Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 59 DAGBÓK Félagsstarf Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 3. apríl. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið Ástandið sunnudagskvöldið 3. apríl kl. 20 í Iðnó. Ath. breyttan sýningartíma. Næsta sýning verður miðvikudaginn 6. apríl kl. 14. Miða- sala í Iðnó. Ath. allra síðustu sýn- ingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félag kennara á eftirlaunum | Fræðslu- og skemmtifundur í Húna- búð, Skeifunni 11, kl. 13.30–16. Félagsstarf Gerðubergs | Sýning Maríu Jónsdóttur frá Kirkjulæk „Gull- þræðir“ opin í dag kl. 13–17, listakon- an er á staðnum. Háteigskirkja | Kvenfélag Háteigs- kirkju. Farið verður í vorferð að Stokkseyri og Eyrarbakka þriðjudag- inn 5. apríl frá Setrinu kl. 16.30. Skráning eftir hádegi laugardag og mánudag í síma 511 5405. Hraunsel | Fyrirhuguð er ferð í Þjóð- minjasafnið miðvikudaginn 13. apríl kl. 13.30. Þeir sem vilja vera með, vinsamlega skráið ykkur í Hraunseli. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Gönguhópur alla laugar- dagsmorgna kl. 10 árdegis. Boðið upp á teygjuæfingar og vatn. Námskeið í framsögn og leiktúlkun í apríl. Kenn- ari Soffía Jakobsdóttir leikari og að- júnkt við KHÍ. Námskeið í þæfingu í apríl. Skráning hafin. Allir velkomnir. Sími 568–3132. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund kl. 20. Einnig er bæna- stund alla virka morgna kl. 7–8. Kirkja Jesú Krists Hinna síðari daga heilögu, mormónar | Aðalráð- stefna kirkjunnar sem fer fram í Utah verður móttekin í kapellunni á ensku og íslensku sem hér segir: 2. apríl 15– 16.30 (ekki beint) og 17–19 (beint) 3. apríl 9–11 (ekki beint), 12–14 (ekki beint) og 16–18 (beint). Allir velkomn- ir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos MAIJA Kovalevska sópransöngkona og Dzintra Erliha píanóleik- ari eru margverðlaunaðar upprennandi stjörnur í heimalandi sínu, Lettlandi. Í dag laugardag 2. apríl kl. 17 halda þær tónleika í Hömrum á Ísafirði og er hér um 3. áskriftartónleika félagsins á þessu starfsári að ræða. Á fyrri hluta tónleikanna flytja þær tónlist eftir fjögur virt lettnesk tónskáld. Meðal annars mun Erliha leika tvo þætti úr glænýju píanóverki eftir hinn virta organista og tónskáld, Aivars Kalejs, en verkið frumflutti hún fyrir aðeins örfáum dögum í Lettlandi að beiðni tónskáldsins, við frábærar undirtektir. Eftir hlé má heyra öllu þekktari tónlist svo sem aríur eftir Puccini og Bellini, auk verka eftir Chopin. Sópransöngkonan Maija Kovalevska hefur þegar vakið mikla athygli í Lettlandi og víðar, og unnið til margvíslegra verðlauna fyrir list sína. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún sungið stór hlut- verk við Þjóðaróperuna í Lettlandi, og fyrir skömmu hlaut hún Lettnesku þjóðarverðlaunin í tónlist (National Music Award of Latvia), sem teljast verður mikill heiður. Áskriftarkort félags- manna gilda en einnig verða seldir miðar við innganginn á 1.500 kr. Skólafólk 20 ára og yngra fær ókeypis aðgang að tónleik- unum. Lettnesk tónlist hljómar í Hömrum á Ísafirði Maija Kovalevska sópransöngkona og Dzintra Erliha píanóleikari. TINNA Kvaran opnaði sýningu um páskana í gallerí Bananananas á Laugavegi 80. „Hug- myndin að þessari sýningu kom alveg sjálfkrafa. Ég sá rýmið og langaði að getað gengið upp veggina og niður aftur,“ segir Tinna um sýninguna. „Mig langaði að hanna stiga, sem hægt væri að nota til að fá annað sjónarhorn á þetta sýningarrými, eins og að tengja sýningarveggina við húsið sem fólkið býr í, sem tilheyrir eiginlega ekki galleríinu. Þegar ég svo heyrði orðið metorðastigi, þá fékk verkið ekki bara nafn, heldur líka aðra merkingu. Að hafa þennan stiga metorðastigann, sem flestir vilja vera sem hæst á, fæ ég kannski fólk til að taka þátt í verkinu og klifra upp stigann. Það hugsar sig kannski um, hvað er ég að gera í þessum tilgangslausa stiga? Eða er hann tilgangslaus? Svo er þetta jú mynd í rými.“ Sýningin er opin í dag laugardag kl. 16–18 og aðra daga eftir samkomulagi í síma 695- 3460 og 698-5673. Metorðastigi Tinnu Kvaran KÓR og Kammersveit Langholts- kirkju endurtaka Jóhannesar- passíuna Bach í dag. laugardag, 2. apríl kl. 18 í Langholtskirkju. Jóhannesarpassían er talin eitt glæsilegasta kirkjutónverk sögunnar og er sérlega leikræn. Píslarsögunni er fylgt frá því að Jesú gengur með lærisveinunum eftir síðustu kvöldmáltíðina í grasgarðinn og lýkur er hann hefur verið lagð- ur í gröfina. Guðspjallamaðurinn segir söguna. Jesús og Pílatus talast við. Kórinn er í hlutverki hermannanna sem koma í grasgarð- inn, gyðinganna í höll Pílatusar, sem hrópa „Ekki hann, heldur Barrabas!“ mannfjöldans sem hróp- ar „Krossfestu hann“ o.s.frv. Jafnframt flytur kórinn hugleið- ingar um efnið í formi upphafs- og niðurlagskórsins og sálmalaga sem fléttað er inn í frásögnina. Ein- söngvararnir flytja einnig hugleið- ingar út frá textanum í aríum sín- um. Einsöngvarar verða Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópran, Dóra Stein- unn Ármannsdóttir alt, Þorbjörn Rúnarsson guðspjallamaður og aríur, Bergþór Pálsson Pílatus og aríur og Ágúst Ólafsson Jesús og aríur. Konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir og stjórnandi er Jón Stefánsson. Jóhannesar- passían endur- tekin í dag Johann Sebastian Bach Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.