Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 32

Morgunblaðið - 17.04.2005, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL fjölbreytni í viðfangsefnum fréttaritara og ljósmyndara Morg- unblaðsins á landsbyggðinni endurspegl- aðist þegar dómnefnd í ljósmynda- samkeppni sem efnt var til meðal fréttaritaranna vann við að velja bestu myndirnar úr fjölda innsendra ljós- mynda. Þar koma fyrir flestir þættir í störfum og daglegu lífi fólksins í landinu og sumir af stærstu fréttaatburðum landsins. Heiti sýningar með bestu myndum keppninnar er því nærtækt, Fólk í fréttum, en sýningin hefur verið sett upp í verslunarmiðstöðinni Smára- lind. Jónas Erlendsson, fréttaritari Morg- unblaðsins í Mýrdal, varð hlutskarpastur í ljósmyndasamkeppninni sem Morg- unblaðið og Okkar menn, félag fréttarit- ara blaðsins á landsbyggðinni, stóðu fyr- ir. Valið var úr myndum sem fréttaritarar tóku á árunum 2003 og 2004 og sendu í keppnina. Myndirnar eru flokkaður í níu efnisflokka og eru fyrstu verðlaunamyndirnar úr flokk- unum birtar hér á opnunni. Úrslitin voru kynnt og verðlaun afhent á aðalfundi Okkar manna sem haldinn var í Reykjavík gær. Allar verðlauna- myndirnar verða til sýnis í Smáralind fram til miðvikudagsins 27. apríl. Sýn- ingin verður síðan sett upp á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, fyrst í veit- ingahúsinu Við árbakkann á Blönduósi. Fólk í fréttum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á sama tíma að ári Haukur Pálsson, bóndi á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu, og Guðlaug Jónsdóttir, meina- tæknir í Reykjavík, eru í góðum hópi fólks sem tekur þátt í hrossasmölun í Laxárdal og stóðréttum í Skrapatungu í Austur-Húnavatnssýslu. Jón Sigurðsson fréttaritari hefur skrásett árlega endurfundi þeirra sem farið er að nefna „á sama tíma að ári“ – og þau taka fullan þátt í leiknum. Myndin varð hlutskörpust í flokki mynda úr daglega lífinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Barist af krafti Hrútarnir í Fagradal áttu greinilega eftir að útkljá einhver deilumál þegar þeim var sleppt úr fjárhúsi eftir veturlanga samveru í þröngri stíu. Dúr og Halur runnu saman með þungum höggum en Mjöður fylgdist vel með enda í hlutverki dómara og stigavarðar. Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal og fréttaritari Morgunblaðsins, var áhorfandi. Mynd hans varð efst í flokki mynda í opnum flokki og að lokum valin mynd ársins í keppninni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björgun á Meðallandssandi Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir tókst dráttarbát að ná togara Samherja, Baldvini Þorsteinssyni, af strandstað á Meðallandssandi. Jónas Erlendsson, fréttaritari í Mýrdalnum, fylgdist með þessari um- fangsmiklu björgunaraðgerð og mynd hans fékk fyrstu verðlaun í flokki fréttamynda. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Farið í loftköstum Öflugir snjóbrettastrákar mættu á Skíðaviku á Ísafirði og sýndu leikni sína á palli sem gerð- ur var á íþróttavellinum á Torfnesi. Halldór Sveinbjörnsson myndaði loftköstin og sigraði í flokki íþróttamynda. Skíðavika hefur verið haldin í sjötíu ár og er ein elsta bæjarhátíðin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.