Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 29 FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com 410 4000 | landsbanki.is Ferðalán Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi. Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí. • Þú færð lán fyrir ferðinni • Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum • Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán Besti tíminn til að fara í frí er þegar þú þarft á því að halda! www.floridafri.com Hótel - íbúðir - siglingar www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta „Gönguferðir á Spáni“ Eigum enn nokkur pláss laus eftirtaldar vikur: 18. maí, 25. maí, 28 maí Upplýsingar á: www.sumarferdir.is, www.mountainwalks.com og elsfrares@terra.es TRANS Atlantic er nýleg ferða- skrifstofa sem er norður á Akureyri og hefur það að leiðarljósi að stuðla að auknu framboði á ferðum frá landsbyggðinni og nú er unnið að því að koma á beinu flugi frá Egils- stöðum til Kaupmannahafnar. Markmiðið er einnig að kynna nýja og spennandi áfangastaði og Trans Atlantic býður meðal annars upp á ferðir til Mexíkó þar sem dvalið er í bænum Playa del Carm- en. Þegar hefur skólaútskriftar- hópur bókað sig í fyrstu ferðina þangað sem farin verður í maí. „Við bjóðum upp á fjögurra og fimm stjörnu hótel sem „allt er innifalið“ og þá erum við að tala um allan mat, alla drykki, skipulagða skemmti- dagskrá, siglingar, líkamsrækt og margt fleira,“ segir Ómar Banine einn af eigendum Trans Atlantic og bætir við að sérstaklega vel sé hugs- að um börn í barnaklúbbum hót- elanna. „En við bjóðum líka upp á ódýrari strandhús fyrir þá sem það vilja og núna erum við með mjög ódýr þriggja stjörnu hótel á sér- stöku tilboðsverði.“ Indíánaslóðir heimsóttar Hjá Trans Atlantic er einnig hægt að fara í þriggja landa ævintýraferð- ir sem standa í tvær vikur, en þá er farið til Mexíkó, Belize og Guate- mala. „Þá er farið á slóðir Maya- indíána og skoðaðar fornar menjar og einnig er farið inn á sérstakt svæði þar sem jagúar, sú tigna skepna heldur sig í miklum mæli. Indíánaþorp eru heimsótt, farið inn í regnskóginn og synt við næst stærsta kóralrif í heimi,“ segir Óm- ar og bætir við að Trans Atlantic stefni að því að koma á víðtækum menningartengslum á milli Íslands og Mexíkó. „Við erum að vinna í því að koma á vinabæjarsamskiptum á milli Akureyrar og Playa del Carm- en og ýmislegt skemmtilegt er í far- veginum í þeim málum.“  FERÐASKRIFSTOFA | Trans Atlantic á Akureyri Bjóða ferðir í sumar til Mexíkó Hótelsvæði við ströndina í Mexíkó þar sem allt er innifalið. www.transatlantic.is Hvaða frí er þér minnisstæðast? „Ætli það sé ekki þegar við fór- um með börnin á skíði til Madonna á Ítalíu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Sú ferð er okkur öllum mjög eftirminnileg. En svo eru það sum- arfríin á Mallorca. Þangað höfum við farið tvisvar sinnum og verið rosalega ánægð með þær ferðir. Það er svo einfalt að fara með krakka þangað í þægileg fjöl- skyldufrí.“ Eru börnin alltaf með þegar þið farið í frí? „Við förum yfirleitt aldrei ein í frí, við hjónin, en erum reyndar að fara til Afríku á næstunni með kunningjahjónum okkar. Við skipu- lögðum sjálf ferðina og förum fyrst til Maputo, síðan til Swazilands og skoðum þar Kruger-dýragarðinn. Ég hef lengi haft áhuga á að koma til Afríku og hlakka mikið til að fara þangað. Hvert vilja börnin helst fara? „Skíðaferðin stendur upp úr hjá þeim. Þessi vika á Ítalíu var æð- isleg. Við erum öll mikið á skíðum og þau fóru strax í skíðaskóla þeg- ar við komum og náðu góðum tök- um á að renna sér. Þau unnu til verðlauna í sínum aldursflokki og skreyta þau hillurnar hjá þeim. Eftir þessa ferð er stelpan farin að æfa skíði. Þeim fannst ferðin æð- isleg og eru alltaf að kvabba um að fara aftur. Við fengum mjög gott veður og þó að þetta hafi verið stuttur tími er vika á skíðum á við tveggja vikna frí. Þetta var besta fríið að okkar mati.“ Hvernig var tekið á móti ykkur? „Krakkarnir töluðu ekki ensku þegar við vorum þarna en þau elsk- uðu skíðakennarann sem talaði fingramál við þau. Við borðuðum á veitingastöðum á hverju kvöldi og það var ekkert mál að krakkarnir kæmu með. Það var sama hvert við fórum, það var allstaðar tekið vel á móti okkur.“ Getur þú mælt með hótelum og matsölustöðum á Ítalíu og Mallorca? „Við vorum á hótel Arnica í Ma- donna og fórum á æðislegan veit- ingastað þar sem heitir Ristorante da Alfiero og var í göngufæri frá hótelinu. Þegar við vorum á Calla Mallorca gistum við á Cala Millor Park og borðuðum oft á veitinga- stað í miðbænum sem hét Tonu’s sem okkur fannst mjög góður. Þar fengum við gott ferskt pasta en staðurinn er rekinn af fjölskyldu og unnu fjölskyldumeðlimir, líka börn, á staðnum. Ef við vildum fá Paella þá varð að panta hana daginn áður, svo hún væri fersk. Þau sögðu okk- ur að þau ættu ekkert á lager held- ur færu sérstaklega út að veiða fiskinn í hana, annars væri hún ekki fersk.“  MINNISSTÆÐASTA FERÐIN Skíðaferð með fjölskyldunni www.hotelarnica.com// info@hotelarnica.com Ristorante da Alfiero 38084 Madonna Via Vallesinella 5 sími: 0465 440117 Hótel Cala Millor Park, Mallorca sími: 00 34 971 585 503 Bára Ægisdóttir hjá Ferðaskrifstofu Íslands Ægir Snorrason, Bára Ægisdóttir og Alda Snorradóttir. FYRIRTÆKIÐ Eurover hefur haf- ið innflutning á frönskum hjólhýs- um. Að sögn Harðar Bjarnasonar hjá Eurover eru hjólhýsin þeim eig- inleikum búin að hægt er að lækka topp þeirra svo unnt sé að geyma þau í bílskúr þegar ekki er verið að nota hjólhýsin. Hjólhýsin er hægt að fá í fimm mismunandi stærðum og eru allt frá því að vera fyrir 2–3 og upp í 4–5 fullorðna einstaklinga. Þau íburðarmestu eru að sögn Harðar með heitu rennandi vatni og öllum þægindum, sóltjaldi, fortjaldi og hægt að fá í þau sjónvarp, útvarp og geislaspilara. Hjólhýsin kosta á bilinu 1.550.000 kr. og upp í um 1.850.000 krónur. Verða þau til sýnis á sumarsýningu Kringlunnar sem stendur yfir dagana 14.–20. apríl. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Eurosport, Laugavegi 32. Hjólhýsi sem passa í bílskúr  HJÓLHÝSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.