri Vísis á þessum árum, Sigurjón var þá á svipuðum aldri og ég er nú. Margir voru þeir sem spáðu ekki vel fyrir samstarfinu, töldu Sigurjón of ráðríkan, svo varð ekki, við höfum átt samskipti alla tíð síðan og orðið vinir, þrátt fyrir aldursmuninn, aldr- ei hefur borið skugga á samstarfið. Við Ásdís sendum fjölskyldunni samúðarkveðjur og þökkum fyrir ánægjulegar samverustundir á Suð- urgötu 16. Björn Jónasson. Sá mæti maður, Sigurjón Sæ- mundsson heiðursborgari Siglu- fjarðar, er fallinn frá. Hann var orð- inn aldraður maður þótt hann sjálfur liti ekki svo á. Á nítugasta og þriðja aldursári. Fyrir tveimur árum gekk hann hægum skrefum, beinn í baki og virðulegur eftir Aðalgötunni. Ung- lingahópur var að gantast á gang- stéttinni og kallaði þá einn: Passið ykkur að hrinda ekki gamla mann- inum. Sigurjón stansaði og gaf sig á tal við krakkana til að segja þeim að hann væri ekki gamall. Hann væri ungur í huga sér og það skipti miklu í lífinu að vera hress í anda og bera virðingu fyrir sjálfum sér sem og öðrum. Tíu árum eftir að hann lokaði prentsmiðjunni vegna þverrandi lík- amsþróttar og veikinda konu sinnar var hinn síungi hugur að leggja á ráðin um byggingu mikillar framtíð- arhallar í brekkunni þar sem sjó- mannaheimilið stóð norðan við prentsmiðjuna. Himinn og hæstu tindar Siglufjarðarfjalla spegluðust í veggjum glervirkisins. Inni yfir and- dyri og bílageymslu skyldi vera safn um sögu prentiðnaðar á Íslandi þar sem sýndur yrði m.a. 115 ára gamall tækjabúnaður Siglufjarðarprent- smiðju. Á næstu hæð fullkomnasta prentverk norðan heiða sem þjóna skyldi öllu Norðurlandi. Á þaki þessa musteris prentlistarinnar væri hið fegursta útsýni yfir bæinn og fjörðinn og þar kæmu þyrlur í hlað með góða gesti. Þannig byrjar framkvæmdamaðurinn að reisa skýjaborgina í huga sér. Sigurjón var maður farmkvæmdanna. Það sýna verk hans á langri ævi. Ungur og fátækur var hann kallaður til starfa í þeim bæ sem átti sér einna glæstustu framtíð á Íslandi. Hann breytti lítilli og ófullkominni prent- smiðju í nýmóðins iðju sem hafði allt landið að markaði. Ef von var á tækniframförum í heimalandi Gut- enbergs þá var Sigurjón þangað kominn til að nema og eignast það nýjasta og besta. Og hinn virki mað- ur lét samfélagsmálin til sín taka. Á bæjarstjóratíð Sigurjóns ríkti bjart- sýni og átti hann mikinn þátt í því að ráðist var í miklar framkvæmdir svo sem byggingu nýs sjúkrahúss og ráðhúss. Þá hafði hann forgöngu um það að minningu mikilmennisins sr. Bjarna Þorsteinssonar var sýndur margvíslegur sómi sem enn sér stað. Síðast en ekki síst skal nefndur þátt- ur Sigurjóns í tónlistarlífi staðarins. Hann var formaður Karlakórsins Vísis á því skeiði þegar vegur kórs- ins varð hvað mestur. Og þar sté fram hinn glæsilegi einsöngvari, hetjutenórinn Sigurjón. Á gamals aldri langaði hann til að verða að minnsta kosti 104 ára eins og afi hans Kristján Jónsson í Lambanesi svo hann gæti látið drauminn rætast um að reisa sögu prentlistarinnar verðugan minnis- varða. Fyrstu drög að byggingunni lágu á borði í stofu hans rétt fyrir jólin í vetur. Á Ráðhústorgi skammt frá var fjöldi bæjarbúa saman kom- inn til að vígja jólatréð og hefja þannig hátíð ljóssins. Við dreyptum á púrtvíni í kristalsstaupum og hlustuðum á gamla upptöku á söng hans í útvarpssal. Og ég hugsaði: Ef við ættum fleiri unga menn eins og Sigurjón með sívakandi huga og framkvæmdaglaða þá þyrfti enginn að kvíða framtíðinni á þessum stað. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurjóni Sæmundssyni. Örlygur Kristfinnsson. „Með englaröddu raular hann „La donna é mobile“.“ Þetta var sagt um Sigurjón Sæmundsson, prent- smiðjustjóra, söngvara og fyrrver- andi bæjarstjóra á Siglufirði, sem við nú kveðjum. Ungur flutti Sigurjón frá Akur- eyri til Siglufjarðar og bjó þar alla tíð síðan. Við hjónin áttum því láni að fagna að kynnast þeim hjónum Ragnheiði, sem nú er látin, og Sig- urjóni og áttum með þeim margar ánægju- og gleðistundir. Bridge- kvöldin voru býsna fjörug og ekki litið á klukkuna. Og mjög eftirminni- leg er sú Evrópuferð sem við fórum með þeim á sjötta áratugnum. Farið var með Gullfossi til Kaupmanna- hafnar. Tókum við bílinn með og keyrðum til Parísar en ekki var vanalegt að fara í svona reisu á þeim tíma. Á leiðinni frá París í gegnum Þýskaland var komið við í Hannover því að Sigurjón langaði til að skoða Drupa-sýningu þar til að kynnast því nýjasta í prentiðnaðinum. Þegar Sigurjón kom út af sýningunni ljóm- aði hann allur af hrifningu yfir því sem hann sá þar og minntist þess æ síðan. Siglufjarðarprentsmiðja, sem Sig- urjón átti alla tíð, var fyrsta prent- smiðjan utan Reykjavíkur til að tölvuvæðast, enda fylgdist hann mjög vel með öllum nýjungum í iðn- inni. Alla tíð rak Sigurjón prent- smiðju sína með miklum dugnaði og fyrirhyggju, gaf út bækur og tímarit auk annars. Sigurjón hafði áform um að koma upp prentsmiðjusafni á Siglufirði enda átti hann vélar sem spönnuðu aldar sögu prentiðnarins. Er þetta ef til vill verðugt verkefni samtaka prentiðnaðarins að hrinda í fram- kvæmd? Sigurjón var bæjarstjóri á Siglu- firði í 9 ár og naut bærinn góðs af því og var Sigurjón gerður heiðursborg- ari Siglufjarðar. Síðustu ár bjó Sigurjón að hluta til í Reykjavík. Kom hann þangað oft- ast síðustu daga fyrir jól og fór norð- ur snemma vors. Þann tíma sem hann bjó í Reykjavík varð honum iðulega hugsað norður því að þar undi hann sér best. En það var eins og hann fyndi á sér að kallið væri að koma, því að nú strax í byrjun mars fór hann norður og andaðist á Siglu- fjarðarspítala í sama mánuði. Fjölskylda Sigurjóns hafði þann skemmtilega sið að bjóða vinum og ættingjum til veislu ár hvert á af- mælisdegi Ragnheiðar 2. janúar. Var Sigurjón þá jafnan hrókur alls fagnaðar, stálminnugur var hann og skemmtinn eins og alltaf. Hann var afbragðs söngvari og þegar gengið var framhjá prentsmiðjunni mátti oft heyra hann taka lagið. Hann var enda einsöngvari með karlakórnum Vísi á Siglufirði og karlakórunum á Akureyri. Við Guðný kveðjum þennan góða vin okkar í þeirri trú að nú hafi hann hitt Ragnheiði sína. Börnum Sigurjóns, Stellu og Jóni Sæmundi, og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Sigurður Njálsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 41 MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA STEINUNN GISSURARDÓTTIR frá Litlu-Hildisey, Landeyjum, áður til heimilis á Tunguvegi 8, Njarðvík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi mið- vikudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 14.00. Steinar Bjarnason, Sólveig Kristinsdóttir, Nicolai Gissur Bjarnason, Svanhildur Einarsdóttir, Hjördís Margrét Bjarnadóttir, Helgi Jóhannsson, Óskar Bjarnason, Guðbjörg Þóra Hjaltadóttir, Skúli Bjarnason, Emilía Dröfn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.