Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.04.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 2. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRAR glerlistarsýningar verða opnaðar í dag í menn- ingartorfunni á Kópavogi. Þær eru allar á vegum Lista- safns Kópavogs, Gerðarsafns og teljast framlag safnsins á 50 ára afmæli Kópavogsbæjar. Fyrst skal nefna sýningu á verkum Gerðar Helgadótt- ur á efri hæð Gerðarsafns sem ber heitið Gerður Helga- dóttir. Meistari glers og málma. Á sýningunni verða á þriðja tug steindra glugga og frumteikninga fyrir gler- glugga eftir Gerði Helgadóttur auk höggmynda, klippi- mynda og teikninga eftir listakonuna. Þetta er sjöunda sýning á verkum Gerðar sem haldin er í Gerðarsafni frá opnun þess árið 1994, en gjöf erfingja Gerðar á verkum hennar til Kópavogsbæjar árið 1977 varð sem kunnugt er til þess að safnið sem kennt er við hana var reist. Á neðri hæð Gerðarsafns er sýning á verkum bresku glerlistarkonunnar Caroline Swash. Hún er yfirmaður glerlistardeildarinnar í St. Martin’s Central College of Art and Design í London og sýnir hér steint gler, mál- verk, teikningar og ljósmyndir. Sýning Caroline Swash heitir Samræður. Nýjustu verkin á sýningunni eru unnin út frá íslenskum gripum á söfnum í Lundúnum og ís- lenskri náttúru. Í forrými Salarins sýnir Leifur Breiðfjörð steint gler, glerdreka og málverk. Sýning hans ber heitið Andi manns. Leifur hefur þá sérstöðu meðal íslenskra lista- manna að hafa helgað sig glerlistinni og óhætt að segja að í meðförum hans hafi þessi aldni miðill ætíð gegnt lyk- ilhlutverki. Fyrir réttum áratug hélt Leifur Breiðfjörð yfirlitssýningu í Gerðarsafni í tilefni af 50 ára afmælis síns, sem fékk fádæma góðar viðtökur hjá almenningi. Í Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs er sýning sem ber heitið Íslensk samtímaglerlist. Á henni sýna listamennirnir Brynhildur Þorgeirsdóttir, Jón Jóhanns- son, Jónas Bragi Jónasson, Pía Rakel Sverrisdóttir, Rakel Steinarsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir og Sigrún Ó. Einarsdóttir. Fjölbreytt verk sjömenninganna eru til marks um þann þrótt sem ríkir í íslenskri glerlist um þessar mundir. Sýningarnar fjórar eru í tengslum við alþjóðlega gler- listarþingið Iceland 2005, sem Gerðarsafn efnir til á af- mælisári Kópavogsbæjar, og þær eru öðrum þræði ætl- aðar til kynningar á íslenskri samtímaglerlist fyrir erlenda gesti þingsins. Glerlistarþingið verður haldið í Salnum í Kópavogi dagana 5.–7. apríl. Á þinginu munu þekktir fyrirlesarar, fræðimenn og listamenn halda er- indi. Sum þeirra tengjast Gerði Helgadóttur og starfs- tíma hennar, önnur fjalla um samtímaglerlist. Í und- irbúningsnefnd sátu auk Guðbjargar Kristjánsdóttur, forstöðumanni Gerðarsafns, listamennirnir Leifur Breiðfjörð, Sigríður Jóhannsdóttir og Caroline Swash. Fjórar sýning- ar í Kópavogi Morgunblaðið/Jim Smart Steindur gluggi eftir Gerði Helgadóttur. VORVINDAR er yfirskrift sýn- ingar á silfurverkum í anddyri Norræna hússins sem opnuð verður í dag og stendur til 17. apríl. Þar sýnir Sigurður Hrafn Þórólfsson gullsmiður 25 silf- urskúlptúra og að auki þrjú örsmá skipslíkön (miniaturar) úr eðalmálmum. Þar af verður frumsýnt líkan af varðskipinu Tý í skalanum 1: 300 úr silfri og gulli, skreytt demöntum og öðrum eðalstein- um. Silfurverkin eru öll unnin eftir hugmyndum höfundar og standa á blágrýtisstöplum ætt- uðum úr Skagafirði. Sigurður hóf sýningarferil sinn árið 1984 í London og þá ein- göngu með skipslíkönin smáu. Alls tók hann þátt í fjórum al- þjóðlegum sýningum þar og hlaut fern verðlaun fyrir. Þetta er sjötta einkasýning Sigurðar auk ýmissa samsýninga. Hann tók sveinspróf í gullsmíði árið 1992 og voru meistarar hans gullsmiðirnir Sigmar Ó. Mar- íusson og Stefán Bogi Stef- ánsson. Sigurður var kjörinn bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 1999. Skúlptúr- ar úr silfri í Norræna húsinu Fréttasíminn 904 1100 Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING Lokasýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 3/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20 - Síðasta sýning Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Lau 9/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Su 3/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 - UPPSELT, Mi 20/4 kl 20 - UPPSELT, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20 - UPPSELT HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Aðalæfing fi 7/4 kl 20 - kr. 1.000, Frumsýning fö 8/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20 HÁSKÓLABÍÓI Í DAG, LAUGARDAG KL. 15.00Tónsprotinn #4 Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Ævintýralegir tónleikar Hljómsveitarstjóri ::: Guðmundur Óli Gunnarsson Sögumaður og kynnir ::: Örn Árnason Árni Björnsson ::: Forleikur að Nýársnóttinni Fuzzy / H.C. Andersen ::: Förunauturinn Benjamin Britten ::: Hljómsveitin kynnir sig ER BAKHJARL TÓNSPROTANS Tónleikaröð fjölskyldunnar, Tónsprotinn, hefur slegið í gegn í vetur. Þessir ævintýralegu tónleikar eru tileinkaðir H.C. Andersen á 200 ára fæðingarafmæli hans. Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Hljómsveitin SIXTIES í kvöld H.C. Andersen Afmælisveisla í Leikhúskjallaranum frá 15-17 Tónlist, leikur, gleði! Ókeypis aðgangur Brynhildur Guðjónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Þórarinn Eldjárn lesa uppáhaldsævintýrið sitt - Klippimyndasamkeppni 200 ára í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.