Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 02.04.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 29 FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com 410 4000 | landsbanki.is Ferðalán Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi. Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí. • Þú færð lán fyrir ferðinni • Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum • Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán Besti tíminn til að fara í frí er þegar þú þarft á því að halda! www.floridafri.com Hótel - íbúðir - siglingar www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta „Gönguferðir á Spáni“ Eigum enn nokkur pláss laus eftirtaldar vikur: 18. maí, 25. maí, 28 maí Upplýsingar á: www.sumarferdir.is, www.mountainwalks.com og elsfrares@terra.es TRANS Atlantic er nýleg ferða- skrifstofa sem er norður á Akureyri og hefur það að leiðarljósi að stuðla að auknu framboði á ferðum frá landsbyggðinni og nú er unnið að því að koma á beinu flugi frá Egils- stöðum til Kaupmannahafnar. Markmiðið er einnig að kynna nýja og spennandi áfangastaði og Trans Atlantic býður meðal annars upp á ferðir til Mexíkó þar sem dvalið er í bænum Playa del Carm- en. Þegar hefur skólaútskriftar- hópur bókað sig í fyrstu ferðina þangað sem farin verður í maí. „Við bjóðum upp á fjögurra og fimm stjörnu hótel sem „allt er innifalið“ og þá erum við að tala um allan mat, alla drykki, skipulagða skemmti- dagskrá, siglingar, líkamsrækt og margt fleira,“ segir Ómar Banine einn af eigendum Trans Atlantic og bætir við að sérstaklega vel sé hugs- að um börn í barnaklúbbum hót- elanna. „En við bjóðum líka upp á ódýrari strandhús fyrir þá sem það vilja og núna erum við með mjög ódýr þriggja stjörnu hótel á sér- stöku tilboðsverði.“ Indíánaslóðir heimsóttar Hjá Trans Atlantic er einnig hægt að fara í þriggja landa ævintýraferð- ir sem standa í tvær vikur, en þá er farið til Mexíkó, Belize og Guate- mala. „Þá er farið á slóðir Maya- indíána og skoðaðar fornar menjar og einnig er farið inn á sérstakt svæði þar sem jagúar, sú tigna skepna heldur sig í miklum mæli. Indíánaþorp eru heimsótt, farið inn í regnskóginn og synt við næst stærsta kóralrif í heimi,“ segir Óm- ar og bætir við að Trans Atlantic stefni að því að koma á víðtækum menningartengslum á milli Íslands og Mexíkó. „Við erum að vinna í því að koma á vinabæjarsamskiptum á milli Akureyrar og Playa del Carm- en og ýmislegt skemmtilegt er í far- veginum í þeim málum.“  FERÐASKRIFSTOFA | Trans Atlantic á Akureyri Bjóða ferðir í sumar til Mexíkó Hótelsvæði við ströndina í Mexíkó þar sem allt er innifalið. www.transatlantic.is Hvaða frí er þér minnisstæðast? „Ætli það sé ekki þegar við fór- um með börnin á skíði til Madonna á Ítalíu í fyrsta sinn fyrir tveimur árum. Sú ferð er okkur öllum mjög eftirminnileg. En svo eru það sum- arfríin á Mallorca. Þangað höfum við farið tvisvar sinnum og verið rosalega ánægð með þær ferðir. Það er svo einfalt að fara með krakka þangað í þægileg fjöl- skyldufrí.“ Eru börnin alltaf með þegar þið farið í frí? „Við förum yfirleitt aldrei ein í frí, við hjónin, en erum reyndar að fara til Afríku á næstunni með kunningjahjónum okkar. Við skipu- lögðum sjálf ferðina og förum fyrst til Maputo, síðan til Swazilands og skoðum þar Kruger-dýragarðinn. Ég hef lengi haft áhuga á að koma til Afríku og hlakka mikið til að fara þangað. Hvert vilja börnin helst fara? „Skíðaferðin stendur upp úr hjá þeim. Þessi vika á Ítalíu var æð- isleg. Við erum öll mikið á skíðum og þau fóru strax í skíðaskóla þeg- ar við komum og náðu góðum tök- um á að renna sér. Þau unnu til verðlauna í sínum aldursflokki og skreyta þau hillurnar hjá þeim. Eftir þessa ferð er stelpan farin að æfa skíði. Þeim fannst ferðin æð- isleg og eru alltaf að kvabba um að fara aftur. Við fengum mjög gott veður og þó að þetta hafi verið stuttur tími er vika á skíðum á við tveggja vikna frí. Þetta var besta fríið að okkar mati.“ Hvernig var tekið á móti ykkur? „Krakkarnir töluðu ekki ensku þegar við vorum þarna en þau elsk- uðu skíðakennarann sem talaði fingramál við þau. Við borðuðum á veitingastöðum á hverju kvöldi og það var ekkert mál að krakkarnir kæmu með. Það var sama hvert við fórum, það var allstaðar tekið vel á móti okkur.“ Getur þú mælt með hótelum og matsölustöðum á Ítalíu og Mallorca? „Við vorum á hótel Arnica í Ma- donna og fórum á æðislegan veit- ingastað þar sem heitir Ristorante da Alfiero og var í göngufæri frá hótelinu. Þegar við vorum á Calla Mallorca gistum við á Cala Millor Park og borðuðum oft á veitinga- stað í miðbænum sem hét Tonu’s sem okkur fannst mjög góður. Þar fengum við gott ferskt pasta en staðurinn er rekinn af fjölskyldu og unnu fjölskyldumeðlimir, líka börn, á staðnum. Ef við vildum fá Paella þá varð að panta hana daginn áður, svo hún væri fersk. Þau sögðu okk- ur að þau ættu ekkert á lager held- ur færu sérstaklega út að veiða fiskinn í hana, annars væri hún ekki fersk.“  MINNISSTÆÐASTA FERÐIN Skíðaferð með fjölskyldunni www.hotelarnica.com// info@hotelarnica.com Ristorante da Alfiero 38084 Madonna Via Vallesinella 5 sími: 0465 440117 Hótel Cala Millor Park, Mallorca sími: 00 34 971 585 503 Bára Ægisdóttir hjá Ferðaskrifstofu Íslands Ægir Snorrason, Bára Ægisdóttir og Alda Snorradóttir. FYRIRTÆKIÐ Eurover hefur haf- ið innflutning á frönskum hjólhýs- um. Að sögn Harðar Bjarnasonar hjá Eurover eru hjólhýsin þeim eig- inleikum búin að hægt er að lækka topp þeirra svo unnt sé að geyma þau í bílskúr þegar ekki er verið að nota hjólhýsin. Hjólhýsin er hægt að fá í fimm mismunandi stærðum og eru allt frá því að vera fyrir 2–3 og upp í 4–5 fullorðna einstaklinga. Þau íburðarmestu eru að sögn Harðar með heitu rennandi vatni og öllum þægindum, sóltjaldi, fortjaldi og hægt að fá í þau sjónvarp, útvarp og geislaspilara. Hjólhýsin kosta á bilinu 1.550.000 kr. og upp í um 1.850.000 krónur. Verða þau til sýnis á sumarsýningu Kringlunnar sem stendur yfir dagana 14.–20. apríl. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Eurosport, Laugavegi 32. Hjólhýsi sem passa í bílskúr  HJÓLHÝSI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.