Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 45 MINNINGAR hvernig þú hlóst bara góðlátlega ef ég gerði einhver mistök í fjósinu og hvað þú varst natinn við kýrnar. Ég get aldrei gleymt því þegar enginn vildi fara með mér upp í fjall og ég æddi upp í herbergið hennar mömmu vol- andi. Þá komst þú og sagðist geta far- ið með mig upp í fjall og allt í einu höfðu allir tíma til að koma með. Fyrst fórum við upp að fossi og síðan sýndir þú okkur litla hellinn og hvar þú hafðir leikið þér. Elsku afi, þú varst sá eini sem vild- ir gefa þér tíma í miðjum heyskap til að sinna frekjunni í mér. Þú varst alltaf svo mikill dýravinur og ekki síð- ur mannvinur. Þú varst alltaf svo bjartsýnn. Þú varst okkur svo góður og ég vona að við fáum að njóta nær- veru þinnar aftur einhvern tímann, en þangað til verðum við bara að sakna þín. Elsku afi, þú hefðir átt að fá að lifa miklu lengur. Ásgrímur. Það fyrnist lítt yfir kynni af sumum mönnum og Stefán Jónsson er einn þeirra. Hann kom til starfa að tónlist- armálum Skagfirðinga fyrir um ald- arfjórðungi þegar nokkuð lá við og þannig kynntumst við sem stjórnar- menn í Tónlistarfélaginu. Það var hlýlegt koma heim til þeirra hjóna til rabbs og ráðagerða og Skagfirðingar voru stoltir af hljómdiskasafni Stefáns þangað sem tónlistarmenn sóttu til að heyra nýj- asta diskinn hans. Blönduhlíðarfjöllin skapa börnum sínum skjól undir feiknabrúnum sín- um og það var ævintýri að fá að kynn- ast bóndanum Stefáni, tónlistinni og tónlistarþekkingunni sem hann safn- aði þar að sér. Samúðarkveðjur sendi ég fjöl- skyldu Stefáns. Ingi Heiðmar Jónsson. Árin líða fram svo sem þungur straumur Héraðsvatna og menn og minningar hverfa í aldanna skaut. Minningu á ég, skýra í huga. Það var verið að binda heim af Enginu á Framnesi og flutt á tveimur hesta- lestum. Er á daginn leið lagði þoku yfir Eylendið, mýrarnar og heim á túnið. Búið var að ganga frá eftir síð- ustu lest og beðið þeirrar næstu. Ekkert sáum við til hennar vegna þokunnar en þar kom að við greind- um söng sem skýrðist smám saman og loks sáum við lestina. Með hana fór Stefán Jónsson í Hjaltastaðakoti, nú Grænumýri, og söng við raust nýj- ustu dægurlögin. Þetta munu hafa verið ein mín fyrstu kynni af þessum hægláta, ljúfa og góða dreng. Er árin liðu urðu kynni okkar meiri og vin- átta þróaðist með okkur, sem aldrei bar skugga á. Stefán ólst upp í Grænumýri og átti þar ljúfa og góða æsku hjá sínum ágætu foreldrum. Þar var ekki auður í garði, frekar en á öðrum bændabýl- um í þá daga, en fjölskyldan var ánægð með lífið og tilveruna og horfði björtum augum fram á veginn. Stefán stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugum í Reykjadal á ár- unum 1950 til 1952, seinni veturinn í smíðadeild. Sem unglingur og ungur maður vann hann að búi foreldra sinna en einnig utan heimilis. Á þeim vettvangi mun hann fyrst hafa unnið við byggingu Gönguskarðsárvirkjun- ar og síðan um nokkurt skeið við vega- og brúargerð og heima, við bú- ið, um helgar. Þá stundaði hann einn- ig sjó frá Suðurnesjum og vann þar við fiskvinnslu. Stefán tók við búi af foreldrum sínum árið 1961, ásamt sinni ágætu konu Ingu Ingólfsdóttur, og stundaði það til æviloka. Hann var natinn bóndi, ræktaði gott tún, hóf slátt yfirleitt fyrstur manna og átti því ætíð mikil og góð hey og fóðraði skepnur sínar vel. Hann fylgdist vel með öllum tækninýjungum og var umhugað um að nýta sér þær bestu vélar, sem fáanlegar voru á hverjum tíma, fyrir sinn búrekstur. Græna- mýri er nú snyrtilegt og arðsamt býli, sem sómir sér vel í sinni sveit. Stefán var maður vorsins og gró- andans, hafði yndi af að fylgjast með lífinu kvikna og dafna, sá það fagra og góða í tilverunni og undi vel við sitt hlutskipti. Hann var nokkur einfari og átti sér sína drauma sem hann fáum sagði frá. Hann trúði á mátt moldarinnar og varð að trú sinni. Stefán sinnti félagsmálum á sviði tón- listar- og kirkjumála. Hann var í sóknarnefnd Flugumýrarsóknar í sex ár, frá 1965 til 1971 og tók um tíma virkan þátt í starfi Tónlistarfélags Skagafjarðarsýslu og var formaður þess félags 1981–1983. Að öðru leyti helgaði hann alla sína krafta fjöl- skyldu sinni og búrekstri en fylgdist vel með öllu á sviði félagsmála. Hann var mörgum góðum hæfileikum bú- inn eins og hann átti kyn til, var fé- lagshyggju- og samvinnumaður en stóð fast á sínu, þætti honum á sig hallað. Frekar var Stefán alvörugef- inn en glettinn gat hann verið og gamansamur á góðri stund. Hann var minnugur á menn og málefni og kunni frá mörgu að segja af þeim vettvangi. Orðvar var hann og gætinn í allri umræðu og hafði ætíð í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hann var trúmaður, trúði á líf eftir dauðann og í öðrum heimi fengi hver verkefni við hæfi. Stefán var tæplega meðalmaður á hæð, svaraði sér vel og var fríður sýn- um. Hann var ræktunarmaður og hafði gaman af skepnum en mest yndi hafði hann af tónlist. Við hana undi hann allar stundir sem hann mátti. Byrjaði snemma að safna hljómplöt- um og mun hafa átt eitt besta og stærsta hljómplötusafn í einkaeign hér á landi. Hann kunni mjög góð skil á því og las allt um tónlist og tón- skáld, sem hann komst yfir. Um tíma sá hann um tónlistarþátt í Ríkisút- varpinu og fórst það svo vel að eftir var tekið. Hann hafði góða rödd fyrir útvarp og flutti mál sitt vel. Það var skaði að hann skyldi ekki geta sinnt starfi þessu meira en annir heima fyr- ir bundu enda á hans ágæta starf á þessum vettvangi. Stefáni var mikil sæmd af verki þessu. Það var gaman að koma í Grænu- mýri, þiggja kaffi í eldhúsinu og ræða við þau hjón um landsins gagn og nauðsynjar. Að því loknu lá leiðin, yf- irleitt, inn í stofu þar sem hlustað var á nokkur valin lög og rætt um nýjustu hljómplöturnar áður en kvatt var. Í stofunni ríkti, á þessum stundum, kyrrð og friður og blær umhyggju og vináttu lék um mann. Þetta voru góð- ar stundir, sem ekki gleymast og eru mér mikils virði. Það fólk, sem fætt var á fyrrihluta síðustu aldar, kveður nú hvert af öðru og með því fer mikil saga, sem unga fólkinu í dag er í mörgum tilfellum erfitt að skilja. Þetta fólk ásamt alda- mótakynslóðinni skilaði þjóðinni til þess að verða ein af ríkustu þjóðum heimsins. Hjónin í Grænumýri eiga þar sinn stóra og góða þátt. Það er fallegt í Grænumýri, þegar sólin kast- ar kvöldgeislum sínum inn Fjörðinn og marga ferðina átti Stefán um tún og haga á þannig stundum. Ég hygg að sjaldan hafi honum liðið betur en þegar hann kom þreyttur heim eftir annasaman dag og leit til baka yfir dagsverkið af hlaðinu í Grænumýri. Hann gat svo sannarlega tekið undir með þjóðskáldinu, Davíð Stefánssyni, þar sem hann segir í kvæði sínu um bóndann: Þú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að leita Guðs og rækta akra hans. Í auðmýkt naust þú anda þeirra laga, sem öllum vilja skapa góða daga. Í dagsverki og þökk hins þreytta manns býr þjóðarinnar heill og ævisaga. Fyrir nokkrum árum greindist Stefán með krabbamein, sjúkdóm sem hann tókst á við af mikilli þraut- seigju og karlmennsku. Hann skyldi hafa sigur í þeirri baráttu og gerði sínar áætlanir samkvæmt því fyrir komandi ævikvöld og stefndi að því að verða skógarbóndi og klæða hlíð- ina fyrir ofan Grænumýri. En hans tími var kominn. Ég þakka Stefáni langa og góða samfylgd, tryggð hans og vináttu og kveð hann að sinni. Hann hefur nú horfið okkur, sem eft- ir lifum, inn í kvöldroðann, til æðri heima og nýrra verkefna, eftir falleg- an dag hér á jörðu. Við, sem eftir lif- um, yljum okkur við minningarnar um góðan dreng, sem öllum vildi gott gera. Blessuð sé minning Stefáns Jónssonar í Grænumýri. Guð styrki og leiði hans ágætu fjölskyldu í gegn- um þennan erfiða tíma. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi. ✝ Helga Engilberts-dóttir fæddist í Hnífsdal 3. mars 1912. Hún lést á öldr- unardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísa- firði 23. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þór- dís Óladóttir, f. 28. ágúst 1884 á Ánastöð- um í Hjaltastaða- hreppi í S-Múlas., d. 30. mars 1930 á Ísa- firði, og Engilbert Sigurðsson, f. 9. júlí 1890 á Svarthamri í Súðavíkurhreppi, d. 11. júlí 1968 á Ísafirði. Systir Helgu er Sigríður, f. 28. apríl 1914. Helga giftist 13. des. 1935 Jóni B. Jónssyni skipstjóra, f. 19. apríl 1908, d. 20. des. 1997. Börn Helgu og Jóns B. eru: 1) Ingibjörg, f. 30. nóv. 1932, var gift Oddi J. Bjarnasyni, d. 9. okt. 2004, og eiga þau fimm börn. 2) Hulda, f. 23. júlí 1934, gift Jóni Kristmanns- syni og eiga þau fimm dætur. 3) Vign- ir Örn, f. 31. ágúst 1935, kvæntur Láru Helgadóttur og eiga þau þrjú börn. 4) Jón Þór, f. 8. des. 1942, og á hann fjögur börn, sambýlismaður hans er Guðmundur Ingi Guðnason. 5) Margrét, f. 25. jan. 1951, gift Guðna Geir Jóhannessyni og eiga þau tvo syni en Margrét á þrjú börn frá fyrra hjónabandi. Útför Helgu fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Fyrsta minning mín um Helgu föð- urömmu mína er úr græna húsinu. Græna húsinu við Pollinn sem varð fjölskyldumiðstöð æsku minnar. Helga fæddist þó auðvitað miklu fyrr og mánuði fyrir tímann. Hún var vafin inn í bómull og sökum þess að móðir hennar veiktist hastarlega við barnsburðinn var hún send vikugöm- ul að Kambsnesi í Álftafirði, til föð- urömmu sinnar, Helgu Einarsdóttur, og eftir henni var hún skírð. En það reyndist vera töggur í þessari litlu snót. Amma ólst upp í Álftafirði, þeim fallega firði, allt til fullorðinsára. Bærinn á Kambsnesi var úr torfi og timbri, sagði amma mér dag einn fyr- ir um tíu árum þegar ég settist hjá henni með blað og blýant. Eldavél var í baðstofu uppi, hlóðir niðri. Tún- ið var lítið og óslétt og sagðist amma oft hafa bölvað þegar hún þurfti að raka. Hún hafði hins vegar gaman af því þegar hún var send inn að Eyri í Seyðisfirði með bréf en þá var hún að flytja póst áfram frá Súðavík. Eldhúsið í græna húsinu var nú- tímalegra en á Kambsnesi og þangað hlupum við barnabörnin stundum úr Íshúsinu í kaffítímum. Þegar Helga amma var átján ára dó Þórdís móðir hennar úr krabba- meini. Um svipað leyti fluttist föð- uramma hennar á annan bæ, innar- lega í Álftafirði vestanverðum. Sautján ára gekk amma út í Súðavík til að stunda fiskvinnu og telst það dágóður spölur. Hún varð iðulega að brjóta klaka ofan af fiskikörunum til þess að geta byrjað að vaska. Um tíma vann hún við að breiða saltfisk og þá kynntist hún afa, Jóni B. Jóns- syni, sem var við sjóinn. Skömmu síð- ar fer amma inn á Ísafjörð í vist og þar byrja þau Jón B. að búa. Fyrsta barnið fæðist þegar amma er tvítug. Þegar hún ber þriðja barnið undir belti búa þau í einu herbergi með að- gangi að eldhúsi í Sólgötu á Ísafirði. Einn mánuðinn gerist það að þau geta ekki borgað leiguna á réttum degi og er þeim þá umsvifalaust hent út og standa á götunni með tvö lítil börn. Þau bregða á það ráð að fara yfir á Dvergastein í Álftafirði og því fæðist pabbi þar. Afi stundaði hins vegar áfram sjóinn frá Ísafirði. Einn daginn sjá börnin mann koma niður dalinn fyrir ofan Dvergastein og verða hálfskelkuð, halda að huldu- maður sé á ferð. En þess í stað er það hvunndagshetjan Jón B. sem er kom- in gangandi yfir skarðið frá Ísafirði. Eina helgi koma þau yfir á Ísafjörð til að gifta sig. Það er í desember 1935 og fer athöfnin fram hjá sr. Sig- urgeiri Sigurðssyni. Á eftir er kaffi fyrir þau hjá Jónu systur Jóns B., öðrum var ekki boðið og gjafir voru engar. Einum eða tveimur dögum síðar halda þau á ný inn í Álftafjörð. „Við fórum með mjólkurpósti á skektu yfir fjörðinn,“ sagði amma. „Þegar við komum upp á miðjan hálsinn skall á þreifandi bylur og frost. Ég hélt ég mundi aldrei kom- ast þetta.“ Þannig var brúðkaups- ferðin þeirra. Um ferðalög tengd græna húsinu syngur Grafík lagið „Mér finnst rigningin góð“. Það grét stundum eins og í laginu, einkum í vestanátt og þá kom það fyrir að kjallarinn fylltist af sjó. Amma og afi skrifuðu einn kaflann í útgerðarsögu Ísafjarðar með því að stofna ásamt tvennum hjónum öðr- um útgerðarfélagið Gunnvöru sem enn er rekið þótt okkar ætt komi þar lítt að lengur. Afi var farsæll skip- stjóri á fyrsta bát útgerðarinnar en hlutskipti ömmu var uppeldi barnanna fimm, auk þess sem hún brá sér í síld norður á Siglufjörð og vann í frystihúsinu. „Jón var alltaf á sjónum,“ sagði hún um fyrstu árin þeirra. „Maður vissi ekkert hvort hann var ofan sjávar eða neðan. Þá var ekkert útvarp, ekki einu sinni tal- stöð. Maður vissi ekkert fyrr en hann kom inn að rúmstokknum. Ég svaf oft ekki á nóttunni ef vont var veður.“ Við græna húsið gerðust atburðir sem gæddu æsku ungs manns töfr- um. Þar smíðaði hann ásamt vini sín- um bát úr spýtum sem afi og amma „lánuðu“ þeim og á honum hriplekum reru þeir um allan Poll. Þar horfði hann á bátana hans afa uppi í fjör- unni neðan við húsið þegar hann var að þrífa þá og mála. Og svo alltaf kaffi og með því í eldhúsinu hjá ömmu, við gluggann sem vissi út að Pollinum. Síðustu árin voru ömmu ekki þrautalaus. Skrokkurinn olli oft ómældum þjáningum en kollurinn var skýr fram í andlátið. Henni þótti alla tíð gaman að taka í spil og í fór- um mínum á ég myndbandsupptöku af henni að spila ólsen-ólsen við syni mína í fyrra. Hún lét ekki aftra sér þótt hún ætti orðið erfitt með að halda á spilunum. Nú skömmu fyrir páska veiktist hún, lagði frá sér spilin og tók sína stóru ákvörðun. Rúnar Helgi Vignisson. Þá er komið að kveðjustund sem ég hef kviðið fyrir. Elskuleg amma mín var orðin 93 ára gömul og maður vissi að tími hennar væri senn á enda. Samt er erfitt að sleppa, því hún hef- ur verið stór partur af mínu lífi frá því að ég fæddist. Sem barn var ég mikið hjá ömmu og afa og var dag- urinn ekki fullkominn nema koma við hjá þeim eftir skóla og fá lagaköku og mjólk hjá ömmu og ekki var verra ef hægt væri að spila einn Hornafjarð- ar-manna. Það var svo merkilegt að lagakakan hennar ömmu var engri lík. Þó að mamma reyndi að baka hana eftir sömu uppskrift þá varð hún aldrei eins, hún var best hjá ömmu. Amma var mikil spilamanneskja og naut hún þess fram á síðasta dag að spila við sína nánustu. Af mörgu er að taka þegar ég hugsa til baka um samveru okkar ömmu og erfitt er að hugsa til þess að þessar stundir séu á enda. Það var svo gott að vera hjá ömmu. Amma hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og þegar ég fyrir tæpum þremur ár- um ákvað að mennta mig meira og láta drauminn rætast og verða ljós- móðir þá skildi hún ekkert í því hvernig mér dytti þetta í hug, að vera langtímum saman í Reykjavík fjarri manni og börnum. En fáir voru stolt- ari en hún þegar ég kláraði námið og fylgdist hún vel með starfi mínu. Fyrir nokkrum árum fór heilsu hennar að hraka og hún þurfti á meiri aðstoð að halda. Bjó hún þá um skeið á þjónustudeild Hlífar en síðan alfarið á öldrunardeild sjúkrahúss- ins. Þar var vel hugsað um hana og á starfsfólk Hlífar og sjúkrahússins þakkir skilið fyrir góða umönnun í gegnum árin. Ég veit að nú líður ömmu vel og ég trúi því að hún sé komin til afa. Kvöldið áður en hún dó sagðist hún vera fyrir löngu tilbúin til að kveðja. Lífið heldur áfram hjá okkur sem eft- ir lifum, við eigum fjársjóð af minn- ingum um góða konu og við getum verið stolt af því að vera afkomendur hennar. Börnin mín þrjú eiga alltaf eftir að muna eftir langömmu sinni og mun ég gera mitt besta til að halda minningu hennar á lofti um ókomin ár. Ásthildur. Í dag kveð ég þig, elsku amma mín, og minnist allra okkar samveru- stunda. Alla þá tíð sem ég man eftir hefur þú verið miðja eða sól stórfjöl- skyldunnar. Ég man fyrst eftir þér í græna húsinu sem stóð við Hafnar- stræti þar sem nú er hringtorg bæj- arins okkar og þegar ég fer þar um hugsa ég oft um þig og húsið. Í minningunni þegar ég var krakki var oft eitthvað spennandi við að gista hjá þér. Það kom stundum ým- islegt upp á, sérstaklega man ég sterkt eftir þegar þú vaktir mig snemma morguns til að hjálpa afa að tína upp smokkfisk sem þá hafði gengið á fjörur. Svo kom oft fyrir að það flæddi sjór inn í kjallarann á stórstraumsflóði og einnig er það sterkt í minningunni þegar þú varst að taka slátur á haustin og sauðst það í stórum kolasuðupotti í kjallaranum. Það var alltaf gott að koma til ömmu. Þegar við elstu barnabörnin fórum að vinna í Íshúsfélaginu um fermingaraldur þá var alltaf hlaupið yfir til ömmu í kaffitímum þó að við önguðum af fiskilykt en það kunni hún bara vel við enda var hún sjálf hörku fiskvinnslukona. Alla tíð síðan var gott að kíkja inn í kaffisopa til þín og eru það ótalmargir kaffitímar og þótt þú segðir að þú ættir ekkert al- mennilegt með kaffinu voru það í mínum huga alltaf kræsingar sem voru á boðstólum. Það er ætíð sárt að missa ástvin en ég veit að þú varst orðin þreytt. Ég veit þú hefðir sagt mér að herða huga minn. Ég hugga mig sem best, til að gera vilja þinn. Ég geymi hvert þitt bros í minning minni. Ég man og skal ei gleyma samvist þinni. (Hannes Hafstein.) Þinn dóttursonur Jón Benjamín Oddsson. HELGA ENGIL- BERTSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.