Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.04.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL fjölbreytni í viðfangsefnum fréttaritara og ljósmyndara Morg- unblaðsins á landsbyggðinni endurspegl- aðist þegar dómnefnd í ljósmynda- samkeppni sem efnt var til meðal fréttaritaranna vann við að velja bestu myndirnar úr fjölda innsendra ljós- mynda. Þar koma fyrir flestir þættir í störfum og daglegu lífi fólksins í landinu og sumir af stærstu fréttaatburðum landsins. Heiti sýningar með bestu myndum keppninnar er því nærtækt, Fólk í fréttum, en sýningin hefur verið sett upp í verslunarmiðstöðinni Smára- lind. Jónas Erlendsson, fréttaritari Morg- unblaðsins í Mýrdal, varð hlutskarpastur í ljósmyndasamkeppninni sem Morg- unblaðið og Okkar menn, félag fréttarit- ara blaðsins á landsbyggðinni, stóðu fyr- ir. Valið var úr myndum sem fréttaritarar tóku á árunum 2003 og 2004 og sendu í keppnina. Myndirnar eru flokkaður í níu efnisflokka og eru fyrstu verðlaunamyndirnar úr flokk- unum birtar hér á opnunni. Úrslitin voru kynnt og verðlaun afhent á aðalfundi Okkar manna sem haldinn var í Reykjavík gær. Allar verðlauna- myndirnar verða til sýnis í Smáralind fram til miðvikudagsins 27. apríl. Sýn- ingin verður síðan sett upp á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, fyrst í veit- ingahúsinu Við árbakkann á Blönduósi. Fólk í fréttum Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á sama tíma að ári Haukur Pálsson, bóndi á Röðli í Austur-Húnavatnssýslu, og Guðlaug Jónsdóttir, meina- tæknir í Reykjavík, eru í góðum hópi fólks sem tekur þátt í hrossasmölun í Laxárdal og stóðréttum í Skrapatungu í Austur-Húnavatnssýslu. Jón Sigurðsson fréttaritari hefur skrásett árlega endurfundi þeirra sem farið er að nefna „á sama tíma að ári“ – og þau taka fullan þátt í leiknum. Myndin varð hlutskörpust í flokki mynda úr daglega lífinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Barist af krafti Hrútarnir í Fagradal áttu greinilega eftir að útkljá einhver deilumál þegar þeim var sleppt úr fjárhúsi eftir veturlanga samveru í þröngri stíu. Dúr og Halur runnu saman með þungum höggum en Mjöður fylgdist vel með enda í hlutverki dómara og stigavarðar. Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal og fréttaritari Morgunblaðsins, var áhorfandi. Mynd hans varð efst í flokki mynda í opnum flokki og að lokum valin mynd ársins í keppninni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björgun á Meðallandssandi Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir tókst dráttarbát að ná togara Samherja, Baldvini Þorsteinssyni, af strandstað á Meðallandssandi. Jónas Erlendsson, fréttaritari í Mýrdalnum, fylgdist með þessari um- fangsmiklu björgunaraðgerð og mynd hans fékk fyrstu verðlaun í flokki fréttamynda. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Farið í loftköstum Öflugir snjóbrettastrákar mættu á Skíðaviku á Ísafirði og sýndu leikni sína á palli sem gerð- ur var á íþróttavellinum á Torfnesi. Halldór Sveinbjörnsson myndaði loftköstin og sigraði í flokki íþróttamynda. Skíðavika hefur verið haldin í sjötíu ár og er ein elsta bæjarhátíðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.