Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 43 MINNINGAR ✝ Guðrún ElsaGuðlaugsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 27 nóvember 1946. Hún lést á sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 21. mars síðastliðinn. Eftirlif- andi móðir hennar er Friðrikka Þorbjörns- dóttir, f. í Hælavík í Sléttuhreppi í Norð- ur-Ísafjarðarsýslu 14 júní 1918. Faðir hennar var Sigur- björn Guðlaugur Ein- arsson, f. á Fáskrúðs- firði 2. desember 1919, d. 22. september 1966. Bræður Guðrún- ar Elsu eru: Einar, f. 6. maí 1945, Guðmundur, f. 7. febrúar 1950, og Friðrik, f. 8. ágúst 1953. 11. september 1965 giftist Guð- rún Elsa eftirlifandi eiginmanni sínum Þorsteini Sigtryggssyni, f. 15 mars 1945. Foreldrar hans voru Snæborg Þorsteinsdóttir, f. 17. október 1926, d. 4. september 1988, og Sigtryggur Jónatansson, f. 19. janúar 1917, d. 28. mars 1988. Börn Guðrún- ar Elsu og Þorsteins eru: 1) Snæborg Þor- steinsdóttir, f. 18. nóvember 1965, í sambúð með Agnari Torfa Guðnasyni, f. 16. janúar 1966. Börn: Ragnar Tryggvason, f. 15. maí 1986, Kristófer Már Tryggvason, f. 7. febrúar 1989, og Guðrún Ósk Agnars- dóttir, 21. ágúst 1997. 2) Guðlaug Friðrikka Þorsteins- dóttir, f. 2. nóvember 1968. Barn hennar er Sigríður Bára Einars- dóttir, f. 31. júlí 1991. 3) Þorsteinn Elías Þorsteinsson, f. 14. janúar 1978, í sambúð með Hrefnu Har- aldsdóttur, f. 28. apríl 1980. Guðrún Elsa starfaði lengst af við fiskvinnslu en síðustu tíu árin vann hún á Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra. Útför Guðrúnar Elsu verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala. Og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Elsku mamma, gullið okkar, þú sagðist ætla að berjast og lifa ferm- ingardaginn hennar Báru minnar og það gerðir þú með sæmd. Það kannski lýsir þér best hvernig þú varst og kenndir okkur, ávallt að standa við gefin loforð. En ekki gerðir þú það baráttulaust, allt var á móti að þú myndir læknast af þessum ógeðslega sjúkdómi, sem enginn réð við. En þið pabbi kennduð okkur að ávallt væri von en hún dó smátt og smátt. Að svona heil og heilbrigð manneskja fengi lungnakrabbamein fæ ég aldrei skilið, því heilbrigðari manneskju hef ég aldrei kynnst. Þú arkaðir áfram með bros á vör, sama hvað bjátaði á. Í veikindum pabba varst þú kletturinn sem við studdum okkur við og saman stóðum við. Síðan snerist dæmið við og pabbi varð að hetjunni, aldrei fór hann langt frá þér eftir að þú greind- ist, hinn 14. júní 2004, á 86 ára afmæl- isdegi móður þinnar. Það verður dag- ur sem við seint gleymum. Þín er sárt saknað en þér var greinilega ætlað annað verkefni annars staðar, og veit ég að margir hafa tekið á móti þér með útbreiddan faðminn, kysst þig og knúsað á hinum staðnum. Ég heyri þig hlæja og ganga rösklega um, al- veg eins og þú varst hérna hjá okkur. Elsku pabbi, þú vékst aldrei frá henni og við vitum að eftir 40 ára sam- búð er erfitt þegar skiljast leiðir, en pabbi og amma, við stöndum saman í þessum söknuði, því það hefði hún mamma viljað. Ég hlakka mikið til að hitta þig aft- ur, mamma mín, og takk fyrir allt sem þú gafst mér, með ástarkveðju kveð ég þig í bili. Þín dóttir Guðlaug. Elsku mamma. Barátta þín var stutt og erfið, þú greindist með krabbamein 14. júní í fyrra á afmæl- isdegi móður þinnar. Man ég og fleiri þegar þú sagðist ætla að berjast og lifa fermingardaginn hennar Báru. Þú stóðst við það, hún fermdist hinn 20. mars og þú kvaddir aðfaranótt 21. mars. Þetta var skrítin vika, pabbi varð sextugur, Bára fermdist og þú kvaddir þetta líf. Þú varst yndisleg amma og gerðir allt fyrir ömmubörn- in þín, enda leituðu þau oft til þín. Þú varst líka dýrkuð af gamla fólkinu á Hraunbúðum þar sem þú vannst síð- ustu tíu árin. Það er svo skrítið að pabbi komi bara einn í heimsókn en þið komuð alltaf saman einu sinni á dag til okkar í kaffi þó það væri bara í tíu mínútur. Elsku pabbi, þú ert búinn að vera algjör hetja frá því að mamma veikt- ist og þegar hún kvaddi þennan heim. Bið ég Guð að styrkja þig og okkur, ekki síst ömmu sem sér á eftir barni sínu í þessari miklu sorg. Mamma, þetta er ekki hinsta kveðja því við eigum eftir að hittast seinna. Ástarkveðja. Þín dóttir Snæborg. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Að reyna að telja sér trú um það að þú sért farin er það erf- iðasta sem ég hef þurft að þola. Síð- ustu vikur voru dýrmætar er við öll vorum saman í síðasta sinn. Ég hélt að ég hefði verið undirbúinn en ekk- ert býr mann undir þetta, en ég veit að þú ert sársaukalaus og eflaust á einhverjum góðum stað. Það er lýs- andi dæmi um hvernig þú varst er þú sagðist ætla að lifa fermingardaginn hennar Báru í upphafi veikindanna og gerðir þó tæpt hafi það verið. Ég ákvað að kveðja þig með ljóði sem ef- laust lýsir sambandi okkar best: Mikið var ég mömmu kær, merki þess hef borið. Enn þá mér í augum hlær æsku blessað vorið. Mest hef ég af mömmu lært mér til sálargróða, sem mér gerði falið fært að finna margt það góða. Mér er styrkur móður – sú minningin hin blíða, hennar mildi, hennar trú, hennar þol að stríða. Hennar líf, sem liðið er, létti sporin sveini. Minning góðrar móður ber mömmudrengur eini. (Kolbeinn Högnason.) Sofðu rótt, elsku mamma. Þinn sonur Þorsteinn Elías. Mín ástkæra dóttir Gunna, þakka þér yndislega samveru. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Þín mamma. Nú er fallin frá ástkær systir mín, mágkona og frænka, Guðrún Elsa, eftir níu mánaða baráttu við illvígan sjúkdóm, langt um aldur fram. Góðu minningarnar sem við eigum um Gunnu eru margar og munu þær ekki gleymast. Gunna og Steini, eig- inmaður hennar, voru mjög frænd- rækin. Það brást ekki að þau komu alltaf við í Reyniberginu er þau komu í bæinn og tóku vel á móti okkur þeg- ar við komum til Vestamannaeyja. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Steini, Friðrikka, Snæborg, Guðlaug, Þorsteinn og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að vera með ykkur. Friðrik, Árný, Ásta, Ólöf og Friðrik Árni. Elsku Gunna, þungt var höggið sem reið á okkur í fjölskyldunni þegar þú greindist sl. sumar með þann ill- víga sjúkdóm sem að lokum lagði þig að velli svo langt um aldur fram. Í þinni erfiðu og sáru baráttu sýndir þú styrk þinn og ást þína til okkar allra. Kæra systir, þótt minningarnar séu margar og góðar er erfitt að koma þeim á blað. Ég minnist þín að leik með dúkkulísurnar þínar, við skriftir og lestur bréfa til og frá þínum fjöl- mörgu pennavinum. Hjálpandi mömmu við húsverkin, – öllu sem þú tókst að þér sinntir þú af ást og alúð. Á bernskuárum okkar hér í Eyjum tíðkaðist það enn að krakkar á öllum aldri væru saman í útileikjum, s.s. fallin spýtan, feluleik og eltingaleik, þá var mikið gaman að vera til, mikið var ærslast og lífið nokkuð áhyggju- laust og gott. Þú varst okkur bræðr- unum góð systir, glaðvær og róleg en þó ætíð ákveðin. Það var mikið gott að eiga þig að. Þú varst svona álíka fast- ur punktur í lífi okkar og Heimaklett- ur, ætíð til staðar. Þú varst eina syst- irin og lenti það því oft á þér að passa okkur yngri bræður þína. Ég var nokkuð fyrirferðarmikill og uppá- tektasamur á mínum æskuárum. Kom það sér vel fyrir þig hversu spretthörð þú varst, það tók þig ekki langan tíma að ná mér, þegar ég reyndi að forða mér eftir axarsköftin mín. Kannski var fyrirferðin á mér ástæðan fyrir því að þú áttir erfitt með að sætta þig við enn einn bróð- urinn þegar Friðrik fæddist. Þú vildir fá systur. Þú varst ætíð nokkuð ráða- góð. Þá klæddir þú hann bara í kjól, settir í hár hans borða og fórst svo út að spássera með hann. Elsku Gunna ég veit að það var oft nokkuð fyrir því haft að hafa gætur á mér en samt varst þú mér ætíð góð og fyrir það vil ég þakka. Þú varst mér ekki síðri vinur á unglingsárunum, alltaf var gott til þín að leita, fá ráð- leggingar eða bara ræða þau mál sem lágu manni þungt á hjarta. Þú stofnaðir ung heimili með hon- um Steina þínum og þar naust þú þín vel. Í hlutverki þess sem ætíð hafðir mikið af sjálfum sér að gefa. Þið lögð- uð bæði mikið upp úr því að búa börn- um og seinna fjölskyldum þeirra heimili, þar sem glaðværð, ást og hamingja réð ríkjum. Elsku Gunna, við sem syrgjum þig og söknum þín eigum hafsjó ástríkra og góðra minninga um yndislega per- sónu, minningar sem gott er að horfa til því þá líður manni aðeins betur. Kæri Steini, mamma, Snæja, Gulla, Þorsteinn og fjölskyldur, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tím- um. Elsku Gunna hafðu þökk fyrir ynd- islega samveru. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðmundur og fjölskylda. Elsku Gunna, ég var ein af þeim heppnu sem hlaut þau forréttindi að finna hlýju þína og góðmennsku sem á eftir að fylgja mér alla ævi. Fyrir það er ég ævinlega þakklát og því kveð ég þig, elsku Gunna, með mikl- um söknuði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Kveðja. Hrefna. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku amma, gullið okkar. Þessi bæn er eitt af ótalmörgu sem þú kenndir okkur. Við söknum þín mikið. Með ástar- og saknaðarkveðjum. Þín barnabörn, Bára, Kristófer, Ragnar og Guðrún Ósk. Kær samstarfsfélagi er fallin frá, langt fyrir aldur fram. Hún hefur lot- ið í lægra haldi, eftir níu mánaða hetjulega baráttu, fyrir hinum illvíga sjúkdómi sem krabbamein oft er. Gunna Lalla eins og hún var ætíð kölluð var einkar ljúf manneskja í um- gengni og leysti ætíð öll sín störf vel af hendi. Heimilisfólk Hraunbúða og samstarfsfólkið naut vel mannkosta hennar. Samviskusemi, þolinmæði, hjálpsemi og hlýja einkenndu hana þannig að hún var hvers manns hug- ljúfi. Hún var glæsileg á velli og naut sín vel í góðra vina hópi. Friðrikka móðir hennar, vinur okk- ar og gamall starfsfélagi, syrgir nú ástkæra dóttur. Missir hennar er mikill og sár. Samband þeirra mæðgna var einkar náið. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með þér, elsku Gunna. Við sendum Steina, börnum og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góða konu mun aldrei gleymast. Hvíl í friði. Samstarfsfólk á Hraunbúðum. GUÐRÚN ELSA GUÐLAUGSDÓTTIR Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GUÐMUNDUR LAXDAL JÓHANNESSON, áður til heimilis á Grandavegi 47, lést á dvalarheimilinu Grund fimmtudaginn 31. mars. Halldóra Gróa Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Haraldsson, Jóhannes L. Guðmundsson, Gyða B. Elíasdóttir, Sigurður E. L. Guðmundsson, Ásta Haraldsdóttir, Herdís M. Guðmundsdóttir, Árni Brynjólfsson, Halldór Ó. L. Guðmundsson, Kristín J. L. Guðmundsdóttir, Karl R. Ólafsson, Elín H. Guðmundsdóttir, Gestur M. Gunnarsson, Björg Elísabet Guðmundsdóttir, Viðar Pétursson, Sesselja Laxdal Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg frænka okkar og vinkona, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR fyrrv. matráðskona í Vatnaskógi, síðast til heimilis í Seljahlíð, andaðist að morgni fimmtudagsins 31. mars á Landspítalanum í Fossvogi. Frændsystkini og vinir. Faðir okkar, EINAR BRAGI rithöfundur, andaðist laugardaginn 26. mars. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 4. apríl kl. 15.00. Borghildur Einarsdóttir, Jón Arnarr Einarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.