Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Já, er það ekki, bara á Group-limmósínunni. Samfélagslegurstuðningur viðunga foreldra breyttist mikið með til- komu fæðingarorlofs fyr- ir feður. Stuðningurinn mun aukast enn meira ef áformum R-listans í Reykjavíkurborg um gjaldfrjálsan leikskóla verður hrundið í fram- kvæmd. Ennfremur mun ákvörðun ríkisstjórnar- innar um hækkun barna- bóta og lækkun tekju- skatts bæta enn hag barnafólks. Áður en Fæðingaror- lofssjóður var stofnaður árið 2001 voru feður með mjög tak- markaðan rétt til feðraorlofs. Faðir sem eignaðist barn árið 2000 átti rétt á tveggja vikna fæðingarorlofi og fékk greiðslur frá Tryggingastofnun, sem það ár námu 33.684 krónur. Þegar búið var að draga skatta af þeirri upphæð sátu eftir rúmlega 20 þúsund krónur. Með stofnun Fæðingarorlofssjóðs fengu feður þriggja mánaða fæðingarorlof og greiðir sjóðurinn 80% af föstum launum feðra. Faðir sem er t.d. með 300 þúsund krónur í mán- aðarlaun fær því 240 þúsund krónur á mánuði meðan hann er í fæðingarorlofi. Faðir sem tekur þriggja mánaða feðraorlof fær því samtals 720 þúsund krónur. Leikskólagjöldin lækka Reykjavíkurborg hefur boðað gjaldfrjálsan leikskóla árið 2008 fyrir öll börn sem eru í skólanum sjö tíma á dag. Fyrsta skrefið var stigið í vetur þegar börn eldri en fimm ára fá þriggja tíma skólavist á dag án endurgjalds. Næsta skref verður stigið 2006 þegar tvær stundir bætast við. Ekki er búið að tímasetja næstu skref að öðru leyti en því að áformað er að taka síðasta skref- ið haustið 2008. Í dag kostar 8 tíma leikskóla- vist hjá Reykjavíkurborg í fyrsta gjaldflokki 28.080 krónur eða samtals 336.960 krónur á ári. Reykjavíkurborg gefur fyrirheit um að öll börn eldri en 18 mán- aða eigi kost á leikskólavist. Mörg börn eru í vist hjá dag- mömmum áður en þau hefja nám í leikskóla. Sé miðað við að for- eldrar greiði þetta gjald fyrir barnið sitt í fimm ár nema leik- skólagjöldin samtals 1.684.800 krónur. Þetta er sú upphæð sem foreldrar barns sem fætt er árið 1998 hafa greitt í leikskólavist á fimm árum. Þess má og geta að faðir barnsins fékk rúmlega 30 þúsund krónur í fæðingarorlof á sínum tíma. Dæmið lítur talsvert öðruvísi út fyrir foreldra barns sem fæð- ist árið 2003. Þá var fæðing- arorlof feðra að fullu komið til framkvæmda. Faðir sem var með t.d. 300 þúsund krónur í mánaðarlaun fékk 240 þúsund krónur í fæðingarorlof eða sam- tals 720 þúsund í þrjá mánuði. Barnið byrjaði í leikskóla á síð- asta ári og útskrifast úr honum árið 2009. Gangi áform R-listans eftir lækka leikskólagjöld barns- ins á síðustu þremur skólaárun- um. Leikskólagjöldin á þessum fimm árum verða því ekki 1.684.800 krónur heldur 1.248.000 krónur. Er þá miðað við að lækkun gjaldanna komi til framkvæmda á árunum 2006, 2007 og 2008. Munurinn er enn meiri ef mið- að er við barn sem fætt er á þessu ári. Þá fær faðir þess, mið- að við sömu forsendur, 720 þús- und í fæðingarorlof, en barnið greiðir í leikskólagjöld á árunum 2006–2012 samtals 777.600 krón- ur. Og barnabætur hækka Miðað við þessar forsendur, þ.e. átta tíma leikskólavist barns sem á föður sem er með 300 þús- und krónur í mánaðarlaun, mun- ar þarna um 1,6 milljónum á fimm árum hvort barnið er fætt árið 1998 eða árið 2005. Mun- urinn er í reynd enn meiri þegar tekið hefur verið tillit til áforma ríkisstjórnarinnar, sem lögfest voru á síðasta ári, að hækka barnabætur og lækka tekjuskatt, en þessar skattabreytingar koma til framkvæmda á árunum 2005– 2007. Eftir á að hyggja má því kannski segja að foreldrar sem voru að skipuleggja barneignir um síðustu aldamót hefðu átt að bíða í nokkur ár. Það hefði a.m.k. komið mun betur út fjár- hagslega. Fréttaskýring | Aukinn samfélagslegur stuðningur við foreldra ungra barna Nú er gott að eignast barn Frá 1998 til 2005 hækkaði samfélags- legur stuðningur um 1,6 milljónir Það er betra að tímasetja barneignir vel. Feður fengu 33.686 kr. í fæðingarorlof í 2 vikur Árið 2000 gátu feður fengið samtals 33.684 krónur í fæðing- arorlof í tvær vikur. Í dag geta þeir fengið 80% launa í fæðing- arorlofi í þrjá mánuði. Árið 2000 datt fáum í hug að krefjast gjald- frjáls leikskóla, en nú hefur Reykjavíkurborg boðað gjaldfrí- an leikskóla árið 2008. Þá er búið að ákveða að hækka barnabætur. Samfélagslegur stuðningur við unga foreldra hefur því gjör- breyst á skömmum tíma.      ! "#$%    & ' % %  ! '%()" '% #* +,- -%  *  -   Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.