Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STJÓRNENDUR og starfsmenn Ríkisútvarpsins þurfa nú að taka höndum saman og gera það sem mestu máli skiptir: Að starfrækja öfluga og góða fréttastofu,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir mennta- málaráðherra þegar hún var innt eftir við- brögðum við ákvörðun Auð- unar Georgs Ólafssonar. En verður staða fréttastjórans auglýst á ný, eða sett í biðstöðu þar til nýtt rekstrarform Ríkisútvarps- ins tekur við. „Mér skilst að útvarps- ráð komi saman á þriðjudaginn kemur og útvarpsstjóri og það munu fara sérstaklega yfir hvað verður. Ég tel einnig að þetta mál sýni að það er afar mikilvægt að frumvarpið sem nú liggur fyrir Al- þingi um breytingu á lögum um Rík- isútvarpið verði samþykkt sem fyrst.“ Þorgerður Katrín vonast eft- ir að það verði nú á vorþinginu. Traust og virðingu fréttastofu Út- varpsins hefur oft borið á góma. Óttast menntamálaráðherra að það hafi beðið hnekki í þessari atburða- rás? „Þegar svona mál eru annars veg- ar er alltaf hætta á að traustið og virðingin geti beðið hnekki, að minnsta kosti tímabundið. En ég hef trú á að fréttastofa Ríkisútvarpsins verði eftir sem áður sterk, eins og hún var.“ Starfsmenn hafa oftar en einu sinni samþykkt vantraust á útvarps- stjóra. Þurfa stjórnvöld að grípa þar inn í? „Það er engan veginn hægt að taka undir vantraust sem starfs- menn samþykktu. Stjórnendur þurfa oft að taka ákvarðanir um ýmsa þætti og það liggur í hlutarins eðli að allar ákvarðanir geta ekki verið óumdeilanlegar. Stundum verða starfsmenn óánægðir og stundum ekki. Það er líka með ýms- um hætti hvernig menn kjósa að setja fram óánægju sína. Markús Örn hefur verið farsæll útvarps- stjóri. Hann hefur langa og mikla reynslu af starfi innan Ríkisútvarps- ins og hefur stýrt þessu skipi mjög vel. Það sést ekki síst á því að áhorf á sjónvarpið og hlustun á útvarpið eru mjög góð. Hann nýtur fulls trausts,“ sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra Stjórnendur og starfs- menn RÚV þurfa að taka höndum saman Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MÉR kom þetta mikið á óvart og þykir miður að svona skyldi fara,“ sagði Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri þegar leitað var við- bragða hjá honum við ákvörðun Auðuns Georgs Ólafssonar, að taka ekki við starfi fréttastjóra Út- varpsins. Markús sagði að í gærmorgun hafi verið haldinn fundur á frétta- stofunni, þegar Auðun Georg kom til starfa, og þótti honum fundurinn takast vel. Að fundi lokn- um segist hann hafa talið að næsta skref myndi takast jafnvel. Hann hafi ekki haft meira samband við Auðun í gærdag, en frétt síðdegis af útvarpsviðtalinu, sem Auðun nefnir í yfirlýsingu sinni. „Ég var spurður út í efnisatriði, sem höfðu verið í þessu viðtali við Auðun, og ég varð satt að segja afar hissa á spurningum sem verið var að leggja fyrir hann. En það var ákvörðun viðkomandi fréttamanns og fréttastofunnar væntanlega.“ Sagði Markús að sér þætti afar leitt og sárt að viðtalið skyldi verða korn- ið sem fyllti mælinn og gerði að verkum að Auðun hætti við að taka starfið að sér. Markús kvaðst ekki ætla að full- yrða um það nú hvort starf frétta- stjóra verður auglýst á ný. Málið verði tekið fyrir á fundi útvarps- ráðs, sem boðaður hefur verið á þriðjudaginn kemur. En hvernig bregst útvarpsstjóri við ítrekuðum vantraustsyfirlýs- ingum af hálfu samstarfsmanna hans? „Ég sæki ekki umboð mitt sem út- varpsstjóri til starfsmannafunda í Ríkisútvarpinu. Á þessum 14 árum sem ég hef samanlagt verið útvarps- stjóri hefur oft risið ágreiningur á milli mín og starfsmannahópsins, eða einstakra minni starfs- mannahópa, um einstakar ákvarð- anir mínar. Ég hef haft fyrir venju að standa við þær og hef gert það í þessu tilviki. Ég ætla ekkert að víkja af þeirri braut samkvæmt sannfær- ingu minni. Ég hef líka sagt að það sé ekkert fararsnið á mér og ég muni starfa áfram að málefnum Rík- isútvarpsins og vinna að eflingu og styrkingu þess.“ Verður gripið til aðgerða til að bera klæði á vopnin? „Ég get ekki sagt nákvæmlega nú hvert framhaldið verður. Ég tel mikilvægt að málið verði reifað á fundi útvarpsráðs.“ Markús minnti á að umsagnir um starfsmannaráðn- ingar væru enn viðfangsefni út- varpsráðs. Því þurfi kanna hug út- varpsráðsmanna um framhaldið. Óttast útvarpsstjóri að traust til fréttastofunnar og stofnunarinnar hafi beðið hnekki í þessari atburða- rás? „Ég fullyrði ekkert um það. Ég hef tekið eftir því, eins og aðrir sem hafa hlustað á útvarpið undanfarnar vikurnar og komið að máli við mig, að mönnum finnst afskaplega langt gengið í umfjöllun um þessi hags- munamál fréttastofunnar út frá hennar sjónarhorni í fréttum sem hún ber ábyrgð á og í fréttaskýr- ingaþáttum og ýmsum öðrum dag- skrárþáttum sem eru að fjalla um málefni líðandi stundar. Það má segja að hver einasti mögulegi þátt- ur og hvert horn í dagskránni hafi með einum eða öðrum hætti tengst á einhverjum tíma umfjöllun um þessi mál. Ég get ekki metið hér og nú hvað þetta sem slíkt hefur að gera með mat almennings á trúverð- ugleika fréttastofunnar.“ Markús sagði að báðar fréttastof- urnar hafi staðið mjög vel að vígi. Ný könnun á trúverðugleika frétta- stofu Sjónvarpsins og Stöðvar 2 sýni sterka stöðu fréttastofu Sjónvarps. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri Sæki ekki umboð mitt sem útvarpsstjóri til starfsmannafunda EFTIRFARANDI yfirlýsing barst Morgunblaðinu frá Auðuni Georg Ólafssyni í gærkvöldi: „Með tilliti til aðstæðna á frétta- stofu Ríkisútvarpsins sé ég mér ekki fært að þiggja starf frétta- stjóra og mun ég því ekki skrifa undir ráðningarsamning. Ég sótti um starfið á jafnræð- isgrundvelli án þess að vera til þess hvattur og ekki í umboði eins eða neins, hvorki stjórnmálaafla né annarra. Þrátt fyrir að vegið hafi verið að persónu minni með afar ósann- gjörnum hætti, mannorð mitt svert með röngum ásökunum, hreinum lygum haldið á lofti og mér allt að því hótað, ákvað ég engu að síður að mæta til starfa með opnum huga og gefa fréttamönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins tækifæri til að sýna að sanngirni, hlutleysi, réttlæti og fagleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi. Í viðtali sem ég veitti fréttamanni Ríkisútvarpsins í dag í tilefni af því að ég hæfi störf var með lævíslegum hætti reynt að koma mér í vandræði. Það tókst, þar sem ég vildi ekki rjúfa trúnað. En fréttamaðurinn var ekki hlut- laus, hann var málsaðili, og honum tókst ekki að gera greinarmun þar á. Ég hlakkaði til að takast á við skemmtilegt og ögrandi starf á fréttastofu sem naut trausts og þekkt var fyrir málefnaleg og fag- leg vinnubrögð. Það er með miklum trega sem ég lýsi yfir að væntingar mínar voru á misskilningi byggðar.“ Auðun Georg Ólafsson tekur ekki við starfi fréttastjóra Útvarps Vegið að persónu minni með afar ósanngjörnum hætti Morgunblaðið/Árni Torfason Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Útvarps, mætti til starfa hjá Ríkisútvarpinu klukkan 9 í gærmorgun. Auðun Georg vildi ekki tjá sig við fjölmiðlamenn sem þar voru staddir. AUÐUN Georg Ólafsson mætti til starfa í gærmorgun og fundaði með fréttamönnum Útvarps og Sjón- varps. Í hádegisfréttatíma Útvarps varð Auðun tvísaga þegar hann var í samtali spurður hvort hann hefði átt fund nýlega með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugsyni, formanni út- varpsráðs. Eftirfarandi er hluti viðtals Ingi- mars Karls Helgasonar frétta- manns við Auðun Georg í hádeg- isfréttum Útvarpsins í gær: – Hefurðu átt fundi með formanni útvarpsráðs nýlega, spurði frétta- maður. „Ekki nýlega nei,“ svaraði Auðun. – Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þú hafir hitt hann að máli eft- ir hádegi í gær. „Ég man nú ekki til þess. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvenær það var.“ – Hvað hefði verið rætt á slíkum fundi. „Það er bara trúnaðarmál.“ – Þannig að þú viðurkennir að slíkur fundur hafi verið haldinn þrátt fyrir að þú neitir því. „Ja, ég neita því ekkert að hann hafi farið fram en gef ekkert upp annað um það.“ – Varstu ekki að neita því að fundurinn hefði verið haldinn? „Fundurinn hefur verið haldinn en það var bara trúnaðarmál.“ – Hver boðaði fundinn? „Það var bara trúnaðarmál,“ – Baðst þú um fund eða formaður útvarpsráðs? „Nú man ég það ekki. Ég held að ég hafi óskað eftir þeim fundi bara til þess að meta aðstæður og fara yfir hver staðan væri hér innan- húss.“ –Hver var niðurstaðan af fund- inum? „Niðurstaðan af fundinum var bara að halda sínu striki. Og ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt rangt og bara mæti hér til starfa og held mínu striki.“ – Mætti ég kannski spyrja, það er nú lítið eftir af þessu, af hverju neit- aðir þú því í upphafi að fundurinn hefði verið haldinn? „Bíddu hvað áttu við?“ – Ég spurði þig hvort þú áttir fund í gær og þú sagðir nei. „Ég mundi ekki hvenær nákvæm- lega fundurinn fór fram.“ – Þetta var í gær, sagði Ingimar Karl Helgason fréttamaður „Já, þá var hann í gær,“ sagði Auðun Georg Ólafsson. Varð tvísaga í viðtali við fréttastofu Útvarps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.